Dagur - 21.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 21. nóvember 1990 Tillaga Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar: Öll aukning í ríkisgeiranum næstu 10 ár verði á landsbyggðinni Jóhannes Geir Sigurgeirsson, varaþingmaður, flutti tillögu á flokksþingi Framsóknarflokks- ins um að öll aukning í opin- berri þjónustu næstu tíu árin yrði á landsbyggðinni. TiIIaga þessi hefur vakið mikla athygli. Jóhannes Geir sagði í spjalli við Dag að ástæðan fyrir þessari afstöðu sinni væru nýlegar upp- lýsingar frá Byggðastofnun um skiptingu nýrra starfa á árunum 1984 til ’88 milli landsvæða. „Hér yrði um grundvallar- ákvörðun að ræða, sem fylgja þyrfti eftir með lagasetningu. Ríkiskerfið myndi síðan aðlaga sig að þessu á næstu árum. Kveikjan er upplýsingar frá Byggðastofnun, en þar er greint frá þeirri staðreynd að 83 af hundraði nýrra starfa frá ’84 til ’88 eru á höfuðborgarsvæðinu, en hér er að langmestu leyti um þjónustustörf að ræða. Af þeim er stór hluti þjónusta á vegum ríkisins, og það er þáttur sem Alþingi og ríkisvald eiga að geta stýrt út á land,“ segir Jóhannes Geir. Ef þetta nær fram að ganga er um eina virkustu byggðaaðgerð Sklpting nýrra starfa 1984-1988 milli landssvæða 6% LandsbyggO aO ööru leyti NorOurland 6% SuOurnes 5% Ileimild: RyggOaslofnun 83% HöfuOborgarsvæOi að ræða sem hugsanleg er í dag, að mati Jóhannesar Geirs. Hann bendir á að afkoma grundvallar- atvinnuveganna víða um land sé að batna verulega og fæturnir að komast undir ýmsan rekstur sem áður gekk illa, þótt nokkur dæmi séu óleyst enn. t>ó sjá menn ekki að fólki muni fjölga mikið í núverandi greinum á landsbyggð- inni, jafnvel þótt farið yrði í frek- ari fullvinnslu. „Ef við ætlum að sporna við frekari flutningi fólks frá landsbyggðinni til Reykjavík- ursvæðisins verðum við að taka á þjónustugreinunum. Ég get nefnt tvö dæmi sem ég hef margoft rætt um, að efla Háskólann á Akur- eyri og sjá til þess að Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri yrði fal- ið stærra hlutverk í landsþjón- ustu, í kjölfar uppstokkunar í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki lengra fyrir sjúklinga frá mörgum byggðarlögum að fara til Akur- eyrar en til Reykjavíkur, til að fá viðeigandi þjónustu. Ýmsar ríkisstofnanir þurfa hugsanlega að vaxa á næstu árum, og þá er best að sú viðbót verði á lands- byggðinni," segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson. EHB Rás 1 í dag: Þáttur um ljóðskáldið Braga Siguijónsson Fjallað verður um Ijóðskáldið Braga Sigurjónsson í þætti á Rás 1 í dag og hefst hann kl. 15.03. Bragi fagnaði 80 ára afmæli sínu 9. nóvember sl. og þótti vel við hæfi að gera Ijóða- gerð hans skil á þessum tíma- mótum. Kristján Sigurjónsson hefur umsjón með þættinum sem er klukkustundar langur. Að sögn Kristjáns verður ljóðagerð Braga BYGGINGAVÖRUDEILD FÉLAGSMANNA- AFSLÁTTUR Á BYGGINGAVÖRUM Við bjóðum félagsmönnum KEA eftirtalda vöruflokka með 10% afslætti: Blöndunartæki Handverkfæri Málningu frá Sjöfn En 15% afslátt fá félagsmenn á eftirfarandi vöruflokkum: Gólfteppum Gólfdúkum Dreglum Mottum Langmoen parketti (beiki, eik og ask) Plankelit spónaplötuparketti HAGNÝTÐ YKKUR FÉLAGSMANNAAFSLÁTTINN! Byggingavörur Lónsbakka • © 30321,30326,30320 þungamiðjan í þættinum. Gísli Jónsson fyrrverandi mennta- skólakennari, Símon Jón Jóhannsson kennari í Hafnarfirði og séra Bolli Gústavsson í Laufási munu fjalla um ljóð- skáldið Braga Sigurjónsson. Þá verður lesið úr ljóðum skáldsins og upplesarar verða þau Þröstur Asmundsson og Steinunn Sigurðardóttir. SS Bragi Sigurjónsson. Árskógsströnd: