Dagur - 26.10.1990, Side 11

Dagur - 26.10.1990, Side 11
íþróttir Föstudagur 26. október 1990 - DAGUR - 11 F Knattspyrna: Sigurður Lárusson þjálfar Þórsara næstu þrjú árin - rætt við Kostic um að leika áfram með liðinu Sigurður Lárusson þjálfar knattspyrnulið Þórs næstu þrjú árin. Frá þessu var geng- ið í fyrrakvöld en samningur verður undirritaður um helg- ina. Sigurður Arnórsson, formað- ur knattspyrnudeildar Þórs, segir að það hafi ekki tíðkast hjá deildinni að gera þetta langa samninga. „Nú á að hugsa til lengri tíma og þetta veitir mönnum ákveðinn vinnufrið, jafnt leikmönnum sem þjálf- ara.“ Sigurður sagði að ekki væri ljóst hvað Luka Kostic gerði næsta sumar. Það yrði rætt við hann um að leika áfram með liðinu og væri ekki vitað betur Sigurður Lárusson. en hann hefði áhuga á því. „Mér líst mjög vel á þetta. Maður getur unnið öðruvísi að þjálfuninni með þetta langan samning, þarf ekki að vera í þessari skorpuþjálfun og getur hugsað lengra en til 6-7 mán- aða,“ sagði Sigurður Lárusson. Hann sagði að stefnan yrði tek- in á að koma liðinu strax aftur upp. „Það verður bara að fara með bros á vör í þetta og hafa gaman af. Þetta verður hins vegar erfiður róður. Deildin verður sterk, ekki síst af því að Skaginn fór niður. En félagið á nóg af ungum og efnilegum leikmönnum og framtíðin ætti að vera björt,“ sagði Sigurður Lárusson. Arctic Open golfmótið: Fyrirspumum að utan til GA linnir ekki - Japanar vilja sérstakt mót Að sögn Gísla Braga Hjartar- sonar, framkvæmdastjóra Golfldúbbs Akureyrar, linnir ekki fyrirspurnum frá útlönd- um um Arctic Open golfmótið. „Nú síðast voru Japanir að spyrjast fyrir um mótið og spurðu reyndar hvort ekki væri hægt að setja á sérstakt mót fyrir þá, helgina eftir Arctic Open. Við ætlum að skoða þetta en þarna er verið að tala um 30-70 inanns,“ sagði Gísli Bragi. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á gerð kynningar- bæklings fyrir Arctic Open. Þá fer David Barnwell til Bandaríkj- anna í nóvember að kynna mótið. Gísli Bragi sagði að ekki værið búið að staðfesta neinar pantanir en fyrirspurnir væru að koma alls staðar úr heiminum, t.d. frá Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, og vonuðust menn til að metþátttaka yrði næsta ár. Akureyrskir kylfingar hafa nú tekið gleði sína á ný eftir að útlit var fyrir að golfvertíðinni væri lokið á þessu ári. Jaðarsvöllurinn er opinn og þar spila menn enn á sumargrínum. Framkvæmdir standa yfir á vellinum og er m.a. verið að búa til ný grín og nýja teiga auk þess að gera klárt fyrir veturinn. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Hvað gerir Þór gegn KR? - Tindastóll-ÍR á Króknum Um helgina eiga bæöi Þór og Tindastóll heimaleik í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Þórsarar fá íslandsmeistara KR í heimsókn í íþróttahöllina á Akureyri og Tindastóll tekur á móti ÍR-ingum á Sauðár- króki. Báðir leikirnir fara fram á sunnudagskvöldið og hefjast kl. 20. KR og ÍR eru bæði í A-riðli en um helgina hefst fyrri umferð þar sem leikið verður milli riðla. Það er ljóst að Þórsarar munu eiga við ramman reip að draga. KR- ingar eru núverandi íslandsmeist- arar en mæta með nokkuð breytt lið frá því á síðasta keppnistíma- bili. Þeir misstu Sovétmanninn Kovtoum og Birgi Mikaelsson sem fengu í staðinn Jonathan Bow, Björn Steffensen og Ólaf Guð- mundsson. Landsliðsmaðurinn Páll Kolbeinsson stýrir svo skút- unni. En Þórsarar hafa sýnt og sannað að þeir geta bitið frá sér og ætla sér áreiðanlega sigur á sunnudagskvöldið. Tindastólsliðið ætti að eiga sigurinn vísan gegn ÍR á Sauðár- króki. Liðið hefur unnið alla sína leiki til þessa en ÍR-ingar hafa hins vegar átt erfitt uppdráttar og ekki enn unnið leik. Það hefur misst Björn Steffensen og Björn Leósson en mætir til leiks með Bandaríkjamanninn Douglas Shouse sem er nýgenginn til liðs við það. Dagur setur hiklaust einn á þennan leik. