Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 16. október 1990
Gluggað í fjárlagafrumvarpið:
Ríkissjóður verður áfram rekinn með halla
reiknað með 1% kaupmáttaraukningu
I fjárlagafrumvarpinu fyrir
árið 1991 er reiknað með 3,7
milljarða króna halla á rekstr-
arreikningi ríkissjóðs eða sem
svarar til 1% af landsfram-
ieiðslu. Áætlað er að í ár verði
halli á rekstri ríkissjóðs um 5,3
milljarðar króna, eða helmingi
minni en var árið 1988.
Heildartekjur ríkissjóðs eru
áætlaðar um 99,6 milljarðar
króna á næsta ári eða 7,5% hærri
en á yfirstandandi ári. Almennt
verðlag hækkar milli þessara ára
um 7% þannig að tekjur ríkis-
sjóðs haldast nær óbreyttar að
raungildi.
Hvað tekjur varðar er reiknað
með að vaxandi þjóðarútgjöld
skili sér í auknum tekjum til
ríkisins. Reiknað er með að
álagning sérstaks trygginga-
iðgjalds í stað launaskatts og
ýmissa launatengdra gjalda skili
ríkissjóði nokkrum viðbótartekj-
um. Aftur á móti er gert ráð fyrir
minni tekjum af virðisaukaskatti
og jöfnunargjaldi en í ár. Hlutfall
heildartekna ríkissjóðs af lands-
framleiðslu verður 27,4% sant-
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki:
28 milljónir króna til
byggingar bóknámshúss
Til nýframkvæmda við fram-
haldsskóla á Norðurlandi ver
ríkissjóður á næsta ári um 60
milljónum króna, samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu. Af þess-
ari upphæð fær Fjölbrauta-
skólinn á Sauðárkróki 28 millj-
ónir til byggingar bóknáms-
húss en fékk í fyrra um 5 millj-
ónir til þessa vcrkcfnis.
Samkvæmt yfirliti í fjárlaga-
frumvarpinu fær Fjölbrautaskól-
inn á Sauðárkróki einnig 7 millj-
ónir króna til uppgjörs vegna
heimavistar við skólann.
Þá fær Verkmenntaskólinn á
Akureyri 15 milljónir króna tii
byggingar 5. og 6. áfanga
skólans. Framhaldsskólinn á
Laugum fær 2,5 milljónir vegna
mötuneytis skólans og Fram-
haldsskólinn á Húsavík fær nú 7
milljónir króna til byggingar
kennsluhúsnæðis. JOH
kvæmt frumvarpinu.
Utgjöld ríkissjóðs á árinu eru
áætluð um 103 milljarðar króna,
sem er 6% hækkun í krónutölu
frá árinu í ár. Um 40% af þessari
upphæð fara til svokallaðrar sam-
neyslu, þ.e. launa- og rekstrar-
kostnaðar ríkissjóðs. Þá fara um
40% til ýmissa tilfærslna s.s.
bótagreiðslna almannatrygginga-
kerfisins, framlaga úr ríkissjóði
til sjóða og atvinnuvega og niður-
greiðslna á búvörum. Þá er búist
við að enn verði dregið úr fram-
lögum til fjárfestinga ríkissjóðs
sem dregið hefur úr á síðustu
árum, skv. frumvarpinu.
Ljóst er að ríkissjóður þarf á
næsta ári á umtalsverðu lánsfé að
halda. í heild þarf um 12 millj-
arða króna og þar af fara 3,7 millj-
arðar til að fjármagna rekstrar-
halla ríkissjóðs, 6,9 ntilljarðar til
afborgana af eldri lánum og rúm-
lega 1 milljarður fer í lánveiting-
ar.
Um forsendur frumvarpsins
segir að gert sé ráð fyrir að laun í
landinu hækki svipað og verðlag
á næsta ári. Heildartekjur eru
taldar aukast meira, meðal ann-
ars vegna fjölgunar á vinnumark-
aði og að teknu tilliti til þessa atr-
iða og óbreyttrar skattbyrði frá
1990 er því spáð að kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann aukist
um 1% árið 1991. JÓH
Háskólinn á Akureyri:
Hækkun á rekstrarframlagi um 35%
bóta á vinriustöðu kennara.
Heildarframlag ríkissjóðs til
Háskólans á Akureyri nemur á
næsta ári tæpum 130 milljón-
um króna, samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu. Þá er bæði átt
við rckstrarframlög, framlög
til bóka- og tækjakaupa og
framlag til breytinga á hús-
næði.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu fengi skólinn 98,5 nrilljónir
króna í rekstrarframlag sem er
Rekstrarútgjöld menntamála-
ráðuneytisins hækka um einn
milljarð króna á næsta ári frá
því sem nú er. Skýringin er
fyrst og fremst aukin umsvif í
rekstri skóla í landinu. Á móti
þessum kostnaðarauka kemur
niðurskurður á framlagi til
Lánasjóðs íslenskra náms-
manna um 240 milljónir króna.
