Dagur - 03.10.1990, Page 7

Dagur - 03.10.1990, Page 7
6 - DAGUR - Miðvikudagur 3. október 1990 „Góður skóli kemur öllum nem- endum sínum til nokkurs þroska“ - brot úr skólasetningarræðu Tryggva Gíslasonar, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, við setningu skólans sl. sunnudag Á þessum fagra haustdegi er enn að hefjast nýtt starfsár Mennta- skólans á Akureyri, hið eitt hundraðasta og ellefta, ef miðað er við endurreisn hins forna stól- skóla á Hólum í Hjaltadal en hið sextugasta og fyrsta ef miðað er við lög um menntaskóla á Akur- eyri sem staðfest voru hinn 19da maí 1930. Pá um vorið þótti efni til að gera sér dagamun. „Þetta var mikið hátíðarár, og ráðherrar landsins áttu annríki í vændum á þúsund ára afmælishátíð alþingis á Þingvöllum. Nokkur jarteikn þótti að tveir af þremur ráðherr- um landsins voru gamlir nemend- ur skólans,“ Jónas Jónsson frá Hriflu og Einar Árnason frá Eyr- arlandi, eins og Gísli Jónsson menntaskólakennari nefnir í Sögu Menntaskólans á Akureyri. Um haustið hóf kennslu við hinn nýja menntaskóla á Akur- eyri ungur kennari, sem þá um sumarið hafði komið heim frá námi í Kaupmannahöfn: Stein- dór Steindórsson sem kennir sig við Hlaðir í Hörgárdal, þótt fæddur sé á sjálfu höfuðbólinu Möðruvöllum, þar sem móðir hans, Kristín Jónsdóttir, var ráðskona. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrrum skólameist- ari, er hér á meðal okkar í dag. Er það mér mikið ánægjuefni. Steindór er orðinn elstur allra skólameistara og það sem meira er: Hann man alla skólameistara sem verið hafa við skólann frá upphafi, árið 1880 og til þessa dags, því að hann man Jón Hjaltalín frá því hann kom í heimsókn í Gamla skóla með móður sinni barn að aldri. Steindór sat sem nemandi í skólanum undir stjórn Stefáns Stefánssonar skólameistara, 1920 til 1922, að hann tók gagnfræða- próf, hann hóf kennslu hjá Sigurði skólameistara 1930, sat undir stjórn Þórarins skólameistara Björnssonar 1947 til 1966, að hann varð sjálfur skólameistari til ársins 1972, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. { september 1943 réðst Árni Friðgeirsson að skólanum sem ráðsmaður mötuneytis. Árni Friðgeirsson starfar enn við skól- ann í hlutastarfi og hefur því ver- ið við skólann í 47 ár. Hefur eng- inn starfsmaður verið lengur við skólann en hann - en einn jafn- lengi, Jónas Snæbjörnsson smíða- kennari. Hvort tveggja þetta ásamt með öðru finnst mér sýna hversu gott er að starfa við Menntaskólann á Akureyri - og hvers.' mikið mannalán skólinn hefur. Gott er enn að minnast liðinn- ar tíðar og gamalla daga, en þó má ekki gleyma sér við liðna tíð, því lífið heldur áfram ógnarhratt. í Menntaskólanum á Akureyri mætist fortíð og framtíð. Skólinn vill halda í heiðri gamla minn- ingu, gamlar venjur og góða siði, vill muna fortíð sína, - en skólinn vill líka horfa fram á veginn, búa í haginn fyrir framtíðina, enda á skólinn að vinna fyrir framtíðina, framtíðin er tími okkar og nemenda okkar - þeirra er fram- tíðin. En skólinn byggir á göml- um merg og kennarar búa yfir reynslu fortíðarinnar. Því er það að hér mætist fortíð og framtíð. í annað skipti er Menntaskól- inn á Akureyri settur annars staðar en á Sal. Haustið 1955 setti Þórarinn skólameistari Björnsson skóla í kirkjunni að Möðruvöllum í Hörgárdal í tilefni af 75 ára afmæli