Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 11
íþróttir Fimmtudagur 25. október 1990 - DAGUR - 11 í dag fimmtudag Handknattleikur, 1. deild: Heldur slakt hjá KRogKA KR og KA skildu jöfn 23:23 í VÍS-keppninni í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en aö sama skapi ekki sérlega vel leikinn og voru þaö helst góð tilþrif markvarða liðanna sem glöddu augað. Liðin fóru rólega af stað og staðan eftir 10 mínútur var 3:1 fyrir KR. KA-menn jöfnuðu og eftir það var jafnt á öllum tölum fram að leikhléi. KA-menn höfðu forystu þegar gengið var til búningsklefanna, 10:9. Fyrri hálfleikur var reyndar slakur og það voru markverðirnir, Leifur Dagfinnsson og Axel Stefánsson, sem stóðu upp úr. Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri. Eftir 15 mínútur var staðan 17:16 fyrir KA en þá kom slæmur kafli hjá norðamönnum og KR-ingar skoruðu fjögur mörk í röð. Síðustu 5 mínúturnar voru æsilegar. KR-ingar náðu þriggja marka forystu, 23:20, þegar 2 mínútur voru til leiksloka en Hans Guðmundsson minnkaði muninn með tveimur góðum mörkum. KR-ingar voru í sókn þegar hálf mínúta var eftir en misstu boltann. KA-menn brun- uðu fram og Pétur Bjarnason jafnaði fyrir KA aðeins 5 sekúnd- um áður en leikurinn var flautað- ur af. KA-menn náðu sér ekki á strik, hvorki í vörn né sókn. Hans Guðmundsson var drjúgur í seinni hálfleik og Axel Stefáns- son varði 15 skot. Hjá KR-ingum voru Konráð Olavsson og Leifur Dagfinnsson bestir. Leifur varði 18 skot. Þá stóð Páll Ólafsson, hinn eldri, fyrir sínu. Mörk KR: Konráð Olavsson 10/5, Sigurður Sveinsson 4, Páll Ólafsson eldri 3, Guðmundur Pálmason 3, Willum Þór Þórsson 1, Páll Ólafsson 1, Bjarni Ólafs- son 1. Mörk KA: Hans Guðmundsson 8, Pétur Bjarnason 4, Jóhannes Bjarnason 4/2, Guðmundur Guðmundsson 3, Srgurpáll Aðalsteinsson 2, Erlingur Kristjánsson 2. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson. Rögnvald átti erfitt up dráttar. -bjb/J Handknatdeikur l.deild KR-KA 23:23 ÍR-Selfoss 19:19 Grótla-FH 20:21 Haukar-Fram 26:23 ÍBV-Stjarnan 24:25 Víkingur 7 7-0-0 179:145 14 Valur 7 7-0-0 178:154 14 Stjarnan 8 6-0-2 189:179 12 KR 8 3-4-1 186:179 10 Haukar 7 5-0-2 163:162 10 FH 8 4-1-3 183:178 9 KA 8 3-1-4 188:174 7 ÍBV 7 3-0-4 168:163 6 ÍR 8 1-1-6 174:189 3 Grótta 8 1-1-6 160:180 3 Fram 8 0-2-6 161:190 2 Selfoss 8 0-2-6 154:186 2 Undankeppni EM í körfuknattleik: Annar riðillinn leikinn á íslandi - „eigum möguleika,“ segir landsliðsþjálfari Eins og kunnugt er sótti Körfuknattleikssamband ís- lands um að halda einn riðil í Evrópukeppni karlalandsliða í körfuknattleik. Tækninefnd Blak kvenna: Völsungur sigraði KA í skermntilegum leik Völsungur vann öruggan sigur á KA í kvennadeildinni í blaki í gærkvöld. Leikurinn fór fram á Húsavík og urðu lokatölur hans 3:0. Leikurinn var skemmti- legur og jafnari en tölurnar gefa til kynna en Völsungsliðið hafði þó undirtökin lengst af. Völsungar höfðu undirtökin all- an tímann í fyrstu hrinu og sigruðu 15:9. Önnur hrina var jöfn og var í Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Tindastóls: Guðbrandur og Inga Huld best Knattspyrnufólk á Króknum hélt uppskeruhátíð sína sl. laugardag. Fjöldi viðurkenn- inga og verðlaunagripa var Verðlaunahafar eldri flokka, Guðbrandur og Inga Huld fremst. aflientur fyrir árangur sumars- ins í ýmsum flokkum. Knatt- spyrnumaður Tindastóls var valinn Guðbrandur Guð- brandsson, leikmaður meist- araflokks og markahæstur í lið- inu. Knattspymukona Tinda- stóls var aftur á móti kjörin Inga Huld Þórðardóttir. Yngri flokkarnir héldu sína uppskeruhátíð eftir hádegi á laugardeginum og efnilegasti leikmaður yngri flokka var valinn Ingi Elvar Árnason, en útnefn- ingu markakóngs hlaut Daníel Kristjánsson. Á laugardagskvöld var svo hóf fyrir eldri flokkana í Bifröst og verðlaun veitt áður en dansleikur hófst. Áður er getið knattspyrnu- manns og konu, en auk þess var Stefán V. Stefánsson valinn leikmaður 2.fl., Ingvar Guðfinns- son var með bestu æfingasókn og ástundun, Björn Björnsson fékk „Rauða spjaldið" og Sigurður Ágústsson var kjörinn efnilegast- ur. Efnilegust kvenna var valin Elsa Jónsdóttir og mestu framfar- irnar sýndi Jóna Kolbrún Árna- dóttir. SBG járnum framan af. Völsungar voru þó sterkari og höfðu sigur á endanum, 15:10. I þriðju og síð- ustu hrinu höfðu heimastúlkurnar síðan algera yfirburði og sigruðu 15:3. Völsungsliðið hefur náð býsna vel saman. Þjálfari þess, Sveinn Hreinsson, er fyrrverandi íslands- meistari í blaki og virðist vera að gera góða hluti í blakinu á Húsa- vík. Jóhanna Guðjónsdóttir og Helga Eyrún Sveinsdóttir léku mjög vel fyrir Völsungsliðið í gær en KA-liðið var jafnt. Tveir aðrir leikir voru á íslands- mótinu í blaki í gærkvöld en þeim var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. HJ/JHB alþjóöa körfuknattleikssam- bandsins, FIBA, samþykkti umsókn KKI á fundi sínum í Þýskalandi í fyrradag og mun því annar riðillinn í undan- keppninni fara fram á íslandi i byrjun maí 1991. í A-riðli leika ísland, írland, Danmörk, Noregur, Finnland og Portúgal. Keppni í B-riðli fer fram í Sviss en þar leika Sviss, Skotland, Tyrkland, Ungverja- land, Austurríki, Lúxemborg og Kýpur. Tvö efstu lið úr hvorum riðli í undankeppninni komast áfram í milliriðla. Milliriðlar verða fjórir og í hverjum riðli leika fjögur lönd. Leikið verður heima og heiman í nóvember og desember 1991 og 1992. Tvö efstu liðin komast áfram í úrslitin sem fram fara í júní 1993. „Við eiguin möguleika á að komast áfram en getum þó ekki gengið að neinum sigri vísum í þessum riðli. Við höfum oftast tapað fyrir Finnum og einnig lent í basli með öll hin. Við töpuðum einnig stórt fyrir Portúgölum í fyrra og ég reikna með að Portú- gal og Finnland verði með sterk- ustu liðin - ásamt okkur vona ég,“ sagði Torfi Magnússon, landsliðsþjálfari, í gær. afsláttur af öllum vörum Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30 Laugard. 10.00-14.00 MARKAÐUR FJOLNISGOTU 4b Verðlaunahafar úr yngri flokkum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.