Dagur - 06.12.1990, Síða 15

Dagur - 06.12.1990, Síða 15
íþróttir Fimmtudagur 6. desember 1990 - DAGUR - 15 J Tölulegar upplýsingar um úrvalsdeildina: Stólarnir og Ivan áberandi Ivan Jonas er nn stigahæstur í úrvalsdeildinni. Mynd: Golli Maraþonboðsundið: Keflvíkingar hættir við - byrjað kl. 8 á laugardaginn Tindastóli frá Sauðárkróki kemur mikið við sögu þegar skoðaðar eru tölulegar upplýs- ingar um úrvalsdeildina í körfuknattleik eftir fyrstu 13 umferðirnar. Liðið er í efsta sæti deildarinnar, hefur skorað flest stig og hefur besta nýtingu á skotum bæði innan og utan teigs. Þá hefur það hirt flest varnarfráköst allra liða. Að auki hefur það innanborðs þann mann sem einna mest kemur við sögu þegar litið er á tölulegar upplýsingar um ein- staklinga, Tékkann Ivan Jonas. Tindastólsliðið er í efsta sæti deildarinnar með 22 stig og hefur jafnframt skorað flest stig, 1294. Það hefur bestu nýtingu á víta- skotum, hefur skorað úr 252 af 336 sem er 75% nýting. Þórsarar hafa skorað úr 200 skotum af 300 sem er 66% nýting. Stólarnir hafa einnig besta nýt- ingu á skotum innan teigs, hafa hitt úr 339 af 433 sem er 78% nýting. Þórsarar koma næstir, 279 af 413, eða 67%. Tindastóll hefur einnig besta nýtingu á skot- um utan teigs, 86 af 194 eða 44%. Þór er í 4. sæti með 40% nýtingu. Loks hafa Stólarnir hirt flest varnarfrákost eða að meðaltali 29,4 í leik. Þórsarar hafa að með- Um síðustu helgi fór fram árlegt desembermót íþróttafé- lagsins Akurs í boccia. Mótið fór fram á Bjargi á Akureyri og var keppt í þremur flokk- um. Sigurvegari í unglingaflokki varð Rut Sverrisdóttir, Helga Helgadóttir varð önnur og Jón Stefánsson þriðji. ÍF: Ólafur íþrótta- maður ársins Stjórn íþróttasambands fatl- aðra hefur útnefnt Ólaf Eiríks- son, sundmann, íþróttamann ársins 1990. Ólafur er 17 ára en hann hóf sundferil sinn árið 1984 hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykja- vík. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna á mótum erlendis og á íslandi og glæsilegasta árangri sínum náði hann á Heimsleikum fatlaðra í Assen í Hollandi í sum- ar en þar setti hann 3 heimsmet. Handknattleikur: Fram-KA- 14. desember Leik Fram og KA, sem fram átti að fara í fyrrakvöld, var frestað þar sem ekki var flugfært milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hann hefur verið settur á föstu- daginn 14. desember kl. 20. altali hirt 24,3 varnarfráköst í leik. Bæði Þór og Tindastóll hafa 37% nýtingu á þriggja stiga skotum. Tindastóll hefur hirt 10,5 sóknarfráköst að meðaltali í leik og Þórsarar 7,2. Tindastóll tapar bolta að meðaltali 15,7 sinnum í leik en Þórsarar 13,5 sinnum, og Tindastóll stelúr bolta að meðaltali 7,5 sinnum í leik og Þórsarar 10,4 sinnum. Ivan atkvæðamikill Þegar litið er á tölur um einstakl- inga eru Stólarnir oft ofarlega á blaði, ekki síst vegna framgöngu Ivans Jonas. Hann er nú stiga- hæstur í deildinni með 372 stig eða 28,6 að meðaltali í leik. Cedric Evans, Þór, er í 4. sæti með 312 stig. Ivan hefur skorað úr fleiri skotum innan teigs en Torfi Magnússon, landsliðs- þjálfari íslands í körfuknatt- leik, hefur valið liðið sem tek- ur þátt i Evrópuleikum smá- í meistaraflokki sigraði Elvar Thorarensen, bróðir