Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. október 1990 - DAGUR - 3 Fjörukönnun við Eyjaflörð um síðustu helgi: Á 500 m flörukafla fannst rusl af öllum gerðum Nemendur í vistfræði í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri tóku þátt í samvinnuverkefni fjölmargra áhugamanna og skóla í 10 Evrópulöndum síð- astliðinn laugardag en þetta verkefni byggir á athugun á ákveðnum hluta strandlengju í hverju landi. Nemendurnir gerðu úttekt á um 500 m langri fjöru í svokallaðri Flekkuvík við vestanveröan Eyjafjörð. í Ijós kom að í þessari fjöru- spildu fundust allar gerðir af rusli og má af niðurstöðu þess- arar athugunar sjá að fjörur hér við Eyjafjörð eru síst hre- inni en fjörur milljónaþjóða á meginlandi Evrópu. ísland tók í fyrsta skipti þátt í þessu verkefni í fyrra þegar skoð- uð var um 100 knt strandlengja á Suður- og Suðvesturlandi. I ár var ákveðið að gera athugun á fjöru við Eyjafjörð. Niðurstöður athugunarinnar í Flekkuvík eru athyglisverðar hvað varðar rusl og mengun í fjörunni og fjörujaðrinum. Á þessum kafla fundust steypubrot, skipsflök, slitrur af veiðarfærum, plastdósir og bönd úr plasti og annað plast. Þá var í fjörujaðrin- um einnig að finna einangrun- arplast, ílát sem innihalda efni sem geta verið hættuleg, föt, papþír, spýtur og rekavið, saur frá kindum, hreinlætisvörur, gler, málmdósir og loks lyfja- sprautur. Að þessari athugun lokinni verða niðurstöðurnar sendar utan þar sem unnið verður sam- eiginlega úr hliðstæðum könnun- um í Evrópulöndunum tíu. JÓH Mi togaranna fyrstu átta mánuði ársins: Örvar HU með hæst meðalskiptaverðmæti - Akureyrin með mest aflaverðmæti fyrstu átta mánuðina Leikfélag Húsavíkur: Land míns föður upp á sviðið á ný Sýningar á Land míns fööur eftir Kjartan Ragnarsson munu hefjast á ný hjá Leikfé- lagi Húsavík í næstu viku. Leikfélagiö sýndi verkið 25 sinnum í vor, ástæða þótti til að taka upp verkið á ný en þó getur aðeins verið um tak- markaðan sýningafjölda að ræða. Verkið er viðamikið þar sem hátt í 50 manns koma á svið í sýn- ingunni, en alls starfa um 70 manns að hverri sýningu. Leik- stjóri er Sigurður Hallmarsson. Það eru 11 ný andlit leikara sem koma á sviðið í haust, þau þeirra sem mcð stærstu hlutverkin fara eru Pétur Pétursson og Aðal- steina Einarsdóttir. Nýr tónlistar- stjóri er tekin við og er það Norrnan Dennis, en nýr píanisti er Ragnar Þorgrímsson. IM Húsavík: Frystitogari Skagstrendings hf. á Skagaströnd, Órvar HU, er sá togari í flotanum sem skilað hefur hæsta meöalskiptaverð- mæti á hvern úthaldsdag fyrstu átta mánuði þessa árs, 1719 þúsund krónur. Akureyrin EA, skip Samherja hf. á Akur- eyri, kemur í öðru sæti með 1697 þúsund. Af ísfisktogurum er aflaskipið Guðbjörgin ÍS á ísafirði sem fyrr á toppnum með 947 þúsund krónur á hvern úthaldsdag. Sólbergið ÓF frá Ólafsfirði er á toppnum af norðlenskum ísfisktogurum með 606 þúsund krónur á hvern úthaldsdag. Akureyrin hefur aflað mest allra skipa í flotanum fyrstu átta mánuði ársins, eða 4488 tonn. Örvar HU er í öðru sæti með 3778 tonn og Guðbjörg ÍS í þriðja sæti með 5397. Akureyrin hefur einnig komið með mest aflaverðmæti að landi, 483,8 ntilljónir króna, sem er um 60 milljóna meira aflaverðmæti en hjá því skipi sem næst kemur, Örvari HU. í þriðja sæti af frystitogurum á Norðurlandi yfir meðalskipta- verðmæti á úthaldsdag kemur Siglfirðingur SI með 1151 þúsund krónur, Mánaberg ÓF með 1142 þúsund, Sigurbjörg ÓF með 1028 þúsund og Sléttbakur EA með 1024 þúsund krónur. Björgvin EA kemur næst Sól- berginu af norðlenskum ísfisk- togurum með 583 þúsund krónua meðalskiptaverðmæti á úthalds- dag. Dalborg EA er í þriðja sæti með 546 þúsund, Arnar HU í fjórða sæti