Dagur - 09.04.1991, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Þriðjudagur 9. apríl 1991
íþróttir
Þriðjudagur 9. apríl 1991 - DAGUR - 11
Úrslitá
skíðamóti
íslands
Alpagreinar
Svig karlar
1. Valdimar Valdemarsson, A. 84.56
2. Vilhelm Þorsteinsson, A. 84.72
3. Daníel Hilmarsson, D. 85.20
4. Jóhannes Baldursson, A. 85.92
5. Jón Ingvi Árnason, Á. 86.59
Svig konur
1. Ásta Halldórsdóttir, í. 92.41
2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A. 93.22
3. María Magnúsdóttir, A. 93.69
4. Harpa Hauksdóttir, A. 98.24
5. Eva Jónasdóttir, A. 98.32
Stórsvig karlar
1. Kristinn Björnsson, Ó. 110.71
2. Valdimar Valdemarsson, A. 113.47
3. Vilhetm Þorsteinsson, A. 115.32
4. Haukur Arnórsson, R. 116.18
5., Amór Gunnarsson, í. 117.56
Stórsvig konur
1. Ásta Halldórsdóttir, f. 114.68
2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A. 115.61
3. María Magnúsdóttir, A. 115.66
4. Eva Jónasdóttir, A. 117.65
5. Fanney Pálsdóttir, í. 119.30
Aipatvíkeppni karlar
1. Valdimar Valdemarsson, A.
2. Vilhelm Þorsteinsson, A.
3. Daníel Hilmarsson, D.
Alpatvíkeppni konur
1. Ásta Halldórsdóttir, í.
2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A.
3. María Magnúsdóttir, A.
Samhliðasvig kurlar
1. Örnólfur Valdimarsson, R.
2. Arnór Gunnarsson, í.
3. Jóhannes Baldursson, A.
Samhliðasvig konur
1. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A.
2. Eva Jónasdóttir, A.
3. Ásta Halldórsdóttir, í.
Skíðaganga
Ganga 20 ára og e., 15 km F
1. Haukur Eiríksson, A. 49:20
2. Sigurgeir Svavarsson, Ó. 50:16
3. Rögnvaldur D. Ingþórsson, A. 51:31
4. Ólafur H. Björnsson, Ó. 53:51
Ganga 17-19 ára, 10 km F
1. Daníel Jakobsson, í. 32:39
2. Tryggvi Sigurðsson, Ó. 35:16
3. Kristján Ó. Ólafsson, A. 36:02
Ganga 20 ára og e., 30 km H
1. Rögnvaldur D. Ingþórsson, A. 1:44:18
2. Haukur Eiríksson, A. 1:45:04
3. Sigurgeir Svavarsson, Ó. 1:48:38
Ganga 17-19 ára, 15 km H
1. Daníel Jakobsson, í. 50:40
2. Kristján Ó. Ólafsson, A. 57:02
3. Óskar Jakobsson, í. 59:30
Göngutvíkeppni 20 ára og e.
1. Haukur Eiríksson, A. 2,08
2. Rögnvaldur Ingþórsson, A. 5,77
3. Sigurgeir Svavarsson, Ó. 7,38
Göngutvíkeppni 17-19 ára
1. Daníel Jakobsson, í. 1,61
2. Kristján Ó. Ólafsson, A. 24,54
3. Óskar Jakobsson, í. 44,92
Boðganga 16 ára og e., 3x10 km HFF
1. Sveit Akureyrar 1:39:28
Kristján Ó. Ólafsson 36:41
Rögnvaldur D. Ingþórsson 30:56
Haukur Eirlksson 31:51
2. A-sveit Ólafsfjarðar 1:41:07
Ólafur H. Björnsson 35:54
Tryggvi Sigurðsson 33:47
Sigurgeir Svavarsson 31:26
3. Sveit fsafjarðar 1:45:49
Daníel Jakobsson 35:00
Árni Freyr Eiíasson 36:37
GIsli Einar Árnason 34:12
4. B-sveit Ólafsfjarðar 1:48:57
Kristján Hauksson 38:05
Bjartmar Guðmundsson 35:43
Bergur Björnsson 35:09
I
r-
Kristinn Björnsson:
Var í betra formi
„Ég ætlaði mér að vinna þetta
allt. Ég er hins vegar ekkert
vonsvikinn, þó það hafi ekki
gengið upp og er ánægður með
mótið,“ sagði Kristinn Björns-
son sem sigraði með miklum
yfirburðum í stórsvigi.
Kristinn hafði langbesta tím-
ann eftir fyrri ferð í sviginu en
krækti og féll úr keppni. „Petta
var bara óheppni sem má alltaf
búast við. Ég átti góða fyrri ferð
og hún bætti þetta svolítið upp,
maður veit þá hvað maður getur.
Ég er í þokkalegu formi núna
en var í betra formi fyrr í vetur.
