Dagur - 07.03.1991, Page 11

Dagur - 07.03.1991, Page 11
Fimmtudagur 7. mars 1991 - DAGUR - 11 fþróftir Mikil spenna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik: Hvað gerist í uppgjöri norðanliðaima? - Þór og Tindastóll mætast á Akureyri í kvöld Það má búast við rafmagnaðri spennu í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöid en þá mætast körfuknattleikslið Þórs og Tindastóls í leik sem er geysi- lega mikilvægur fyrir bæði lið. Þórsarar þurfa á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í deild- inni en Tindastóll þarf hins vegar á sigri að halda til að eiga von um sæti í úrslitakeppni fjögurra efstu liða um Islands- mcistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19.30. „Petta er ósköp einfalt mál fyr- ir Þór og snýst um að vinna leik- inn í kvöld eða falla að öðrum kosti. Reyndar á Þór örlitla möguleika þótt leikurinn tapist því ÍR gæti tapað báðum sínum leikjum. Menn taka hins vegar ekki „sénsinn" á því og fara í þennan leik með því hugarfari að ekkert annað en sigur komi til greina," sagði Gylfi Kristjánsson, liðsstjóri Þórs. Gylfi sagði að töluvert hefði borið á meiðslum í Þórsliðinu að Konráð Óskarsson, Þór og Valur Inginiundarson, Tindastól, verða í sviðs- Ijósinu í kvöld. undanförnu en taldi að allir leik- | „Við unnum síðasta leik gegn menn liðsins yrðu heilir í kvöld. | Tindastól og í kvöld stillum við íslandsmótið í kraftlyftingum: Kári með þrjú Akureyrarmet - Jóhannes með §ögur öldungamet Kári Elíson náði bestum árangri Akureyringa á íslands- mótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Kópavogi um síðustu helgi. Kári setti þrjú Akureyr- armet í -75 kg flokki og varð annar stigahæsti maður mótsins. Magnús Ver Magnús- son frá Seyðisfirði var tvímæla- laust maður mótsins, setti fjög- ur Islandsmet og að auki heimsmet sem ekki fæst stað- fest þar sem dómarar höfðu ekki tilskilin réttindi og lyfja- próf fóru ekki fram. Kári náði að lyfta 700 kg í samanlögðu sem er hans besti árangur þrátt fyrir að hann hafi átti slæman dag í bekkpressunni. Hann veitti Magnúsi Ver harða keppni um stigabikarinn í rétt- stöðulyftunni en Magnús hafði þó betur. Jóhann Guðmannsson keppti í sama flokki og bætti árangur sinn í samanlögðu og hnébeygju. Rúnar Friðriksson keppti í -90 kg flokki og bætti sig verulega. Hann var hins vegar óheppinn og féll tvívegis á tíma þannig að árangur hans hefði hugsanlega getað orðið betri. Flosi Jónsson keppti í -100 kg flokki en hann var 15 kg frá sín- um besta árangri. Flosi hafði ekki nema 5 vikur til undirbúnings fyr- ir mótið vegna anna. Kjartan Helgason keppti í -110 kg flokki og bætti sig verulega en missti annað sætið til Birgis Þor- steinssonar sem keppti að nýju eftir 5 ára hlé. Gamla kempan Jóhannes Hjálmarsson keppti að nýju eftir 6 ára hlé og stóð sig mjög vel. Hann setti 4 öldungamet og fór létt upp með allar þyngdirnar. Loks keppti Kristján Falsson í + 125 kg flokki. Hann er að hefja æfingar og keppni að nýju eftir nokkurra ára hlé. Úrslit mótsins fara hér á eftir. Fyrst kemur árangur í hné- beygju, þá bekkpressu, rétt- stöðulyftu og loks samanlagt. (í) stendur fyrir íslandsmet karla, (íkv) fyrir íslandsmet kvenna, Kári Elíson náði sínum besta persónulega árangri til þessa (U) fyrir unglingamet og (Ö) fyr- ir öldungamet. Konur -67,5 kg Guðrún Bjarnad., Hafnarf. 130(Ö)-60-130(Ö)-320(Ö) •75 kg Elín Ragnarsdóltir, R.vík 160-80(íkv)-165-405 Karlar -60kg Jóhannes Eiríksson, UMSB 162,5(U)-75-172,5-410 -67,5 kg Ingim. Ingim.son, UMSB 205(U)-113(U)-212,5(U)-530(U) -75 kg 1. Kári Elíson, Ak. 255-170-275-700 2. Jóhann Guðmannsson, Ak. 165-102,5-170-437,5 •82,5 kg 1. Már Óskarsson, Fáskr. 255-122,5-240-617,5 2. Atli Ólafsson; Kópav. 215-125-215-555 -90 kg 1. Halldór Eyþórsson, R.vík 2. Alfreð Bjömsson, R.vík 3. Ólafur Sveinsson, Kópav. 4. Rúnar Friðriksson, Ak. 5. Björgúlfur Stefánsson, Vestm. 305-140-290-735 270-167,5-250-687,5 270-155-245-670 210-135-230-575 65-170-125-360 -100 ks 1. Auöunn Jónsson, Kópa*. 305(U)-170-300,5(U)-775(U) 2. Rosi Jónsson, Ak. 290-165-280-735 3. Magnús Bess, Hafnarf. 230-160-210-600 4. Tómas Einarsson, Kópav. 220-127,5-225-572,5 •110 kg 1. Snæbjörn Aðils, R.vík 320-157,5-315-792,5 2. Bitgir Þorsteinsson, .Kópav. 