Dagur - 06.12.1990, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 6. desember 1990
Ár læsis
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÓSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFING7 RSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Litlar líkur á
GATT-samkomiilagi
Engin lausn virðist í sjónmáli í viðræðum þeirra 105 ríkja
sem aðild eiga að GATT-tollabandalaginu. Á ráðherra-
fundi sem nú stendur yfir í Brussel er búist við hörðum
deilum og algjör óvissa ríkir um hvort tekst að ganga frá
samkomulagi um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarvör-
ur. Arthur Dunkel, aðalframkvæmdastjóri GATT,
almenna samkomulagsins um tolla og viðskipti, hefur
ítrekað lýst því yfir undanfarnar vikur að engu megi
muna að um algjört skipbrot þessara viðræðna verði að
ræða.
Helsta deiluefnið í GATT-viðræðunum er mismunandi
afstaða ríkja til landbúnaðarstyrkja. Bandaríkin, með
nokkur af fátækum matvælaframleiðslulöndum í eftir-
dragi, vilja því sem næst afnema opinberar greiðslur til
landbúnaðar. Sú afstaða mætir harðri andstöðu á meðal
ríkja Evrópubandalagsins, sem stutt hafa verulega við
landbúnað á umliðnum árum. Einkum fara efnahagslega
sterk ríki á borð við Þýskaland og Frakkland í fararbroddi
þeirra er vilja veita landbúnaði opinberan stuðning.
íslendingar hafa nú boðist til að draga úr útflutnings-
bótum vegna landbúnaðarafurða um 65% fram til ársins
1996 og minnka annan stuðning við landbúnað um fjórð-
ung á sama tíma. Tilboð ríkisstjórnarinnar í GATT-við-
ræðunum er umdeilt. Varað hefur verið við afleiðingum
samdráttar er af því muni hljótast fyrir bændastéttina og
atvinnulíf um byggðir landsins. Andstæðingum landbún-
aðar í hópi herskárra neytenda og ýmsum hagfræðispek-
ingum finnst hins vegar of skammt farið og benda meðal
annars á að litlar þjóðir hafi meiri hag af því en aðrar að
verkaskipting þjóða sé sem mest og milliríkjaverslun
gangi sem greiðast fyrir sig. Þótt þetta sjónarmið sé í
heiðri haft verður einnig að hafa sérstöðu íslands í huga.
Þýðingu landbúnaðarins fyrir atvinnulífið og fjarlægð
landsins frá öðrum þjóðum. Með tilboði okkar í GATT-við-
ræðunum höfum við slegist í hóp Evrópuþjóða sem
standa vilja vörð um landbúnað sinn og framleiðslu mat-
væla.
Ef litið er til þeirra landa sem hvað hatrammast berjast
fyrir afnámi stuðningsaðgerða við landbúnað og fram-
leiðslu matvæla kemur í Ijós að þar fara í flestum tilfellum
fátæk ríki að Bandaríkjunum undanskildum. Einkennandi
er að hin betur stæðu þjóðfélög Vesturlanda og Japan
telja hagsmunum sínum betur borgið með því að varð-
veita framleiðslu á matvælum innan landamæra sinna.
Minnast má þess er Jimmy Carter ákvað kornsölubann á
Sovétríkin í forsetatíð sinni. Kornsölubanninu fylgdu
veruleg vandamál fyrir bandaríska bændur. Stuðningur
við landbúnað er því til í ýmsum myndum. Ef stórfelld
kaup ríkissjóðs tiltekins ríkis á umframframieiðslu teljast
ekki opinber stuðningur þá er kominn tími til að velta
þeirri spurningu fyrir sér hvað er stuðningur og hvað
ekki.
