Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. október 1990 - DAGUR - 9
Fæddur 9. júlí 1925 - Dáinn 17. október 1990
Genginn er góður drengur, langt
um aldur fram. Þegar „sláttu-
maðurinn slyngi" heggur skarð í
raðir okkar samferðamannanna
verður okkur hverft við, jafnvel
þótt aðdragandi hafi verið nokk-
ur og endalokin auðsæ. Þannig
var það miðvikudaginn 17. októ-
ber, er okkur bárust þau tíðindi,
að vinur okkar og frændi Sigurð-
ur Gunnarsson væri allur. í
nokkra mánuði hafði hann barist
við sjúkdóm sinn, æðrulaus og
yfirvegaður, umvafinn ástúð og
umhyggju Öddu systur sinnar.
Hann kvartaði ekki þótt líðanin
væri ekki alltaf sem best.
Sigurður var fæddur á Brett-
ingsstöðum, sonur hjónanna
Emilíu Sigurðardóttur og Gunn-
ars Tryggvasonar sem lengst af
bjuggu þar. Þeirra hjóna minnast
margir vegna hjálpsemi þeirra,
góðvildar og gestrisni. Á Brett-
ingsstöðum ólst Sigurður upp
ásamt systkinum sínum Tryggva,
Óla, Ingveldi og Öddu.
Á næstu bæjum, Efri-Brett-
ingsstöðum og Jökulsá, uxu
einnig úr grasi frændsystkini
Sigurðar og var mikill samgangur
og vinátta á milli heimilanna.
Flateyjardalur er afskekkt byggð-
arlag sem hlaut þau örlög að
leggjast í eyði, sem svo mörg
önnur í okkar landi. Akvegur var
enginn til annarra byggða og átti
það stóran þátt í brottför
fólksins. Fljótlega var þó ruddur
vegur yfir Flateyjardalsheiði og
Sigurður eignaðist trausta fjalla-
bifreið. Nú gafst tækifæri fyrir
Dalbúa að leita á fornar slóðir til
sumardvalar á æskustöðvum.
Margar ferðirnar ók Sigurður yfir
heiðina, fram og til baka með
fólk og farangur. Það taldi hann
ekki eftir sér. Þetta var hans líf
og yndi. Síðar þegar fleiri fjöl-
skyldur eignuðust eigin bifreið
var oft farið í samfloti yfir heið-
ina og var þá Sigurður sjálfkjör-
inn fararstjóri, sem vísaði veginn
og gaf góð ráð. Við áttum því
láni að fagna að slást í hóp frænd-
fólksins á Flateyjardal, er við
hófum sumardvalir okkar þar og
ljúfar eru minningarnar sem
tengjast öllu þessu fólki. Gott var
að leita til Sigurðar, ef eitthvað
vantaði við endurbyggingu húss-
ins okkar. Hann lagði alltaf gott
til málanna og oft var hann mætt-
ur með verkfæratöskuna sína til-
búinn með sína högu hönd.
Margar stundina sátum við á
spjalli innan dyra eða utan,
drukkum ómælt kaffi og rifjuðum
upp sögur af mönnum og málefn-
um. Okkur er kunnugt um að
margir sem til okkar komu á Efri-
Brettingsstöðum eru þakklátir
fyrir kynnin af Sigurði. Frá þeim
viljum við nú senda kveðjur, ekki
síst föður og tengdaföður okkar
Birni Þórðarsyni á Akureyri.
Sigurður var vinmargur
maður, enda ræktaði hann vinátt-
una á einstakan hátt. Hann var
margfróður, ljóðelskur og gest-
risinn svo af bar. Margir munu nú
sakna vinar í stað.
Síðastliðið sumar þegar
Sigurður var sjúkur orðinn ósk-
aði hann þess heitast að komast
til æskustöðvanna strax og snjóa
leysti. Sannaðist þá best hið forn-
kveðna: „Römm er sú taug er
rekka dregur föðurtúna til.“
Sú ósk rættist og þegar haust-
litirnir höfðu sett inn svip á
óvenjufagran gróður sumarsins
kvaddi hann Dalinn sinn í síðasta
sinni.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Sigurði og jafnframt Öddu
systur hans órofa vináttu öll árin,
allar góðu gjafirnar sem minna
okkur á hvers virði góður vinur
er í lífi hvers manns.
Orð
milli vina
gerir daginn góðan
það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ
það lifir
og verður að blómi
og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Gunnar Dal)
Við sendum systkinum Sigurð-
ar, fjölskyldum þeirra, frænd-
fólki og vinum innilegar samúð-
arkveðjur.
Erla og Örn.
Við fráfall Sigurðar Gunnarsson-
ar rifjast upp minningar um góð-
an og greiðvikinn granna. Sigurð-
ur var fæddur á Brettingsstöðum
Flateyjardal, elstur fimm syst-
kina. Þar sleit hann barnsskónum
í sveitasælu við fjall og strönd.
