Dagur - 06.12.1990, Qupperneq 13
Fimmtudagur 6. desember 1990 - DAGUR - 13
Minning:
■j' Aðalbjörg Jónasdóttir
Fædd 24. október 1941 - Dáin 16. nóvember 1990
Síðdegis fimmtudaginn 22.
nóvember fór fram minningarat-
höfn í Húsavíkurkirkju. Þetta
fagra guðshús var þéttsetið fólki.
Blóm og kransar jjöktu kistu og
altarisbrík. Athöfnin var látlaus
en fögur og eftirminnileg.
Hér var kvödd Aðalbjörg Jón-
asdóttir, frá Brúarlandi í Þistil-
firði, nú síðast húsmóðir í Tún-
götu 7 á Húsavík. Jarðarför
hennar var gerð frá Skeggjastaða-
kirkju í Bakkafirði laugardaginn
24. nóvember.
Foreldrar Aðalbjargar þau
Jónas Aðalsteinsson frá Hamri
og Anna Guðrún Jóhannesdóttir
frá Gunnarsstöðum byggðu
nýbýlið Brúarland milli bæjanna
árið 1945 og hafa þau heiðurs-
hjón búið þar síðan. Þetta eru
austustu bæirnir í Þistilfirði,
Gunnarsstaðir við sjóinn en
Brúarland og Hvammur inn með
Hafralónsánni sem skiptir Sauða-
nes- og Svalbarðshreppum.
Aðalbjörg var elst 6 barna
þeirra, fædd á Gunnarstöðum 24.
október 1941, hún var því ekki
orðin fimmtíu ára þegar hún
andaðist 16. nóvember eftir að
hafa barist við óvæginn og
miskunnarlausan sjúkdóm í nær-
fellt ár, án þess að bogna eða
brotna. Hafði notið frábærrar
umönnunar sinnar nánustu og
starfsfólks sjúkrahússins á Húsa-
vík þar til yfir lauk.
Aðalbjörg var fyrsta barna-
barn þeirra hjóna Aðalbjargar
Vilhjálmsdóttur og Jóhannesar
Árnasonar á Gunnarstöðum en
börn þeirra eru 8 og öll á lífi.
Aðalbjörg var látin fyrir tveimur
árum og lítil ljóshærð stúlka sem
fékk nafn ömmu sinnar, var
kærkominn sólargeisli er skamm-
degi fór að. Hún fæddist síðla
nætur og dagurinn sem rann var
bjartur og fagur sólskinsdagur.
Það var stoltur tindilfættur 11 ára
móðurbróðir sem hraðaði för
fram í Hvamm tjl að segja föð-
urnum tíðindin. Móar og mýrar
skörtuðu sínu fegursta, og sólin
aðeins að lækka þegar Jónas
reiddi mig á hjólinu sínu heim í
Gunnarsstaði. Aðalbjörg átti
gott atlæti í uppvextinum, naut
umhyggju og kærleiks foreldra
Landsbréf hf.:
Ilefja sölu Heimsbréfa
Landsbréf hf. hafa hafið sölu
Heimsbréfa sem eru hlutdeildar-
skírteini Hcintsbréfadeildar
Landssjóðs hf. Markmið með
sölu Heimsbréfa er að ná góðri
ávöxtun og dreifa áhættu með því
að fjárfesta eignum sjóðsins í erl-
endum verðbréfum.
Landsbréf hf. hafa gengið til
samstarfs við Barclays de Zoete
Wedd (BZW), verðbréfafyrir-
tæki hins breska Barclaysbanka,
sem einn fárra banka í heiminum
í dag hefur hlotið bestu einkunn
(AAA) sem útgefandi verðbréfa.
Samkvæmt samstarfssamningn-
um sem undirritaður var þriðju-
daginn 27. nóvember sl., mun
BZW vera fáðgefandi og taka
ákvarðanir varðandi kaup og sölu
erlendra verðbréfa.
BZW sem er þekkt fyrir vand-
aðar og viðamiklar rannsóknir á
erlendum verðbréfamörkuðum
hefur skrifstofur víða um lönd,
m.a. í London, Tókíó og New
York - stærstu fjármálamið-
stöðvum heims. Með samstarfi
sínu við BZW vonast Landsbréf
hf. til að eigendum Heimsbréfa
verði skilað sem bestum mögu-
legum árangri miðað við fjárfest-
ingarstefnu Heimsbréfadeildar
og alþjóðlegar aðstæður á hverj-
um tíma.
Sala Heimsbréfa fer fram hjá
Landsbréfum hf. Suðurlands-
braut 24, svo og öllum afgreiðslu-
stöðum Landsbanka íslands,
þ.m.t. Samvinnubankanum, um
íand allt.
Umboðsmenn Landsbréfa hf. á
Akureyri eru: Odc’ný Friðriks-
dóttir og Þórður Harðarson í LÍ á
Akureyri og útibc Samvinnu-
banka fslands, Svalbarðseyri.
þótt auður væri ekki í garði frum-
býlinga sem eignuðust sex börn.
Auk þess varð eitt barnið fyrir
slysi og dvaldi um tíma á sjúkra-
húsi í Ameríku. Aðalbjörg var
fljót að læra vísur og lög, lærði að
spila á orgel, og seinna harmon-
iku, gekk vel í barnaskóla, var
heilbrigður og hress krakki.
