Dagur - 03.10.1990, Side 10

Dagur - 03.10.1990, Side 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 3. október 1990 fþróttir KA mætir CSKA Sofia í Búlgaríu í dag Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu: Róður KA verður án efa mjög þungur - forráðamenn búlgarska liðsins hafa lofað að minnsta kosti þremur mörkum í dag Knattspyrnulið KA kom til Búlgaríu á mánudagskvöldið. Liðið leikur þar í dag seinni leik sinn í Evrópukeppni meistaraliða en andstæðing- arnir eru búlgörsku meistar- arnir í CSKA Sofia. Eins og flestum er kunnugt fór fyrri leikur liðanna fram á Akureyr- arvelli fyrir hálfum mánuði og lauk honum með sigri KA- manna 1:0. Með KA-liðinu í för eru nokkrir stjórnarmenn í knatt- spyrnudeildinni, formaður félagsins, læknir og tveir frétta- menn, samtals 26 manns. Ferða- lagið var bæði langt og strangt, tók samtals 10 klst. með milli- lendingum í Kaupmannahöfn og Búdapest. Hópurinn tók því rólega fyrsta kvöldið en í gær- Guðjón Þórðarson þjálfari KA: „Spflum varlega tfl að byija með‘ Guðjón Þórðarson þjálfari KA sagði í samtali við blaðamann Dags, að hann væri nokkuð viss um að þjálfari CSKA myndi reyna að brjóta upp leik liðs síns og spila öðruvísi leikaðferð en á íslandi. „Eg geri mér þó ekki alveg grein fyrir því til hvaða ráða hann grípur og er því í nokkurri óvissu.“ „Við munum spila mjög var- lega til að byrja með og spila frekar aftarlega á vellinum. Einn- ig munum við leggja áherslu á að Guðjón Þórðarson. halda boltanum, þeir eru óþolin- móðir og það gafst því mjög vel síðast að stríða þeim svolítið heima á íslandi. Við munum að sjálfsögðu reyna að sækja að marki Búlgaranna þegar færi gefst en með varúð.“ Guðjón sagði að leikurinn á Akureyri gæfi ekki rétta mynd af styrkleika liðsins. „Það hefur ein- kennt gengi þessa liðs í Evrópu- keppninni í gegnum tíðina, að það hefur tapað á útivelli en síð- an tekið jafnvel mjög sterk lið og rúllað þeim upp á heimavelli sínum. „Ég hef nokkrar áhyggjur af hit- anum hér og óttast að þreyta geti farið að há leikmönnum mínum þegar líður á leikinn. Leikmenn CSKA eru mjög snöggir og send- ingar þeirra eru mjög nákvæmar. Þeir hlaupa mikið án bolta og það getur reynst erfitt fyrir okkur að fylgja þeim eftir. En við mun- um reyna halda leiknum niðri.“ Aðspurður um möguleika KA í dag sagði Guðjón að ef hann eigi að vera heiðarlegur, telji hann möguleika liðsins ekki mikla. „Það er mest um vert fyrir okkur að fá ekki slæma útreið hér í dag. Það hafa mörg sterk lið fengið slæman skell hér í gegnum tíðina og verði úrslitin í dag þokkaleg, getum við vel við unað,“ sagði Guðjón Þórðarson. Halldór Halldórsson: „Eigum eftir að liggja í vöm“ ,Ég held að þetta hljóti að erða allt annað lið sem mætir il leiks í dag því ég trúi ekki að leir séu ekki betri en þeir ýndu á Akureyri,“ sagði Hall- lór Halldórsson í samtali við )ag. „Þeir hafa örugglega vanmetið ikkur rosalega í þeim leik. Þeir oru slakir í fyrri hálfleiknum en lokkuð sprækir í þeim síðari. Ég lef trú á því að við eigum eftir að iggja dálítið í vörn en við verð- im bara að sjá hvernig þetta iróast. Þeir