Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - 7 IW pli Jmm P* X’XvX'X'Xv •*•*•*•*•*•*•:•*•*•:•:•: jijijxjxjiíjiÍií: ■ ^wWííí Íllilll Aígreiðslutími verslana í desember umfiram veigu I^iiiiiiitudíiííiiiri ... 20. desember frá ld. 09.00-22.00 Föstudagiiin ............. 21. desember frá ld. 09.00-22.00 Laugardaginn ............ 22. desember frá ld. 10.00-23.00 Mánudaginn ............... 24. desember frá ld. 09.00-12.00 Kaupíelag Eyfírðinga—Kaupmamiafélag Akureyrar bœkur Stjömumerkin IÐUNN hefur gefið út bók eftir Gunnlaug Guðnrundsson stjörnuspeking, Stjörnumerkin - Merkin þín og þekktra íslend- inga. Þetta er þriðja bók höfund- ar um þessi efni og þar er rætt um lifandi stjörnuspeki, um stjörnu- merki og um þekkta íslendinga og rnerki þeirra. í kynningu út- gefanda segir nr.a.: „Hver maður á sér mörg stjörnumerki. í þessari bók er fjallað um öll merkin, um tilfinn- ingar, hugsun, ást, vinnu og framkomu í ötluni merkjunum. í bókinni cr því til dæmis svarað hvernig sé að vera Rísandi Sporðdreki, hvað þýðir að liafa Venus í Bogmanni o.s.frv. Fjall- að er um afstöður milli pláneta, húsin, að lesa úr stjörnukortum og um eðli mannlýsinga.“ Sagnabiblían Út eru koninar fjórar bækur í nýrri bókaröð, sem nefnist Sagnabiblían. í bókaflokknum verða 52 bækur, 30 frásagnir Gamla testamentisins og 22 frá- sagnir Nýja testamentisins, endursagðar fyrir 5-8 ára börn og skreyttar fallegum litmyndum. í upphafi og Nói og flóðið eru þekktar frásagnir úr Gamla testa- mentinu og eins og heitin benda til fjalla þær um sköpun heimsins og Nóaflóðið. Drengurinn Jóhannes fjallar um fæðingu Jóhannesar skírara og heimsókn engilsins til Elísa- betar móður hans. Bernska Jesú fjallar um fyrstu æviár Jesú, flótt- ann til Egyptalands og heimkom- una til Nasaret. Sögurnar eru hver um sig sjálf- stæður hluti þeirrar sögu sem Biblían inniheldur. Útgefandi er Fíladelfía-forlag. Róbinson Krúsó - eftir Daniel Defoe Örn og Örlygur hafa gefið út hina sígildu sögu Róbinson Krúsó eft- ir Daniel Defoee í þýðingu Ein- ars Georgs Einarssonar skóla- stjóra. í þessari útgáfu hefur text- inn verið styttur, en á móti hefur verið bætt við nokkrum köflum úr framhaldi Defoes, síðari ævintýri Róbinson Krúsó. Þótt saga Defoes sé skáldsaga þá byggðist hún á atviki sem raun- verulega átti sér stað er skip- brotsmaður nokkur, Alexander Selkirk, dvaldist í nær fimm ár á eyðiey í Suður-Kyrrahafi. Róbinson Krúsó er af mörgum talin sú bók sem markar upphaf nútímaskáldsögunnar. Lesendur hennar þekkja hana sem stór- kostlega og spennandi frásögn og jafnframt sem eitt af öndveg- isverkum heimsbókmenntanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.