Dagur - 27.09.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. september 1990 - DAGUR - 5
Vonskuveður
í göngum á
Flatejjardal
Fréttaritari Dags í Fnjóskadal
átti viðtal við Erling Arnórs-
son gangnaforingja á Þverá um
fyrstu göngur á Flateyjardal.
Þann 18. sept. gerði vonsku-
veður og var öllu fé safnað
saman við afréttargirðinguna.
Ovenju margt fé var við girð-
inguna, eða 2500 til 3000 fjár.
Réttað var daginn eftir á Loka-
staðarétt sem stendur sunnan við
Þverá. Að kvöldi 19 sept. var far-
ið á Flateyjardalsheiðina og gist í
Heiðahúsum. Var þá komið
versta færi bæði fyrir farartæki og
skepnur og veðurútlit slæmt. Um
kl. 6 morguninn eftir var Flateyj-
ardalurinn smalaður og inn að
Eilífsá. Frá Eyvindará að Eilífsá
var féð rekið eftir slóð torfæru-
bíla. Féð sem var austan Dalsár-
innar var rekið vestur yfir ána og
sameinað safninu.
Aðfaranótt 20. sept. var versta
veður, hríð og stormur og því lít-
ið sofið. Mannskapurinn var
ræstur kl. 04 og lagt af stað kl. 05
í versta veðri en allt safnið var á
sínum stað og engin kind
misfórst.
Allt féð var rekið í slóðum eftir
torfærubíla og dráttarvélar í
versta veðri. Dalsáin var öll bólg-
in af krapi og allir þverlækir í
miklum vexti og skilja menn
varia ennþá hvernig þetta gekk
allt saman upp.
Réttað var 21. og 22. sept. á
Lokastaðarétt og ferðin frá
Eilífsá inn að Þverá tók 8 tíma en
venjulega tekur sú ferð 3-4 tíma.
Þakka gangnaforingjarnir því að
ekki urðu nein slys á mönnum
eða skepnum, hversu ósérhlífnir
og duglegir gangnamenn voru.
Að þessu sinni voru tvær konur
með í göngunum og voru þær
engir eftirbátar „sterkara"
kynsins.
Gangnaforingjar voru Erlingur
Arnórsson á Þverá og Tryggvr
Stefánsson Hallgilsstöðum.
MGG Hálsi
gæðavara á góðu >
( okkar stórglæsilega og sívinsæla kjötborði bjóðum við
ávallt úrval af svínakjöti af nýslátruðu frá Hlíð sf.
Nautakjöt UN1 og UN1* á sama verði. Kýrkjöt, mjög ódýrt t.d. kýrhakk 665kg
Hreindýrakjöt frá 900kg
Vikutilboð - Londonlamb 897kg
Hangikjöt, úrbeinað 1195kg
Lambakjöt á lágmarksverði
MATVÖRUMARKAÐURINN
| y\ KAUPANGI /V I
Miilú
Opið mánudaga til föstudaga kl. 09-22
laugardaga og sunnudaga kl. 10-22
ÚIÚM
r r t v e x t t r •
s k o t t a f s l á t t u r • l á n s r é t l i n d
Með reglulegum sparnaði,
hæstu vöxtum, skattafslætti
og lánsrétti leggurðu Grunn
sem er sniðinn að þínum þörfum.
Grímhur
Grunnur er húsnæðisreikningur Landsbankans.
Hann er bundinn í 3 til 10 ár og nýtur ávallt
bestu ávöxtunarkjara sem bankinn býður á
almennum innlánsreikningum sínum. Leggja þari
inn á Grunn eigi sjaldnar en ársfjórðungslega.
Hámarksinnlegg á ári er nú rúm 360.000,- eða
90.000,- ársfjórðungslega. Þannig gefur til dæmis
360.000 króna innlegg 90.000 krónur í
skattafslátt.
\
\
XI
M-
i
Grunni fylgir sjálfkrafa lánsréttur að sparnaðar-
tímanum loknum, en skilyrði er að lánið sé notað
til húsnæðiskaupa eða endurbóta og viðhalds.
Hámarkslán er nú 1,8 milljónir króna.
Grunnur er þannig bæði góð sparnaðarleið fyrir
þá sem hyggja á húsnæðiskaup eða byggingu
og kjörinn Hfeyríssjóður fyrir sparifjáreigendur.
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna
L
\<
n s r é t t i n d i
h œ r r i v