Dagur


Dagur - 03.01.1991, Qupperneq 4

Dagur - 03.01.1991, Qupperneq 4
 ihr\n *- i.. 4 - DAGUR - Fimmtudagur 3. janúar 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN S/EMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÓRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Stöðugleikinn verður að haldast Islenska krónan rýrnaði aðeins um 9,24% á árinu sem nú er liðið. Er það minnsta rýrnun hennar sem orðið hefur á einu ári frá því að tvö núll voru tekin aftan af gjaldmiðli okkar í ársbyrjun 1981. Á árinu 1986 rýrnaði krónan um 14,7% sem er önnur minnsta rýrnun nýkrónunnar frá upphafi. Ef litið er á þróun gengismála á liðnum áratug kemur í ljós að einungis tæp 10% eru eftir af þeirri krónu sem lagt var upp með fyrir tíu árum. Hækkun byggingar- vísitölu á þessum tíma nemur 1013,11% sem þýðir að krónan hefur rýrnað um rúm 90% á tíu árum. Mesta rýrn- un hennar varð á árinu 1983 eða alls um 35% á einu ári. Með myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar 1983 var hafist handa um að koma böndum á verðbólg- una. Árangur þeirra verka var kominn verulega í ljós í árslok 1986. Á árinu 1987 ríkti góðæri til lands og sjávar og sáust þess fljótt merki, bæði í fjárfestingum og einnig daglegri neyslu manna sem fór í mörgum tilvikum langt úr hófi fram. Þegar aftur tók að harðna á dalnum á árinu 1988 sátu menn uppi með margvíslegar afleiðingar óarð- bærra fjárfestinga sem stofnað var til í bjartsýnisvímu hækkandi útflutningsverðmæta. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa og hafa skýrast komið fram í þeirri öldu gjaldþrota, bæði fyrirtækja og einstaklinga sem gengið hefur yfir íslenskt efnahagslíf á síðustu tveimur árum. Er leið á árið 1988 hafði efnahagsvandi leikið þjóðlífið svo grátt að útflutningsatvinnuvegirnir voru að stöðvast og gjaldþrot blasti við mörgum fyrirtækjum víðs vegar um landið. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagði í áramótagrein í Tímanum sl. laugardag að um sumarið 1988 hafi Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur gert harða tilraun til að fá stefnu þáverandi ríkisstjórnar breytt án árangurs. Frjálshyggjumenn hafi staðið fastir fyrir í hugsjón sinni um að láta „markaðinn" hreinsa til í íslensku atvinnulífi án afskipta stjórnvalda. Engum þurfi hins vegar að blandast hugur um það ástand sem orðið hefði um allt land ef hugsjónir sjálfstæðismanna hefðu fengið að ráða. Því hafi komið til stjórnarslita. Á haustnóttum 1988 greip ný ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar til harðra en nauðsynlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir stöðvun sjávarútvegsins og hrun þjóð- arframleiðslu íslendinga. Þótt þær aðgerðir tækju fljót- lega að skila árangri þurfti lengri tíma til að vinna sig út úr þeim vanda sem orðinn var. Á árinu 1989 minkaði þjóðarframleiðslan um 3,4% en hélst óbreytt á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að hún vaxi um allt að 1,5% á nýbyrjuðu ári en óvissa um loðnuveiðar veldur því þó að erfitt er að spá um þetta atriði. Á síðasta vetri náðist samstaða um hóflega kjarasamn- inga sem hlotið hafa heitið „þjóðarsátt" og þeim má að miklu leyti þakka þann stöðugleika og efnahagsbata sem nú er orðinn. Flestum má vera ljóst að þessir samningar geta