Dagur - 26.10.1990, Side 1
73. árgangur
Akureyri, föstudagur 26. október 1990
206. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Frágangur lóðar við Glerárskóla:
Kostnaður fór fram
úr áætlun
„Ótíðarkaflinn og snjórinn
fyrr í haust setti strik í reikn-
inginn, en nú njótum við
veðurblíðunnar dag eftir dag
og það kemur sér vel,“ sagði
Stefán Stefánsson, bæjarverk-
fræðingur á Akureyri, þegar
blaðamaður Dags ræddi við
hann um verklegar fram-
kvæmdir á vegum bæjarins nú
á haustdögum og fyrstu dögum
vetrar.
Að sögn Stefáns eru bæjar-
starfsmenn að ljúka framkvæmd-
um við lóð Glerárskóla. Fjár-
hagsáætlun gerði ráð fyrir 12
miljónunt króna til verksins, en
hún hefur ekki staðist. Að áætlun
stóðst ekki er fyrst og fremst um
að kenna að kostnaður við jarð-
vegsskipti undir bílastæðinu fór
fram úr áætlun, en fyrri jarðvegs-
skipti svöruðu ekki þeim kröfum
sem gerðar eru í dag. Jafnframt
var framkvæmt meira en til stóð í
upphafi. Ekki liggur fyrir hver
kostnaðurinn er, en reikningar
verða teknir saman á næstu
dögum, þegar þeir verða komnir
inn. „Ef áætlanir eru vel unnar í
ÓlafsQörður:
Einn elsti
bátur flotans
tekinn á land
í gær var tekinn á land í
Ólafsfirði Ármann ÓF-38,
64 ára gamall eikarbátur,
sein valinn verður staáur í
bænum sem safngrip. Þessi
bátur var gerður út frá
Ólafsfirði allt þar til fyrir um
tveimur árum þegar hann
var tekinn úr umferð, þá
eitthvert elsta fiskiskip
flotans. Hópur áhugamanna
í Ólafsfirði hefur nú tekið
sig saman um varðveislu
þessa skips sem á að baki sér
íangan og glæstan kafla í
útgerðarsögu Óiafsfjarðar.
Óskar t>ór Sigurbjörnsson,
einn þeirra áhugamanna sem
að þessu máli vinnur, segir að
frá Ólafsfiröi hafi þessi bátur
verið gerður út frá um 1960
þar til fyrir tveimur árum. Bát-
urinn er 22 tonn að stærð,
byggður á Akrancsi árið 1926
og lengdur árið 1935.
„Þetta er happafleyta og
merkilegt skip. Bæði er hann
merkilegur fyrir lag sitt sem nú
er sjaldséð og aldurinn," segir
Óskar.
Hann segir að nú í vetur
verði bátnum valinn staður í
bænum og hann búinn sem
safngripur þannig að hann geti
staðið sem minnisvarði um
útgerð í Ólafsfi rði fyrr á
tímum. „Við höfum ekki verið
með söfn af neinu tagi og höf-
um sofið alltof lengi á verðin-
um í þeim málum,“ segir
Óskar. JÖH
upphafi, þá á ekki að vera erfitt
að halda þeim. Að vísu geta allt-
af komið upp óvænt atvik sem
breyta málum. Á umliðnum
árum hefur verðbólgan gert okk-
ur erfitt fyrir, en svo er ekki í
dag.
Frágangur og aðkoma að sund-
lauginni í Glerárhverfi verður
væntanlega á framkvæmdaáætlun
næsta árs. Hvað viðkemur fram-
kvæmdurn á lóðum við skóla, þá
er frágangur lóðar við Lundar-
skóla næstur á dagskrá. Fram-
kvæmdir eru þegar hafnar, en
minna verður gert á þessu ári en
til stóð. Fjármagn vantar vegna
þess að farið var fram úr áætlun
við Glerárskóla,“ sagði Stefán
Stefánsson, bæjarverkfræðingur
á Akureyri. ój
„Já, hann er skjólgóður Skodinn."
Mynd: Golli
Kynningarfundum um stöðu lífeyrismála á Norðurlandi lokið:
Boðað til ráðsteftiu og aukaþings
um sameiningarmál 3. nóvember nk.
- greinilegur vilji til sameiningar, segir formaður Lífeyrisnefndar AN
I framhaldi af kynningarfund-
um svokallaðrar Lífeyrisnefnd-
ar Alþýðusambands Norður-
lands á Kópaskeri, Blönduósi
og Akureyri í þessum mánuði
hefur verið boðað til ráðstefnu
um lífeyrismálin á Akureyri 3.
nóvember nk. og aukaþings
A.N. að henni lokinni þann
sama dag. Á ráðstefnunni
flytja framsöguerindi Benedikt
Davíðsson, formaður Sam-
bands almennra lífeyrissjóða,
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSI og
Hallgrímur Snorrason, hag-
stofustjóri.