Bflvelta og útafakstur en engin slys Erilsamt var hjá lögreglunni á Dalvík um síðustu helgi og sl. mánudag. I þrígang var til- kynnt um útafakstur á Ólafs- fjarðarvegi. í öllum tilvikum má kenna mikilli hálku um. Þá var einn ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Skömmu fyrir miðnætti sl. laugardag var tilkynnt um bíl- veltu skammt norðan við afleggj- arann niður á Hauganes. Þrír voru í bílnum, en þeir sluppu all- ir ómeiddir. Fullvíst má telja að megi þakka það bílbeltunum. Klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags fór annar bíll út af, rétt sunnan við Fagraskóg. Auk öku- manns voru fjórir í btlnum og sluppu þeir sömuleiðis ónteiddir. Tæpri klukkustund síðar stöðvaði lögreglan á Dalvík ökumann á Arskógsströnd grun- aðan um ölvun við akstur. Síðastliðinn mánudag var síð- an enn ein útafkeyrslan á Ólafs- fjarðarvegi, skammt norðan við Fagraskóg. Ökumaður var einn í bílnum og slapp hann án meiðsla. óþh fréttir Akureyri:' Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá bæjarstjórninni í Runavik í Færeyjum, þar sem leitað er eftir vinabæjasant- bandi við Akureyri og hefur ráðið falið menningarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um hugsanlegt vinabæjasamband. ■ Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn að stefnt verði að því á næsta ári að koma upp merkingum utan dyra við/eða á sem flestum stofnunum bæjarins. Þar sent ekki eru merkingar fyrir, verði miðað við þá útlitshönnun sem gerð hefur verið. Það sama veröi einnig gert hjá stofnunum sem þegar eru merktar þegar endurnýjunar er þörf. ■ Meirihluti bæjarráðs legg- ur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1991 verði 7,2% af útsvarsstofni. ■ Bygginganefnd hefur tekið jákvætt í erindi frá Sigmundi Þórissyni, þar sem hann fyrir hönd KA sækir um samþykki á tillögutcikningum af íþrótta- húsi eftir Guömund Heiðreks- son. ■ Á fundi skólanefndar nýiega, kom m.a. frant að skólanefnd og skólastjórar grunnskólanna á Akureyri telji að stefna beri að Lista- hátíð barna í Norðurlands- umdæmi eystra og beina því til menntamálaráðuncytis að fjár- munir til barnamenningarátaks verði m.a. nýttir í þetta verk- efni. ■ Bæjarlögmaður. Hreinn Pálsson, kynnti á fundi skóla- nefndar nýlega, samning ntilli bæjarins og VÍS unt slysa- tryggingu skólabarna. Teknar hafa verið saman stuttar leið- beiningar um hvernig fara skuli meö mál í slysatilfellum. ■ Skólancfnd hefur sam- þykkt eftirfarandi tillögu: „Skólanefnd leggur til aö þeg- ar verði hafinn undirbúningur að frantkvæmdum við 3. áfanga Síöuskóla. Þessi áfangi verði svipaður 1. áfanga skólans og rúnti a.m.k. 6 kennslustofur. Jafnframt verði settur á fót samstarfshópur unt þetta verk- efni, scm í sitji skólastjóri Síðuskóla, skólafulltrúi og fulltrúi úr skólanefnd.“ ■ Félagsinálaráö hefur sam- þykkt að veita Náttúrulækn- ingafélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 500.000.-. ■ Atvinnumálanefnd hcfur samþykkt að veröa við erindi frá Bifreiðastöð Norðurlands hf. um styrk að upphæð kr. 1.500.000.- til rcksturs upplýs- ingamiðstöðvar ferðamanna. ■ Atvinnumálanefnd sam- þykkti cftirfarandi tillögu á fundi sínum nýlega: „Atvinnu- málanefnd felur starfsmönn- um sínum að kanna ntöguleika á því aö stofnað veröi fyrirtæki sent sjái um sölu á öllum fiski og fiskafurðunt frá Eyjafirði, eða jafnvel af stærra svæði á Norðurlandi." ■ Á fundi umhverfisnefndar nýlega, kont fram að gistinæt- ur á tjaldstæðunum á Akur- eyri árið 1990 voru 18.265 og hafa aldrei verið fleiri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.