Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. október 1990 - DAGUR - 7 Þorvaldur í leik með Forest. Knattspyrna: Grindvíkmgar falast eftir Siguróla - en hann er Grindvíkingar hafa haft sain- band við Siguróla Kristjáns- son, knattspyrnumann í Þór, og beðið hann að leika með Grindavíkurliðinu í 2. deild í suinar. „Jú, þeir eru búnir að hafa samband en cg er ekkert farinn að velta þessu fyrir mér og veit ekki hvað ég geri,“ sagði Siguróli í samtali við Dag. enn óákveðinn Siguróli lék með Grindavíkur- liðinu í fyrra en gekk aftur til liðs við Þórsara fyrir síðasta keppn- istímabil. Hann sagði allt óráðið með næsta sumar. „Ég er nú búinn að heyra þessar sögur sjálf- ur og ég veit ekkert hvaðan þær koma. En ef ég væri jafn ákveð- inn og þcir sem eru að segja sögurnar þá væri gaman að þessu,“ sagði Siguróli Kristjáns- son. Handknattleikur, 1. deild: Óvæntur stórsigur KA á Stjömunni í Garðabæ Verður Siguróli áfram í Þórsbún- ingnum? Andrés Magnússon skoraði 3 mörk fyrir KA-menn. Mynd: KL - „Vona að við leikum af eðlilegri getu hér eftir,“ segir Pétur Bjarnason KA-menn stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar í VÍS-keppninni í handknattleik með stórsigri í Garðabæ á laugardag, 29:20. Staðan í hléi var 13:11 KA í vil. Eftir slakan leik gegn FH í síðustu viku rifu KA-menn sig upp og börðust cins og Ijón og virtist það koma Stjörnuliðinu nokkuð í opna skjöldu. Stjarnan byrjaði leikinn reynd- ar betur og komst í 3:0. KA- menn skoruðu fyrsta markið eftir Þorvaldi gengur vel með varaliði Forest - hefur skorað §ögur mörk í tveimur síðustu leikjum Eins og komið hefur fram hef- ur Þorvaldur Örlygsson enn ekki fengið tækifæri með aðal- liði Forest síðan keppnistíma- bilið á Englandi hófst í haust. Honum hefur hins vegar geng- ið vel í leikjum með varaliðinu að undanförnu og hefur skorað fjögur mörk í tveimur síðustu leikjum. Eins og kom fram í viðtali við Þorvald í síðustu viku skoraði hann tvö mörk í leik varaliðsins gegn Sunderland fyrir skömmu. Næst var leikið gegn Hudders- field og þar skoraði Þorvaldur aftur tvívegis í 5:2 sigri Forest. „Ég sé ekki að liðinu verði breytt um næstu helgi en maður hlýtur að fara að banka á dyrnar ef maður heldur áfram að skora. Ég er tilbúinn í slaginn og bíð þolin- móður eftir mínu tækifæri," sagði Þorvaldur en hann var í stuttri heimsókn á Akureyri yfir helgina þar sem ekkert var leikið í ensku 1. deildinni vegna landsleiks Englands og Pólverja sem fram fer á morgun. 7 mínútur en komust æ betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleik og þegar 6 mínútur voru til hlés jafnaði Erlingur Krist- jánsson, 8:8. KA átti góðan endasprett og náði tveggja marka forystu áður en flautað var til hlés. Fyrri hálfleikur cinkenndist af ntikilli baráttu og oft óþarfa hörku leikmanna beggja liða. Ekki bætti léleg frammstaða dómaranna úr skák. Liðin mættu bctur þenkjandi til leiks í seinni hálfleik, einkum KA-menn. Þeir náðu strax yfir- höndinni, vörnin var sterk, Axel varði nánast allt í markinu og sóknarleikurinn var beittur. Eftir Pétur Hjarnasnn fyrirliöi KA, átti mjög góðan leik í Garðabæ. 15 mínútur var staðan 23:17 fyrir KA og enn jókst munurinn og varð mestur 9 mörk. Lokatölurn- ar urðu sem fyrr segir 29:20. Það var öðru t'remur sterk liðs- heild KA sem skóp þennan sigur. Vert er að geta Axels Stefánsson- ar sem varði 19 skot, Erlings Kristjánssonar, sem hélt Sigurði Bjarnasyni í skefjum, og Péturs Bjarnasonar og Hans Guðmunds- sonar sem áttu sennilega sinn besta leik til þessa. Lið Stjörnunnar var ekki sann- færandi að þessu sinni og átti í heild slakan dag. Skástir voru Brynjar Kvaran í markinu og Magnús Sigurðsson en aðrir léku langt undir getu. Pétur Bjarnason, fyrirliði KA, var að vonum ánægður með leik sinna manna. „Liðsheildin spilaði vel og hlutirnir gengu upp. Við erum búnir að véra þungir í síð- ustu leikjum og vorum lélegir á móti FH en ég vona að við leik- um af eðlilegri getu hér eftir. Deildin er jafnari núna og allir geta unnið alla. Mig grunar að Stjörnumenn hafi vanmetið okk- ur en þeir munu ekki gera það í bikarnum," sagði Pétur. Mörk Stjörnunnar: Magnús Sigurðsson 8/2, Hafsteinn Bragason 4, Skúli Gunn- stcinsson 4, Siguröur Bjarnason 2, Hilm- ar Hjaltason 1, Sigurður Guðmundsson 1. Mörk KA: Hans Guðmundsson 8, Pétur Bjarnason 7. Sigurpáll Árni Aðalsteins- son 5/1, Erlingur Kristjánsson 5, Andrés Magnússon 3, Guðmundur Guðmunds- son 1. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Árni Sverrisson og höfðu þeir lítil sem engin tök á leiknum. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.