260-180-260-700 3. Kjarian Helgason, Ak. 265-165-262,5-692,5 -125 kg 1. Magnús V. Magnúss., Seyðf. 400(1)-245(1)-370,5(1)-1015(I) 2. J6n B. Reynisson, Hafnarf. 340-190-270-800 3. Jóhannes Hjálmarsson, Ak. 170(Ö)-110(Ö)-200(Ö)-480(Ö) +125 kg Kristján Falsson, Ak, 230-150-240-620 Röð efstu manna eftir stigum: 1. Magnús Ver Magnússon 529,83 2. Kári Elíson 474,74 3. Halldór Eyþórsson 436,81 4, Auðunn Jónsson 430,13 5. Snæbjöm Aðils 425,81 6. Jón B. Reynisson 424,32 7. Alfreð Björnsson 408,58 8. Flosi Jónsson 408,51 9. Ólafur Sveinsson 398,18 10. Már Óskarsson 392,61 upp okkar sterkasta liði og ætlum okkur að endurtaka það. Við erum á heimavelli og ég vona að Akureyringar láti okkur njóta þess, fjölmenni á leikinn og hvetji Þórsara til sigurs því leikurinn verður að vinnast," sagði Gylfi. Útlitið virðist ekki of bjart fyr- ir Tindastól því auk þess að þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru með töluverðum mun verða Sauðkrækingar að treysta á að Valur sigri Grindvíkinga á sunnudag. Þá er Pétur Guð- ntundsson meiddur. Það er þó enginn bilbugur á Tindastóls- mönnum og þeir ætla sér sigur í kvöld. „Við munum ekki gefa tommu eftir í þeim leikjum sent eftir eru. Möguleikinn er vissulega ekki stór en ef Valsmenn vinna Grind- víkingana þá er örlítil smuga,“ sagði Þórarinn Thorlacius, liðs- stjóri Tindastóls. Gunnar Péturs- son, formaður körfuknattleiks- deildar Tindastóls, tekur í sama streng og hann telur að stuðn- ingsmenn liðsins niuni fjölmenna til Akureyrar í kvöld til að hvetja sína menn. Stuðningsmenn Tindastóls eru ekki ánægðir með þróun mála upp á síðkastið. „Við höfum ver- ið óheppnir með meiðslin á Pétri Guðmundssyni en liðið dregur sinn lærdóm af þessu keppnis- tímabili, hvernig sem fer, og kemur tvíeflt til leiks á því næsta,“ sagði einn stuðnings- manna liðsins. JHB/kg Handknattleikur: Þórsarar í ham - burstuðu Völsung 33:19 Þórsarar unnu stórsigur á Völsungi, 33:19, í fyrstu umferð úrslitakeppni 2. deild- ar íslandsmótsins í handknatt- leik á Akureyri í fyrrakvöld. Þórsarar voru einfaldlega gæðaflokki ofar en Völsungs- liðið sem átti afar slakan dag og náði sér aldrei á strik. Stað- an í leikhléi var 17:8. Þórsliðið var sannfærandi í þessum leik og bikarleikurinn gegn ÍBV á dögunum hefur örugglega verið því gott vega- nesti í úrslitakeppnina. Liöið fór á kostum í fyrri hálfleik, sóknar- leikurinn var oft skemmtilega útfærður og Völsungar áttu í miklum vandræðum andspænis sterkri vörninni. Þórsarar skor- uðu fjögur fyrstu mörkin og það voru liðnar 9 mínútur þegar Völsungar náðu að svara fyrir sig. Munurinn jókst jafnt og þétt og var orðinn 11 mörk, 17:6, skömmu fyrir hlé. í seinni hálfleik hresstust Völsungar eitthvað og Þórsarar misstu einbeitinguna á tímabili. Jafnræði var með liðunum fram- an af hálfleiknum en síðustu mín- úturnar féll allt í sama farið og Þór skoraði 5 síðustu mörk leiks- ins. Þórsarar eru til alls vísir leiki þeir áfram á þessum nótum. Mót- spyrnan hefur að vísu oft verið nteiri en leikur liðsins lofar engu að síðu góðu. Flestir leikmenn þess áttu góðan dag, einkum Jóhann Jóhannsson sem er orð- inn mjög sterkur. Þá var nafni hans Samúelsson góður en of bráður á köflum. Ásntundur Arnarsson var yfir- burðamaður f liði Völsungs þótt hann hafi oft leikið betur. Völs- ungar voru hreinlega ekki með sjálfum sér, hverju sem um er að kenna. Mörk Þórs: Jóliann Sainúelsson 8, Jóhann Jóhannsson 7, Páll Gíslason 5/3, Ólafur Hilmarsson 4, Sævar Árnason 4, Atli Rúnarsson 2, Rúnar Sigtryggsson 2, Ingólfur Samúelsson 1. Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarsson 6/ 3, Kristinn Wium 4, Skarphéðinn ívars- son 3, Jónas Grani Garðarsson 2, Tryggvi Guðmundsson 2, Haraldur Har- aldsson 1, Sveinn Freysson 1. Dómarar: Guðmundur Lárusson og Arn- ar Kristinsson. Útgerðamenn - skipstjórar -A-iErúiii að hef ja framleiðslu^_-_z: Rokk Hopfíerisámu^/ Framleiðum eftír óskum hvers og eins. Erum með fullkomna pressu sem tryggír hámarks gæði. Tökum eldri lengjur og endurnýjum eftir óskum. Önnumst alla víraþjónustu. IIIEYFJÖBÐ\m Hjalteyrargötu 4 • Sími 25222 [E] veiðafæradeild 11

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.