Dagur - 06.12.1990, Qupperneq 5
Fimmtudagur 6. desember 1990 - DAGUR - 5
Jólasteikin er komin
á tilboði sem þú getur ekki hafnað
Bayonneskinka áður kr. 1389 nú kr. 1251.
Úrb. svínakambur áður kr. 1330 nú kr. 1197.
Einnig þessa viku kindabjúgu áður kr. 618 nú kr. 494.
Höfum einnig gott úrval af jólavörum s.s. konfekt, kerti, servíettur,
dagatöl, jólakort, merkispjöld, jólapappír og ýmislegt fleira.
Erum farin að taka pantanir í laufabrauð og rjúpur
Bændur munið bláu nótumar
Kiman í jólaskapi - sími 25655
Opið virka daga kl. 9-22 laugardaga og sunnudaga kl. 10-22
Björgunarskóli LHS:
Þúsundasti nemandinn á árinu
Björgunarskóli Landssambands
hjálparsveita skáta heldur um 90
námskeið af ýinsu tagi á þessu
ári. Áætlað er að nemendur verði
uin 1.500 talsins. Fyrir nokkru
var haldið 6 daga framhaldsnám-
skeið í skyndihjálp á ísafirði.
Pátttakendur voru 12 og meðal
þeirra var þúsundasti nemandi
Björgunarskólans á þessu ári.
Myndin sýnir þúsundasta nem-
andann, Einar Snorra Magnús-
son, úr Hjálparsveit skáta ísa-
firði, en hann fékk bók að gjöf
frá skólanum. Með honum á
myndinni eru aðalleiðbeinendur
á námskeiðinu, þeir Snorri Her-
ntannsson til vinstri og Thor B.
Eggertsson til hægri.
Um tilfærslu ríkisstarf-
semi til landsbyggðar
Þegar eftir að lokið var við
Norðurlandsáætlun í atvinnumál-
um var á vegum Fjórðungssam-
bands Norðlendinga hugað að
leiðum til að efla þjónustustarf-
semi á Norðurlandi.
í upphafi einkenndist þetta
einkum af ábendingum um til-
færslu ýmiss konar þjónustustarf-
semi, sem tengdist sveitarfé-
lögunum. Á síðari stigum var
ljóst að nauðsynlegt væri að
stuðla að uppbyggingu húsnæðis,
sem væri ætlað þjónustustarfsemi
s.s. stjórnsýslu, velferðarþjón-
ustu og ýmiss konar þjónustu við
almenning. Á þessum árum vai
það nánast bannorð, að Byggða-
sjóður lánaði fé til uppbyggingar
þjónustuhúsnæðis úti á landi. Af
þessurn ástæðum samþykkti
Fjórðungssamband Norðlend-
inga að stofna sérstakan sjóð,
sem fjármagnaði byggingar þjón-
ustu- og stjórnsýslumiðstöðva.
Sjóður þessi skyldi hafa tekjur,
sem lágt gjald af umsetningu
banka og tryggingafélaga. Engin
fékkst til að sinna þessari hug-
mynd á sinni tíð.
Byggðaþróunaráætlun
um uppbyggingu
þjónustumiðstöðva
Fyrir atfylgi Fjórðungssambands
Norðlendinga féllst Framkvæmda-
stofnun ríkisins á að gera úttekt
og áætlun um byggingu mið-
stöðva í þéttbýli, sem gætu gegnt
þrískiptu hlutverki að vera versl-
unarmiðstöðvar, samskiptamið-
stöðvar á sviði breytilegrar þjón-
ustustarfsemi og stjórnsýsluað-
stöðu fyrir deildir frá ríkisstarf-
semi, og ennfremur skrifstofu-
aðstaða sveitarfélaga. Pessar
hugmyndir voru aldrei fullunnar
hjá Framkvæmdastofnun. Við
mannabreytingar í stofnuninni
féll þessi vinna niður. Þær frum-
hugmyndir sem fyrir lágu voru
nánast stæling á slíkum mið-
stöðvum samkvæmt skipulags-
hugmyndum borgarhverfa og
voru því ekki nægilega staðfærð-
ar við þær aðstæður, sein fyrir
eru á Norðurlandi.