ekki staðið óbreyttir um aldur og ævi. Til þess tóku þeir sem minnst bera úr býtum á sig of miklar byrðar. Um leið og hagur fyrirtækjanna batnar verður að endurskoða þjóðarsáttina með tilliti til hinna lægst launuðu og veita þeim umbun umfram aðra. í því efni mun bæði reyna á stjórnmálamenn og forsvarsmenn aðila vinnumarkaðar- ins. Sá stöðugleiki sem nú hefur náðst verður að haldast. íslenska þjóðin hefur fært nægar fórnir á altari verðbólg- unnar. ÞI leiklist H Ættarmótið hjá Leikfélagi Akureyrar: Kraftur og kátína Leikfclag Akureyrar: Æltarmútið Höfundur: Böðvar Guðmuudssoii Leikstjóri: Þráinn Karlsson Lcikmvnd og liúningar: Gylfi Gíslason Tónlist: Jakob Fríinann Magnússon Lýsing: Ingvar Björnsson Leikfélag Akureyrar gerir það ekki endasleppt og býður okkur enn upp á nýtt íslcnskt leikrit. Þessu framtaki ber að fagna. Nú er það Ættarmót Böðvars Guð- mundssonar sem er sett upp í Samkomuhúsinu og mun jjetta vera fimmta frumsýning LA í röð á nýju íslensku leikverki. Og Böðvar á hér ööru sinni hlut að máli með þessari rausnarlegu gjöf sinni til félagsins. Ættarmótið, sem er skilgreint sem þjóðlegur farsi, var frumsýnt 27. desember sl. og hlaut sýning- in fantagóðar undirtektir. Áhorf- endur skemmtu sér konunglega yfir grípandi tónlist og galgopa- hætti á sviðinu og þegar sýning- unni lauk var ljóst að margir höfðu unnið sætan sigur, upp- skorið laun erfiðisins. Til að lýsa verkinu þurfum við að rýna dálítið í ættfræði. Það ættarmót sent verkið fjallar um er haldið í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Hallgríms Halls- sonar. Hann eignaðist fjölda- mörg börn með konu sinni svo og aðskiljanlegum kvenpersónum sem hann komst í tæri við og þeg- ar ættarmótið er haldið er afkom- andi númer 300 að koma í heim- inn. Sannarlega frjósöm ætt, margklofin og skrautleg eftir því. Áhorfendur eiga eftir að kynnast henni nánar. Ættarmótið er haldið 19. og 20. ágúst 1990 og sögusviðið er félagsheimili á Suðurlandi og túnið við ættaróðalið Fljótavík. Leikritið er í fjórum þátturn. Fyrsti þáttur gerist í sal félags- heimilisins og annar í eldhúsinu fyrri daginn, þriðji þáttur á tún- inu seinni daginn og sá fjórði í eldhúsinu urn kvöldið með dynj- andi fjörið í salnum í bakgrunni. Leikritið líður áfram í hefð- bundnu formi. Persónurnar koma fram á sviðið ein af annarri. Tónlistarkennarinn Ingibjörg Magnúsdóttir og dætur hennar, Dísa og Dóra, Halla Hallgríms- dóttir, Hallgrímur Pétursson sóknarprestur, Hallgrímur Hall- grímsson ráðuneytisstjóri, hin kasólétta Fríða Ólafsdóttir, Magnús Hallgrímsson óðals- bóndi og svo koll af kolli. Kynn- „Vestur-Islendingurinn“ (Valgeir (Ragnhildi Gísladóttur) í glas. Skagfjörð) gefur tónlistarkennaranum Aðalfundur Félags sérleyfishafa 1990: Farþegaíjölgun um 7% árið 1989 Nýlega var haldinn á Húsavík aðalfundur Félags sérleyfishafa. Fundinn sóttu flestir sérleyfishaf- ar á landinu og þótti fundurinn takast með miklum ágætum. Ýmis knýjandi málefni sérleyf- ishafa og almenningssamgangna voru til umræðu á fundinum og skipuðu fundarmenn sér í umræðuhópa til að fjaila um afmörkuð málefni stéttarinnar. Verðlagsmál og afkoma sér- leyfisfyrirtækja skipuðu stóran sess í umræðu manna á fundin- um. Fyrir fundinum lágu tillögur um breytingar á grunngjaldskrá