Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 25. október 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGA, ÍSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASfMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÓNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Lækkun lyflakostnaðar
Útgjöld vegna lyfja eru orðin einn af kostnaðar-
sömustu þáttunum í ríkisfjármálum. Nú bendir allt til
að lyfjakostnaður ríkissjóðs verði um 3,5 milljarðar á
þessu ári og fari að minnsta kosti 700 milljónir fram úr
áætlun. Á síðasta ári nam útsöluverð lyfja úr lyfja-*
verslunum um 4,1 milljarði króna. Af því var innkaups-1
verð til heildsala aðeins um 1,8 milljarðar. Lyfja-
pakkinn hækkaði því um 128,9% frá heildsölu til smá-
sölu ef söluskattur er reiknaður með. Ef útsöluverð
lyfja fyrir 4,1 milljarð er reiknað til verðlags í janúar
1990 lætur það nærri að vera um 5 milljarðar króna eða
um 80 þúsund á hverja fimm manna fjölskyldu á land-
inu. Þessar upplýsingar koma fram í grein í 9. tbl.
tímaritsins Frjálsrar verslunar.
í sömu grein er gerður samanburður á verðmyndun
lyfja á íslandi og í nokkrum öðrum löndum. Þar kemur
í ljós að framleiðandi lyfja fær aðeins 36%, innflytjandi
tekur 11 % en lyfsali fær í sinn hlut 53% af því heildar-
verði sem greitt er fyrir lyf í lyfjabúðum á íslandi. í
Danmörku er þessu öðruvísi háttað. Smásöluálagning
lækkar eftir því sem lyfið er dýrara. Ódýrustu lyf bera
65% álagningu, svipaða og hér, en álagningin lækkar
síðan í 55% og 35% eftir því sem framleiðsluverð fer
hækkandi. Sami háttur er hafður á í Svíþjóð. Þar er
hæsta smásöluálagning 52% en 28% á dýrari lyfjum.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lét gera
samanburð á lyfjakostnaði á íslandi og í Svíþjóð fyrir
ári. í þeim samanburði kom meðal annars í ljós að inn-
kaupsverð lyfja var hærra á íslandi í 9 hverra 10 til-
vika. í athuguninni voru borin saman 977 lyf, sem voru
á boðstólum í báðum löndunum. Samanlagður pakki
þessara lyfja kostaði 402,2 milljónir króna í Svíþjóð en
625,9 milljónir á íslandi á verðlagi ársins 1987. Þótt
söluskattur á íslandi sé dreginn frá þessum mismun
er hann eftir sem áður geysimikill. í könnun sem Frjáls
verslun birtir um verðmismun 22 lyfja kemur í ljós að
hann er á bilinu 33% til 182% eða að meðaltali um 70%
hærri á íslandi en í Svíþjóð.
Stéttarfélag lyfjafræðinga hefur sent frá sér tillögur
starfshóps þar sem lagt er til að stofnað verði hlutafé-
lag um rekstur lyfjaverslana, sem fái einkarétt á allri
smásöludreifingu lyfja í landinu. Lyfjafræðingar benda
á að með þessari lausn náist verulegur sparnaður. Eitt
fyrirtæki hafi betra yfirlit yfir lyfjamarkaðinn og nái því
hagkvæmari innkaupum. Á þennan hátt sé einnig
unnt að tryggja öllu landinu sambærilega þjónustu án
tillits til stærðar markaðar á hverjum stað.
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, segir
alveg ljóst að fram að þessu hafi ekki náðst nægilegur
árangur varðandi lækkun lyfjakostnaðar. Smá-
söluálagning sé alltof há og þótt ráðstafanir sem gerð-
ar voru hafi skilað nokkrum árangri, megi betur gera
ef duga skal. Hann segir að í ráðuneytunum sé nú ver-
ið að huga að ýmsum leiðum til að ná lyfjaverði niður.
Endanlegar niðurstöður séu ekki fengnar en reifaðar
hafi verið hugmyndir um stofnun hlutafélags um
rekstur lyfjaverslunarinnar eða gefa hana meira
frjálsa í einhverju formi. Lækkun lyfjakostnaðar er
mikið hagsmunamál fyrir íslendinga og því tímabært
verkefni sem Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráð-
herra, hefur hrundið af stað í þeim efnum. ÞI
Sjallinn á Akureyri:
Rokk-trúður
og
tryllar
meyjar
Veitingahúsið Sjallinn á Akur-
eyri hóf um síðustu helgi sýning-
ar á verkinu Rokk-trúður og
trylltar meyjar. í sýningunni er
fylgst með ungum sveitapilti,
Lúðvíki Lyngdal og fyrstu ferð
hans til höfuðborgarinnar.
