Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 19
Sjö Norðlendingar hafa farið
holu í höggi á árinu
Golf:
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - 19
Sjö norðlenskir kylfíngar hafa
unniö þaö afrek að fara holu í
höggi á árinu sem er að renna
sitt skeið. Húsvíkingar hafa
verið duglegastir Norðlend-
inga í þessum efnum en 3
húsvískir kylfíngar náðu
draumahögginu á árinu. Alls
hafa 24 íslenskir kylfíngar sleg-
ið holu í höggi það sem af er.
Húsvíkingarnir 3 eru Bjarni
Sveinsson. Ingimar Hjálmarsson
og Kristinn Lúðvíksson. Aðrir
Norðlendingar sem unnu þetta
afrek voru Gunnar M. Einarsson
og Kristján Jón Hafsteinsson,
Golfklúbbnum Ós á Blönduósi,
Matthías E. Sigvaldason, Golf-
klúbbi Ólafsfjarðar, og Rafn
Kjartansson, Golfklúbbi Akur-
eyrar.
Það er sennilega ekki á neinn
hallað þótt sagt sé að Rafn hafi
slegið draumahöggið á óvenju-
legasta árstímanum en það gerði
hann um síðustu helgi eins og
fram kom í blaðinu í gær. Hann
slapp því ekki inn á listann yfir
„Einherjana," sem gefinn var út
um helgina. Þess má geta að Jón
Baldvinsson, sendiráðsprestur í
London, er ekki á listanum,
Innanhússknattspyrna:
Bautamótið 27. desember
Hið árlega Bautamót meistara-
flokks karla í innanhússknatt-
Gamlárshlaup
á Akureyri
Gamlárshlaup verður haldið á
Akureyri í annað sinn síðasta
dag þessa árs. Hlaupnir verða
10 km og hefst hlaupið á þjóð-
veginum norðan eða sunnan
við bæinn og lýkur í miðbæn-
um.
Allir sem eiga hlaupaskó eru
hvattir til að taka þátt í þessum
síðasta íþróttaviðburði ársins,
konur jafnt sent karlar. Það er
einkar vel viðeigandi fyrir trimm-
ara og hlaupara og aðra hreyfi-
fíkla að ljúka árinu með þátttöku
í þessu hlaupi. Þeir, sem vilja,
hlaupa á tíma en aðrir geta haft
sína hentisemi. Öllurn sem ljúka
hlaupinu verður veitt viðurkenn-
ing.
Hlaupið hefst kl. 14 á gamlárs-
dag. Hægt er að skrá sig í símum
27541 hjá Cees van de Ven og
24983 hjá Sigurði Bjarklind, en
þeir veita jafnframt frekari upp-
lýsingar um þennan íþróttavið-
burð.
spyrnu verður haldið í íþrótta-
höllinni á Akureyri fímmtu-
daginn 27. desember nk.
Aætlað er að 16-20 lið taki þátt
í mótinu og að leikið verði í
fjögurra eða fimm liða riðlum.
Tvö efstu lið í hverjum riðli kom-
ist áfram í úrslitakeppni sem
verður með útsláttarfyrirkomu-
iagi.
Öllum félögum er heimil þátt-
taka og má hvert senda fleiri en
eitt lið. Þátttökugjald er óbreytt
frá því í fyrra eða kr. 9000 fyrir
eitt lið en kr. 15000 fyrir tvö.
Leiktími er áætlaður 2x8
mínútur og leikið verður á 25x40
fermetra velli án batta og mörkin
verða 2x5 fermetrar. í hvoru liði
eru 5 leikmenn inni á vellinum
samtímis þar af (auðkenndur)
markmaður. Að öðru leyti verð-
ur leikið eftir reglugerð KSÍ um
innanhússknattspyrnu.
Þátttökutilkynningar skulu
berast í síðasta lagi fimmtudag-
inn 20. desember nk. til: Sveins
R. Brynjólfssonar, Fögrusíðu
15a, 600 Akureyri, sími h. 96-
25885 og v. 96-25606 eða Magn-
úsar Magnússonar, Heiðarlundi
6a, 600 Akureyri, si'mi h. 96-
26260 og v. 96-22543.
Frekari upplýsingar um mótið
gefa sömu aðilar.
