Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudaaur 18. október 1990 - DAGUR - 5 Bréfaskólinn 50 ára: ^ Hefur gefið tugþúsundum Is- lendinga tækifæri til menntunar Bréfaskólinn hefur nú starfað óslitið í 50 ár og var haldið upp á þessi merku tímamót í sögu skólans, mánudaginn 15. október í Listasafni ASÍ. Samvinnuhreyfingin á Islandi stofnsetti skólann í október 1940 og hét hann þá Bréfaskóli SIS og rak Sambandið hann eitt í 25 ár, þá gerðist ASÍ eignaraðili og ráku þessi samtök skólann saman um skeið. Síðar urðu fleiri sam- tök í landinu eignaraðilar að skólanum og reka hann nú helstu fjöldasamtökin, sem eru Alþýðu- samband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Far- manna- og fiskimannasamband íslands, Kvenfélagasamband íslands, Samband íslenskra sam- vinnufélaga, Stéttarsamband bænda, Ungmennafélag íslands og Öryrkjabandalag íslands. Bréfaskólinn varð sjálfseignar- stofnun á liðnum vetri og er enn eini skólinn á landinu sem ein- göngu hefur fjarkennslu á sinni könnu. Fyrirmyndin að þessari sérstæðu fræðslustofnun á íslandi var sótt til norrænna bréfaskóla sem þá voru komnir til vegs og virðingar. í Svíþjóð hóf Brev- skolan starfsemi sína árið 1919 og var hann fús til að styðja tilraun íslensku samvinnufélaganna til að starfrækja bréfaskóla hér á landi, m.a. með því að láta þeim í té námsefni og hljómplötur. Tilgangurinn var „að gefa námfúsu fólki, ungu sem gömlu, tækifæri til að afla sér fróðleiks í frístundum". Þannig voru mark- miðin orðuð 1940. Óhætt er að segja að Bréfa- skólinn hefur í hálfa öld gefið tugþúsundum íslendinga tækifæri til menntunar sem þeir annars hefðu ekki haft aðgang að. Fólk úr öllum helstu stéttum og starfs- greinum alls staðar á landinu sækir Bréfaskólann nú eins og áður. Þrátt fyrir stórbættar sam- göngur og gífurlega aukið náms- framboð víða um landið hefur aðsókn að Bréfaskólanum verið stöðug í mörg ár. Árlega skrá sig um 800-1200 nemendur. Fyrir utan fólk sem býr í strjálbýli er enn margt fólk í landinu sem ekki á heimangengt á venjulegum kennslutíma, t.d. þeir sem vinna vaktavinnu, þeir sem eru bundnir yfir börnum, sjúkum eða öldruð- um. Sjómenn eru líka stór hópur manna sem getur ekki sótt venju- leg námskeið. Fyrir þetta fólk getur fjarkennsla verið góð lausn og Bréfaskólinn kappkostar að liðsinna því. Bréfaskólinn á sér djúpar ræt- ur í íslensku þjóðfélagi og hann hefur sannað tilverurétt sinn, m.a. með því að laga sig að breyttum þörfum þjóðfélagsins fyrir fræðslu og þjónustu. Tækm- búnaður sem nú er völ á gerir bréfanám auðveldara og skemmtilegra. Hljóðbönd og myndbönd eru nú notuð í kennsl- unni auk kennslubréfanna og fleiri og fleiri kennarar bjóða nemendum leiðsögn í síma. Símabréf eru líka notuð í sam- skiptum nemenda og kennara. Námsráðgjöf er fastur liður í starfsemi skólans sem mjög margir notfæra sér, einkum í tengslum við innritun. Samstarf við aðra fræðsluaðila hefur eflst mikið á undanförnum árum. Þeir helstu eru nú: Banka- mannaskólinn, Ferðaþjónusta bænda, Iðntæknistofnun Islands, Námsflokkar Reykjavíkur, bóka- fulltrúi ríkisins, menntamála- ráðuneytið, Blindrabókasafnið og í