Möðru- vallaskóla. Það var annað árið mitt hér í skóla. Ástæðan til þess að skóli er ekki lengur settur á Sal eru hús- þrengsli, því ógerningur er að koma fyrir með góðu öllum sem við skólasetningu eiga og vilja vera. Salur Menntaskólans, há- tíðarsalur skólans, er 120 m:, og þar er þröngt 400 manns. Salur átti upphaflega að vera sam- komusalur 100 manna skóla. Fyrsta árið í gamla skólahúsinu, skólaárið 1904 til 1905, voru nemendur 68. Þá rúmuðust allir nemendur á Miðsal einum. Nú eru nemendur 600 og starfsmenn nær 70. Hátíðarsalur er því löngu of lítill orðinn. Nemendur næsta skólaár verða 590. Er það heldur fleira en síð- asta ár. Aðsókn að skólanum er enn mikil, þótt nýir framhalds- skólar hafi risið víða um land síð- asta áratug, þar á meðal fjórir á Norðurlandi - enda fjölgar sífellt því fólki á aldrinum 16 ára til tví- tugs sem stundar nám í fram- haldsskólum. Nú stunda um 80% af 16 ára aldursárgangi nám í framhaldsskólum á Norðurlandi eystra en á Reykjavíkursvæðinu um 95%. Ef þróunin verður hin sama á Norðurlandi eystra og í Reykjavík, sem líklegt má teljast, fjölgar nemendur hér enn á næstu árum. Nýnemar á fyrsta ári eru 190, í öðrum bekk eru 159, 128 í þriðja bekk og í fjórða bekk skólans eru nemendur 113. Stúlkur í skólanum eru 352 eða nær 60% og piltar 239. Þetta hlutfall hefur haldist lítið breytt síðustu ár. Frá 1962 til 1970 voru stúlkur liðlega þriðjungur nemenda. 1972 urðu stúlkur 42% nemenda og síðan hafa þær sótt á jafnt og þétt. Skólaárið 1977 til 1978 urðu stúlkur fleiri piltum - eða 52%. Til gamans má geta þess að haustið 1930. þegar í skólanum var bæði gagnfræðadeild og menntadeild, voru reglulegir nemendur samtals 181, 151 piltur og 30 stúlkur og stúlkur því aðeins rúm 16%. Góður skóli í Ólafs sögu helga í Heimskringlu segir frá Erlingi Skjálgssyni sem var „vitur maður og kappsamur og segir Snorri, að Erlingur hafi verið göfugastur allra lendra manna í Noregi. Erlingur Skjálgsson hafði jafnan með sér níu tugi frjálsra manna og þrjá tugi þræla og um fram annað man. Hann ætlaði þrælum sínum dagsverk og gaf þeim stundir síð- an og lof til að hver, er sér vildi vinna um rökkur eða um nætur, hann gaf þeim akurlönd að sá sér korni og færa ávöxtinn til fjár sér. Hann lagði á hvern þeirra verð og lausn. Leystu margir sig in fyrstu misseri eða önnur, en allir þeir, er nokkur þrifnaður var -'fir, leystu sig á þremur vetrum. Með því fé keypti Erlingur sér annað man en leysingjum sínum vísaði hann sumum í síldfiski en sumum til annarra féfanga. Sum- ir ruddu markir og gerðu þar bú í. Öllum kom hann til nokkurs þroska.“ Því nefni ég þessa sögu af Erlingi Skjálgssyni að oft velta menn því fyrir sér hvað sé góður skóli, hvað skólastofnun þurfi að uppfylla til að geta kallast góður skóli. Góður skóli getur ef til vill verið margt. Eitt svarið við þess- ari spurningu er þó að góður skóli er sá skóli sem kemur öllum nemendum sínum til nokkurs þroska. Það svar vildi ég gjarna gefa, þegar spurt er hvað sé góð- ur skóli. En þar með er ekki allt sagt því einföld spurning krefst oft flók- ins svars. Góður skóli gerir líka kröfur - eða ætlar nemendum sínum dagsverk, eins og Erlingur Skjálgsson, og sumir nemendur verða að vinna um rökkur og jafnvel um nætur, eins og þrælar Erling Skjálgssonar. En þeir sem nokkur þrifnaður er í - nokkur dugur er í - leysa sig á fjórum vetrum, ljúka námi sem opnar leiðir og sýn til margra átta. Og það er gott að geta valið. Sá á ef til vill kvölina sem á völina - en verra er þó að geta ekki valið. En góðir nemendur. Ég vona að unnt sé að bjóða ykkur góðan skóla. Þið eigið kröfu á að skól- inn sé góður. En það er ekki nóg að gera kröfu um góðan skóla heldur verðið þið líka að gera kröfur til sjálfra ykkar. Það er gömul saga - gömul sannindi. Húsnæðismál Árið 1967 gerði Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt áætlun um byggingar við Menntaskólann á Akureyri. Átti að reisa þrjú hús á lóð skólans, um 4500 m2 kennslu- rými og íþróttahús um 1000 m2 eða samtals um 5500 m2 alls. Haf- ist var handa um smíði fyrsta hússins þá um haustið og það tek- ið í notkun 1969. Það hús er raungreinahús skólans, Möðru- vellir, eins og það er kallað. Síðan hefur ekki verið byggt við Menntaskólann á Akureyri. Um hríð tók Fjórðungssjúkra- húsið allt framkvæmdafé ríkis- sjóðs, íþróttahöll var reist á árun- um 1975 til ’80 og frá 1980 hefur Verkmenntaskólinn verið reistur af miklunt stórhug. Og nú kallar óskabarn okkar, Háskólinn á Akureyri. Hin gamla skólastofn- un staðarins, Menntaskólinn á Akureyri, hefur orðið að bíða. Það var heldur ekki óeðlilegt eða ósanngjarnt að Menntaskólinn biði. Þótt við búum þröngt eru hús skólans góð og í þeim er góð- ur andi, sem líka skiptir máli. En nú er liðið 21 ár frá því Möðruvellir voru teknir í notkun, nemendum hefur fjölgað, allt aðrar kröfur eru gerðar til húsnæðis, hinar stofn- anirnar hafa fengið það sem þeim ber um sinn og nú er að mínum dómi röðin komin að Mennta- skólanum. Aðsókn að skóianum er enn mikil og fyrirsjáanlegt að skólinn vex þótt nýir skólar rísi. Röðin er því komin að Mennta- skólanum á Akureyri. Skóla- nefnd samþykkti á fundi sínum 18. þ.m. að þegar yrði hafist handa um að gera áætlun um húsnæðisþörf skólans. Sú áætlun og frumtillögur að því hvernig og hvar byggja má á lóð skólans eiga að liggja fyrir í nóvember. Verð- ur þá leitað eftir að fá teiknaðar viðbyggingar við skólann. Til greina kæmi að efna til hugmynda- samkeppni um hús Menntaskól- ans og lóð, en lóð skólans má nú segja að sé orðin einn samfelldur skrúðgarður Fengist hefur hönnunarfé til að teikna hús fyrir Menntaskólann á Akureyri og stendur skólanefnd einhuga að þessu og ráðuneyti og bæjaryfir- völd hafa sýnt málinu áhuga og skilning. Er það von mín að inn- an þriggja ára verði orðnar stór- felldar endurbætur á húsakosti skólans. Skólanefnd í samræmi við ný lög um fram- haldsskóla hefur menntamála- ráðherra skipað skólanefnd við Menntaskólann á Akureyri. í skólanefnd sitja sjö fulltrúar: tveir fulltrúar starfsmanna, einn fulltrúi nemenda, þrír fulltrúar hlutaðeigandi sveitarfélaga og einn skipaður af ráðherra án til- nefningar. „Skólanefnd skal stuðla að því að skólinn þróist þannig að hann hafi sem mest gildi fyrir skólasvæðið og sem mest tengsl við aðra starfsemi sem þar fer fram, einkum á sviði menningar- og atvinnulífs." Öll erum við börn okkar tíma. Áður bjuggu menn við einveldi, menntað einveldi þegar best lét, eða fámennisstjórn, þar sem orð hins æðsta voru lög. Sá tími er liðinn. Nú búa menn við lýðræði í okkar heimshluta og valddreif- ingu sem stöðugt verður aukin. Ég lít á skipun skólanefndar við