Framlög til framhaldsskóla
hækka um 15% eða 400 milljónir
króna. Þessa hækkun má að
mestu rekja til fjölgunar
nemenda og nýrra laga um fram-
um 35% hækkun milli ára. Gert
er ráð fyrir áframhaldandi eflingu
á skólastarfi og að útgjöld aukist
vegna nýrra árganga í námi sem
bætast við, einkum í sjávar-
útvegsdeild. Frantlög til kaupa á
bókum, tækjum og búnaði eru 16
milljónir króna og til að ljúka við
breytingar á leiguhúsnæði skól-
ans við Glerárgötu 26 er ætluð
13,1 ntilljón króna. Loks eru ætl-
aðar 2 milljónir króna til endur-
haldsskóla.
Hluti af auknum rekstrargjöld-
um framhaldsskóla, eða um 20
milljónir króna, er vegna sjávar-
útvegsbrautar við Verkmennta-
skólann á Akureyri en hún er
rekin á Dalvík.
Til reksturs Verkmenntaskól-
ans á Akureyri ver ríkissjóður
um 168 milljónum króna á næsta
ári, 35 milljónum til reksturs
Framhaldsskólans á Húsavík, 71
milljón til reksturs Fjölbrauta-
skólans á Sauðárkróki og 99
milljónum til rekstur Mennta-
skólans á Akureyri. JÓH
JÓH
Einangrunarstöðin
í Hrísey:
Rfldsframlag
hækkað talsvert
Auknum fjármunum verður á
næsta ári varið af hálfu ríkis-
sjóðs til Einangrunarstöðvar-
innar í Hrísey samkvæmt
frumvarpi til fjárlaga. Bæði er
aukið talsvert við rekstrar-
framlag til stöðvarinnar svo og
lagt fram fé til áframhaldandi
byggingar einangrunarstöðar
fyrir gæludýr.
Heildarframlag til reksturs
stöðvarinnar verður tæpar 5 millj-
ónir króna á árinu 1991, verði
fjárlögin samþykkt í núverandi
mynd. Þetta er tæplega 2 milljón-
um hærra rekstrarframlag en í
fyrra og er hækkað „til samræmis
við raunveruleg rekstrarútgjöld
stöðvarinnar," eins og segir í
frumvarpinu.
Þá verður 1,5 milljónum króna
veitl til' byggingar einangrun-
arstöðvar fyrir gæludýr. Ráðgert
er að leita til Stofnlánadeildar
landbúnaðarins um lán til að
ljúka byggingunni. JÓH
Menntamál:
Aukinn kostnaður við skóla
- framlög til framhaldsskóla hækka um 15%
fréttir
Lögregludagurinn á Akureyri:
2000 maims í heimsókn
Dagur lögreglunnar var á
sunnudaginn. Þá notuðu marg-
ir tækifærið til að skoða starfs-
aðstöðu lögreglumanna, bún-
að og annað sem starfínu við-
kemur, um land allt. Á Akur-
eyri munu um tvö þúsund
manns hafa heimsótt lögreglu-
stöðina, en allir starfandi lög-
reglumcnn bæjarins, 31 tals-
ins, voru við vinnu þennan dag,
margir í sjálfhoðavinnu.
Ólafur Ásgeirsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn, sagði í samtali
við Dag að lögregludagurinn
hefði heppnast ákaflega vel,
a.rn.k. frá sjónarhorni Iögreglu-
manna. Fjöldi fólks hefði komið
á stöðina, auk margra barna, til
að skoða húsakynni, tæki og
búnað. Margir höfðu greinilega
ekki gert sér réttar hugmyndir
um lögreglustöðina, t.d. hversu
hreinlegir fangaklefar eru.
„Margir halda að klefarnir séu
skítugir og óvistlegir, en þeir eru
alltaf nýmálaðir og þrifalegir, og
þannig viljum við halda þeim,“
segir Ólafur.
Yngsta kynslóðin undi sér vel
við bíla og bifhjól lögreglunnar.
Um 400 myndir voru teknar af
börnum á lögreglubifhjóli, og
mega börnin sækja þær í dag.
Margir notuðu tækifærið til að
spyrja um lögreglumannsstarfið,
og voru nemar úr lögregluskólan-
um á staðnum til að svara spurn-
ingum.
Lögreglumenn á Akureyri
undirbjuggu daginn vel, og skil-
aði sú vinna sér með ágætum.
„Við höfðum gaman af þessu og
ég varð ekki var við annað en að
fólkið væri ánægt,“ sagði Ólafur
Ásgeirsson. EHB
Húsavík:
Gestkvæmt á
lögreglustöðinni
„Þetta gekk mjög vel að okkar
mati og hér komu feikilega
margir gestir, það var fullt hús
hjá okkur frá tvö eftir hádegi
og til að ganga sjö,“ sagði
Þröstur Brynjólfsson, yfirlög-
regluþjónn á Húsavík,
aðspurður hvernig til hefði
tekist með að hafa lögreglu-
stöðina á Húsavík opna fyrir
gesti á sunnudaginn.
Miklu fleiri heimsóttu lög-
reglustöðina en Þröstur hafði
reiknað með. Fólkinu var sýnd
lögreglustöðin, aðstaöa. bílar og
tæki. Lögreglumenn spjölluðu
við gesti og buðu fullorðnum upp
á kaffi, en unga fólkinu gos og
sælgæti. Þröstur sagði að lög-
reglumenn væru mjög ánægðir
rhcö daginn. IM