Dagur - 27.09.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 27.09.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. september 1990 - DAGUR - 3 fréttir í Skylt er að baða sauðfé og geitur í vetur: Mikilvægt til að f\TÍr- bvggja fjárkláða og lús - segir Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir Lögum samkvæmt ber að baða allt sauðfé og geitur á komandi vetri. Böðunin skal fara fram á tímabilinu 1. nóvember til 15. mars. Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir, segir að til að lyrirbyggja lús og fjárkláða sé mikilvægt að farið sé að lögum í þessu. Sauðfjárböðun er framkvæmd MiðQarðarnetadeilan: Málið komið tilsakadóms Netadeilumálið sem upp kom í Miðfirði í sumar milli eigenda neta sem lögð voru í sjó og veiðieftirlitsmanns er nú kom- ið aftur norður. Ríkissaksókn- ari hefur skilað því af sér og sent til Jóns Isbergs, sýslu- manns í Húnaþingi. Jón sendi málið áfram norður til sakadóms á Akureyri. Ólafur Ólafsson, héraðsdómari, mun því eiga næsta leik. í bréfi ríkissaksóknara leggur hann til að dómssátt verði gerð þar sem netaeigendur greiði málskostnað og netin verði gerð upptæk. Dómara er síðan að meta þetta og hann getur ekki krafist meira en saksóknari fer fram á, en hann þarf samt ekki að fara eftir þeirri kröfu. Jón ísberg, sýslumaður, sagð- ist hafa sent málið til Ólafs vegna þess að hans lögreglumenn voru inni í ákærunni. Ennfremur sagð- ist Jón búast við að málið myndi enda fyrir Hæstarétti. Ekki náðist í Ólaf Ólafsson í gær til að fá álit hans og hvað hann muni gera. SBG annað hvert ár. samkvæmt lögum 'frá 1977. Við böðunina skal nota sérstakt baðlyf er nefnist gammotox. Héraðsdýralæknar og baðstjórar í viðkomandi sveit- arfélögum sjá um að þessum lög- um sé framfylgt. „Æskilegast er að menn baði tiltölulega tíman- lega til að sleppa við slæm vetrar- veður og fari gætilega með bað- lyfin." sagði Brynjölfur. Hann sagði að almennt hafi verið góður skilningur hjá bænd- um á því að baða sauðfé. ..Það er mun minna um lús en áður. en kláði finnst á nokkrum stöðum á landinu." Að sögn Brynjólfs er landbún- aðarráðherra heimilt að veita undanþágu frá sauðfjárböðunar- skyldu og er hún háð meðmælum yfirdýralæknis og héraðsdýra- lækna. Umsóknum um undan- þágu skal fylgja vottorö héraðs- ráðunauta í sauðfjárrækt og garnaveikibólusetningarmanna. gærumatsmanna og heilbrigðis- eftirlitsmanna í sláturhúsum á svæðinu um aö þeir hafi ekki orð- ið varir við kláða eða önnur óþrif í sauöfé og geitfé í hólfinu síðast- liðin fjögur ár. óþh Þátttakendur á námskeiðinu. Mynd: SBG Hólar í Hjaltadal: Norrænt námskeið í markaðsfræðum Á Hólum í Hjaltadal stendur nú yfír námskeið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar í markaðsfræðum og markaðs- færslu. Á námskeiðinu eru um 20 þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum, en fyrirles- arar eru tveir danskir og fjórir Menntamálaráðuneytið • Efnisgjaldið alræmda veldur fjaðrafoki Álitsgerð umboðsmanns Ál- þingis um efnisgjöld í grunn- skólum og umræður í fram- haldi af því hafa valdið miklu fjaðrafoki. Menntamálaráðu- neytið hefur nú óskað umsagn- ar Sambands íslenskra sveitar- Háskóli íslands: Nýtt tölvukerfi eykur afköstin Á þessu ári tekur Háskóli Islands nýjan tölvubúnað í notkun sem gjörbreytir aðstöðu hans til töluvinnslu rannsóknarverkefna, opnar dyr að myndrænni vinnslu og eykur möguleika á þjónustu við aðrar stofnanir og aðila í þjóðfélaginu. Tölvubúnaður- inn heitir RISC System/6000 og er framleiddur af IBM. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Háskóla íslands. Þar er einnig greint frá því að undirritaður hefur verið saming- ur milli Reiknistofnunar Háskól- ans og IBM á Islandi um upp- setningu á þremur vélum í Reiknistofnun auk þess sem fimm vélar verða settar upp í öðrum stofnunum og deildum Háskólans. Tölvurnar verða tengdar saman og veita jafnframt aðgang að gagnaneti Háskólans sem verið er að taka í notkun. Nýi tölvubúnaðurinn hefur í för með sér tíföldun á reikni- hraða og þegar öllum vélbúnað- inum hefur verið komið fyrir verða afköstin enn meiri. Reikni- stofnun Háskólans tölvukeyrir mörg reikniþung verkefni og eykst vinnsluhraði þeirra nrjög. Flókið líkan sem áður tók heilan dag að reikna verður nú