hópferðaaksturs og voru þær samþykktar eftir nokkrar umræð- ur. Jafnframt var samþykkt að gerð skyldi úttekt á kostnaðar- grunni sérleyfisaksturs í landinu. Markaðsmál eru mjög í brenni- depli meðal sérleyfishafa og voru þau mál rædd ítarlega. Sú kynn- ing sem þjónusta sérleyfishafa hefur fengið erlendis þótti hafa tekist með ágætum enda ber sá vaxandi fjöldi erlendra ferða- manna sem ferðast með sérleyfis- bílum gott vitni um árangur þess- arar kynningar. Öðru máli gegnir um Islendinga sjálfa en nokkur farþegafækkun hefur orðið á sér- leyfisleiðum á undanförnum árum. Á síðasta ári snerist þessi þróun við og nam farþegaaukn- ing um 7% á landinu öllu. Með tilliti til hinna ýmsu þjóðfélags- hópa sem nýta sér þjónustu sér- leyfisbílsins er talið nauðsynlegt að samræma afsláttarkjör sérleyf- ishafa og kanna frekari afsláttar- möguleika með rútum á íslandi. Unnið skal enn frekar að sam- ræmingu áætlana sérleyfis- bifreiða innbyrðis svo og við áætlanir ferja og flugs um land allt. Ýmsar nýjungar í þjónustu sérleyfishafa við almenning fengu umfjöllun á fundinum og nefa má m.a. express heimsendingarþjón- ustu pakka, þjónustu um borð í sérleyfisbílum og sérstakt átak í kynningarmálum sérleyfishafa. Samskipti við yfirvöld hafa ætíð tekið mikinn tíma í umræðu á aðalfundum Félags sérleyfis- hafa og var það einnig í þetta skipti. Það er krafa sérleyfishafa, að öll fyrirtæki er starfa í sömu atvinnugrein að samgöngumál- um sitji við sama borð hvað álög- ur og skatta áhrærir og að þeim sé búin sama aðstaða og jafnræði til samkeppni innbyrðis. Bent var á mismun í aðflutningsgjöldum og tollum af hópferðabifreiðum, svo og mismunandi aðstöðugjald fyrirtækja innan samgöngugeir- ans. Með tilliti til þeirrar þjón- ustu og ferðatíðni, sem krafist er af sérleyfishöfum er það grund- vallaratriði að yfirvöld skapi atvinnugreininni eðlileg vaxtar- skilyrði og jafnræði til þjónustu við almenning. Nýleg reglugerð um merki á skólabifreiðum var harkalega gagnrýnd enda samrýmist hún á engan hátt íslenskum aðstæðum. Sérleyfishafar voru almennt ánægðir með hina nýju aðstöðu hjá Bifreiðaskoðun Islands hf. enda eru sérleyfishafar fylgjandi sem bestri skoðun ökutækja, sem er liður í að tryggja sem best öryggi í umferðinni og farþega með hópbifreiðum. Bent er á að skoðunargjöld hjá Bifreiða- skoðuninni hafa hækkað langt umfram allt verðlag í landinu og sé það ámælisvert á tímum þjóð- arsáttar. Póstflutningar með sérleyfis- bílum fengu mikla umræðu á fundinum. Skorað var á stjórn Félags sérleyfishafa og Póst- & símamálastofnun að vinna að frekari samræmingu sérleyfis- aksturs og póstflutninga, endur- skoðun á gjaldskrá póstflutninga með sérleyfisbílum og aðbúnaði varðandi móttöku á pósti við pósthús um iand allt. Ágúst Hafberg, sem verið hef- ur formaður Félags sérleyfishafa undanfarin 20 ár baðst undan endurkjöri. Var lionum þökkuð farsæl forusta fyrir Félag sérleyf- ishafa og óþreytandi barátta fyrir framgangi málefna sérleyfishafa öll þessi ár. Nýr formaður Félags sérleyfishafa var kjörinn Þor- varður Guðjónsson. Með honum í stjórn voru kjörnir Jóhannes Ellertsson, Steinn Hermann Sig- urðsson, Pétur Haukur Helgason og Sæmundur Sigmundsson. (Fréttatilkynning.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.