í sýningunni koma fram fjórir
landsþekktir söngvarar ásamt
hljómsveit, dansarar frá Dans-
skóla Sibbu og dansarnir Jóhann-
es Bachmann og María Huldars-
dóttir en Jóhannes er jafnframt
höfundur handrits. Kynnir er
Rósa Ingólfsdóttir.
Kristján Logason ljósmyndari
Dags mætti með myndavélina á
sýningu Sjallans um síðustu helgi
og tók þá þessar myndir. -KK
Eigendaskipti hafa orðið á tískuvöruversluninni Amor í Hafnarstræti 88 á Akureyri. Sólveig Sigurjónsdóttir hefur
keypt verslunina af Erling Aðalsteinssyni kaupmanni í Herrabúðinni. Sólveig verður áfram með sömu vörumerki í
versluninni og einnig nýjar vörur frá París og Amsterdam og nærfatnað frá Skiny. A myndinni er hinn nýi eigandi
Amors, ásamt starfsmanni sínum Katrínu Rögnvaldsdóttur. Mynd: Goiii
Hátíðarkór í minningu Björgvins Guðmundssonar
Árið 1991 verður 100 ára afmæli
Björgvins Guðmundssonar tón-
skálds haldið hátíðlegt með ýmsu
móti á Akureyri og minning
þessa merka tónlistarmanns
Föstudaginn 26. október næst-
komandi verður gestum Sjallans
Akureyri:
Kynningáþró-
unarheimspeki
Kynning verður haldin á Akur-
eyri, ef næg þátttaka fæst, á
þróunarheimspeki, stöðu
mannsins í þróuninni og skyldu
efni.
Skráning fer fram í kvöld,
laugardaginn 27. okt. og þriðju-
daginn 30. okt., frá kl. 18-19 alla
dagana. Skráning fer fram í
símum 22093 (Anna) og 25728
(Gunnar). Skráningargjald er kr.
1500.-.
heiðruð.
Að þessu tilefni verður m.a.
stofnaður sérstakur kór, hátíðar-
kór, sem mun æfa og flytja ora-
tóríuna Strengleika eftir Björgvin,
boðið upp á dansatriði á heims-
mælikvarða en þá skemmta í
Sjallanum tvö danspör frá Dan-
mörku. Pörin eru Danmerkur-
meistarar í Lambada, hvort í sín-
um flokki, það er að segja ungl-
inga- og fullorðinsflokki.
Pörin koma við hér á íslandi á
leið sinni á heimsmeistaramótið í
Lambada sem fram fer í New
York innan skamms. Pörin verða
hér á landi einungis þessa helgi
|og koma fram á einni skemmt-
un í Reykjavík og svo í Sjallan-
um á Akureyri. Það er því ástæða
til að hvetja fólk til þess að missa
ekki af þessu einstæða tækifæri til
að sjá fremstu danspör frænda
Okkar Dana. (Fréttatikynning)
með texta Guðmundar Guð-
mundssonar, í samvinnu við
Kammerhljómsveit Akureyrar
og landsþekktra einsöngvara, á
sérstökum minningartónleikum
sem haldnir verða í íþrótta-
skemmunni í júní á næsta ári,
undir stjórn Roars Kvam.
Hann hefur að þessu tilefni,
síðastliðin tvö ár, unnið að
útsetningu undirleiks verksins
fyrir sinfóníuhljómsveit. En
þetta verk var sérstaklega valið
eftir ábendingu dóttur tónskálds-
ins, Margrétar Björgvinsdóttur.
Verður þetta frumflutningur
Strengleika í þessum búningi og
jafnframt í fyrsta sinn sem verkið
er flutt í heild. En áður hefur
Kantötukór Akureyrar, ásamt
einsöngvurum, undir stjórn
höfundar flutt verkið hérlendis
og erlendis, en þá með píanó-
undirleik og í styttri mynd.
Allir söngunnendur á Akureyri
og nágrenni eru boðnir velkomn-
ir til að taka þátt í þessum flutn-
ingi og heiðra þar með minningu
tónskáldsins.
Æfingar verða á sal Tónlistar-
skólans á Akureyri laugardaga
kl. 15.00-17.00.
Þeir sem áhuga hafa á að starfa
í þessum kór, mæti á æfingu nk.
laugardag, eða hafi samband við
Roar í síma 21429, eða 24769 á
kvöldin.
Sjallinn:
Fremstu danspör
Dana í heimsókn