Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. október 1990 - DAGUR - 7 Islendingar eru mjólkur- og ostaþjód Aðalfundur F.H.U.E. verður haldinn laugardaginn 27. 10. kl. 14.00 í Lundarskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Veitingar. Stjórnin. „Vissulega er hægt að fullyrða, að ostagerðarmönnum á Is- landi fleygir hratt fram í fagi sínu. Margt kemur til. Nýr og betri tækjakostur hefur haft mikil áhrif, samanber hjá Mjólkursamlagi KEA á Akur- eyri, en þar fer mjólkurvinnsl- an fram í nýlegu og mjög full- komnu húsi. Hráefnið er mjög gott. Miklar kröfur eru gerðar til bænda um góða mjólk og býlin eru vel tækjum búin. Kúastofninn er góður, jafn- framt sem mikils hreinlætis er gætt. Margt fleira mætti til- greina, svo sem mjög góða starfsmenn með góða menntun og mikla reynslu. Slíkt er lykil- atriði, þegar unnið er að gerð hágæðavöru,“ sagði Oddgeir Sigurjónsson, mjólkurfræðing- ur hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri, þegar hann og Frið- jón Jónsson, ostagerðarmeist- ari, ræddu við blaðamann Dags um ostagerð og árangur þeirra ostagerðarmeistara í gerð osta. Mjólkursamlag KEA framleið- ir 13-14 tegundir osta sem allar njóta mikilla vinsælda. Við þekkjum tegundir svo sem rjóma- mysuostinn, mysinginn, kotasæl- una, gráðaostinn, skólaostinn, goudaostinn og ísbúann sem er ný tegund. Allt eru þetta osta- tegundir sem prýða ostabakka heimilanna. Með ári hverju eykst neysla osta á íslandi enda er ost- ur veislukostur. Ostadagar eru haldnir annað hvert ár á íslandi, en þá eru vald- ar bestu ostategundirnar og keppt er um titilinn Ostameistari íslands. Ár eftir ár eru ostar frá Mjólkursamlagi KEA í fremstu röð íslenskra osta og Oddgeir Sigurjónsson er margfaldur íslandsmeistari í ostagerð, síðast 1989 fyrir Kotasæluna góðu. „Við erum nýkomnir af stórri sýningu á ostum í Hering í Dan- mörku, en þangað fórum við Friðjón á vegum Mjólkursamlags KEÁ með sýnishorn osta, jafn- framt sem við kynntum okkur all- ar helstu nýjungar í heimi osta og ostagerðar. Danir halda árlega mikla „ostamessu", hvar íslend- ingum er boðin þátttaka. Osta- gerð í Danmörku stendur á göml- um merg og mjólkursamlög eru fjölmörg. Um aldamótin voru þau um 1800. Þeim hefur fækkað í áranna rás. Þegar ég var við nám voru þau um 300, en í dag eru þau 130,“ sagði Oddgeir. „Áð okkur sé boðin þátttaka kemur til af því, að flestir mjólk- urfræðingar á íslandi hafa hlotið menntun sína í Danmörku. For- ráðamenn í dönskum mjólkur- iðnaði hafa alltaf sýnt mjólkur- iðnaðinum á íslandi mikla velvild og áhuga. Við kepptum ekki við Danina um meistaratitla. Við erum íslendingar, með íslenska framleiðslu, og keppum ekki um danskar meistaragráður og titla. Að fá að taka þátt í keppninni gefur okkur hinsvegar heilmikið. Já, ávinningurinn er mikill. Við fáum samanburðinn og kynning- una og vitum betur hvar við stöndum í gerð osta. Vissulega vitum við að ostarnir okkar eru góðir, en mjög gott er að fá það staðfest af góðum fagmönnum, hvar hefðin í gerð osta stendur föstum fótum,“ sagði Friðjón, ostagerðarmeistari. Að sögn þeirra félaga var árangurinn í Hering mjög góður. Ostagerðarmeistararnir Friðjón Jónsson og Oddgeir Sigurjónsson í osta- kjallaranum. Ostarnir voru allir dæmdir vel yfir meðallagi og toppnum náði skólaosturinn, en hann fékk í einkunn 12,3, hæstur osta ásamt samskonar osti dönskum. „Þetta köllum við góðan árangur og rjómamysuosturinn var einnig í toppi,“ sagði Oddgeir. tekt um allar álfur,“ sögðu þeir félagarnir frá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Texti: Óli G. Jóhannsson Mynd: Golii Dansleikur Fögnum vetri í Lóni v/Hrísalund laugardaginn 27. 