Dagur - 07.03.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 7. mars 1991
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra:
Rettargeðdeild
á Akureyri?
- rætt um stofnun og staðsetningu
deildar fyrir geðsjúka aíbrotamenn
Guðmundur Bjarnason, heii-
brigðisráðherra, var á fundi á
Akureyri si. þriðjudagskvöld
ásamt sjávarútvegsráðherra.
Guðmundur ræddi m.a. um
uppbyggingu heilbrigðiskerfis-
ins á landsbyggðinni og kom
inn á þann möguleika að
réttargeðdeild, sem mjög hef-
ur verið þrýst á að koma á fót,
verði fundinn staður á Akur-
eyri.
„Sérfræðideild ein á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri,
geðdeildin, hefur verið mikið í
umræðunni í sambandi við hugs-
anlega stofnun svokallaðrar
réttargeðdeildar. Ég hef sýnt því
mikinn áhuga að okkur takist að
opna slíka deild á næstunni og ég
vil skoða alla möguleika á því að
hún geti verið starfrækt í tengsl-
um við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri," sagði Guðmundur,
en mikið hefur verið rætt um
réttargeðdeild að undanförnu þar
sem ekki er til nein deild eða
stofnun hér á landi sem er sniðin
fyrir geðsjúka afbrotamenn.
Guðmundur sagði að mikil
áhersla hefði verið lögð á upp-
byggingu heilsugæslustöðva og
mönnun H-1 stöðva, sem nú væri
að takast. Einnig væri verið að
vinna að því hvernig auka mætti
sérfræðiþjónustu utan höfuð-
borgarsvæðisins. Par væri eink-
um horft til heilsugæslustöðv-
anna. Þá hefur starfsemi héraðs-
læknisembætta í kjördæmunum
verið efld.
Heilbrigðisráðherra ræddi
nokkuð um aðhald og sparnað,
forgangsröðun verkefna og jafn-
framt uppbyggingu, sérstaklega á
landsbyggðinni. Hann sagði t.d.
að hægt væri að spara í sölu og
dreifingu á lyfjum en í þessari
grein bæri meira á hagsmunabar-
áttu en vilja til að draga úr kostn-
aði. SS
Pústþjónusta
Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða.
Pakkningar, klemmur, upphengjur.
Fast verð fyrir pústkerfaskipti.
Höfum fullkomna beygjuvél.
Ryðvarnarstöðin sf.
Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri.
Við undirskrift kaupsamnings. Gísli Bergsson, formaður húsnefndar, Kristín Þórisdóttir, fráfarandi forseti JC-Akur-
eyri, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, forseti JC-Akureyri og Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi hjá KEA á Akureyri.
JC-Akureyri kaupir neðri hæð hússins að Eiðsvallagötu 6:
„Stórt skref að settu marki“
- segir Kristín Pórisdóttir, fráfarandi forseti
JC, Akureyri hefur fest kaup á
neöri hæð húseignarinnar að
Eiðsvailagötu 6 á Akureyri.
Húseign þessi hefur verið í
eigu KEA síðastliðin 35 ár og
lengst af rak Kaupfélagið
verslun á staðnum, verslun
sem var lögð af fyrir nokkrum
árum vegna breyttra verslunar-
hátta.
Að sögn Kristínar Þórisdóttur
fráfarandi forseta JC-Akureyri,
þá var JC-Akureyri stofnað 23.
mars 1970. I gær miðvikudag var
félagsmönnum afhent afsal vegna
kaupanna er undirskriftir kaup-
samnings höföu farið fram.
„JC-Akureyri er eitt af 20
aðildarfélögum JC á íslandi sem
er aðili að alþjóðlegu JC hreyf-
ingunni er starfar í um 90 þjóð-
löndum. Tilgangur JC er að auka
félagslegan þroska einstaklings-
ins og þjálfa hann í skipulögðum
vinnubrögðum, stjórnun og
mannlegum samskiptum. Nú
þegar JC-Akureyri er orðið eig-
andi að neðri hæð hússins að
Eiðsvallagötu 6 getur félagið enn
frekar kappkostað að ná settum
markmiðum. JC-Akureyri hefur
í gegnum árin sinnt ýmsum störf-
um í þágu byggðarlagsins. Þar má
t.d. nefna borgarafund sem JC-
Akureyri stóð fyrir 18. október
s.l. og fjallaði um atvinnuástand-
ið á Akureyri.