Fyrr í þessum mánuði efndi
Lífeyrisnefnd AN til þriggja
kynningarfunda á stöðu lífeyris-
mála á Norðurlandi, en eins og
kunnugt er hafa komið fram hug-
myndir um að sameiningu lífeyr-
issjóðanna í einn stóran lífeyris-
sjóð fyrir allt Norðurland. Fund-
ina sóttu stjórnarmenn verka-
lýðsfélaganna og lífeyrissjóð-
anna. Kári Arnór Karlsson, for-
maður nefndarinnar, segir að
fram hafi komið vilji á fundum
Starfsmenn sjúkrahúsa á landsbyggðinni
verða ríkisstarfsmenn um áramót:
Starfsmömmm FSA sagt upp
um mánaðamótin
- starfsfólki jafnframt boðinn nýr ráðningarsamningur
1 Öllu starfsfólki Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, um
600 manns, verður nú um mán-
aðamótin sagt upp störfum og
jafnframt gefinn kostur á
endurráðningu á sömu kjörum
og áður. Þetta er gert vegna
þess að nú um áramótin yfir-
tekur ríkissjóður rekstur
sjúkrahússins, sem og annarra
sjúkrastofnana utan Reykja-
víkur. Við endurráðningu
munu því starfsmenn fara á
launaskrá hjá ríkissjóði.
Starfsfólki á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri hafa nú verið
kynnt þessi áform, jafnframt sem
nánar hefur verið útskýrt hvað
gerist við þessar breytingar. Árið
1989 varð breyting á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga og í
framhaldi af því voru samþykkt
ný lög um heilbrigðisþjónustu
síðastliðið vor en samkvæmt
þeim verða starfsmenn við
sjúkrahús utan Reykjavíkur
ríkisstarfsmenn um næstu ára-
mót.
Ingi Björnsson, framkvæmda-
stjóri FSA, segir að á mörgum
sjúkrahúsanna hafi starfsfólki
verið sagt upp um síðustu mán-
aðamót en forsvarsmenn FSA
hafi óskað eftir nánari upplýsing-
um frá heilbrigðisráðuneyti um
þetta mál. Þær hafi nú fengist.
Ingi segir að hvorki réttindi né
kjör starfsfólks muni skerðast við
þetta. Breytingar verði engar fyrr
en þá mögulega í næstu kjara-
samningum starfsfólks en þá
verður ríkissjóður viðsemjand-
inn.
Ingi segir að starfsfólk hafi sýnt
þessum aðgerðum skilning en þó
sé uggur í mörgum, bæði starfs-
fólki og stjórnendum, um að í
framtíðinni verði erfiðleikum
bundið að fá starfsfólk til starfa
við þessar stofnanir út á landi ef
samningamál muni breytast veru-
lega frá því sem verið hefur við
bæjarfélögin. JÓH
Siglfirðingur hf.:
Skipin tUbúin tÚ veiða
Bæöi skip Siglfirðings hf. á
Siglufiröi hafa undanfarið ver-
ið í slipp, þar sem gert hefur
verið við og þau yfirfarin, en
skipin eru væntanleg til heima-
hafnar um helgina.
Frystitogarinn Siglfirðingur SI
var í slipp í Bretlandi, nánar til
tekið í Hull. Togarinn kemur til
Siglufjarðar á sunnudaginn.
Báturinn Hafsteinn SI var í
slipp í Stykkishólmi, eftir að hafa
verið lengi á lúðuveiðum. Haf-
steinn verður gerður klár á síld-
veiðar eftir að hann kemur til
heimahafnar. EHB
fyrir sameiningu sjóðanna í einn
sjóð, einkum hafi fulltrúar hinna
smærri sjóða lýst áhuga á henni.
Þrjár meginástæður liggja til
grundvallar áhuga manna á sam-
einingu. í fyrsta lagi aö minnka
rekstrarkostnað, í öðru lagi hafa
stóru lífeyrissjóðirnir sýnt betri
ávöxtun og í þriðja lagi sjá menn
meiri áhættudreifingu í einum
sterkum lífeyrissjóði en mörgum
smáum og fátækum.
Á ráðstefnuna á Akureyri 3.
nóvember eru boðaðir stjórnar-
menn verkalýðsfélaga á svæðinu,
stjórnarmenn lífeyrissjóðanna,
atvinnurekendur, þingmenn og
fulltrúar peningastofnana á
Norðurlandi. Þá er ráðstefnan
opin öllu áhugafólki um þessi
mál.
Rétt til setu á aukaþingi AN 3.
nóvember nk. hafa þeir sem
kjörnir voru til setu á síðasta þing
Alþýðusambandsins.
„Ástæðan fyrir því að boðað er
til þessarar ráðstefnu er að okkur
þótti þetta mál varða mun fleiri
en eru innan Alþýðusambands
Norðurlands. Þess vegna væri
æskilegt að gefa fólki kost á að
kynna sér það á opinni ráðstefnu.
Aukaþinginu er ætlað að fjalla
um álit lífeyrisnefndarinnar og
taka ákvörðun um það af eða á
hvort sameiningarskrefið verður
stigið. Samþykki aukaþingið að
sameina sjóðina mun Alþýðu-'
sambandið væntanlega senda
erindi til aðildarfélaganna þar
sem þau eru beðin að svara því
hvort þau hafi áhuga fyrir sam-
einingu," sagði Kári Arnór.
Hann sagði að yrði jákvæð
niðurstaða í þessu máli fyrir t.d.
febrúar á næsta ári gæti hugsan-
lega tekið til starfa einn samein-
aður lífeyrissjóður fyrir allt
Norðurland í byrjun árs 1992.
óþh