Dagur - 16.10.1990, Síða 5
Þriðjudagur 16. október 1990 - DAGUR - 5
Nokkur orð vegna bréfs Erlu Magnúsdóttur
til ýmissa ráðamanna í Ólafsfirði:
í hvers þágu er þetta bréf skrifað?
Undirritaður var mjög í vafa um
hvort hann ætti yfirleitt að svara
einhverju bréfi Erlu Magnúsdótt-
ur til ýmissa ráðamanna í Ólafs-
firði. Ég taldi bréfið skrifað i
slíkum tón aö það svaraði sér
sjálft. En þarsem undirritaður er
þar sérstaklega tilgreindur og far-
ið um hann stórum orðum, sé ég
mig tilneyddan til að setja nokk-
ur orð á blað.
Ég ætla ekki í opinberar rit-
deilur. né tel ég svona maj eigi
yfirleitt heima í dagblöðum og
mun því hafa þessi orð sem þau
fyrstu og jafnframt þau síðustu
frá undirrituðum um þetta mál á
síðum dagblaða.
Undirritaður hefur ekki lagt
það í vana sinn að búa til gróu-
sögur eða breiða þær út, enda tel
ég þær í flestum tilfellum hreinan
uppspuna. Ég vorkenni þeim sem
fyrir svona sögunt verða, en að
taka á sögunum og rckja þær til
Bjarni Kr. Grínisson.
uppruna síns, er jafn vonlaust og
finna upptök norðaustan storms.
En þetta tel ég að Erla sé að
reyna að gera. Hún lendir því
miður í því sama og riddarinn
hugumstóri, að berjast við vind-
myllur.
Bréf Erlu nú í dag er eins og
uppvakning á gömlum draug. Pví
ef Erla varð fyrir óverðskuldaðri
umræðu í sumar, þá magnast sú
umræða nú og verður eins og
uppvakningurinn, illu verri að
kveða niður aftur. Pví spyr ég í
hvers þágu er þetta bréf skrifað?
Ég vil hins vegar benda Erlu á,
eins og ég reyndar gerði í viðtöl-
um við hana í sumar, að líta í eig-
in barm, þaö sakaði ekki, því ég
tel það hverjum og einum holla
lexíu að horfa gagnrýnum augunt
í eigin barm um leið og aðrir eru
gagnrýndir. Ef þetta er siðlaust
og ef þetta eru þessar móttökur,
sem hún lýsir í bréfinu, að hún
hafi fengið hjá undirrituðum, þá
er það langt ofar mínum skiln-
ingi. Undirritaður taldi sig ekki
ókurteisan heldur þvert á móti og
undirritaður taldi sig ekki hafa
láti falla orð sem væru særandi
eða meiðandi í garð Erlu. baö er
eitt að koma í viðtal og fá þar
móttökur og svo annað hvort er-
indið fær þá afgrciöslu sem við-
mælandi óskar el'tir.
Ég er hjartanlega sammála
Erlu um að hver og einn eigi að
ráða sínum vinnustað. Við búum
í frjálsu landi til allrar hamingju
og ráðum sjáll' hvar við búum og
hvar við vinnum. líka í ÓÍafs-
firði.
Ég heid að fleiri orð um málið
á þessum vettvangi séu óþörf.
Bjarni Kr. Grímsson.
Höluiulur cr bicjarsljóri í Ólal’sfirói.
'
.
________-
------
Glettin skemmtun um
saklausan sveitapilt
\endir í hinum
I fstórborgina er komt5.
Frumsýning
laugardaginn 20. okt.
BorSapantanir a
sala daglega 22.9T0.
96-22770 og 96
Hópafsláttur.
Kynnir: R°aa jngntfsdottir^ ^rason.^9^^^^
5!íSsdó«r Rónar Pór Petursson o9 P
_
Bann við rjúpnaveiði
Öll rjúpnaveiði er bönnuð í eftirtöldum eignarlöndum
Hálshrepps í S-Þingeyjarsýslu:
Flateyjardal, Bleiksmýrardal, Hjaltadal og Timbur-
valladal.
Sveitarstjórn.
Fjölþjóðlegt gjafavöruúival
Spánskar glervörur - Belgískar steinstyttur
- ítalskar stálvörur - íslenskar glervörur
- Enskur kristall.
Gjafavörur við öll tækifæri.
Opið laugardaga og
sunnudaga í Hafnarstræti
kl. 9-16 og 10-14
i Sunnuhlíð
laugard. kl. 10-18.
Póstsendum.
Næg bílastæði.
Blómabúðin
Laufás
Sími 24250
Blómleg búð.
Námskeið
í taumálun
hefst fimmtudaginn 18. október, kl. 20.00.
3ja kvölda námskeið.
Öll gögn á staðnum.
Væntanlegir þátttakendur tilkynni sig til Baldurs í
síma 26888 milli kl. 12.30 og 16.30.
Takmarkaður fjöldi.
Félagsmálanefnd.
Menntamálaráðuneytið
Styrkir
til háskólanáms í Noregi,
Svíþjóð og Þýskalandi.
1. Norsk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslenskum
stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi
námsárið 1991-92. Styrktímabilið erníu mánuðirfrá
1. september 1991. Til greina kemur að skipta
styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 4.100
n.kr. á mánuði.
Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa
stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár.
2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa
erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð
námsárið 1991-92. Styrkir þessir eru boðnir fram í
mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms
sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð.
Styrkfjárhæðin er 5.760 s.kr. á mánuði, námsárið,
þ.e. í 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði
veittur í allt að þrjú ár.
3. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslensk-
um stjórnvöldum að boðir séu fram eftirtaldir styrkir
handa íslendingum til náms og rannsóknastarfa í
Þýskalandi á námsárinu 1991-92.
a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur
skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið
sumarið 1991. Umsækjenur skulu vera komnir
nokkuð áleiðis í háskólanámi og leggja stund á
nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa
þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri
tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og
rannsóknastarfa um allt að fjögurra mánaða
skeið.
Nánari upplýsingar um styrkina fást í menntmálaráðu-
neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknir um sænsku styrkina skulu sendar til
Svenska Institutet, box 7434-S-103 91 Stockholm, og
lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðublöð fram til
I. desember n.k.
Sérstök eyðublöð um aðra ofangreinda styrki fást í
menntamálaráðuneytinu og skal skila umsóknum
þangað, fyrir 15. nóvember um þýsku styrkina, en 1.
desember um norska styrkinn.
Menntamálaráðuneytið,
II. október 1990.