Dagur - 16.10.1990, Síða 4

Dagur - 16.10.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 16. október 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN' HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓT-'R, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 MM ábyrgð hvílir á alþingísmönnimi Alþingi var sett á miðvikudaginn í síðustu viku með venjubundnum hætti og er þetta síðasta þingið á kjörtímabilinu. í vor verður gengið til kosninga. Búist er við að þingstörf- um ljúki um miðjan mars og verður þingið því í styttra lagi vegna kosninganna næsta vor. Mörg stórmál bíða afgreiðslu á þessu þingi, auk hefðbundinna stórmála eins og fjárlaga næsta árs. Búast má við að álmálið svokallaða rísi hæst í upphafi þings en eins og allir vita hefur það verið mál málanna á þessu ári í allri umræðu í þjóðfélaginu. Inn í umræðu um álmálið munu síðan fléttast skoðanir alþing- ismanna á byggðastefnu og byggðaþróun næstu áratugi og munu landsbyggðarmenn fylgjast vel með þeim umræðum, ekki síst Akureyringar og Eyfirðingar, en atvinnuleys- isdraugurinn er síður en svo kveðinn niður á Eyjafjarðarsvæðinu og vandséð hvað er til ráða alveg á næstunni. Kjósendur á lands- byggðinni munu því fylgjast vel með umræð- um á Alþingi um málefni hinna dreifðu byggða og hvaða úrlausnir þingmenn hafa í byggðamálum, hvort sem þeir eru í stjórn eða st j órnarandstöðu. Með staðsetningu álversins á Keilisnesi hefur byggðavandinn aukist að mun og það munu þingmenn landsbyggðarinnar hafa í huga þegar álversumræður hefjast á Alþingi. Það hefur oft viljað brenna við á undanförn- um áratugum að á síðasta þingi fyrir kosn- inga hefur efnahagslíf þjóðarinnar farið veru- lega úr böndunum vegna óábyrgrar afstöðu og yfirboða stjórnmálaflokkanna sem eiga menn á Alþingi. Vonandi er slíkt liðin tíð. Kjósendur munu krefjast þess af þingmönn- um, hvort sem þeir tilheyra stjórn eða stjórn- arandstöðu, að þeir sýni fulla ábyrgð í tillögu- flutningi og sá árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar verði tryggður til framtíðar. Kjósendur munu ekki veita þeim mönnum brautargengi sem sýna fullkomið ábyrgðarleysi í tillöguflutningi á Alþingi með það eitt í huga að ná fram sem bestri útkomu í kosningum í vor. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á þingmönnum allra flokka á þessu síðasta þingi fyrir kosningar. S.O. Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu Háskóla íslands: Efling upplýsinga og eyðing hvers kyns minnimáttarkenndar undirstaða eflingar atvinnu- og mannlífs á landsbyggðinni Á ráðstefnu byggðanefndar for- sætisráðherra í Borgarnesi flutti Jón Erlendsson, for- stöðumaður Upplýsingaþjón- ustu Háskóla Islands, erindi um hvað upplýsingaþjónustan og Háskólinn gætu gert til efl- ingar atvinnu- og mannlífi á landsbyggðinni. Jón Erlends- son hóf mál sitt á að gera grein fyrir almennri starfsemi upp- lýsingaþjónustunnar sem sett var á stofn þegar starfsemi upplýsingaþjónustu Rann- sóknaráðs ríkisins var flutt til Háskóla Islands. Síðan vék Jón Erlendsson að þeim spurn- ingum er byggðanefndin hafði beint til stofnana og samtaka í þjóðfélaginu. Fyrstu spurning- unni kvað hann vera fljótsvar- að. Nauðsynlegt væri að sporna við byggðaröskuninni eins og frekast væri unnt og koma þannig í veg fyrir að fólk hyrfi frá staðbundnum eignum og fjárfestingum og taldi að það leiddi af sér tvöfaldan kostnað fyrir þjóðfélagið. Jón sagði að upplýsingaþjón- ustan hefði unnið fjölda verkefna fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni á undanförnum árum og efling slíkrar starfsemi frá því sem nú er myndi þjóna uppbyggingu atvinnulífs þar. Til þess sé þó nauðsynlegt að auka fjárveitingar til upplýsingastarfseminnar. Á fjárlögum er veitt fé til rúmlega einnar stöðu við upplýsingaþjón- ustuna en fé til annars, svo sem uppflettirita og annarra gagna, verður að sögn Jóns að afla með snapi og sníkjum, meðal annars frá erlendum sendiráðum. Beiðn- um stofnunarinnar um þróunar- styrki hefur verið hafnað hingað til og sagði Jón Erlendsson að þróun og uppbygging upplýsinga- öflunar séu greinilega ekki á meðal þess sem innlendir þróun- arsjóðir eiga að efla. Háskólinn og hugmyndaverksmiðja fyrir atvinnulífíð Upplýsingaþjónusta Háskólans vinnur nú að þróunarverkefnum sem stuðlað geta að eflingu atvinnu og byggðar í iandinu. í því sambandi má nefna sjálfsnám um atvinnumál og sköpun at- vinnufyrirtækja. Einnig uppbygg- ingu hagnýtra gagnasafna við Háskóla íslands og samvinnu nemenda og kennara um náms- efnisgerð og útgáfu námsefnis. Jón Erlendsson hefur sett fram hugmynd um upplýsingaverk- smiðju fyrir Háskólann og atvinnulífið, sem hann telur að þróa megi með fjölbreytilegum