Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 12
BYGGINGAVORUR LONSBAKKA Akureyri, fímmtudagur 25. október 1990 LEIDIN ERGREID! í gær var unnið að því að prenta kápu fyrsta bindis Sögu Akureyrar í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Hér eru Jón Hjaltason, söguritari, og Jóhann Mikaelsson, prentari, með bókarkápuna. Mynd: kl Fyrsta bindi Sögu Akureyrar að fæðast Þessa dagana er unnið að prentun fyrsta bindis Sögu Akureyrar í POB á Akureyri og verður vinnslu bókarinnar lokið fyrripart nóvember- mánaðar. Má ætla að hún verði tilbúin til dreifingar um miðjan nóvember. í fyrsta bindi ritverksins, sem í allt verður þrjú bindi, varpar söguritarinn, Jón Hjaltason, ljósi á sögu Akureyrar frá land- námsöld til ársins 1862, þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi öðru sinni. Annað bindið, sem væntanlegt er á markaðinn árið 1992, fjallar um tímabilið frá 1862 til 1940 og þriðja bindið tekur til síðustu áratuga, frá 1940 til vorra daga. Það var í tiíefni 125 ára afmælis Akureyrar árið 1987 sem bæjarstjórn samþykkti að saga bæjarins skyldi rituð. Jón Hjaltason réðist til verksins og hóf hann störf 1. september 1987. Fyrsta bindið er prentað í 2000 eintökum og er mjög veg- legt að öllu leyti. F>að verður selt bæði í áskrift og í verslun- um. í vikulokin verður sendur kynnisbæklingur inn á öll heim- ili á Akureyri og víðar, þar sem öllum áhugamönnum verður boðin bókin til kaups á kr. 5.350 krónur. Staðgreiðsluverð er kr. 5000. óþh Algjör óvissa ríkir um sfldarsöltun: Búið að salta í 400 tunnur fyrir Sovétríkin hjá Tanga - „Petta er mjög slæmt mál“ „Þetta er mjög slæmt mál,“ sagði Aöalstcinn Sigurðsson, verkstjóri í söltun hjá Tanga hf. á Vopnafirði, en tilkynning Sovétmanna í fyrradag þess efnis að þeir sjái sér ekki fært að standa við kaup á 50 þúsund tunnum af saltsíld, kemur illa við Tanga eins og aðrar sölt- unarstöðvar. „Við vitum ekki enn hvað þetta þýðir. Hugsanlegt er að saltað verði hjá okkur á morgun (í dag),“ sagði Aðalsteinn. Að sögn Aðalsteins hefur aðal- lega verið saltað upp í Skandi- navíusamninginn hjá Tanga og einungis eftir 127 tunnur af þeim samningi, sem var um 60 þúsund tunnur. Þá er búið að salta í um 400 tunnur fyrir Sovétmarkað- inn, en óljóst er hvað verður um þær. „Kannski verður maður bara að horfa á þær,“ sagði Aðal- steinn. óþh Sfldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði: Beðið eftir loðnunni Engin loðna hefur ennþá bor- ist Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufírði, en búast má við að á næstu diigum verði fyrsta farminum landað þar. Mörg skip eru að gera klárt á loðn- una, en ekki er von á loðnu til Siglufjarðar fyrr en stærri hluti flotans er kominn á veiðar. Þórshamar GK landaði 500 tonnum hjá SR á Raufarhöfn á mánudaginn, og var það fyrsta loðnan sem kemur að landi til SR verksmiðju á þessari vertíð. Þór- hallur Jónasson, rekstrarstjóri SR á Siglufirði, segir að verk- smiðjan sé tilbúin fyrir löngu til móttöku á loðnu. Sú loðna sem veiðst hefur á Málmiðnaðarfyrirtæki stofna samstarfsfyrirtæki: „Spuming um að vera með í dansimim“ - segir Torfi Guðmundsson hjá Vélsmiðjunni Odda, einu 37 stofnfyrirtækja „Þetta er fyrst og fremst spurning fyrir okkur um að vera með í þessum dansi. Við teljum að með þessu eigum við að minnsta kosti betri mögu- leika á að nálgast verkefni við stóriðjuna með þátttöku í þessu en enn á reyndar eftir að ákveða hvort álverið verður reist,“ segir Torfi Guðmunds- son hjá Vélsmiðjunni Odda hf. á Akureyri um nýstofnað sam- starfsfyrirtæki 37 málmiðnað- arfyrirtækja í landinu. Fyrirtæki þetta ber nafnið Sameinaðir iðnverktakar hf. og er fyrst og fremst stofnað vegna fyrirhugaðra stóriðjufram- kvæmda á Keilisnesi og virkjun- arframkvæmda vegna þeirra. „Nei, þessum verkefnum verð- ur auðvitað aldrei dreift milli allra þessara fyrirtækja enda er það ekki markmiðið. Hér er fyrst og fremst er verið að hugsa um heildarhagsmunina en jafnframt verði leitast við að sem flestir njóti góðs af þessum verkefn- um,“ segir Torfi. Hann segir að Vélsmiðjan Oddi geti tekið að sér mörg verk- efni sem til falli í tengslum við álversbyggingu og stóriðjufram- kvæmdir. Ljóst sé að vinnukraft þurfi erlendis frá til að álverið komist upp á svo skömmum