10. frá kl. 22.00 til 03.00. ~ Allir velkomnir. Harmonikuunnendur. Akureyri-Dalvík-Ólafsfjörður Sérleyfishafi: Ævar Klemensson VETRARÁÆTLUN 1990-1991 1.október-14. mai: S Frá Ólafsf irði til Akureyrar 19.30 Frá Dalvík til Akureyrar 20.00 Frá Dalvik til Akureyrar Frá Árskógssandi til Akureyrar 20.15 Frá Akureyri til Dalvíkur 21.00 Frá Akureyri til Dalvíkur og Ólafsfjarðar 15. maí-30.júní: Frá Ólafsfirði Frá Dalvík Frá Árskógsströnd Frá Akureyri Frá Akureyri M Þ M F F 08.30 08.30 08.30 13.00 09.00 09.00 09.00 09.00 06.30 15.00 13.15 09.15 09.15 15.30 08.00 12.30 12.30 12.30 12.30 17.00 08.30 08.30 08.30 08.30 08.30 09.00 09.00 09.00 09.00 09.00 09.15 09.15 09.15 12.30 12.30 12.30 12.30 12.30 08.00X Afgreiðsla á Akureyri: í Umferðamiðstöðinni Flafnarstræti 82. Upplýsingar um ferðir í síma 24442. Vörumóttaka í síma 24729. Opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00 á vörum til Hríseyjar, Grímseyjar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ferðir til Ólafsfjarðar breytast eftir að göngin opnast. Afgreiðsla á Dalvík: Ævarog Bóas sf. Sandskeiði 14. Sími vöruafgreiðslu 61597. Sérleyfis- og hópferðir símar 61124 og 61654. x Aðeins ekið til Dalvíkur. Afgreiðsla Óslafsfirði: Söluskálinn við Ægisgötu sími 62272. Ólafsfirðingar þurfa að panta far í ferðina kl. 19.30. Á sunnudag fyrir kl. 18.00. Gerð osta er vandaverk og margar hættur ber að varast. Lít- ið má bera út af svo miður fari. „íslendingar eru kröfuharðir neytendur. Alltaf fjölgar þeim íslendingum sem sækja heim framandi þjóðir og kynnast nýj- um siðvenjum og matargerð. Evrópuþjóðirnar eiga aldagamla hefð í gerð osta og hver kannast ekki við dönsku, hollensku og svissnesku ostana. Markmið okk- ar ostagerðarmanna á íslandi er að vera ekki eftirbátar þess besta í faginu. Metnaðinn má ekki vanta. Áður fyrr, er við seldum osta til Bandaríkjanna, áttum við þess kost að taka þátt í Heimsmeistarakeppni ostagerð- armanna. Þetta jjerðum við með góðum árangri. I dag er slíkt ekki mögulegt vegna þess, að ostar eru ekki fluttir út á erlenda mark- aði. Skilyrðið fyrir þátttöku er útflutningur og sala á erlendum mörkuðum þ.e heimsviðskipti með osta. Keppni er í sjálfu sér ekki afgerandi atriði fyrir okkur osta- gerðarmenn, þó að alltaf sé gam- an þegar vel gengur. Hitt er meira vert, að geta boðið íslend- ingum góða vöru sem stenst samanburð þess besta. í dag eru ostar á íslandi gæðavara og enn má auka fjölbreytnina," sagði Friðjón. „íslendingar eru mjólkur- og ostaþjóð. Neyslumagn þessarar fæðu á íslandi hefur vakið eftir- Tesco-vörur! Vörur í háum gæðafiokki á lágu verði Lambakjöt DIA, slátrað 1989. Selt í heilum og hálfum skrokkum, sagað að ósk kaupanda. Verð kr. 339,- pr. kg. Pantanir teknar í síma 21234 - Takmarkaðar birgðir Karbonaði........ 493 kr. pr. kg Fiskbúðingur..... 433 kr. pr. kg Ath! Tesco leggur áherslu á að þeirra vörur séu ekki náttúruspillandi. MATVÖRUMARKAÐURINN KAUPANGI Opið mánudaga til föstudaga kl. 09-22 laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Mm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.