eru ekkert sérlega fljótir ftur og það er aldrei að vita ivað gerist ef þeir Kjartan og Jón jrétar verða sprækir frammi." Halldór Halldórsson. morgun hófst dagskráin, ef svo má segja, með léttri æfingu á æf- ingasvæði CSKA. í gærkvöld var svo æft á Arnia leikvanginum þar sem leikurinn fer fram í dag. Það er ekki gott að segja hversu miklir möguleikar KA- manna eru á að komast áfram í keppninni. Margir telja það sjálf- sagt nánast útilokað en það voru heldur ekki margir sem spáðu KA-mönnum sigri á Akureyri. KA-menn hafa eins marks for- skot þegar leikurinn hefst í dag og nái þeir að skora hér getur það skipt miklu máli, því mörk skor- uð á útivelli hafa tvöfalt vægi ef markatala verður jöfn eftir tvo leiki. En það þarf ekki að fara í grafgötur með það að leikurinn í dag verður mjög erfiður. Þrátt fyrir að CSKA-liðið hafi ekki náð sér á strik á Fróni, er það skipað atvinnumönnum sem tóku ósigrinum illa, enda var það haft eftir forráðamönnum liðsins í gær að búið væri að lofa að minnsta kosti þremur mörkum í dag. Fjölmiðlar hér brugðust einnig hart við og töldu það hneyksli að tapa fyrir áhuga- mönnum og mikil pressa er frá stuðningsmönnum liðsins að meistararnir standi fyrir sínu í dag. Það eru einkum tvennt sem má búast við að geri KA-mönnum erfitt um vik. í fyrsta lagi er völlurinn stærri en þeir eiga að venjast og ljóst að af þeim sökum verður erfiðara að brjóta niður spil CSKA-liðsins. í öðru lagi er veðurfarið all frábrugðið því sem verið hefur á íslandi upp á síð- kastið. Þegar þetta er skrifað er 23ja stiga hiti og sólskin í Sofiu og er búist við svipuðu hitastigi þegar leikurinn fer fram. Þetta veldur KA-mönnum nokkrum erfiðleikum og þrátt fyrir að æfingarnar tvær hafi verið stuttar, voru menn bæði þreyttir og sveittir þegar þeim lauk. En þrátt fyrir allt eru KA- menn sperrtir og allir staðráðnir í því að berjast til síðasta blóð- dropa. Þeir eiga möguleika og eins og allir vita getur allt gerst í knattspyrnu. - Og nú er bara að bíða og vona að starfsmenn Akureyrarvallar fái ástæðu til þess að taka fram mörkin á nýjan leik en víst er að þeir eru tilbúnir til þess. Hvað gera Ormarr Örlygsson: „Þeir mæta mun ákveðnaif „Ég á nú ekki von á að við ger- um miklar rósir í dag en við eigum þó möguleika því við erum marki yfir úr fyrri leikn- um,“ sagði Ormarr Orlygsson í samtali við Dag. „Þessi Austur-Evrópulið spila yfirleitt allt öðruvísi á heimavelli og þess vegna gefur fyrri leikur- inn ekki rétta mynd af því hvern- ig leikurinn í dag mun spilast. Þeir verða miklu ákveðnari og koma örugglega til með að spila mun betur en þeir gerðu á ís- landi, enda fannst mér þeir ekk- ert sérstakir í þeim leik. í liðinu eru margir sterkir leik- menn og þeir voru á tímabili í seinni hálfleik í fyrri leiknum nærri búnir að brjóta okkur niður.“ Sigmundur Þórisson formaður KA: „Strákamir spili með hjartanu“ „Ég vona að við fáum svipaðan leik og á Akureyri. Áhangend- ur KA voru afskaplega ánægð- ir með leikinn og sigurinn var mikil lyftistöng fyrir félagið,“ sagði Sigmundur Þórisson for- maður KA í samtali við Dag. „Ég vona að strákarnir spili með hjartanu og verði afslappað- ir í leiknum. Við eigum alltaf ein- hverja möguleika gegn þessu liði en ég tel varla raunhæft að reikna með sigri.