Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - 3 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Ríkið og sveitarfélög kosta heimakstur aðra hverja helgi Með samstarfssamningi um Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sem undirritaður var sl. sunnudag taka sveitarfélög og ríki form- lega á sig kostnað við að koma nemendum til og frá heimili sínu í kjördæminu aðra hverja helgi. Þetta er nýlunda í kerfinu, en hefur þó verið í litlum mæli um tíma við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki án þess að formlegt hafi verið. Með þessum samningi verður skipulagður akstur aðra hverja helgi meðan skólinn starf- ar frá Sauðárkróki til Blönduóss, Skagastrandar og Hvammstanga annars vegar og Hofsóss og Siglu- fjarðar hinsvegar. Greiðir ríkið helnting á móti sveitarfélögunum fyrir utan lágt gjald sem nemend- ur greiða samkvæmt ákvæðum í reglugerð. Það var að heyra á menntamálaráðherra að trúlega yrði svona skipulagður akstur á vegum ríkis og sveitarfélaga það sem samið yrði um í framtíðinni á öðrum stöðum við aðra fram- haldsskóla. í samningnum kemur einnig fram skipting kostnaðar við skól- ann á milli héraðsnefnda í kjör- dæminu og Siglufjarðarkaupstað- ar. Sú skipting ræðst af íbúa- fjölda næstliðins árs og deilitöl- um sem ákveðnar hafa verið. A.- Húnvetningar og Siglfirðingar hafa deilitöluna 2,5., Skagfirð- ingar deilitöluna 1, og V.-Hún- vetningar, þegar og ef þeir ganga inn í samninginn, deilitöluna 3. SBG Einingabréf 2 ...... 2.833,- Einingabréf 3 ...... 3.438,- Skammtímabréf ....... 1,756 Auölind hf .......... 1,017 ééf KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Vegagerðin: Útboð á 2,8 km vegi Grenivík- Gljúfurá - ný brú byggð yfir Gljúfurá árið 1992 Vegagerð rikisins hcfur boðið út gerð 2,8 km vegarkafla frá Grenivík að Gljúfurá. Verkið verður unnið næsta sumar og skal því lokið 1. október nk. Tilboðum í verkið skal skila fyrir 14. janúar nk. Gert er ráð fyrir í þcnnan veg fari um 37.500 rúmmetrar af fyll- ingu og 11.500 rúmmetra buröar- lag. Ekki er gert ráð fyrir að veg- urinn verði lagður bundnu slitlagi næsta sumar, en Guðmundur Svafarsson, umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar á Akur- eyri, segir ætlunina að byggja nýja brú yfir Gljúfurá árið 1992 og þá verði nýi 2,8 km vegurinn lagður bundnu slitlagi. Að sögn Guðmundar er brúin yfir Fnjóská farin að gefa sig og því nauðsynlegt að fara að huga að byggingu nýrrar brúar í henn- ar stað. í vetur verður þetta svæði kannað nánar með stað- setningu nýrrar brúar í huga, en ekki er Ijóst hvenær fjárveiting fæst til að hefja byggingafram- kvæmdir. óþh Leikfélag Akureyrar: Ættarmótið á svið um jólin Jólaleikrit Leiklclags Akur- eyrar er Ættarmótið, þjóðleg- ur farsi með söngvum. Höf- undur er Böðvar Guðmunds- son, en hann færði leikfélaginu þetta verk að gjöf síðastliðið vor. Leikritið verður frumsýnt fimmtudaginn 27. desember. Leikstjóri er Þráinn Karlsson, leikmynd og búninga hannaði Gylfi Gíslason, tónlist samdi Jakob Frímann Magnússon og lýsingu hannaði Ingvar Björnsson. Ættarmótið er fjölmennt og gáskafullt verk fyrir alla fjöl- skylduna. Leikendur eru yfir 20 talsins og í þeint hópi eru t.a.m. Ragnhildur Gísladóttir, Valgeir Skagfjörð, Björn Björnsson, Jón St. Kristjánsson, Þórey Aðal- steinsdóttir, Sunna Borg og Árni Valur Viggósson, svo nokkrir séu nefndir. Fjórar sýningar verða á Ættar- mótinu milli jóla og nýárs, eða frá 27.-30. desember. SS Jólahangikjötið sem mælt er með, bragðgott og ilmandi KEA hangikjötið er allt 1. flokks. Það er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðarmönnum. Bragðgott og ilmandi uppfyllir KEA hangikjötið óskir þínar um ánægjulegt jólaborðhald. ARGUS/SlA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.