Menntaskólann á Akureyri sem hluta af þessari æskilegu þróun. Gott er að eiga góða að og með tilkomu skólanefndar verður auðveldara að vinna skólanum gagn. Starfsfólk í vetur starfa við skólann 42 kennarar. Þar af eru aðeins sex stundakennarar. Hafa aldrei fleiri kennarar í fullu starfi starf- að við skólann - og er það von- andi góðs viti. Auk þess starfa við skólann þrír starfsmenn í skrifstofu, bókavörður, umsjón- armaður húsa og húsbóndi í heimavist og tveir fastráðnir iðn- aðarmenn. Þar að auki er fyrir mötuneyti skólans bryti mötu- neytis ásamt fimm öðrum starfs- mönnum og í þvottahúsi eru tveir starfsmenn og að lokum 12 starfs- menn við ræstingar. Starfsmenn skólans eru því í vetur um 70 talsins. Gott er hverri stofnun að hafa góða starfsmenn. Menntaskólinn á Akureyri hefur haft mannalán alla tíð. Það er mikils virði. Góð- ur skóli er góður fyrir góða starfs- menn og þá ekki síst góða kennara. Það ættu allir að geta gert sér ljóst - og skilið. Það sem mjög stendur íslendingum fyrir þrifum er óvarlegt tal og dóm- girni. Ef til vill veldur því óstöðug veðrátta. Kennarar hafa hlotið þungan dóm hjá almenn- ingi fyrir kröfugirni sína og óbil- girni. Fjármálaráðherra talar um að hækka þurfi laun flugumferð- arstjóra vegna öryggis landsins. Ekkert eitt atriði í landshögum okkar hefur þó meiri áhrif á öryggi okkar í heiminum en góð menntun og þá ekki síst góðir skólar. Góðir skólar fást ekki nema til séu góðir kennarar og góðir kennarar fást ekki nema kjör séu góð og skilningur ríki á högum þeirra. Auðvitað eiga allir að hafa að þörfum sínum. En þegar samskipti þjóða eru að breytast, eins og þau eru nú að breytast, ekki bara með tilkomu Evrópubandalagsins heldur með því víðtæka samstarfi og sam- vinnu þjóða sem nú tekur víð, þurfum við íslendingar að Halda vöku okkar, skilja vitjunartírha okkar, ekki bara tala um svart og hvítt eða annaðhvort eða. Lífið hefur mörg tilbrigði og heimur- inn skiptist ekki bara í svart og hvítt. Við þurfum að læra jafn- vægislist orðræðunnar, umræða okkar er stundum of hvöss og köld, eins og norðanáttin, og umfram allt má þetta ekki enda með þeirri tortryggni og andúð - að ég segi ekki hatri - sem fram kemur gegn skólamenntun og menntafólki og menningu. íslendingar eru aðeins til fyrir tungu sína og menningu. Ef þetta tvennt glatast, glatast íslensk þjóð. Þjóðir koma og fara og þjóðir líða undir lok og þjóðir rísaupp að nýju, þegar þjóð- menning þeirra fær að blómstra, eins og við höfum séð dæmi um síðustu misseri. Ef við hins vegar glötum þjóðlegri menningu okk- ar erum við öll. Til að varðveita menningu okkar þurfum við góða skóla. Skólamenntun er ekki allt og til er önnur menntun en skóla- menntun og jafnvel rís sú mennt- un enn hærra en skólamenntunin - og á ég þar við sjálfsmenntun og sjálfsaga hvers og eins. En ef við viljum halda áfram eins og við höfum gert sem frjáls þjóð í frjálsu landi verðum að efla skóla okkar og skólamenntunina og búa kennurum betri kjör og auka virðing skólamenntunar í raun. Orð til nýnema Góðir nýnemar. Öll byrjun er erfið - og það er erfitt að velja sér leið í lífinu, velja sér lífsbraut - eða velja sér námsbraut. Það er líka erfitt að skipta um starf og skipta um stað. Nú hafið þið skipt um starf og þið hafið skipt um stað og þið eruð að byrja nám ykkar í nýjum