“ S Punktar frá Búlgaríu • Guðjón Þórðarson þjálfari KA stjórnar sínum mönnum líklega í síðasta skipti í dag. Það mun ákveðið að Guðjón verði ekki með liðið næsta keppnistímabil. Guðjón sagðist hins vegar gera allt til þess að bæta við tveimur leikjum með því að ná fram hagstæðum úr- slitum í dag og koma KA áfram í keppninni. • Nokkur lið á íslandi hafa haft samband við Guðjón og óskað eftir viðræðum við hann um þjálfun en hann neitar að gefa upp hváð lið eru hér á ferðinni og segist reyndar ekki hafa gef- ið sér neinn tíma til þess að ræða við önnur lið. • Byrjunarlið KA í dag er skip- að sömu leikmönnum og hófu fyrri leikinn gegn CSKA Sofia á Akureyri. Haukur Bragason er í markinu en aðrir leikmenn eru Steingrímur Birgisson, Halldór Halldórsson, Halldór Kristins- son, Ormarr Örlygsson, Gauti Laxdal, Heimir Guðjónsson, Hafsteinn Jakobsson, Bjarni Jónsson, Jón Grétar Jónsson og Kjartan Einarsson. • Þórður Guðjónsson hinn ungi og efnilegi leikmaður KA lcikur ekki með liðiuu í dag, þess í stað leikur hann með landsliði íslands skipuðu leik- mönnurn 18 ára og yngri í Belg- íu. • Erlingur Kristjánsson fyrir- liði er einnig fjarri góðu gamni en hann þjálfar handknattleiks- lið félagsins og sá sér af þeim sökum ekki fært að fara með til Búlgaríu. • Bjarni Jónsson er sem fyrr fyrirliði KA t fjarveru Erlings. • Útvarpsmaðurinn Kristján Sigurjónsson er nteð KA í Búlgaríu. Kristján er cins og kunnugt er mikill áhugamaður unt tónlist og fór því til Kaup- mannahafnar degi fyrr til þess að geta litið í hljómplötuvcrsl- anir. Hann hefði þó getað spar- að sér þá fyrirhöfn, því verslan- irnar ollu honum miklum von- brigðum og hann hafði aðeins tvær hljómplötur í farteskinu er hann hitti hópinn á Kastrup- flugvelli í fyrradag. • Vöruskortur er mjög alvar- legur í Sofiuborg um þessar mundir og hefur verið tekin upp skömmtun á ýmsum nauö- synjavörum af þeim sökum. Að sögn fararstjóra hópsins er ein helsta ástæðan fyrir þessu, stjórnmálaleg togstreita á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sósíalistaflokkurinn, sem áður hét Kommúnistaflokkurinn, fékk slæma útkomu í höfuð- borginni í kosningum sem haldnar voru fyrir nokkru. Sá flokkur nýtur liins vegar enn mikils fylgis í smábæjum og sveitum og nú reynir lands- byggðarfólkið að þvinga höfuð- borgarbúa til hlýðni nteð því að neita að selja þangað nauö- synjavörur. Vissulega forvitni- legt ástand, ef skýringin stenst, ekki síst ef ísland er haft til samanburðar. • Sökum vöruskorts og alvar- legs ástands í þjóðmálum lands- ins hefur drcgið verulega úr íþróttaáhuga almennings. Þetta sést bæði á aðsókn að íþrótta- leikjum og eins á umfjöllum fjölmiðla um íþróttir. • Af þessum sökunt er vart búist við flciri en 10 þúsund áhorfendum á leikinn í dag. En það mun þó þykja býsna gott miðað við aðsókn að leikjum upp á síðkastið. Þess má geta aö leikvangurinn tekur 35 þúsund manns.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.