Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 18. október 1990 IJr kveri með galdrastöfum. Um stafinn neðst til vinstri segir: Ægishjálmur fagri borinn í höfuðklæði, mýkir geð allra manna. Titilblað handrits Konungsskuggsjár og Sverrissögu. 55 ...andlegt veganesti kynslóðanna“ - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga heimsótt Ekki alls fyrir löngu var í blaðinu fjallað um Listasafn Skag- firðinga sem er til húsa í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Margir vita sjálfsagt að í sama húsi hefur Héraðsskjalasafn Skagfírð- inga aðsetur sitt, en það er eitt stærsta skjalasafn á landinu utan Reykjavíkur. Dagur brá sér í heimsókn á skjalasafnið og hitti þar fyrir Hjalta Pálsson, skjalavörð, en hann tók við starfínu þann 1. júní í vor af Kristmundi Bjarnasyni á Sjávar- borg. í vor var safnið flutt um set í Safnahúsinu og er nú m.a. komin eldtraust skjalageymsla og betri aðbúnaður því til handa, allt á neðri hæð hússins. En setjumst nú niður hjá Hjalta og kynnumst safninu og sögu þess. Fræða- og sagnahefð á sér langa sögu í Skagafirði. Annálaritun og ýmiss konar skráning, auk prent- smiðjunnar á Hólum, voru stórir þættir í lífi Skagfirðinga á árum áður. Björn Jónsson (1574-1655) á Skarðsá var einn þeirra manna er sökktu sér niður í ráðningu torskildra hluta eins og Höfuð- lausnar Egils Skallagrímssonar, en um það kvað Björn: Mín ei þykir menntin slyng/mætri lýða dróttu;/eg var að ráða árið um kring/það Egill kvað á nóttu. Efling þjóðlegra fræða „í byrjun 19. aldar fluttist Jón Espólín hingað í héraðið og gerð- ist sýslumaður. Hann var einstak- ur í sinni röð í fræðimennsku og kveikti mikinn áhuga út frá sér. Á fyrri hluta og um miðbik síð- ustu aldar var hér fjöldi grúskara sem stundaði fræðimennsku. Þeirra þekktastur er líklega Gísli Konráðsson, en hann var líkt og Bólu-Hjálmar einn þeirra er hlutu umbun í peningum og mat fyrir sagnamennskuna. Á öðrum fjórðungi þessarar aldar fara Skagfirðingar svo að vakna til vitundar um að fara að safna einhverju til sögu Skaga- fjarðar. Fræðiáhuginn var í lægð í kringum síðustu aldamót, en upp úr 1930 var farið að tala um eflingu þjóðlegra fræða í hérað- inu og safna einhverju um sögu þess. Þetta varð til þess að Sögu- félag Skagfirðinga var stofnað og má segja að stofnun héraðs- skjalasafnsins byggist að nokkru leyti á því starfi sem Sögufélagið vann. Sögufélagið byrjaði að safna að sér handritum og mynd- um sem gengu síðan til héraðs- skjalasafnsins eftir stofnun þess,“ segir Hjalti. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1947, sama ár og Iög varðandi slík söfn gengu í gildi. í greinarkorni eftir Krist- mund Bjarnason um safnið sem hann ritaði 1976 segir: „Á sýslufundi Skagfirðinga 23. apríl 1947 lagði menntamála- nefnd, en hana skipuðu Jón Sig- urðsson á Reynistað, Gísli Magnússon í Eyhildarholti og Valgarð Blöndal, fram svofellda tillögu: „Sýslunefnd samþykkir að stofna þegar til héraðsskjalasafns fyrir Skagafjarðarsýslu, samkv. lögum þar um. Skal safnið varð- veitt í húsakynnum Bókasafns Skagafjarðarsýslu. Stjórn B.S. hefir með höndum stjórn héraðs- skjalasafnsins og framkvæmdir allar í þágu þess, aflar eftir því, sem auðið er, skjalasafna þeirra embætta og stofnana er í téðum Iögum greinir og til eru í hérað- inu, sækir um árlegan styrk til safnsins úr ríkissjóði og sér um hvað annað, er safninu má verða til vaxtar og þrifnaðar.“ Tillagan var samþykkt sam- hljóða með atkvæðum allra sýslu- nefndarmanna.“ Hafði einn skáp til afnota Skjalasafnið var fyrst í stað ekki mjög burðugt. Það fékk inni í bókhlöðunni á Sauðárkróki, þar sem lögreglustöð er nú, og hafði þar framan af einn skáp til afnota. Þótt bókasafnið nyti einna mestrar athygli á þessum árum óx héraðsskjalasafnið smátt og smátt. Öll handrit Sögufélags- ins runnu til þess og unnið var að afritun skagfirskra handrita af krafti. Um 1960 flutti héraðsskjala- safnið inn í lítið herbergi í bók- hlöðunni, nokkrum árum eftir að allt húsið var lagt undir söfnin. Þá var búið að kaupa lesfilmu- safn, sem yfirleitt er kallað mormónafilmur, en á þeim film- um eru m.a. allar kirkjubækur landsins frá fyrstu tíð. Þetta skapaði ættfræðigrúskurum góð- an grundvöll fyrir iðju sína, því að lesvél var keypt með filmun- um og síðan önnur mjög fullkom- in árið 1974 sem notuð er enn þann dag í dag. Á sjöunda áratugnum, þegar bæði söfnin voru búin að sprengja utan af sér húsnæðið í bókhlöðunni, réðust sýslufélagið og Sauðárkróksbær í það stór- virki að reisa sérstakt safnahús. Árið 1971 flutti héraðsskjalasafn- ið þar inn og var safnið opnað til almenningsnota í febrúar 1972. Fastur opnunartími var 6 klukku- stundir á viku og ekki var þá gert ráð fyrir vinnu við það utan opn- unartíma. „Kristmundur Bjarnason var fyrsti fastráðni starfsmaður safns- ins og hefur stjórnað uppbygg- ingu þess. Má þakka honum fyrst Biblíuhilla. Gömul mynd af Sauðárkróki. og fremst hvað þetta safn er orð- ið í dag. Þessir föstu sex tímar urðu fljótlega ekki fullnægjandi tími fyrir safnvörðinn til að vinna að safninu. Starfstíminn var fyrst lengdur upp í úr fullu starfi, síðan í hálft starf og nú er staðan orðin fullt starf. Meginvinnan á svona safni liggur í því að skrá hluti og gera þá aðgengilega. Það nægir ekki að hrúga þeim saman og svo er ekki hægt að finna neitt. Að þessu hefur verið unnið undanfarin ár og sérstaklega hin seinni eftir að staða safnvarðar var aukin. Síðustu árin hefur Kristmundur unnið mikið verk við skráningu á safninu,“ segir Hjalti. í vor sem leið var lokið við að flytja héraðsskjalasafnið til innan Elsta bók safnsins fra 1635.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.