Dagur - 03.10.1990, Síða 1

Dagur - 03.10.1990, Síða 1
Húsavík: FH kaupir tvær trillur - kaup á bát og tveim trillum í bígerð Fiskiðjusamlag Húsavíkur hef- ur keypt tvær trillur og nemur kvóti þeirra samtals um 100 tonnum nú. Trillur þessar hafa ekki verið gerðar út frá Húsa- vík svo um er að ræða aukinn kvóta til bæjarins. Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri, sagðist ekki vita hve mikið kvótinn mundi skerðast eftir breytingu á reglugerð. í bígerð er að Fiskiðjusamlagið kaupi tvær aðrar trillur og verið er að ganga frá samningum um kaup á Sæborgu ÞH, en samning- ar hafa ekki verið undirritaðir. Sæborg er um 40 tonna bátur sem er með 240-250 tonna kvóta, og auk þess eitthvað af rækju, að sögn Tryggva. Ekki er ákveðið hvernig staðið verður að útgerð Sæborgar ef Fiskiðjusamlagið eignast bátinn. IM Körfubolti: Leikur Pétur Guð- mundsson með Tinda- stól í vetur? Kosið um sameiningu sveitarfélaganna framan Akureyrar á laugardag: Sameining úr sögunni verði henni hafnað í einum hreppanna Næstkomandi laugardag ganga íbúar í hreppunum þremur framan Akureyrar að kjör- borði og segja þar sitt álit á því hvort sameina beri þessi sveit- arfélög í eitt. Sérstök nefnd hefur unnið að þessu samein- ingarmáli frá því í vor og kynnti hún íbúum hreppanna hugmyndir sínar á fundi í Sól- garði í gær. Jafnframt voru þar kynntar nokkrar hugmyndir að nafni á nýtt sveitarfélag en sveitarstjórnunum hafa borist yfir 40 tillögur að nafni. Birgir Þórðarson, oddviti Öngulsstaðahrepps, segir ljóst að verði sameiningu hafnað í einu sveitarfélagi af þessum þrem næsta laugardag hafi sameiningu þar með verið hafnað. Af tillögum sameiningarnefnd- arinnar má nefna að ný sveitar- stjórn verður skipuð sjö fulltrú- um og skulu sveitarstjórnirnar þrjár tilnefna fulltrúa sína á lista fyrir kosningar síðar í haust. Þar skal Öngulsstaðahreppur eiga fyrsta fulltrúa, Hrafnagilshrepp- ur annan fulltrúa, Saurbæjar- hreppur þriðja fulltrúa og síðan koll af kolli þannig að fulltrúar Öngulsstaðahrepps í nýju sveit- arstjórninni yrðu þrír en tveir fulltrúar kæmu úr hvorum hinna hreppanna. Sveitarstjórn tæki við 1. janúar næstkomandi. Af hugmyndum um skipulag í nýja sveitarfélaginu má nefna að samstarfsnefndin gerir ráð fyrir að núverandi skólanefndir starfi út yfirstandandi skólaár. Þá er gert ráð fyrir að nýr sameinaður sveitarsjóður taki jafn mikinn þátt í rekstrarkostnaði allra félagsheimilanna. Um fjárhag nýs sameinaðS sveitarfélags segir Birgir að hann verði að teljast góður. „Við höf- um að vísu kostað miklu til á undanförnum árum í fram- kvæmdir, sérstaklega við íþrótta- húsið á Hrafnagili en þessi sveit- arfélög eru alls ekkert illa stödd,“ segir Birgir. JÓH Langþráð vatnsrennibraut við Sundlaug Akureyrar er nú loksins komin upp og krakkarnir hafa því tekið gleði sína. Og þeysast ótt og títt ofan í laugina. Mynd: KL Töluverðar líkur eru á því að Pétur Guðmundsson landsliðs- maður í körfuknattleik leiki með liði Tindastóls í úrvals- deildinni í vetur. Stjórn körfu- knattleiksdeildar Tindastóls hefur að undanförnu átt í samningaviðræðum við Pétur og að sögn Gunnars Péturs- sonar formanns deildarinnar ætti það að liggja fyrir í dag hvort hann kemur til félagsins. Pétur sem er 2,18 m á hæð er einn albesti körfuknattleiksmað- ur landsins og hann hefur m.a. verið á samningi hjá nokkrum liðum í NBA deildinni banda- rísku, þar á meðal Los Angeles Lakers. Það sýnir betur en nokkuð annað hversu sterkur leikmaður hann er. Að undanförnu hefur hann leikið á Spáni en nú bendir ýmis- legt til að hann leiki með liði Tindastóls í vetur. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikill styrkur það yrði fyrir Tindastól að fá Pétur í raðir félagsins. -KK íslendingar taka þátt í aðstoð við flóttamenn vegna Persaflóadeilunnar: Óskað eftir þijátíu þúsund dósum af ærkjöti frá Kjötiðnaðarstöð KEA - um 50 tonn af matvælum og 20 tonn af teppum fara utan á næstunni Hjá Kjötiðnarstöð KEA verð- Hannes Hauksson, fram- ur á næstu dögum soðið niður kvæmdastjóri Rauða kross ærkjöt í um 30.000 dósir sem íslands, segir að í heild verði sendar verða til flóttamanna- send um 50 tonn af matvælnm og búða í Jórdaníu. Hér er um að ræða einn lið í aðstoð íslend- inga vegna ástandsins sem skapast hefur flóttmannabúð- um í Jórdaníu í kjölfar innrás- ar Iraka í Kúvæt. Ríkisstjórn Islands hefur gefið vilyrði fyrir 90 milljóna króna framlagi sem Rauði krossinn mun nota til að kaupa matvæli og ullarteppi sem sent verður til flótta- mannabúðanna. Akureyri: Sviptur ökuleyfi en ók samt Þrír árekstrar urðu á Akureyri í gær og auk þess var ökumað- ur tekinn við akstur, en hann hafði áður verið sviptur öku- leyfi. Að sögn Ingimars Skjóldal, lög- regluvarðstjóra, voru árekstrarn- ir minni háttar og engin meiðsli á fólki. Nokkrar skemmdir urðu hins vegar á ökutækjum. Á sunnudagskvöld varð árekst- ur á mótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar. Vöruflutninga- bifreið og fólksbifreið af Skoda gerð rákust saman. Nokkrar skemmdir urðu á Skodabifreið- inni en engin slys á mönnum. ÞI 20 tonn af ullarteppum. Send verða 10 tonn af niðursoðnu kjöti frá Kjötiðnaðarstöð KEA en auk þess verður sent talsvert magn af reyktri síld í dósum og kexi. Hannes segir að heita megi að Rauði krossinn safni nú saman öllum þeim teppum sem unnt reynist að fá í landinu enda sé mikil þörf á þeim í búðunum þar sem næturkuldi er mikill. Fyrri hluti þessarar sendingar fer frá Keflavík næstkomandi miðvikudag til Belgíu þaðan sem erlent flugfélag flytur varninginn til Amman í Jórdaníu. Síðari sendingin fer síðan utan þann 17. þ.m. Hannes segir að beiðnir hafi komið bæði til Rauða krossins og til ríkisstjórnarinnar um aðstoð vegna ástandsins í Jórdan- íu. Rauði krossinn hafi þegar svarað kallinu með fjárframlagi en síðan hafi ríkisstjórnin tekið ákvörðun um að leggja fram fé til aðstoðar og jafnframt óskað aðstoðar Rauða krossins um að koma vörum til Jórdaníu. Ósk um 10 tonn af niðursoðnu kjöti barst til Kjötiðnaðarstöðvar KEA síðastliðinn föstudag og segir Óli Valdimarsson, slátur- hússtjóri, að þrátt fyrir að þessa pöntun beri upp á erfiðum tíma verði allt gert til að standa við hana. Ekkert úrbeinað kindakjöt var til í landinu en því sem til er óunnið er nú safnað saman og það sem á vantar verður unnið af nýslátruðu. JÓH Bæjarsjóður Ólafsíjarðar og Búseti: Sótt um lán til byggingar níu Mða fjölbýlishúss Bæjarsjóður Ólafsfjarðar og Búseti í Ólafsfirði hafa I sam- einingu sótt um lán frá Hús- næðisstofnun ríkisins til bygg- ingar níu íbúða fjölbýlishúss á næsta ári, en frestur til að sækja um lán til byggingar eða kaupa á félagslegum íbúðum á árinu 1991 rann út sl. mánu- dag. Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, segir á stefnu- skránni að byggja íbúðirnar níu í einu þriggja hæða fjölbýlishúsi. Að mestu leyti er um að ræða litl- ar almennar kaupleiguíbúðir, tveggja til þriggja herbergja. „Við teljum að þörf sé fyrir íbúð- ir af þessari stærðargráðu," sagði Bjarni. Hann sagði að í Ijós ætti eftir að konra hvaða viðbrögð umsóknin fengi hjá Húsnæðis- stofnun, en samkvæmt samtölum við ýmsa þar á bæ mætti ætla að hún fengi góðar undirtektir. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.