Farið að síga á seinni hluta forkeppni VÍS-keppninnar:
Kemst KA í úrslitakeppnina?
Handknattleiksmenn eru nú
komnir í jólafrí eftir langa og
stranga törn. 16 umferðum af
22 í forkeppni 1. deildar er
lokiö, að undanskildum 2
frestuðum leikjum, og fram-
undan er úrslitakeppni 6 efstu
liða um íslandsmeistaratitilinn
og 6 neðstu um fall í 2. deild.
KA-menn eru sem stendur í 7.
sæti deildarinnar með 13 stig
og því ekki úr vegi að íhuga
möguleika þeirra á sæti í úr-
slitakeppninni.
Eins og mönnum er kunnugt
hefur íslandsmótið veriö með
nýju sniði í vetur. í 1. deild var
liðum fjölgað úr 10 í 12 og leika
þau tvöfalda umferð, heima og
heiman. Það lið sem flest stig
hlýtur öðlast þátttökurétt í IHF
keppninni. Að forkeppninni lok-
inni leika 6 efstu lið til úrslita um
íslandsmeistaratitilinn og tekur
efsta liöið með sér 4 stig í úrslita-
keppnina. næst efsta liðið 2 stig
og liðiö í þriðja sæti 1 stig. Leikin
er tvöföld untferð, heima og
heiman, og það lið sem stendur
uppi með flest stig í lokin hlýtur
íslandsmeistaratitilinn, auk þess
sem þaö öölast þátttökurétt í
Evrópukeppni meistaraliða. Sé
það sama liö og var í efsta sæti
eftir forkeppnina hlýtur lið nr. 2
þátttökuréttinn í IHF keppninni.
6 neðstu liðin leika einnig
áfram í sérstökum riðli og taka 3
efstu liðin úr þeirra hópi með sér
stig á sama hátt og liðin í efri
hlutanum. Leikin er tvöföld
umferð, heinta og heiman, og
falla 2 neðstu liðin í 2. deiíd.
Hvað er eftir?
KA-menn eru eins og fyrr segir í
7. sæti deildarinnar með 13 stig.
KR-ingar eru í 6. sæti með 16 stig
og Vestmannaeyingar í því 8.
með 11 stig en eiga 2 heimaleiki
til góða, gegn Haukum og ÍR.
Ef litið er á dagskrána hjá KA-
mönnum eftir áramót þá sést að
þeir eiga eftir 2 heintaleiki og 4
útileiki. Heimaleikirnir eru gegn
Stjörnunni og KR en útileikirnir
gegn Víkingi, Haukum, ÍR og
Gróttu. Það hefur sýnt sig að ailir
leikir eru erfiðir og þetta er ekki
auðvelt „prógramm" en gæti ver-
ið verra.
KR-ingar eiga eftir 3 heima-
leiki og 3 útileiki, heinta gegn
Frant, Val og Víkingi en úti gegn
Selfossi, KA og Stjörnunni. 2 af
heimaleikjunum eru gegn efstu
liðunt deildarinnar og 1 af úti-
leikjunum gegn KA þannig að
KA-menn virðast eiga þokkalega
möguleika á að komast yfir KR.
Fyrir utan frestuöu leikina eiga
Vestmannaeyingar eftir 3 heima-
leiki, gegn Gróttu, FH og Selfyss-
ingum. Þeir eiga einnig eftir 3 úti-
leiki og eru þeir eins ófýsilcgir og
kostur er, gegn Val, Stjörnunni
og Víkingi.
Pétur þokkalega bjartsýnn
Þegar þetta er skoöaö virðast
möguleikar KA-manna vera
nokkrir. Aðalkeppinautarnir eru
báðir líklegir til að tapa einhverj-
um stigum á lokasprettinum og
þótt KA-menn eigi eftir 4 útileiki
má benda á að 2 af þeirn eru gegn
botnliðum deildarinriar og ekki
óraunhæft að búast við sigri í
þeim. Þá hafa KA-menn sjálfir
lýst því yfir að þeir eigi að geta
unnið alla heintaleiki og þótt
langur vcgur sé frá að það hafi
gengið eftir verða möguleikarnir
á sigri í þeim sem eftir eru að tel j-
ast þokkalegir. KA-menn unnu
Stjörnuna í Garðabæ og gerðu
jafntefli við KR í Rcykavík. En
hvað segja þeir sjálfir um stöð-
una?