Evrópa er að sumu leyti ekki eins vel fallin til landbún-
aðar og víðlendar sléttur Norður-Ameríku þar sem
aðstæður til stórbúskapar eru víða ákjósanlegar. Banda-
ríkjamenn telja sig því geta beitt meiri hagkvæmni við
búvöruframleiðslu og vilja draga úr matvælaiðnaði Evr-
ópubúa. Af þessu hefur hlotist ágreiningur sem ekki sér
fyrir endann á. Næg matvæli eru undirstaða velfarnaðar.
Ráðamönnum Evrópuríkja er það vel ljóst. Af þeim sökum
hafa þeir ekki hug á að láta undan kröfum annarra og tak-
marka matvælaframleiðslu sína. ÞI
„Herslumunuriim“
Flestir foreldrar kannast við þá
eftirvæntingu og tilhlökkun, sem
tilheyrir fyrstu skóladögum
barnsins þeirra. Þannig var það
líka þegar sonur minn, einn af
stórum systkinahópi, byrjaði í
grunnskóla fyrir u.þ.b. átta
árum. Hann var eins viss um það
og við foreldrar hans að hann
væri einstakur í sinni röð.
Kynni hans af bókum fyrir
skólagöngu voru með venjuleg-
urn hætti. Lesið var fyrir hann,
sungið og sagðar sögur. Hann
teiknaði mikið og hélt því áfram
fyrstu ár grunnskólans eins og
algengt er. Ég hafði smávegis
reynt að kynna honum bókstafi
með kubbum, eldspýtum, krít og
töflu, en hann sýndi því lítinn
áhuga.
Fljótlega fór ég að hafa áhyggj-
ur af framförum hans í lestri og
skrift og veturnir liðu hver af öðr-
um án þess að drengurinn næði
lestrinum og skriftin var ljót.
Ég hafði þá reglu að hvetja
börnin mín til að keppa við sig
myndlist
sjálf og reyna að bera þau sem
minnst saman við aðra. Ef ekki
gengur nógu vel segjum við, ger-
um betur næst.
Ég gat þó ekki lokað augunum
fyrir því að drengurinn dróst aft-
ur úr jafnöldrum sínum og það
kom í hann uppgjöf. Ég ræddi
um þetta við kennarana og þeir
reyndu að telja í mig kjark. Þetta
væri ekki svo alvarlegt, væri
alveg að koma, vantaði aðeins
herslumuninn, drengurinn væri
skýr, ágætur o.s.frv. Þetta sagði
ég auðvitað drengnum og orðið
F
herslumunur hljómar ætíð illa í
eyrum hans. Hann hélt áfram að
vera óviss á lestraráttinni, rugla
saman b og d og jafnvel g og ð
o.þ.h. Þegar kom að alvöru staf-
setningarnámi versnaði skriftin
enn og var oft ólæsileg og ótrú-
legustu villur komu fyrir. Auðvit-
að báru vinnubækurnar svipað
yfirbragð.
Það var mikill sigur, þegar
hann náði góðri lestrareinkunn
12 ára gamall og nú átti allt að
ganga upp. Kennararnir og jafn-
vel við foreldrarnir töldum lélega
stafsetningu stafa af leti og kæru-
leysi. Hann hefur gott verksvit,
góðan orðaforða, gengur vel í
stærðfræði, hefur skilning í
tungumálum og kann þó nokkrar
stafsetningarreglur. Því í
ósköpunum ætti hann ekki að
geta lært stafsetningu?
í vetur fór drengurinn í grein-
ingu hjá sálfræðingi, þar sem í
Ijós kom ákveðin fötlun, ósam-
ræmi í heilastarfsemi, seni talin
er orsök vandans. Það er léttir
fyrir hann að vita þetta og mögu-
leikar til að hjálpa honum að ná
betri stafsetningu hafa aukist t.d.
með aðstoð tölvuforrits. Hins
vegar hefði verið æskilegt að taka
á þessu fyrr og e.t.v. losa dreng-
inn við marga erfiða stund.
