Dagur - 06.12.1990, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 6. desember 1990
ma
SMJÖRLÍKISGERÐ
Akureyri
ITC-deildin
ífa
ITC-deildin ífa var stofnuð í
safnaðarheimilinu á Sauðárkróki
þann 27. október sl. Deildin
starfar innan 2. ráðs landssam-
taka ITC á íslandi. Stofnfélagar
deildarinnar eru 28, þar af eru
fimm í stjórn. Forseti ífu er
Ágústa Eiríksdóttir, Oddný
Finnbogadótlir varaforseti, Birg-
itta Pálsdóttir ritari, Linda Har-
aldsdóttir gjaldkeri, Kristín
Guðmundsdóttir ráðsfulltrúi og
Elín H. Sæmundsdóttir þing-
skapaleiðari.
Fundir eru haldnir á Dalakof-
anum fyrsta og þriðja þriðjudag
hvers mánaðar, kl. 20.15.
ITC eru alþjóðleg samtök sem
vinna að þjálfun í mannlegum
samskiptum og er ífa 23. deildin
sem stofnuð er á íslandi.
(Fréttatilkynning)
^ Sumir ^
spara sérleigubíl
aérír taka enga áhættu!
Eftireinn
-ei aki neinn
UMFERÐAR
RÁÐ
tíngaefni
tt í gjafavöru
Akureyri
og 24830
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi eystra:
Fundur í saftiaðarheimili
Akureyrarkirkju í kvöld
- fyrirlestur um sorg í kjölfar fötlunar
hafið undirbúning að stofnun
sérstakrar deildar þar á næstunni.
Rétt er að taka fram að sam-
tökin um sorg og sorgarviðbrögð
eru ekki eingöngu hugsuð fyrir
það fólk sem misst hefur ein-
hverja vegna dauðsfalls. Samtök-
in höfða einnig til þeirra sem t.d.
lafa gengið í gegnum hjónaskiln-
að, veikindi, atvinnumissi, eða
hvað annað sem veldur því van-
líðan. -KK
Þriðja árbók Land-
græðsluimar kntnin út
Út er komin bókin Landgræðslan
1989-1990 sem er þriðja bókin í
röðinni „Græðum Island“. Að
þessu sinni rita 20 höfundar á 3.
tug greina í árbókina sem er 170
blaðsíður. Efnið er afar fjöl-
breytt og lýtur að verndun gróð-
urs og jarðvegs, gróðurfarssögu
og starfi Landgræðslunnar. Með-
al annars er fjallað um gróðnr
vernd í öðrum löndum, Heklu.
nýleg rannsóknastörf, ferðamál,
lausagöngu búfjár, sögur gróðurs
og jarðvegs í Á.-Skaftafellssýslu
og leiðbeint er um aðferðir til
landgræðslu.
Til þess að gera efnið sem að-
gengilegast eru um 70 litmyndir í
þókinni, margar svart/hvítar
myndir, litprentuö kort og góðar
skýringarmyndir. Ritstjóri er
Andrés Arnalds, en bókin var
unnin í Gutenberg og Korpus.
Verð bókarinnar er 1700 kr. og
er unnt áð panta hana og tvö
fyrstu bindin hjá Landgræðslunni
í Gunnarsholti eða Reykjavík.
Burðargjald í pósti er innifalið í
verði bókarinnar.
zuKKuiaoueria meo KomaKi
Notið FLÓRU smjörlíki
og baksturmn bregst ekki!
Samtökin um sorg og sorgar-
viðbrögð á Norðurlandi eystra,
halda fund í safnarheimili
Ákureyrarkirkju í kvöld kl.
20.30. Þar mun Valgerður
Magnúsdóttir, sálfræðingur,
tala um sorg í kjölfar fötlunar.
Samtökin um sorg og sorgar-
viðbrögð voru stofnuð 5. des-
ember 1989 og áttu því eins árs
afmæli í gær. Félagar í dag eru
rétt um 90 talsins. Samtökin
standa fyrir opnu húsi í safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju annan
hvern fimmtudag og er þá ýmist
boðið upp á fyrirlestur eða málin
rædd í góðu tómi.
í sept. sl. var stofnuð sérstök
deild innan samtakanna á
Norðurlandi eystra, nánar tiltek-
ið í Skúlagarði og þjónar hún
norðaustursvæðinu. Um helgina
var haldinn kynningarfundur um
samtökin í Ólafsfirði og var hann
mjög vel sóttur. í framhaldi af
þeim fundi, hefur 5 manna nefnd
Botnar:
Hrærið 200 g sykur, 200 g Flóru smjörlíki
og 3 egg. Sigtið 200 g hveiti, 3 msk. kakó og V3 tsk.
lyftiduft og hrærið allt saman.
Bakist í tveimur formum við 200 gráður C í 8-11
mínútur.
Krem:
Þeytið saman 200 g flórsykur og 200 g Flóru
smjörlíki. Bætið í x/2 stk. af ljósum súkkulaðihjúp
og 2 msk. af koníaki.
Skreyting: Rifið súkkulaði og marsípan.
Verði ykkur að góðu!