Leitað til Lána-
sjóðs sveitarfélaga
Þegar sýnt var að ekki var að
Áskell Einarsson.
vænta stuðnings hjá Byggðasjóði
var leitað til Lánasjóðs sveitarfé-
laga m.a. vegna þess að í flestum
tilvikum er um þjónustuhúsnæði
sveitarfélaga að ræða þegar ráðist
er í þjónustumiðstöðvar. For-
maður sambandsins og fram-
kvæmdastjóri áttu um þetta efni
viðræður m.a. vegna Dalvíkur-
bæjar við formann og fram-
kvæmdastjóra Lánasjóðsins.
Eftirtekja þeirra viðræðna var í
stórum dráttum sú að verkefni
sjóðsins voru talin ærin fyrir, þótt
þessu verkefni væri ekki bætt
ofan á allt saman.
Útibú frá
sýslumannsembættunum
I umsögn sinni um frumvarp um
aðskilnað umboðsstjórnar og
dómsvalds í héraði lagði fjórð-
ungsstjórn mikla áherslu á að
umboðsskrifstofum frá sýslu-
mannsembættum væri fjölgað og
þeim falið ýmiss konar almenn
þjónusta nauðsynleg fyrir daglegt
líf íbúanna. Þetta á einkum við
svæði sem ekki eru á heimasvæði
sýsluskrifstofu.
Meginatriði varðandi
tilfærsiu ríkisstarfsemi
Það er Ijóst að um 90% nýrra
starfa á höfuðborgarsvæðinu bæt-
ast við í þjónustugreinum. Af
þessu má draga þá ályktun að
stærstur hluti þess fólks, sem
hverfur af landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins leiti til
þessara greina, en þær eru í
mestri aukningu á höfuðborgar-
svæðinu. Spurningin er því sú
hvort hægt verði að auka fjölda
starfa í þjónustugreinum umfram
það sem nú er úti á landi.
Aukning starfa í þjónustu-
greinum, einkum í opinbera geir-
anum þarf að vera meiri úti á
landi, en á höfuðborgarsvæðinu
til þess að jöfnuður aukist.
Leiðir að þessu marki geta ver-
ið þessar:
1. Efling þeirrar opinberu
þjónustu, sem fyrir er og til-
færsla verkefna út á land,
með auknu forræði.
2. Tilfærsla starfsþátta og
stofnana til ákveðinna staða.
3. Staðarval nýrra stofnana, úti
á landi.
4. Útibú frá stofnunum, sem
annast þjónustu við íbúana
og atvinnureksturinn.
5. Samstarf stofnana og starfs-
deilda er heyra undir sama
ráðuneyti um svæðisskrif-
stofur, þannig að saman fari
þjónustuútibú hliðstæðra
málaflokka.
6. Efling sjálfstæðrar starfsemi
á menningarsviði og almennri
velferðarþjónustu fyrir til-
tekin svæði.
7. Samstaða tveggja landshluta
um vissa þjónustustarfsemi,
sem er ofviða öðru þeirra.
8. Aðgerðir vegna staðarvals
stofnana, sem eru utan ríkis-
geirans.
9. Sjálfstæðari ákvarðanataka
útibúa ríkisbanka og sér-
stakur fjárstuðningur við
fjárfestingarfélög í lands-
hlutunum.
10. Uppbygging stjórnsýslu- og
þjónustumiðstöðva, með að-
stoðarþjónustu og möguleik-
um til samreksturs um hús-
næði og búnað.
Áskell Einursson.
Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norölendinga.
Lögmannshlíðarkirkjugarður!
LEIÐALÝSING
Hjálparsveit skáta er með leiðalýsingu eins og
undanfarin ár.
Tekið á móti pöntunum í síma 24752 til 10. des.
Verð á krossi er 1000 kr. Þeir sem ætla að
hætta tilkynni það í sama síma.
Munurinn er augljós!
Herradeild
Matvöruverslunin
Kimart
Hafnarstræti 20