JC-Akureyri mun halda kynn-
ingarkvöld í kvöld kl. 20.30 í
félagsheimilinu að Eiðsvallagötu
6 (Bólu). Allir þeir sem áhuga
hafa á að kynnast JC-starfi eru
velkomnir," sagði Kristín Þóris-
dóttir. ój
Samningarnir um sölu eigna
veitustofnana Sigluijarðar:
Kynning frá
Fimmtudag frá
kl. 15 til 18
Kynnmgarverð
...aó sjálfsögðu!
Föstudag frá
kl. 15 til 19
Eidorado
niðursoðnir
tómatar
49 kr.
áður 59 kr.
TILBOÐ
Nemli
tómatsósa
133 kr.
áður 162 kr.
Grillaðir
kjúklingar
499 kr. stk.
áður 597 kr. stk.
Opið tii kl. 19.00, föstudaga.
Búið að handsala samn-
ingsdrög við RARIK
Veitusölunefnd á vegum
bæjarstjórnar Siglufjarðar er
búin að komast að niðurstöðu í
samningaviðræðum við Raf-
magnsveitur ríkisins varðandi
sölu á Skeiðsfossvirkjun og
eignum Rafveitu og Hitaveitu
Siglufjarðar, og hafa samn-
ingsdrög verið handsöluð. Eft-
ir er að komast að samkomu-
lagi við ríkisvaldið um niður-
fellingu skulda veitnanna í
samræmi við lánsfjárlög, en þá
fyrst verður hægt að undirrita
formlegan kaupsamning milli
Siglufjarðarbæjar og RARIK.
Á þessu stigi málsins hafa eng-
ar tölur um kaupverð þessara
eigna verið gerðar opinberar.
Björn Jónasson, bæjarfulltrúi,
sem situr í samninganefndinni,
segir að Rafveita Siglufjarðar
verði að fá sömu fyrirgreiðslu og
önnur orkuveitufyrirtæki hafa
fengið, t.d. Orkubú Vestfjarða,
en það er niðurfelling skulda sem
flestar eru við opinbera sjóði, og
ríkið er í ábyrgð fyrir.
„Það er ekki nema formsatriði
að ganga frá samningum við
rfkið, og þá verður hægt að skrifa
undir með RARIK. Miklum
skuldum verður létt af bænum,
fyrir utan það að við virðumst
ekki geta rekið rafveituna öðru-
vísu en með tapi. Spurningin er
því til hvers á bærinn að eiga
hana ef með sölu er hægt að
lækka skuldirnar?“ segir Björn.
Siglufjarðarbær hefur undan-
farin ár tekið ýmis lán til að fjár-
magna framkvæmdir, og skuldir
hafa vaxið. Samkvæmt efnahags-
reikningi bæjarins nema lang-
tíma- og skammtímaskuldir hans
hundruðum milljóna króna, og
veltufjárhlutfallið er það lægsta
af öllum kaupstöðum landsins,
að Selfossi einum undanskildum.
Þriðjungur af tekjum bæjarins
hefur farið til að greiða vexti og
fjármagnskostnað af lánum.
„Núverandi meirihluti þarf
ekki að framkvæma svo mikið
því fyrrverandi meirihluti var
búinn að því að gera Siglufjörð
samkeppnisfæran í umhverfis-
legu tilliti og á fleiri sviðum. Að
sjálfsögðu gerðum við okkur
grein fyrir að þetta kostaði pen-
inga og að bærinn yrði skuldsett-
ur vegna þess.a. Við gerðum okk-
ur einnig grein fyrir að bærinn
ætti áfsetjanlegar eignir umfram
önnur sveitarfélög, sem hægt
væri að selja fyrir kostnaðinum.
Við vorum að stuðla að því að
gera bæinn samkeppnisfæran í
byggðalegu tilliti, og sú stöðinun
sem átt hafði sér stað gat ekki
gengið lengur. Fyrrverandi meiri-
hluti, sem tók forystuna í bæjar-
stjórn snemma árs 1987, gerði sér
góða grein fyrir þessu. En við
erum líka einstaklega vel á vegi
staddir í íþróttamálum, og stór-
átak var gert í umhverfismálum
og gatnagerð,“ segir Björn.
EHB