tíma sem fyrirhugað er en með stofn- un Sameinaðra iðnverktaka hf. verði reynt að ná í fleiri verkefni heldur en einungis uppsetningu á tækjum og búnaði. Horft sé sér- staklega til framleiðsluverkefna. Nánar um Sameinaða iðnverk- taka hf. á bls. 3. JÓH þessari vertíð hefur aðallega far- ið til Neskaupstaðar og Þórshafn- ar. Súlan EA landaði á Vopna- firði í gærmorgun. Þórhallur segir öruggt að engin loðna komi til SR fyrr en fleiri skip haldi á veiðar. „Maður von- ar að það verði sem fyrst. Hins vegar hef ég grun um að þessi loðna sé ekki öll eins stór og feit og menn voru að tala um í upp- hafi. Hún virðist vera mjög blönduð, þetta er ekki eingöngu smáloðna," segir Þórhallur. Fastir starfsmenn SR á Siglu- firði eru um 26, en þegar vakta- vinnan hefst starfa 35 menn þar. Aukamannskapur vegna vakta- vinnu hefur ekki ennþá verið ráðinn. SR er ekki með sérstaka samninga við loðnuskip um landanir. Ýmsir óttast að loðnan fari að ganga austur fyrir land miklu fyrr en venjulega. Gerist það, verður dýrara að sigla með hana til Norðurlandshafna en ef loðnan hefði farið að veiðast djúpt úti fyrir Norðurlandi eða Vestfjörð- um. EHB Nýútkomið kort af Svarfaðardal í mælikvarðanum 1:50.000: Úir og grúir af fúrðulegum villum - leiðréttingar skiluðu sér ekki í lokavinnslunni, segir forstjóri Landmælinga Nýtt kort Landmælinga Islands og Kortastofnunar bandaríska varnarmálaráðu- neytisins af Svarfaðardal er allt morandi í villum. Bæjar- nöfn vantar eða eru á vitlaus- um stað. Vötn, t.d. Tjarnar- tjörnina neðan Tjarnar, vant- ar á kortið og eyðibýli eru sýnd í byggð og byggðir bæir í eyði. Árni Hjartarson, jarð- fræðingur frá Tjörn í Svarfað- ardal, skýrir frá þessu í grein sem hann ritar í októberblað Norðurslóðar, sem kom út í gær. Landmælingar hafa gefið út að undanförnu nákvæm kort af landinu. Ætlunin er að gefa út um 300 kortablöð og er um þriðjungur þeirra kominn út. Kortin eru í helmingi stærri mælikvarða en fyrri kort, eða 1:50.000. Orðrétt segir Árni í grein sinni: „Á kortabhðinu stendur á einum stað: „Gert 1989 eftir bestu fáanlegum heimiidum." Þessi fullyrðing er því miður ekki rétt því kortið úir og grúir af villum stórum og smáum. Prófarkaiestur virðist hafa gleymst og kunnugur maður hefur ekki verið látinn líta yfir kortblaðið áður en það var prentað. Undirrituðum sárnar t.d. að Tjarnartjörnin er ekki sýnd á þessu korti. Bæjarnöfn eru víða á röngum stað og vant- ar sumstaðar alveg. Hánefsstað- ir eru t.d. komnir vestur fyrir á og tróna á inilli Húsabakka og Jarðbrúar. Eyðibýli eru sýnd í byggð og byggðir bæir í eyði. Vegakerfið er full endasleppt. Kot og Atlastaðir eru sam- kvæmt kortinu ekki í þjóðvega- sambandi við byggðina.“ Ágúst Guömundsson, for- stjóri Landmælinga íslands, sagði að villurnar hefðu ekki komið í Ijós fyrr en kortið kom úr prentun og nú væri unnið að því að fá botn í hvernig þær hafi orðið til. Að sögn Ágústs cru umrædd kort unnin í samvinnu NATO- ríkjanna, en vinnsla þeirra hófst fyrir nokkrum árum. „Við feng- um handrit árið 1987 og þá hafði þessi vinna legið að mestu leyti niðri frá 1983. Við gerðum töluvert miklar athugasemdir við kortin og óskuðum eftir að vinnutilhögun við þau yrði önnur. Farið var um umrædd svæði og gerðar á þeim leiðrétt- ingar. Þessar leiðréttingar send- urn við út, en því miður kemur í Ijós að þær hafa ekki skilað sér, nema á þennan hátt. Við fórum norður um daginn og unnum svæðið frá austanverðum Eyja- firði og vestur í Húnavatnssýslu og tókum inn margar leiðrétt- ingar. Við erum að fara yfir þetta mál í heild sinni núna og spurningin er hvort við tökum eitthvað af þessum kortum af markaðinum,'- sagði Ágúst. Hann sagði þessi mistök stað- festa nauðsyn þess að Land- inælingar hefðu átt að koma mun fyrr inn í vinnslu kortanna. „Við fengum próförk af kortinu af Svarfaðardal og öðrum land- svæðum og leiðréttum hana. Hins vegar skiluðu þær sér ekki í lokavinnslunni vestur í Banda- ríkjunum. Þetta kennir okkur það að við eigum sjálf að vinna okkar kort. íslendingar hafa aldrei þurft að kortleggja landið, það hafa erlendir aðilar alltaf gert. Spumingin er hvort erlendir aðilar eigi að sjá um okkar bókhald. Þetta er pólitísk spurning," sagði Ágúst. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.