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Stefón úr leik — fyrsta beina útsendingin um helgina Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Stefán Thor- arensen, ókrýndur getraunakóngur Dags, beið lægri hlut í get- raunaleiknum og er því úr leik. Það var Brynjar Davíðsson sem sló hann út, hlaut 6 rétta gegn 4 réttum Stefáns. Stefán tók þátt 16 sinnum og er það met sem verður tæplega slegið á næst- unni. Hafi hann þökk fyrir þátttökuna. Brynjar tekur nú við og skorar á félaga sinn, Kristján Kristjánsson. Spár þeirra fara hér á eftir. Nú um helgina áformar Sjónvarpið að hefja beinar útsending- ar frá ensku knattspyrnunni. Á morgun er það leikur Nottingham Forest og Tottenham sem háður verður á City Ground, heima- velli Forest. Guðni Bergsson hefur leikið töluvert með Totten- ham í vetur og verður hugsanlega með en spurningin er hvort Þorvaldur Örlygsson fari ekki að fá tækifærið langþráða. Það kemur í Ijós kl. 14 á morgun. Brynjar: Kristján: Arsenal-Sunderland 1 Aston Villa-Leeds 1 C. Palace-Wimbledon 1 Liverpool-Chelsea 1 Luton-Everton 2 Nott. Forest-Tottenham 2 Q.P.R.-Norwich X Sheff. Utd.-Coventry 2 Southampton-Derby 1 Barnsley-Swindon X Millwall-Sheff. Wed. 2 Oldham-Notts County 1 Arsenal-Sunderland 1 Aston Villa-Leeds 2 C. Palace-Wimbledon 1 Liverpool-Chelsea 1 Luton-Everton X Nott. Forest-Tottenham 2 Q.P.R.-Nonvich X Sheff. Utd.-Coventry X Southampton-Derby 1 Barnsley-Swindon 1 Millwall-Sheff. Wed. X Oldham-Notts County 2 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 KSÍ: B-stigs þjálf- aranámskeið um aðra helgi Fræðslunefnd KSÍ gengst fyrir B-stigs þjálfaranámskeiði helg- ina 2.-4. nóvember. Rétt til þátttöku hafa þeir sem setið hafa A-stigs námskeið en eitt slíkt fer einmitt fram nú um helgina. Námskeiðið um aðra helgi verður bæði bóklegt og verklegt. Fjöldi fyrirlesara og þjálfara mun leiðbeina þátttakendum. Þátt- tökugjald er kr. 7500 með gögn- um og fæði. Þeir sem hafa áhuga snúi sér til skrifstofu KSÍ, sími 91-84444. Borðtennis: Stórmót á Grenivík Um helgina fer fram stórmót í borðtennis á Grenivík. Mótið kallast Pepsí-mót Magna og eru 88 keppendur skráðir til leiks. Keppendur koma flestir af Eyjafjarðarsvæðinu en einnig koma um 10 manns að sunnan. A morgun verður aldursflokkamót þar sem keppt verður í 5 aldurs- flokkum karla og kvenna. Á sunnudag verður svo punktamót fyrir 2. flokk karla og 1. flokk kvenna. Þetta er fyrsta stóra mótið sem haldið er á Grenivík en það fer fram í stofum Grenivíkurskóla. Það er Sanitas sem gefur öll verð- laun. KA-völlurinn: Fólk vantar í þökulagningu Eins og fólk hefur tekið eftir hafa nokkrar framkvæmdir verið í gangi á KA-vellinum síðustu vikur. Nú er verið að leggja síð- ustu hönd á þökulagningu sem staðið hefur yfir að undanförnu og eru KA-menn hvattir til að mæta á morgun og leggja hönd á plóginn en þá er stefnt að því að ljúka verkinu. Hafist verður handa kl. 10 í fyrramálið. Tekst Jóhanni Sigurðssyni og félögum í Þór að leggja meistara KR? Yngri flokkarnir: Blakið og handboltinn af stað um helgina Húsavík og Akureyri og þá tekur 2. flokkur KA þátt í 1. umferð í handknattleiknum sem fram fer á Seltjarnarncsi. 1. umferð í 2. og 3. flokki karla fer fram í íþróttahöllinni á Akur- eyri og eiga KA-menn lið í báð- um flokkum. Keppni hefst kl. 20 í kvöld og verður fram haldið kl. 13 á morgun. Sömu flokkar kvenna leiða saman hesta sína á Húsavík. KA verður þar með tvö lið í 3. flokki og eitt í 2. flokki og Völsungur á einnig lið í báðum flokkum. Keppni hefst kl. 10 í fyrramálið og kl. 9.15 á sunnu- dagsmorgun. 2. flokkur KA leikur í 2. deild í handboltanum og tekur þátt í 1. umferð. Hún hefst á morgun og lýkur á sunnudag. Auk KA taka þátt Haukar, KR, ÍR og Grótta. Ekki verða fleiri lið af Norður- landi með í ár. Um helgina hefst keppni á Islandsmótum yngri flokka í blaki og handknattleik. 1. umferð í blaki 2. og 3. flokks karla og kvenna fer fram á Úrvalsdeildin: Snæfell-Þór verður nyrðra Leikur Snæfells og Þórs í úrvals- deildinni í körfuknattleik, sem vera átti í Stykkishólmi fimmtu- daginn 1. nóvember, verður á Akureyri sama dag kl. 19.30. Ástæðan er að íþróttahúsið í Stykkishólmi verður ekki tilbúið 1. nóvember eins og vonir stóðu til.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.