Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. október 1990 - DAGUR - 11
Leikkonan Cher í rusli
- rokkarinn ungi sparkaði henni
Eftir þennan ruddaskap hefur
Cher grátið við öxl gamla elsk-
hugans, Rob Camilletti.
„Cher hefur aldrei verið svona
illa á sig komin andlega," sagði
náinn vinur hennar. „Hún hefur
grátið stanslaust frá því hinn þrí-
tugi Riehie sleit sambandinu.
Hún hvorki borðar né sefur og
rambar á barmi taugaáfalls.
Richie kom við viðkvæmasta
blett hennar, aldurinn. Nú líður
henni eins og gamalli ömmu þótt
hún sé í raun ein kynþokkafyllsta
konan í heiminum.“
Þessar sömu heimildir herma
að Cher standi tímunum saman
fyrir framan spegil, jafnvel
nakin, og leiti að ellimörkum á
líkama sínum. Víst er að margir
karlmenn vildu verða vitni að
þessari naflaskoðun, en það er nú
önnur saga. Richie var búinn að
fá nóg.
Sagan segir að þau hafi rifist
heiftarlega á veitingahúsi kvöldið
sem sambandið fór út um þúfur.
Cher vildi hafa það huggulegt og
rómantískt en rokkarinn, sem er
gítarleikari Bon Jovi, vildi rasa út
og fara í villt partí. Hann sagðist
vera búinn að fá nóg af Cher, hún
væri nógu gömul til að vera
mamma hans, nú vildi hann
svalla dálítið með yngri konurn.
Þannig fór um sjóferð þá og
síðan hefur gamli kærastinn reynt
að hugga Cher. bað virðist ekki
hafa heppnast því hún er enn
langt niðri og þráir bara Richie
Sambora.
Haft er eftir umboðsmanni
Cher að hann hefði ekki vitað að
sambandið við Sambora væri á
enda. Hins vegar ef svo væri þá
hefði Cher ábyggilega sparkað
Richie, ekki öfugt. Þessi sami
umboðsmaður kveður það af og
frá að leikkonan þjáist af þung-
lyndi.
Pá eru báðar hliðar málsins
komnar fram, eins og í áreiðan-
legum blaðagreinum, og látum
við hér staðar numið.
Hin ágæta leikkona, Cher, er nú
alveg í rusli eftir að rokkarinn
ungi, Richie Sambora, sagði
henni upp. Vinir hennar eru
hræddir um að hún sé að því
komin að fá taugaáfall.
Sambora sparkaði hinni 44ra
ára gömlu Cher með þessum
óvægnu orðum: „Ég vil ekki vera
hlekkjaður við gamla kerlingu."
Richie Sambora, þrítugur rokkari,
sleit sambandinu við Cher og kallaði
hana gamla kerlingu. Cher hefur
leitað huggunar hjá gamla kærast-
anum, Rob Camilletti, sem sést með
henni á litlu myndinni.
Hattahátíð á Húsavík:
Konur með kaJlalausa skemmtun
Hattahátíðin, sem Soroptimista-
klúbbur Húsavíkur og nágrennis
frestaði vegna veðurs og færðar í
vor, verður haldin á Hótel Húsa-
vík laugardagskvöldið 3. nóv. nk.
Konur á Norðurlandi eru því
beðnar að taka kvöldið frá til
þessara nota.
Hattahátíðin nefnist svo því
aðeins konur fá aðgang og mega
þær koma með hvað sem þeim
dettur í hug á höfðinu, til viðbót-
ar hárinu, t.d. hatta eða húfur,
hverskonar höfuðföt eða hár-
skraut. Engum karlmanni verður
hleypt inn á samkomuna sem á
að standa til miðnættis. Klúbbur-
inn mun ekki standa fyrir dans-
leik eftir hátíðina. Boðið verður
upp á margvísleg skemmtiatriði,
bæði menningarleg og skemmti-
leg og á borð verður borinn léttur
kvöldverður. Iðunn Steinsdóttir,
rithöfundur verður veislustjóri,
eins og tvö undanfarin ár, er
klúbburinn hefur staðið fyrir
svonefndri Gellugleði. IM
Útfararskreytiiigar
Kransar—krossar — kistuskreytingar
Sjáum um alla skreytingu í kirlgu.
AKURW
Kaupangi • Akureyri
Símar 24800 og 24830
Aðalfundur
Foreldra- og kennarafélags Barnaskóla Akureyrar
verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 18. okt-
óber næstkomandi kl. 20.15.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Einnig verður greint frá námsferð kennara til
Hollands og Belgíu s.l. vor og fjallað um þróunar-
verkefni sem unnið er að í skólanum.
Foreldrar og kennarar eru hvattir til að fjölmenna og
eiga saman ánægjulega kvöldstund á aðalfundi og í
tilefni þess að nú eru 60 ár síðan starfsemi skólans
hófst á þessum stað.
Stjórnin.
Menntamálaráðuneytið.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða sérfræðings i íslenskri mál-
fræði við Islenska málstöð. Verkefni einkum á sviði
hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og
ritstjórnarstörf.
Til sérfræðings verðg gerðar sams konar kröfur um
menntun og til lektors í íslenskri málfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf
umsækjenda, ritsmiðarog rannsóknir, svo og námsfer-
il og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 9. nóvember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
11. október 1990.
Vinningstölur laugardaginn
13. okt. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.299.118.-
2. aTÆ 4 99.653.-
3. 4af 5 158 4.351.-
4. 3af 5 4732 339.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.989.336.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002