skóla. Skyldunámi ykkar í grunn- skóla er lokið og þið hafið valið að stunda nám í menntaskóla, Menntaskólanum á Akureyri. Þið hafið valið þetta sjálf. „Sá á kvölina sem á völina,“ segir máltækið. Það eru orð að sönnu. En sá sem ekki á völina, sá sem ekki getur valið, á enn stærri kvöl því það er enn verra að eiga engra kosta völ. Mann- frelsi skal maður setja ofar öllu öðru. Það að geta valið - verið frjáls - er dýrmætara en allt/flest annað. Næst á eftir kærleikanum held ég frelsið sé mest um vert. Kærleikur, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þessi orð vil ég biðja ykkur, nýnemar góðir, að geyma með ykkur. Þetta eru ekki innan- tóm orð. Þið hafið valið - og þið hafið að mínum dómi valið vel. Við erum það sem við veljum að vera. „Hver er sinnar gæfu smiður“, sagði Epíkúr hinn grfski. Þetta er auðvitað einfald- ur sannleikur, einfaldaður veru- leiki, einföldun hluta - en satt engu að síður. Og þið hafið valið og þið eruð - og verið - það sem þið veljið að vera. Ég vil að lokum nefna að Menntaskólinn á Akureyri er bóknámsskóli og þið stundið hér bóklegt nám, ekki starfsnám, sem veitir starfsréttindi. Þið öðl- ist því engin starfsréttindi með námi ykkar hér í skóla. Það er líka löngu liðin tíð að stúdentar gangi í öll störf. Meðan lífið var einfalt, var þetta hægt. Nú er lífið fíókið, við lifum ekki á upplýs- ingaröld heldur í upplýsinga- eða auglýsingasamfélagi sem krefst sérmenntunar og sérhæfni. Flest er líka betra en áður, þrátt fyrir allt. En daglegt líf okkar er flókið. En ykkur, ungu nemendúr, opnast nýjar leiðir. Þið getið valið, Menntaskólinn veitir nefnilega mikla möguleika, opn- ar ótal dyr og héðan er hægt að halda margar leiðir; í hinn unga háskóla á Akureyri, suður til Reykjavíkur til náms, eins og algengast hefur verið, - ellegar út í hinn stóra heim því stúdents- próf hefur veitt íslenskum náms- mönnum inngöngu í alla háskóla í Evrópu og Ameríku og raunar annars staðar í heiminum - og gott stúdentspróf opnar allar leiðir. Ég vona raunar að leið ykkar eigi einhvern tíma eftir að liggja út í hinn stóra heim. „Heimskt er heimaalið barn“ og „dælt er heima hvat“ - allt er svo auðvelt heima - segir í Hávamálum - og við íslendingar eigum svo margt ólært. En þótt leið ykkar eigi eftir að liggja út í hinn stóra heim og burtu frá íslandi vona ég jafn- framt að leið ykkar eigi eftir að liggja heim aftur og þið eigið ekki eftir að sitja í öngum ykkar er- lendis. Skáld okkar hafa sagt svo margt viturlegt um þennan þátt í mannssálinni, um föðurlandið og móðurmálið og heimþrána: „Römm er sú taug/er rekka dreg- ur/föðurtúna til,“ segir Svein- björn Egilsson. „Sárt er að sitja heima/en sárara að komast ei heim,“ segir Örn Arnarson. Heima er best og „ísland er land þitt/og ávallt þú geymir/ ísland í huga þér hvar sem þú ferð.“ ísland þarfnast alls síns og allra sinna - ekki síður nú og í framtíðinni en hingað til. Góðir nemendur. Leitið góðrar menntunar, varðveitið mannfrelsi og vinnið gagn. Ég óska þess að lokum að starf skólans megi verða giftudrjúgt á nýju skólaári. Menntaskólinn á Akureyri er settur í hundraðasta og ellefta skipti. Miðvikudagur 3. október 1990 - DAGUR - 7 Oseyt i 4, Auðbrekku 2, Skeifunni 13, Q Akureyri Kopavotji Reykjavik St RÚMFATA i i TEAM -85

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.