Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. október 1990 - DAGUR - 15 Olafur Hilmarsson reynir að brjótast í gegnum vörn Völsungs en Jónas Grani Garðarsson hefur gott tak á honum. Helgi Helgason er við öllu búinn. Mynd: Goiii Bikarkeppni HSÍ: Auðvelt hjá Þórsurum - sigruðu Völsung 26:15 á Akureyri Þórsarar unnu öruggan sigur á Yölsungum þegar liðin mætt- ust í Bikarkeppni HSÍ í íþrótta- höllinni á Akureyri í fyrra- kvöld. Lokatölurnar urðu 26:15 en staðan í leikhléi var 14:7. Eins og tölurnar gefa til Tindastóll - Þór í körfu: Sætaferðir á Krókinn Á sunnudaginn verður stór- leikur í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik þegar Tindastóll og Þór mætast á Sauðárkróki. Af því tilefni ætlar körfuknatt- leiksdeild Þórs að efna til sæta- ferða á Krókinn. Lagt verður af stað frá Glerár- skóla kl. 13.30 en leikurinn hefst kl. 16. Búið er að tryggja þeim sem fara með rútunum miða á leikinn. Miðar í sætaferðirnar eru seldir í Myndbandahöllinni í Skipagötu en sími þar er 23580. Skautasvæði á Akureyri: Ekkí opnað í dag Ekki tekst að opna skauta- svæðið í Innbænum á Akureyri í dag eins og til stóð. Stafar það af óhagstæðu tíðarfari að undanförnu. Vélarnar verða gangsettar í dag og er vonast til að hægt verði að opna svæðið í næstu viku. Mun Skautafélag Akureyrar aug- lýsa opnunina rækilega þegar þar að kemur. kynna höfðu Þórsarar nokkra yfirburði og var sigur þeirra aldrei í hættu. Það varð fljótt ljóst hvert stefndi. Þórsarar náðu strax for- ystunni og juku hana jafnt og þétt allan fyrri hálfleikinn. Þeir byrjuðu síðan á að skora 4 fyrstu mörkin í seinni hálfleik og eftir það áttu Völsungar sér ekki við- reisnar von. Leikurinn var reynd- ar í jafnvægi eftir þetta en leystist upp í hálfgerða vitleysu hjá báð- um liðum. Yfirburðir Þórs komu e.t.v nokkuð á óvart. Liðin mættust á Húsavík fyrir skömmu og þrátt fyrir að þeim leik hafi lokið með fjögurra marka sigri Þórs var hann í járnum lengst af. í fyrra- kvöld höfðu Þórsarar hins vegar yfirburði á öllum sviðum hand- boltans. Vörnin var sterk og sóknarleikurinn ágætur á köflum en vandamálið hjá liðinu virðist vera að það heldur ekki einbeit- ingu heilan leik. Hinn ungi og efnilegi Ingólfur Guðmundsson stóð í markinu í fjarveru Her- manns Karlssonar og varði oft á tíðum mjög vel. Annars var liðið jafnt. Athygli vakti endurkoma markvarðarins Ragnars Þor- valdssonar. Hann kom tvívegis inn á í vítaköstum og gerði sér lítið fyrir og varði annað þeirra. Völsungsliðið átti afleitan dag. Vörnin var hriplek og sóknar- leikurinn oftast frekar vandræða- legur sem stafaði m.a. af því að skytturnar voru allt of smeykar við að „láta vaða“. Ásmundur Arnarsson var þó nokkuð frískur og Helgi Helgason barðist vel að vanda. Mörk l>órs: Rúnar Sigurpálsson 6, Ólaf- ur Hilmarsson 4, Jóhann Samúelsson 4/1, Páll Gislason 3, Sævar Árnason 3, Ingólf- ur Samúelsson 2, Jóhann Jóhannsson 2, Kristinn Hreinsson 1, Aðalsteinn Pálsson 1. Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarsson 6/ 4, Helgi Helgason 3, Örvar Þ. Sveinsson 2, Vilhjálmur Sigmundsson 2, Tryggvi I>. Guðmundsson 1, Kristinn Wium 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Guð- mundur Lárusson. Dæmdu sæmilega. Knattspyrna: Bjami til Grindavíkur Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Bjarni hefur sem kunnugt er þjálfað lið Tindastóls frá Sauðár- króki sl. 4 ár. Hann tók við liðinu í 3. deild árið 1987. Það ár komst liðið upp í 2. deild og hefur verið þar síðan. Úrvalsdeildin: ÍBK-TindastóU í kvöld í kvöld mætast Tindastóll og ÍBK í b-riðli úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik. Leik- urinn fer fram í Keflavík og hefst kl. 20. Leikurinn í kvöld verður án nokkuð spennandi því þessi lið eru af mörgum talin þau sterkustu í riðlinum. Þau hafa bæði leikið tvo leiki og unnið báða, Tindastóll hefur unnið Val og Grindavík og ÍBK Grindavík og Þór. I kvöld verður einnig einn leikur í a-riðli, ÍR og Snæfell mætast í íþróttahúsi Selja- skóla kl. 20. Sund: Fjórir Akureyringar í landsUð Elsa María Guðmundsdóttir og Hlynur Tuliníus. valin í a-landslið og mun keppa í bringusundi. Hlynur syndir í baksundi og Gísli í skriðsundi en þeir eru báðir 15 ára. Þorgerður, sem er 14 ára, keppir í skrið- sundi. Strax um næstu helgi mun Elsa María fara í æfingabúðir með a- landsliðinu en unglingaliðin fara í æfingabúðir seinna á árinu. A- liðið mun síðan keppa á Ulster- leikum í írlandi í mars á næsta ári og unglingaliðin á svokölluðu samstarfsmóti sem haldið verður sama ár en ekki hefur verið ákveðið hvar. Fyrir skömmu voru fjórir Akur- eyringar valdir í landslið í sundi. Elsa María Guðmundsdóttir var valin í a-landslið en þau Hlynur Tuliníus, Gísli Pálsson og Þorgerður Benediktsdóttir í unglingalandslið. Sennilega hafa aldrei verið valdir jafn ntargir Akureyringar í einu í landslið í sundi og nú. Val- ið var byggt á árangri á meistara- mótum íslands í sundi innan- og utanhúss sent fram fóru fyrr á þessu ári. Eins og fyrr segir var Elsa María Verslum á norð- lenska vísu! Höldum peningum í heimabyggð! Tilboð Kryddlegnar grísakótilettur..... pr. kg kr. 998 Móa-kjúklingar................... pr. kg kr. 399 Reykt folaldakjöt................ pr. kg kr. 299 Sviðasulta....................... pr. kg kr. 697 Lambakjöt á lágmarksverði Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30 Laugard. 10.00-14.00 MARKAÐUR FJOLNISGOTU 4b

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.