hans Stefán Thorarensen varð annar og Sig- urrós Karlsdóttir þriðja. í öldungaflokki, 60 ára og eldri, sigraði Stella Sigurgeirs- dóttir, Björn Magnússon varð annar og Tryggvi Gunnarsson þriðji. í þessari viku stendur yfir des- embermót Akurs í borðtennis en þar er keppt í opnum flokki. Mótinu lýkur um helgina. nokkur annar, 114 af 134 sent þýðir að hann hefur einnig besta nýtingu úr þessum skotum eða 85,7%. Félagi hans Pétur Guð- mundsson kemur næstur, hefur skorað úr 99 skotum af 119 sem er 83,19% nýting. Ivan hefur einnig næst besta nýtingu úr skot- um utan teigs, hefur hitt úr 29 af 56 eða 51,79%. Þá hefur hann hlotið næst flestar villur eða 3,9 að meðaltali í leik. Cedric Evans, Þór, hefur hirt næst flest fráköst, 30 sóknarfrá- köst og 134 varnarfráköst eða 12,9 að meðaltali í leik. Konráð Óskarsson, Þór, hefur þriðju bestu nýtingu á þriggja stiga skotum, 40,58%, og Valur Ingi- mundarson, Tindastól, hefur átt næst flestar stoðsendingar, 54 eða 4,1 að meðaltali í leik. Jón Örn Guðmundsson, Þór, er skammt undan með 4 að meðal- tali í leik. þjóða sem fram fara í Wales 12.-17. desember. Tveir leik- menn úr Tindastól eru í liðinu, þeir Valur Ingimundarson og Pétur Guðmundsson. Aðrir leikmenn eru: Jón Kr. Gíslason ÍBK Pálmar Sigurðsson Haukum Guðmundur Bragason UMFG Teitur Örlygsson UMFN Ivar Ásgrímsson Haukum Sigurður Ingimundarson ÍBK Magnús Matthíasson Val Jóhannes Sveinsson ÍR Friðrik Ragnarsson UMFN Jón Arnar Ingvarsson Haukum Valur Ingimundarson hefur leikið langflesta landsleiki eða 102. Fyrirliðinn Jón Kr. Gíslason kemur næstur með 77 leiki. Pétur Guðmundsson er aldursforseti liðsins, 32 ára gamall. íslenska liðið leikur í B-riðli með Wales, Kýpur og Möltu. í A-riðli leika írland, Lúxemborg, Gíbraltar og San Marinó. Liðið heldur utan 11. desember. Keflvíkingar hafa skorist úr leik í maraþonboðsundinu sem fram átti að fara samtímis á þremur stöðum um næstu helgi. Keppnin stendur því milli tveggja félaga, Óðins á Akur- eyri og Vestra á ísafírði. Fyrir nokkru skoraði Vestri á Óðin og Sundfélag Suðurnesja að efna til maraþonboðsunds á þremur stöðum á landinu sam- tímis og tóku félögin áskoruninni en SFS hefur nú dregið sig til baka. Hin félögin láta hins vegar engan bilbug á sér finna og verð- ur byrjað að synda kl. 8 nk. laug- ardagsmorgun. 16 manna sveit, auk varamanna, frá hvoru félagi sér um sundið og verður synt í 24 klukkustundir. Má búast við að lagðir verði 90-100 km að baki. Keppnin felst í að synda sem lengst á þessum tiltekna tíma og safna um leið sent mestum áheit- um. Listi verður látinn liggja frammi í Sundlaug Akureyrar þar sem fólk getur skráð áheit en eftir lokun í sundlauginni, frá kl. 17 á laugardag og til kl. 8 á sunnu- dagsmorgun, verður tekið á móti áheitum í síma 23260. IÞROTTAVORUR I'HÆSTA GÆÐAFLOKKI • LÚFFUR • SOKKAR • INNISKÓR • STUTTBUXUR • SUNDFATNAÐUR • SKAUTAR • BOLTAR O.FL. • SKIÐAGALLAR • ÚLPUR • GALLAR • SKÓR • TÖSKUR • BOLIR • HÚFUR I ÞROTTAVORUVERSLUN Strandgötu 6, sími 27771. CtniA Iró U Q on.io QQ U. mnrrl L/1 Boccia: Arlegt desembermót Akurs um síðustu helgi Valur og Pétur í landsliðið - sem fer á smáþjóðaleikana

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.