„Við þurfunt að vinna heinta-
leikina og tvo af útileikjunum.
Ég myndi segja að það væru
svona helmihgslíkur á að við
komuinst áfram," segir Pétur
Bjarnason, fyrirliði KA. „Hin
liðin ciga erfiða leiki eftir og ég
hef nú meiri áhyggjur af KR-ing-
unum en Eyjamönnum. En þetta
veltur á sjálfunt okkur. Við erutn
lið sem virðumst geta tapað fyrir
öllum en einnig unnið alla. Gengi
liðsins hefur ekki verið í sant-
ræmi við væntingar, hvorki okkar
né annarra. Fyrir því eru ýmsar
ástæður, við höfum t.d. verið
óheppnir við meiðsli og ekki mátt
við því. En ég er alltaf bjartsýnn,
það þýðir ekkert annáð," sagði
Pétur Bjarnason.
væntalega vegna þess að hann er
ekki meðlimur í íslenskum golf-
klúbbi. Eins og mörgum er í
fersku minni sló hann holu í
höggi á Arctic Open mótinu á
Akureyri sl. sumar og hlaut
bifreið að launum.
Aðrir kylfingar sem slógu holu
í höggi á árinu voru:
Birgir L. Hafþórsson GL
Daði Bragason GK
Egill Jónsson GB
Gestur Már Sigurðsson GMS
Gísli Sigurðsson GK
Halldóra Magnúsdóttir GF
Haraldur M. Stefánsson GB
Haukur Óskarsson NK
Ingi R. Gíslason GL
Jón Ingvi Jóhannsson GÍ
Margrét Guðjónsdóttir GK
Pétur H. R. Sigurðsson GÍ
Rafn Rafnsson GMS
Rúnar G. Gunnarsson NK
Sigurður T. Magnússon GR
Stefán Haraldsson GB
Þorsteinn Geirharðsson GS
Kylfingunum verða afhentar
viðurkenningar fyrir afrekin
þann 28. desember í Drangeyjar-
salnum, Síðumúla 35 í Reykja-
vík.
Pétur Bjarnason, fyrirliði KA, í kröppuin dansi: „Helmingslíkur á að við
koinumst áfram.“ Mymt: Goiii
Fyrir nokkru héldu 10 kepp-
endur frá HSÞ til Reykjavíkur
þar sem þeir tóku þátt í
Punktamóti Víkings í borð-
teunis. Þingeyingarnir náðu
ágætum árangri á mótinu því
piltarnir náðu fyrsta og þriðja
sæti í öðrum flokki karla og
stúlkurnar röðuðu sér í þrjú
efstu sætin í fyrsta flokki
kvenna. Verður þetta að telj-
ast góður árangur þar sem við
bestu borðtennisspilara lands-
ins í þessum flokkum var að
eiga.
Þá var í síðasta mánuði haldið
Héraðsmót HSÞ í borðtennis á
Grenivík. Því miður voru ekki
keppendur frá lleiri félögum en
Magna á mðtinu en mikil gróska
er í starfi borðtennismanna á
Grenivík. Keppt var í tveimur
aldursflokkum karla og kvenna
og urðu úrslit þessi:
12 ára og yngri:
1. Ingi Hrannar Heimisson
2. Ingólfur Jóhannesson
3. Birgir Már Birgisson
1. Margrét Ösp Stefánsdóttir
2. Sandra Mjöll Tómasdóttir
3. Vala Dröfn Björnsdóttir
13 ára og eldri:
1. Ægir Jóhannsson
2. Gunnar Leósson
3. Gauti Valur Hauksson
1. Margrét Ósk Hermannsdóttir
2. Elín Þorsteinsdóttir
3. Sigrún Þórsteinsdóttir
Margrét Stefánsdóttir, einn sigur-
vegaranna á Héraðsmóti HSÞ.
■
íþróttir
Borðtennis:
Ágætur árangur Þingeyinga
á punktamóti Víkings
- eingöngu keppendur frá Magna á Héraðsmóti HSÞ