unnið á innan við klukkutíma. Þessi samningur er sérstakur að því leyti að ýmsir einstakling- ar sem fengið hafa styrk úr Vís- indasjóði til rannsóknarvcrkefna eiga saman 20% hlut í tölvubún- aðinum. í þessum hópi eru veðurfræðingar og nokkrir aðrir styrkþegar. SS félaga, ríkislögmanns og ann- arra lögmanna svo og Náms- gagnastofnunar. í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að skólastjórum allra grunnskóla landsins hefur verið sent bréf þar sem óskað er eftir greinargerð um hversu háa upp- hæð foreldrar og börn greiða í efnisgjöld og bækur. Gera á grcin fyrir gjöldum í hverjum árgangi og gjöldum vegna valgreina sér- staklega. Skólastjórar hafa verið beðnir um að skila greinargerð fyrir 15. október nk. Menntamálaráðuneytinu þýkir rétt, í tilefni af álitsgerð umboðs- manns Alþingis, að skólar reyni að komast hjá því að láta nemendur kaupa bækur í skyldu- námsgreinum þar til athugun ráðuneytisins á málinu er lokið. Þessi skoðun ráðuneytisins hefur komið fram í bréfi til allra fræðslustjóra landsins. SS þátttakendur af öllum Norðurlöndum íslenskir. Fólkið kom til Hóla þann 23. og námskeiðinu lýkur á morgun. Námskeið á vegum norrænu ráðherraiiefndarinnar eru haldin á hverju ári og skipt á milli land- ánna. Fyrir nokkrum árum var eitt slíkt á Akureyri í fiskiðnaði, en þetta er fyrsta námskeiðið þessarar tegundar sem haldið er hér á landi. Þátttakendurnir eru bæði kennarar, fólk sem annast starfsfræðslu í fyrirtækjum og ráögjafar. Bændaskólinn á Hólum tók aö sér að halda námskeiðið og fram- kvæmdastjóri þess er Valdimar Gunnarsson, kennari á Hólum. Valdimar situr einnig námskeiðið og Dagur spjallaði aðeins við hann. „Námskeiðið kemur bæði inn á fiskeldi og afurðir í sjávarútvegi. Hluti af því er að skoða ýmislegt tengt þessu og m.a. förum við í Útgerðarfélag Akureyringa, Sölt- unarfélagið á Dalvík og Miklalax Vopnafjörður: Köfimarstöðin dýpkar höftiina í næsta mánuði Köfunarstöðin í Reykjavík var með lægra tilboð í dýpkun hafnarinnar á Vopnafírði, en auk hennar bauð Dýpkunarfé- Tagið í verkið. Ákveðið er að ráðast í dýpkunina í næsta mánuði og er gert ráð fyrir að Ijúka verkinu fyrir mánaða- mótin október-nóvember. Að sögn Vilmundar Gíslason- ar, sveitarstjóra, er um að ræða 16 þúsund rúmmetra dýpkun hafnarinnar og er áætlaður kostn- aður um 8 milljónir króna. Bróð- urpartur þeirrar upphæðar kcm- ur í hlut ríkisins en um fjórðung- ur í hlut hreppsins. Vilmundur sagði að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu verki í ár, en ákveðið ha/i verið að ráðast í það þar sem fyrir hefði legið að stærri loðnu- skip gætu ekki lagst að bryggju að óbreyttu. Eins og fram hefur komið hafa Pétur Antonsson og fleiri keypt loðnubræðslu Tanga hf. á Vopnafirði og hyggjast landa þar á komandi vertíð miklu magni af loðnu, að hluta til úr stórum loðnuskipum. óþh í Fljótum. Þetta komst í okkar hendur í vor og við sjáum bara um fram- kvæmdina, ekki innihald nám- skeiðsins. Hólar eru góður staður til námskeiðahalds og ódýrari en Reykjavík. Hér er ágætis gisti- aðstaða og fundaraðstaða, enda töluvert um að námskeið séu haldin. Tilgangurinn með þessum námskeiðum norrænu ráðherra- nefndarinnar er að auka tengslin og samhæfinguna milli Norður- landa og einnig að láta fólk kynnast. í upphafi voru smá tungumálaörðugleikar, en það var fljótt að koma,“ sagði Valdi- mar. Námskeiðið byggist aðallega upp á fyrirlestrum og skoðunar- ferðum, en aðeins er þó slegið á léttari strengi inn á milli og sl. þriðjudag var m.a. farið á hestbak. Hópurinn fer síðan í skoðunarferð um Skagafjörð í dag. SBG Langar þíg að starfa í hjálparsveit? Nú fer nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta Akureyri að hefjast, því verður efnt til kynningarfundar á starfsemi sveitarinnar, þriðjudaginn 2. október kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar Lundi v/Skógarlund. Við leitum að fólki 17 ára og eldra sem hefur áhuga á björgunarstörfum hvar sem er og hvenær sem er. Fólki sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu við margvísleg störf. Allir sem áhuga hafa og vilja kynna sér málið ættu að koma á kynningarfundinn. Þar verður gerð grein fyrir starfinu í máli og myndum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.