Þessi frásögn mín á að vera
hvatning til foreldra að reyna að
setja sig vel inn í málefni barna
sinna og að gera kröfur á skólann
sem þjónustustofnun þar sem
hægt er að fá faglega ráðgjöf og
leiðbeiningar svo fremi að gagn-
kvæmt traust ríki milli foreldra
og skóla.
Þórhildur Sigurðardóttir.
Höfundur er móöir.
Iifskúnstnerinn Þórðiu*
-85 ára afmælissýning
Hvað er list og til hvers er hún?
Þessar spurningar eru stærri og
viðameiri en svo, að tilraun verði
til þess gerð að svara þeim að
fullu á þessum vettvangi - og
reyndar harla óvíst, hvort það
tækist yfirleitt, hvað þá þannig,
að allir mættu vel við una. Smá-
tilraun verður þó gerð: List er
væntanlega að flestra áliti það
yfirbragð, sem leiðir athygli að
einhverju, sem hugur manns og
hönd hefur unnið, sakir sérleika
þess í fágun, þrótti, tjáningu eða
öðru, sem kemur við tilfinningar
njótandans.
Þetta er engin endanleg útlist-
un, enda ekki að slíku stefnt, en
spurningunum hér fyrir ofan
skaut upp í huga undirritaðs við
að skoða sýningu Þórðar Hall-
dórssonar frá Dagverðará, þess
landskunna manns, sem í sýning-
arskrá er titlaður „lífskúnstner".
Sýningin er í Gamla Lundi og
lýkur 5. desember.
Orðið „lífskúnstner“ hefur
ákveðinn brag. Hann er ekki
hlægilegur, heldur glaðlegur,
ekki hæðinn, heldur ljúfur; jafn-
vel felst í orðinu nokkur þrá eftir
því að mega teljast til þess hóps
manna, sem skilgreiningin nær
til; þeirra, sem njóta lífsins og
hafa gaman af því einu saman að
vera til og lifa, því að deila tilver-
unni með samferðamönnum
sínum; njóta þeirra og miðla
þeim - oftlega af ofurgnótt.
Frá myndunum á veggjum
Gamla Lundar á sýningu Þórðar
frá Dagverðará geislaði þróttur
og sköpunargleði. Þessi atriði
komu fram í myndefni og
meðferð, en ekki síður í óvenju-
legum vinnubrögðum og beitingu
sérkennilegrar tækni. Nokkrar
myndanna höfðu sem næst svip
lágmynda, svo sem verkið
„Sumarlitir hraunsins", þar sem
Þórður notar afar grófa áferð,
sem eykur á dýpt myndarinnar og
myrkvar skuggana og gerir ljósið
skærara. Einnig var skemmtileg
djarfleg notkun úðabrúsalita, svo
sem í þokuslæðum í fjallshlíð, og
mjög sterkir, ákveðnir litir, til
dæmis í myndunum „Hrímgað
hraun“ og „Jökullinn“.
Þórður tjáir sig í verkum sín-
um og tjáningin snertir áhorfand-
ann. Hann tjáir lífsgleði sína og
viðhorf sín til landsins. Hann
veitir okkur hlutdeild í þessari
upplifun og miðlar okkur af
þrótti sínum. Til þess er list. Hún
tjáir, hún vekur, hún gefur.
Víst eru verk Þórðar frá Dag-
verðará hrá og á ýmsan hátt gróf
í gerð og frágangi. Þau eru langt
frá því að vera „akademísk". Þau
bera handbragð áhugamannsins
og náttúrubarnsins. Þau eru ekki
heldur öll góð í frumstæði sínu,
heldur bera sum merki fljóta-
skriftar og ómarksækni. En þau
bestu er einlæg. Þau eru verk lffs-
kúnstnersins og birta dirfsku
hans og lífsfyllingu; þessar eig-
indir sem við mörg - ef ekki flest
-vildum hafa og jafnvel þyrftum
að hafa - eins og hann.
Haukur Ágústsson.