Dagur - 03.01.1991, Síða 7

Dagur - 03.01.1991, Síða 7
Fimmtudagur 3. janúar 1991 - DAGUR - 7 „Sé ekki ástæðu til annars en að taka stefnuna á toppinn“ - segir formaður handknattleiksdeildar KA Góður árangur náðist á Akur- eyrarmóti í bekkpressu sem fram fór í íþróttahöllinni á gamlársdag. Fjögur Islandsmet féllu á mótinu auk tveggja Akureyrarmeta. Besta afrekiö vann Kári Elíson sem lyfti 180 kg í 75 kg flokki en það er góö- ur árangur á alþjóðamæli- kvarða. Kári setti reyndar tvö met í þessum flokki. Fyrst bætti hann eigið met um eitt kg þegar hann lyfti 176 kg en síðar bætti hann um betur eins og fyrr segir. Hinn 15 ára gamli Jóhann Sig- urðsson setti tvö íslandsmet í drengjaflokki en hann lyfti 72,5 kg og 75 kg í 125 kg flokki. Rúnar Friðriksson setti Akureyrarmet unglinga í 90 kg flokki en hann lyfti 132,5 kg og var það besta afrek unglinga á mótinu. Jón Jakobsson setti einnig unglinga- met með því að lyfta 120 kg í 125 kg flokki. Urslit á mótinu urðu þessi: 56 kg 1. Helgi Jónsson 75 kg 67,5 kg 1. Aðalsteinn Kjartansson 80 2. Baldur Stefánsson 75 75 kg 1. Kári Elíson 176 og 180 2. Jóhann Guðmannsson 100 3. Tryggvi Heimisson 82,5 82,5 kg 1. Freyr Aðalsteinsson 140 2. Hörður Harðarson 115 90 kg 1. Rúnar Friðriksson 132,5 2. Grétar Hrafnsson 75 100 kg 1. Sigurður Gestsson 165 2. Flosi Jónsson 150 3. Tómas Einarsson 125 Handknattleikur: KA-menn Akureyrarmeistarar - sigruðu Þór 30:29 í seinni leik liðanna 110 kg 1. Kjartan Helgason 157,5 125 kg 1. Jón Jakobsson 120 2. Jóhann Sigurðsson 72,5 og 75 +125 kg 1. Torfi Ólafsson 205 2. Kristján Falsson 135 Fyrr í desember fór fram bekk- pressumót milli kraftlyftinga- manna og vaxtarræktarmanna. Kraftlyftingamenn fóru með öruggan sigur af hólmi í fimmta sinn. Alfreð Gislason er á heimleið og leikur í KA-búningnum næsta ár. Mynd: Golli Handknattleiksdeild KA og Alfreð Gíslason hafa gert með sér samkomulag um að Alfreð þjálfi og leiki með KA-liðinu næstu þrjú árin. Hann mun einnig hafa yfirumsjón með þjálfun allra yngri flokka félagsins. Alfreð er nú atvinnumaður með spænska liðinu Bidasoa en samningur hans rennur út í vor og kemur hann heim um miðjan júní og tekur þá strax við þjálfuninni hjá KA. Einar Jóhannsson var að von- urn ánægður með þetta sam- komulag. „Mér líst auðvitað stór- kostlega á þetta. Þetta er það stærsta sem gerst hefur í boltan- um hjá okkur í mörg ár og breytir gífurlega miklu. Fyrir utan hvað Alfreð styrkir liðið sjálfur þá auðveldar þetta okkur að fá aðra menn. Það er stefnan að styrkja liðið enn frekar og við höfum augastað á nokkrum mönnum. Nú sé ég ekki ástæðu til annars en að taka stefnuna á toppinn,“ sagði Einar. Alfreð Gísiason er flestum kunnur. Hann hefur náð betri árangri en nokkur annar akur- eyrskur íþróttamaður og um árabil verið einn sterkasti hand- knattleiksmaður íslendinga. Hann hefur verið atvinnumaður síðan 1983, fyrst í V.-Þýskalandi og síðan á Spáni eftir árs viðdvöl á íslandi. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins á íslandi árið 1989. Gunnar Gíslason, bróðir Alfreðs, hefur lýst því yfir að hann sé e.t.v. á heimleið eftir næsta keppnistímabil í knatt- spyrnunni í Svíþjóð en þar leikur hann með 1. deildarliðinu Hácken. Gunnar hefur mestan áhuga á að leika með KA þegar heim kemur en hann er einnig sterkur handknattleiksmaður. Einar sagði að menn gerðu sér vonir um að Gunnar flyttist til Akureyrar næsta vetur og myndi þá leika með KA. Akureyrarmót í bekkpressu: Kárí með besta afrekið Akureyri: Úthlutað úr miiuiingar- sjóði Jónasar í fyrsta sinn Milli jóla og nýárs var úthlutað úr Minningarsjóði Jónasar Sig- urbjörnssonar í fyrsta sinn. Úthlutunin fór fram í golf- skálanum að Jaðri á Akureyri og hlutu 8 skíðamenn styrki að upphæð 20.000-50.000 kr. Minningarsjóður Jónasar Sig- urbjörnssonar var stofnaður sl. vor og er hlutverk hans að styrkja akureyrska skíðamenn. Skulu styrkveitingar fara fram tvisvar á ári, um áramót og að vori. Ætl- unin er að sjóðurinn verði það sterkur að ávöxtun af höfuðstól standi undir annarri úthlutuninni en fyrirtæki verði fengin til að fjármagna hina. Það voru fyrir- tækin Samherji hf. og ísberg hf. sem fjármögnuðu fyrstu út- hlutunina. Eins og fyrr segir voru það 8 einstaklingar sem sóttu um og hlutu styrk að þessu sinni. Valdi- mar Valdemarsson, Vilhelm Þor- steinsson og Jón Ingvi Árnason hlutu 50.000 kr. hver, Rögnvald- ur Ingþórsson og María Magnús- dóttir 40.000 kr., Harpa Hauks- dóttir 25.000 kr. og Kári Jóhannes- son og Gunnlaugur Magnússon 20.000 kr. KA varð Akureyrarmeistari í handknattlcik þegar liðið sigr- aði Þór í seinni leik Akureyr- armótsins sl. föstudag. Sigur- inn var þó naumur, 30:29, og það voru Þórsarar sem voru betri aðilinn lengst af og þeir höfðu þriggja marka forystu í hléi, 13:16. Leikurinn var langt frá því að vera góður en þó skömminni skárri en fyrri viðureign liðanna sem lauk með öruggum sigri KA- manna. Sóknarleikur beggja liða var reyndar þokkalegur en varn- arleikurinn mjög lélegur. Jafn- ræði var til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleik komust Þórsarar yfir og náðu mest fjög- urra marka mun. KA-menn hresstust í seinni hálfleik og á síðustu mínútunum sigu þeir framúr og tryggðu sér sigurmn. Pétur Bjarnason og Sigurpáll Árni Aðalsteinsson voru Iang- atkvæðamestir KA-manna en hjá Þórsurum voru Jóhann Jóhanns- son og Páll Gíslason bestu menn. Mörk KA: Pétur Bjarnason 8, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 8/1, Erlingur Kristjánsson 4, Guðmundur Guðmunds- son 4, Höskuldur Þórhallsson 3/3, Sigurður P. Sigmundsson og Rakel Gylfadóttir urðu sigur- vegarar í Gamlárshlaupinu sem haldið var á Akureyri í annað sinn á gamlársdag. Til leiks voru mættir 32 keppend- ur, helmingi fleiri en í fyrra, og voru hlaupnir 10 km. Sigurður hljóp á 34.04 mín. en annar í karlaflokki varð Þor- steinn Jónsson á 34.40. Sigurveg- Andrés Magnússon 2, Jón Egill Gíslason 1. Mörk Þórs: Jóhann Jóhannsson 7, Páll Gíslason 6, Sævar Árnason 5, Jóhann Sannielsson 4/1, Ingóllur Santúelsson 4/ 4, Ólafur Hilmarsson 2. Atli Rúnarsson 1. arinn frá í fyrra, Sigurður Bjarklind, varð þriðji á 36.57. í kvennaflokknum hljóp Rakel á 39.35, Guðrún Svanbjörnsdótt- ir varð önnur á 42.15 og Ásta Ásmundsdóttir þriðja á 44.46. Hlaupið hófst við Kristnes og endaði við Torfunefsbryggjuna. Ætlunin er að þetta hlaup verði árlegur viðburður í framtíðinni og er það ætlað öllum almenn- ingi. Gamlárshlaupið: Sigurður P. Sigmundsson og Rakel Gylfadóttir unnu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.