hætti. Hugmyndin felst í því að nýta til dæmis 5 til 10% af vinnu- framlagi 4000 til 5000 nemenda og um 500 kennara til árangurs fyrir atvinnulífið um leið og það kemur að fullu gagni í störfum Háskólans. Staðbundinn metnaður - stolt og reisn Jón Erlendsson sagði að flestum væru kunnar þær aðferðir sem notaðar hafi verið til stuðnings við fyrirtæki, atvinnugreinar og byggðir sem verið hafi í hættu. Hann kvaðst ekki ætla að fjalla um þær á þessum vettvangi held- ur nefna nokkra aðra þætti sem sjaldan væri minnst á í byggða- umræðu. í fyrsta lagi ræddi Jón um eflingu staðbundins metnaðar og sagði að ein meginforsenda atvinnulegrar uppbyggingar sé verulegt mannlegt stolt og reisn. Stoltir einstaklingar, sem trúi á sjálfa sig, sýni framtak og hristi af sér hömlur minnimáttarkenndar- innar. Jón sagði að núverandi ástand einkenndist um of af metnaðarleysi og sofandahætti. Atvinnufyrirtæki séu flest smá í sniðum og miðuð við innanlands- markað einan. Breyting þurfi að verða á og brýnt sé að beina sjón- um manna að útflutningi, jafnvel þó að það markmið virðist fjarlægt. Jón sagði að margt fólk sem útskrifast úr langskólanámi hafi þekkingarlega yfirburði til nýsköpunar. f>að hefði hins vegar engan sérstakan áhuga á að vinna að slíku og enga stefnu í þá átt. Þetta fólk hafi ekki fengið neina hvatningu til stórra verka og kjósi fremur að setjast í þægileg- ar stöður hjá opinberum stofnun- um eða stórfyrirtækjum, sem aðrir hafi skapað og þróað. Hugmyndalegur doði er útbreiddur f öðru lagi ræddi Jón um eflingu staðbundins framtaks og sagði að framtak væri persónulegt ein- kenni sem sé undirrót flestallrar grósku í atvinnulífi sem og öllu mannlífi. Hann sagði að öflugt staðbundið atvinnulíf byggðist öðru fremur á tilvist mikils stað- bundins framtaks ef fyrir hendi væru önnur skilyrði eins og greið- ur aðgangur að fjármagni og hag- stætt og stöðugt efnahagsum- hverfi. Jón Erlendsson sagði hug- myndalegan doða vera útbreidd- an. Fjöldi leitandi manna sé skelfilega lítill og oft búi þeir í sinnulausu og sljóu umhverfi, sem stendur að mestu á sama um „bröltið“ í þeim. Margir þeir sem fái hugmyndir og vilji berjast fyr- ir þeim kunni ekki til verka og viti ekki hvað dugi til árangurs. Fjöldi fyrirtækja fljóti sofandi að feigðarósi, ofurseldur hefðum, siðum og daglegri rútínu sem notuð sé til að afsaka að ekkert sé hugsað eða skipulagt fyrir framtíðina. í þessu sambandi skipti menntakerfið lykilmáli og innan þess verði að leggja stór- aukna áherslu á nýsköpun og gera kröfur til sjálfstæðra vinnu- bragða af hálfu nemenda. Fólk á landsbyggðinni sem vill reyna nýjungar skortir hugmyndir Jón Erlendsson ræddi um bætta stjórnun og aukna stefnumótun varðandi eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Hann sagði að menn yrðu að fylgjast vel með öllum breytingum í umhverfi sínu. Hann ræddi um eflingu staðbundinna og almennra net- tengsla, það er að segja virkra, greiðra og útbreiddra persónu- legra og félagslegra tengsla manna í miíli. Hann sagði að til- vist slíks kerfis sé talin mikilvæg-, ur þáttur í þeirri grósku sem ríkt hefur í atvinnulífi í Bandaríkjun- um. Jón sagði að aukin staðbund- in þekking og aðgangur að upp- lýsingum sé mikilvægur þáttur. Landsbyggðin sé að miklu leyti svelt í þessu efni. Áberandi sé að það fólk á landsbyggðinni sem vilji reyna að finna sér fleiri stoð- ir undir eigin lífsbjörg hafi sára- litlar hugmyndir og upplýsingar. Því megi spyrja hvort líkur séu á að einhver fari að afla sér upplýs- inga um ný atvinnutækifæri, sem hann viti ekki að séu til. Jón benti á þá hættu að upplýsinga- svelti geti alið af sér andstöðu við nýjungar og nýsköpun. Eyða þarf minni- máttarkennd Að síðustu ræddi Jón Erlendsson um nauðsyn þess að minnka trú á forsjá og andlega undirgefni. Hann sagði að skólakerfið væri gegnumsýrt af aðferðum, við- horfum og skipulagi, sem dragi úr sjálfstæði og ýti undir forsjár- hyggju. Sú mikla mötun sem tíðkist í hefðbundinni kennslu geri nemendur að óvirkum þiggj- endum. Jón nefndi nokkur dæmi um hvar þyrfti að eyða minni- máttarkennd í þjóðfélaginu. Fyrst yrði að eyða minnimáttar- kennd í dreifbýli gagnvart þétt- býli. Þá yrði að minnka þá minni- máttarkennd sem viðgengst hjá almenningi gagnvart sérfræðing- um. Einnig minnimáttarkennd undirmanna gagnvart yfirmönn- um, nemenda gagnvart kennur- um og íslendinga gagnvart útlendingum. Jón sagði að landsbyggðin hafi lengi búið við hugmyndalega og þekkingarlega forsjá hvers kyns sérfræðinga í þéttbýli og árangur- inn af því hefðum við áþreifan- lega séð í sambandi við kísil- málmverksmiðju á sínum tíma og álmálið nú. ÞI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.