Haustið 1958 fer hún í Héraðs-
skólann á Laugarvatni, en hættir
þar um miðjan vetur og á fyrsta
barn sitt vorið eftir með unnusta
sínum og síðar eiginmanni Jóni
Höjgaard Marinóssyni frá Bakka
í Bakkafirði. Er síðar einn vetur í
Húsmæðraskólanum á Hallorms-
stað.
Eftir það setjast þau að á
Bakkafirði, eignast þrjú börn,
byggja sér hús, voru hamingju-
söm og til þeirra var gott að
koma. Jón stundaði hvaða vinnu
sem til féll, var eftirsóttur í vinnu
fjölhæfur og duglegur. Aðalbjörg
vann í kaupfélagsbúðinni á
staðnum í mörg ár. Þannig voru
þau hjón virkir þátttakendur í
mannlífinu á Bakkafirði í meira
en tuttugu ár. Þar ólust börnin
upp, það voru góð ár.
Börn þeirra eru: Anna
Guðrún, sambýlismaður Jónas
Arnmundarson, og þeirra sonur
Arnmundur. Hún er búsett í
Reykjavík. Hafliði, sambýlis-
kona Klara Valgerður Sigurðar-
dóttir og sonur Jón. Marinó,
sambýliskona Ólöf Kristín Arn-
mundardóttir og sonur Jón Höj-
gaard. Sonur Marinós og Jennýar
Ragnarsdóttur er Kristófer. Þeir
brasður eru búsettir á Bakkafirði.
Árið 1979 veikist Jón maður
Aðalbjargar og deyr eftir erfið
veikindi 18. janúar 1981. Hann
var harmaður af þeim er þekktu
enda velliðinn heiðursmaður.
Árið 1984 flytur Aðalbjörg til
Húsavíkur og trúlofast Sigtryggi
Sigurjónssyni húsasmíðameist-
ara, og heimili þeirra var síðan í
Túngötu 7.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég minnast frænku minnar,
þakka samverustundirnar, góða
vináttu og tryggð. Það er mín
vissa að á ströndinni hinum meg-
in biðu hennar vinir. þar var gott
að koma. Guð blessi okkur öllum
minninguna um hana.
Aðstandendum vottum við
hjónin innilega samúð.
Árni Jóhannesson.
AKUREYRARB/tR
Umhverfisdeild
LOKAÐ
„Menningar-
heimsókn“ til
Skagaljarðar
Á morgun föstudaginn 7. des-
ember veröa tónleikar akur-
eyrskra hljómsveita í félags-
heimilinu Bifröst á Sauðár-
króki. Hefjast leikar um kl.
21.00 og standa í 3 tíma.
Hljómsveitirnar hafa að
undanförnu staðið að sameigin-
legu tónleikahaldi og stefna inn-
an tíðar á Húsavík og seint í des-
ember í Sjallann á Akureyri.
Sveitirnar eru: Exit, Skurk, ló
Dust, Hrafnar, Norðanpiltar og
Helgi og hljóðfæraleikararnir.
Vegna útfarar
Brynjólfs Helgasonar
verður skrifstofur og áhaldahús, Umhverfisdeild-
ar lokaðar frá hádegi föstudagsins 7. desember.
Umhverfisstjóri.
Móðir okkar,
RÓSFRÍÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR,
Samkomugerði II,
lést að Kristnesspítala mánudaginn 3. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börnin.
L
LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í efni
og smíði háspennulínumastra úr stáli í 220 kV
Búrfellslínu 3 (Sandskeið-Hamranes) í samræmi
við útboðsgögn BFL-11.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar
að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu
gjaldi að upphæð kr. 3.000,-.
Um er að ræða ca. 366 tonn af stáli að meðtöldum
boltum, róm og skífum. Heitgalvanhúða skal allt
stálið.
Verklok, sem miðast við FCA, þ.e. stálið komið á
flutningstæki við verksmiðju, eru 1. júní 1991.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa-
leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en mánu-
daginn 21. janúar 1991 kl. 12.00, en tilboðin verða
opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim
bjóðendum, sem þess óska.
Reykjavík, 4. desember 1990.
Endurskoðun og
reikningsskil hf.
Ritari
Óska eftir að ráða ritara í hálft starf.
Vinnutími frá 8-12. Góð vélritunarkunnátta nauðsyn-
leg. Reynsla í notkun tölva og ritvinnslu góður
kostur.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 12. desember nk.
Endurskoðun og reikningsskil m.
Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri.
Þtö gerfö betri
mtarkaup
ÍKEA NETTO
Sykur 2 kg.................117 kr.
Flórsykur 500 gr........... 62 kr.
Púðursykur 200 gr.......... 62 kr.
Juvel hveiti 2 kg ........ 65 kr.
Kornax hveiti 2 kg......... 83 kr.
Flóru kakó 400 gr..........186 kr.
Flóru kókósmjöl 500 gr... 95 kr.
Akra smjörlíki 4 stk.......375 kr.
Jólahangikjötið
komið
Athugid opið virka daga frá kl. 13.00-18.30.
Laugardaginn 8. desember frá kl. 10.00-18.00.
Kynnist NETTÓ-verdi
KEANETTÓ