Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 13
af erlendum veffvangi
Laugardagur 22. september 1990 - DAGUR - 13
Amerískar
úrvals
matvörur
W/op
aualitv -M. ••
Kynningar
I
/
I
Hrísalundi
1^.1-
M V •
■Tl— • I • • ■ j*
Til solu i
öllum
verslunum
Hvers vegna nota Afríkumenn
ekki sebradýr til reiðar?
Nýtt á
íslandi
Telja má víst, að í sambýli við
sebradýrin um þúsundir ára hafi
Afríkumenn á stundum reynt að
nota þau bæði sem dráttardýr og
til reiðar. En trúlega hafa þeir
komist að sömu niðurstöðu og
vagneigandinn enski, að það væri
ekki erfiðisins virði að reyna að
temja þau.
Hins vegar kann vel að vera,
að Asíu- og Evröpubúar hafi átt
við sömu erfiðleikana að etja,
þegar þeir tömdu hestinn. Hlýðn-
ir hestar okkar tíma eru árangur
af langtíma ræktun. markvissu
úrvali og blöndun. Á löngum
þróunartíma hafa menn leitast
við að ala upp „barnslegt" dýr,
sem væri auðveldara að ráða yfir
en „fullorðnari" og sjálfstæðari
ættfeðrum.
Með það í huga má auövitaö
spyrja, hvers vegna Afríkumenn
hafi ekki fyrir löngu gert það
sama með sebradýrin.
Trúlega cr það í og með vegna
þess, að íbúar Asíu og Evrópu
höfðu meiri þörf fyrir nytjadýr á
borð við hestinn en Afríkubúar.
I hefðbundinni afrískri byggð
hefur nautgriparækt alltaf verið
helsti bjargræðisvegurinn.
Af þeim sökum hefur verið
takmörkuð þörf fyrir mikil ferða-
lög og meiri áhersla lögð á rækt-
un dýra sem mikið kjöt fékkst af
en þeirra sem hentuðu til flutn-
inga eða annarrar vinnu.
(Bengt Bengtsson í Fakta 1/90. - Þ.J.)
.....
Til að Ieita svara við þessari
spurningu gerðu læknar við Eystra
sjúkrahúsið í Gautaborg tilraun,
sem tók til 200 sjúklinga með
rnjög óhrein sár.
f Þegar sjúklingarnir voru lagðir
inn, voru sár sumra hreinsuð með
dauðhreinsuðum vökva, en ann-
arra með venjulegu vatni. Með-
ferð þeirra að öðru leyti var hin
sama.
Þegar að því kom að meta
árangurinn, kom í Ijós, að sýking
hafði komist í sárin hjá 16 af
þeim 100, sem höfðu verið
þvegnir með dauðhreinsuðu
vatni.
Af þeim 100 sem höfðu verið
þvegnir með kranavatni, urðu
aðeins 8 fyrir sýkingu.
Utkoman varð þessum sænsku
læknum undrunarefni, því
að erfitt var að trúa því, að
kranavatn væri betra til notkunar
við hreinsun sára en sama vatn
dauðhreinsað. Hugsanlega er
skýringin sú, að þegar vatn er
tekið úr krananum, sé notað
meira magn og því verði hreins-
unin betri.
Rannsóknin hefur líka raun-
hæft gildi utan sjúkrahúsanna.
Enda þótt oftast sé ekki nauðsyn-
legt að hreinsa sárin á slysstað,
getur það verið aðkallandi, ef um
er að ræða slys vegna eiturefna
eða ýmiss konar bruna, og þá er
bara að nota ómælda skammta af
vatni til hreinsunar.
En efasemdamenn kunna að
spyrja, hvort kranavatn sé yfir-
leitt eins hreint og það, sem
læknarnir í Gautaborg notuðu.
Cirkus
Espanía
sýnir í íþróttahöllinni á Akureyri
laugardag og sunnudag.
Sýningar báða dagana kl. 15.00 og 20.00.
Miðasala opin frá kl. 10.00 báða dagana.
Loftfimleikar ★ Trúðar ★ Akrópatik
Töfrabrögð ★ Jafvægislistir ★ Tarantúlla
risakóngulær og margt, margt fleira.
Skemmtun fyriralla fjölskylduna.
Skýringin á því er samofin af
ýmsum þáttum dýrafræði, lofts-
lags og menningar. Til þess að
skilja þetta er nauðsynlegt að
fara nokkrum orðum um hesta-
dýr, sem eru sérstök ættkvísl hóf-
dýra.
Fyrir utan hesta teljast sebra-
dýr og asnar til ættkvíslar hesta.
Bæði asnar og sebradýr eru sjálf-
stæðar og þrjóskar skepnur.
Saga ein frá nítjándu öld er
skemmtilegt dæmi um þetta.
Enskur sérvitringur, sem átti
hestvagn til mannflutninga,
ákvað að fara að nota sebradýr til
að draga vagninn. En í stað þess
að flytja farþegana á sem
skemmstum tíma til ákvörðunar-
staðar, æddu sebradýrin oft yfir
grasflatir og húsagarða. Þar tóku
þau sér svo góðan tíma til að éta
Sebradýrin eru svo einráð, að það er ekki hlaupið að því að spenna þau fyrir
plóg eða stjórna þeim á kappreiðabraut.
lystugan garðagróðurinn. Akstur á bæjarlífið, en sebradýr henta
sebravagnsins setti sérstakan svip ekki vel til að draga vagna.
Sú kenning er alþekkt, að sár eigi
að þvo með dauðhreinsuðu vatni.
Nú hefur sænsk rannsókn leitt í
Ijós, að ennþá betra sé að nota
vatn úr krananum.
Þegar sár myndast við slys,,
verða þau oft óhrein og þurfa
hreinsunar við. Þetta á ekki síst
við um umferðarslys. Venjan
hcfur verið sú, að nota dauð-
hreinsaða vökva til að þvo sárin,
enda þótt venjulegt vatn sé nán-
ast laust við sóttkveikjur.
Kranavatn hefur líka fleiri
kosti. Það er auðfengið og ódýrt
og því auðvelt að nálgast það í
miklu magni. En hvað með ör-
yggið?
Því er til að svara, að á öllum
Norðurlöndunum á að mega
treysta kranavatninu, því að öll
gera þau hliðstæðar kröfur til
drykkjarvatns.
Annars staðar í heiminum er
skynsamlegt að hugsa sig vel um
áður en gripið er til kranavatns-
ins.
(Fakta 1/90. - Þ.J.)
Kranavatn er best
tíl að hreinsa sár