Barnaskólanám sitt stundaði
hann í Flatey undir handleiðslu
Jóhannesar Bjarnasonar kenn-
ara, höfundar bókarinnar, Fagurt
er í Fjörðum. Þá lá leiðin að
Laugum í Reykjadal. Að því
loknu hóf hann margvísleg störf
við sjávarútveg og var á skipum
flotans m.a. við síldveiðar.
Sigurður átti ekki langt að
sækja sjómannsblóðið, því afi
hans Sigurður Hrólfsson á Jökulsá
var þekktur fyrir trúmennsku og
seiglu sem hákarlaskipstjóri.
Við Vélskóla íslands öðlaðist
hann réttindi sem vélstjóri og
starfaði fumlaust og af festu
lengst af á skuttogaranum Brett-
ingi.
Efst í huga Sigurðar var þó það
sem fram kemur í kvæðinu,
„Blessuð sértu sveitin mín“, því á
j vordögum gekk hann frá borði og
j hélt á sínum ljósbrúna Land
Rover út á Dal, oftast í för með
systur sinni Öddu.
Þar var hann í essinu sínu og
því ánægðari sem fleiri farartæki
nálguðust hlaðvarpann. Þau voru
grandskoðuð í stórum stjörnu-
sjónauka, sem stóð utandyra.
Öllum var vel tekið, er knúðu
dyra og leyst var úr málum á far-
sælan hátt.
Ég minnist sérstaklega allra
ferðanna yfir Flateyjardalsheiði.
Stundum beið hann mín ferðbú-
inn á Akureyrarflugvelli fullur
eftirvæntingar, að komast út eftir
sem fyrst.
Á leiðinni var farið upp
„Mannvitsbrekku“ og niður „Áf-
glapaskarð" (örnefni Sigurður).
Oftar var þó lagt af stað í bíla-
lest, því engu mátti muna, ef
vatnavextir hlupu í árnar. Þá var
ekki ónýtt að hafa yfirvegaðan og
þaulkunnugan ferðafélaga í
broddi fylkingar. Ég þakka sam-
fylgdina um leið og ég sendi syst-
kinum hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Björn Arnarson,
Efri-Brettingsstöðum.
Patons garnið nýkomið:
Knit“n save (100 gr),
Diana (100 gr),
Fairytale,
Soyth Pacific (nýtt).
★ ★ ★
Léreft hvítt og óbleikjað.
Popiin, hvítt og rautt.
Áteiknuð vöggusett,
punt handklæði og dúkar
með og án blúndu.
Aida efni, 4 litir. Hör.
Skábönd rauð og drapplit.
Rauð satínbönd.
Ámálaðar strammamyndir.
Hafnarstræti 103,
sími 24364.
Akureyringar!
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins veröa til viðtals
á skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 90, fimmtudaginn
25. október frá kl. 20.00-22.00.
Heitt á könnunni!
Framsóknarfélag Akureyrar.
Aðalfundur Landverndar
og ráöstefna um sjálfbæra þróun (Brundtland-
skýrslan) verður haldin í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði
17. og 18. nóvember 1990.
Dagskrá verður send aðildarfélögunum.
Landvernd.
Félagsvist og bingó
verður haldið að Freyjulundi, föstudagskvöldið
26. október og hefst kl. 21.00.
3ja kvölda keppni.
Góðir vinningar.
Nefndin.
Starfskraftur óskast
í mötuneyti
Þarf að geta hafið störf strax.
Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum, föstudag-
inn 26. október, milli kl. 10.00 og 12.00.
Víking - Brugg hf./Sanitas hf.
Norðurgötu 57.
Vantar blaðbera strax
í syðri hluta Glerárgötu, Fjólugötu, Lundargötu,
Geislagötu og efri hluta Strandgötu.
Vantar blaðbera frá
1. nóvember í:
Ytri hl. Byggðavegar, ytri hl. Löngumýrar, Kringlu-
mýri, Hrafnabjörg og Klettaborg.
.t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LILJA SIGURÐARDÓTTIR,
Ásvegi 17, Akureyri,
sem lést 19. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju,
föstudaginn 26. október kl. 13.30.
Ágúst Ólafsson,
Rannveig Ágústsdóttir, Þórður Hinriksson,
Ólafur Ágústsson, Guðríður Þorsteinsdóttir,
Þórarinn Agústsson, Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Ingibjörg Sigríður Ágústsdóttir, Erlingur Bergvinsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞURÍÐUR HELGA JÓNSDÓTTIR,
Sunnuhvoli,
Glerárhverfi, Akureyri,
verður jarðsungin föstudaginn 26. október kl. 14.30, í Glerár-
kirkju.
Jón Hilmar Magnússon, Sóley Jónsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir, Bogi Pétursson,
Friðrik Magnússon,
Kristbjörg Magnúsdóttir, Stefán Pétursson,
Jósefína Magnúsdóttir,
Sigursveinn Magnússon,
Inga Magnúsdóttir,
Rósa Magnúsdóttir, Jógvan Purkhús,
Þórarinn Magnússon, Bergrós Sigurðardóttir,
Skarphéðinn Magnússon, Sigríður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.