undirbúningi er samstarf við bændaskólana. Ásókn í ýmiss konar starfsmenntun fer nú vax- andi, t.d. í bókavarðarnám, sigl- ingafræði, landbúnaðarhagfræði, bókfærslu, vaxta- og verðbréfa- reikning o.fl. Bréfaskólinn hefur fært starf- semi sína út fyrir landsteinana með því að bjóða upp á íslensku fyrir útlendinga. Nú eru 68 nemendur, frá ýmsum löndum heimsins, innritaðir í það nám og hefur þetta námskeið vakið ánægjuleg viðbrögð, bæði hér á landi og erlendis. lesendahornið Jóhann Skírnisson, flugmaður: Lístaháskóli á Akureyri Jóhann Skírnisson, flugmaður á Akureyri hringdi: „Ég hef tölu- verðan áhuga á hugmyndinni um Listagil á Akureyri og þá sérstak- VöruMar í Önguls- staða- hreppi lega, að á Akureyri rísi listahá- skóli. Þegar Eyfirðingum varð ljóst að ekkert varð úr áldrauminum, lögðust sumir í þunglyndi og töldu endalok byggðar í Éyjafirði skammt undan. Sem betur fer halda flestir sönsum og eru þegar farnir að leita annarra leiða. Það hefur verið bent á, að verði rétt á málum haldið næstu ár, muni Há- skólinn á Akureyri veita milljörð- um inn í eyfirska hagkerfið og standa undir að minnsta kosti 100 beinum störfum auk ótalinna margfeldisáhrifa. Nú er róið stíft að stofnun lista- háskóla hérlendis og hefur lík- lega fáum dottið í hug að hann rísi í Grófargilinu. Verði rétt á málum haldið gæti þetta orðið eitt okkar besta sóknarfæri í atvinnumálum. Þessi stofnun mundi veita tugum manna beina atvinnu og laða hingað hundruð íslenskra og erlendra stúdenta, sem þyrftu mikla þjónustu. Óbeinu áhrifin gætu meðal ann- ars birst í auknum feröamanna- straumi til Akureyrar. Þó held ég að sálartetrin hér norðan heiða högnuðust mest og er þá til- ganginum náð, háu atvinnustigi og sálarró.“ Aðalfundur F.H.U.E. verður haldinn laugardaginn 27. 10. kl. 14.00 í Lundarskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Veitingar. Stjórnin. Dansleikur Fögnum vetri í Lóni v/Hrísalund laugardaginn 27. 10. frá kl. 22.00 til 03.00. — Allir velkomnir. Harmonikuunnendur. Munurinn er augljós! Kona í Öngulsstaðahreppi hafði samband: „Ég vil koma á framfæri athuga- semd vegna vörubíla, sem aka með möl og grjót frá Þveráreyr- um. Keyrslan á þessum bílum er þannig, að börnin sem standa á veginum á morgnana og bíða eft- ir skólabílnum, eiga fótum sínum fjör að launa. Ekki bara það, heldur sér stundum ekki í fötin þeirra fyrir drullu. Hér er um að ræða leiðina frá gatnamótunum, fram að Þveráráeyrum. Ég tel stórhættu stafa af þessum bílum, og akstursmáta þeirra. Bílstjór- arnir ættu að taka tillit til barn- anna, þau eru allt niður í sex ára gömul.“ Dysjanes það datt úr leik Eldri maður, sem kýs að kalla sig TJ, hringdi á ritstjórn Dags og vildi koma eftirfarandi ljóðmæli á framfæri. Nú er úti vonin veik vart mun álver rísa hér. Dysjanes það datt úr leik, Drottni góðum þakka ber. IHÆSTA. GÆÐAFL0KKI • SKÍÐAGALLAR • ÚLPUR • GALLAR • SKÓR • TÖSKUR • BOLIR • HÚFUR ÍÞRÓTTAVÖRUVERSLUN Strandgötu 6, sími 27771. Opiö frá kl. 9.30-18.00, laugard. kl. 10.30-12.30. • LÚFFUR • SOKKAR • INNISKÓR • STUTTBUXUR • SUNDFATNAÐUR • SKAUTAR • BOLTAR O.FL.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.