með 527 þúsund og Björgúlfur EA í fimmta sæti með 508 þúsund krónur. óþh Sigluprður: Kaup á rekstrarvörum boðin út í spamaðarskyni Siglufjarðarbær hefur boðið út kaup á rekstrarvörum fyrir stofnanir bæjarins. Þetta er að sögn Þráins Sigurðssonar, bæjartæknifræðings, gert í því skyni að reyna að ná fram sparnaði í rekstri bæjarins. „Þarna er um að ræða kaup á hreinlætisvörum fyrir bæjarstofn- anir, t.d. sápu, salernispappír og fleira. Bærinn hefur til þessa keypt þessar vörur í verslunum hingað og þangað, en nú viljum við að einn aðili taki þessi kaup að sér fyrir þjónustustofnanir HVÍTUR STAFUR BLINDRAFÉLAGIÐ ||$J£ERDAR bæjarins,“ sagði Þráinn. Hann sagði að miðað væri við að vænt- anlegur samningur gilti í eitt ár, frá 1. nóvember nk. til 1. nóvember 1991. Tilboðum skal skila inn fyrir 23. október nk. Þráinn sagði að líta mætti á þetta útboð sem skref í að ná fram sparnaði í rekstri bæjarins. Fleiri skref myndu síðar fylgja í kjölfarið, t.d. væri gert ráð fyrir að sorphreinsun í bænum yrði boðin út á næstunni. Verktaki sér um sorphreinsun eins og er, en Þráinn segir að hann muni hætta henni innan tíðar og ákveðið hafi verið að bjóða þá sorphreinsun- ina út. óþh Sveitakeppni BA Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar hefst þriðjudaginn 23. okt kl. 19.30. Spilað verður í Hamri, félagsheimli Þórs við Skarðshlíð. Bridgefélagið aðstoðar við myndun sveita sé þess óskað. Til- kynningar um sveitir þurfa að berast fyrir kl. 20 föstudaginn 19. okt., í síma 24624 (Ormarr). Bíóið fljótlega í gang á ný Um 120 nemendur Framhalds- skólans á Húsavík og nemend- ur í efstu bekkjum grunnskóla sendu bæjarstjórn nýlega undirskriftalista með áskorun varðandi kvikmyndasýningar í Samkomuhúsinu. Engar almennar kvikmynda- sýningar hafa verið á Húsavík í sumar og í raun mjög fáar á þessu ári. Sigurður Arnfinnsson frá Akureyri hafði leyfið til kvik- myndasýninga í Samkomuhús- inu. Hópur áhugafólks um kvik- myndasýningar á Húsavík hefur Akureyri: Vörabifreiða- stjórar fara áfimd bæjarráðs Fulltrúar frá Vörubifreiða- stjórafélaginu Val á Akur- eyri ganga í dag á fund bæjarráðs Akureyrar, þar sem þeim verður kynnt greinargerð frá bæjarverk- fræðingi vegna erindis þeirra frá því í haust. Bifreiðastjórarnir skrifuðu bæjarráði bréf, þar sem þeir kvörtuðu yfir ýmsu sem betur mætti fara í samskiptum Akureyrarbæjar við félaga í vörubifreiðastjórafélaginu. Bentu þeir á atriði sem þeir telja að betur mættu fara, og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Bæjarverkfræðingur hefur samið greinargerð, sem verður kynnt fyrir bílstjórunum í dag. Áður hefur komið fram að útlitið í atvinnumálum vörubifreiðastjóra er mjög dökkt í vetur. Víkingur Guðmundsson, formaður Vals, sagði í samtali við Dag, að hann væri frekar svartsýnn á að betri tíð væri í sjónmáli fyr- ir bílstjórana, og óvíst væri hvað Ákureyrarbær teldi sig geta gert til að bæta ástandið. EHB óskað eftir leyfi tii sýninga í Sam- komuhúsinu og á fundi bæjar- stjórnar Húsavíkur var ákveðið að verða við þeirri ósk og jafn- framt áskorun unga fólksins. Kvikmyndaáhugamennirnir fá afnot af vélunt og húsnæði endur- gjaldslaust, en þurfa að hafa sarnráð við Leikfélag Húsavíkur um afnot af húsinu. Fyrir liggur að það verða fimmtudagskvöld, sunnudagar og sunnudagskvöld sem heimilað verður að sýna kvikmyndir í húsinu. Ekki er tal- ið að lengi þurfi að bíða fyrstu kvikmyndasýninganna, þær geti jafnvel orðið í þessum mánuði. IM --------------------------------N Til viðskiptavina Dags Vegna minningarathafnar um Val Arnþórsson verður afgreiðsla blaðsins lokuð frá kl. 13-15 1 dag. v________________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.