Ég er aðeins farinn að dala enda
búinn að vera mikið á skíðum og
orðinn svolítið þreyttur. Ég hef
æft við mjög góðar aðstæður í
Noregi í vetur, maður er í
skólanum fyrir hádegi og á skíð-
um eftir hádegi. Ég kann mjög
vel við mig og reikna með að
verða þarna a.m.k. tvö ár í
viðbót.“
Kristinn tekur þátt í heims-
meistaramóti unglinga sem hefst
í Noregi um næstu helgi. „Mér
líst vel á það og hlakka til. Ég hef
ekki sett mér nein markmið enda
veit ég ekki hvaða startnúmer ég
fæ og geri mér heldur ekki grein
fyrir því hvar ég stend. Maður
mætir bara og gerir sitt besta,“
sagði Kristinn Björnsson.
Guörún H. Kristjánsdóttir:
Ég ætlaði mér þetta
„Ég æfði mjög vel í fyrra og bý
ennþá að því. Svo var ég í
Júgóslavíu og Austurríki í
þrjár vikur í janúar og það hef-
ur haft sitt að segja,“ sagði
Guðrún H. Kristjánsdóttir sem
sigraði í samhliðasvigi og varð
önnur í svigi, stórsvigi og
alpatvikeppni, þrátt fyrir að
hún hafi lítið æft í vetur.
Guðrún hefur verið við nám í
íþróttakennaraskólanum á Laug-
arvatni í vetur og hefur lítið æft
af þeim sökum. „Ég æfði mjög
vel úti og svo kom ég aðeins heim
um páskana. Þetta er það eina
sem ég hef gert í vetur,“ sagði
Guðrún. Árangurinn kom henni
þó ekki á óvart. „Ég ætlaði mér
að gera þessa hluti og það tókst.
Ég er sátt við mitt.“
Guðrún hafði forystuna eftir
fyrri ferðirnar í svigi og stórsvigi
en missti forystuna niður í bæði
skiptin. „Ásta var mjög góð en ég
var líka taugaóstyrk og gerði
mistök. Ég misreiknaði markið í
stórsviginu en það réði samt ekki
úrslitum. í sviginu var ég svo
bara léleg í seinni ferðinni. Pað
var hins vegar gaman að vinna
samhliðasvigið því ég hef aldrei
gert það áður á landsmóti."
Guðrún lætur engan bilbug á
sér finna og ætlar að reyna að
samræma nám og æfingar betur
næsta vetur. „Ég er ekkert að
hætta strax," sagði Guðrún H.
Kristjánsdóttir.
Valdemar Valdemarsson:
ekki nógu vel
Skíðaði
„Ég er nokkuð ánægður með
mótið þrátt fyrir að mér hafi
ekki gengið jafn vel og ég hafði
vonað. Þrátt fyrir að ég hafi
náð titlum skíðaði ég ekki
alveg nógu vel,“ sagði Valde-
mar Valdemarsson sem sigraði
í svigi karla, var í 2. sæti í stór-
svigi og sigraði í alpatvíkeppni.
„Ég átti mjög lélega fyrri ferð
bæði í sviginu og stórsviginu en
ágætar seinni ferðir. Eftir fyrri
ferðina í sviginu fannst mér þetta
eiginlega vera búið en ég lét
vaða, tók áhættuna og var mjög
heppinn."
- Voru keppinautarnir erfiðir
að þessu sinni?
„Já, sérstaklega Kristinn
Björnsson sem er í geysilega
góðri æfingu enda hefur hann
verið að æfa við allt aðrar
aðstæður en við hinir. Þessi vetur
hefur verið hræðilegur fyrir
okkur. Maður hefur nánast ekk-
ert getað æft af neinu viti og þetta
hefur verið hálfgert moð. Það
hafa kannski verið 5-6 æfingar af
einhverju viti frá þvf í byrjun
febrúar. En það er gott að koma
heim með verðlaun og ég get ver-
ið sáttur við þetta,“ sagði Valde-
mar Valdemarsson.
Rögnvaldur Ingþórsson:
Ég er sáttur við minn hlut
„Ég er mjög sáttur við minn
hlut. Þetta byrjaði ekki vel en
sigurinn í 30 km göngunni
bætti það alveg upp,“ sagði
Rögnvaldur Ingþórsson en
hann sigraði í 30 km göngu og
var auk þess í sigursveit Akur-
eyrar í boðgöngunni.
Rögnvaldur hefur æft við góð-
ar aðstæður í Svíþjóð í vetur og
margir álitu hann sigurstrangleg-
an í 15 km göngunni. „Ég bjóst
nú ekki við sigri þar þrátt fyrir að
ég hafi vonast eftir honum. Ég
var búinn að eiga í kvefi og
leiðindum þannig að ég var ekki í
neinu keppnisformi. Ég var hins
vegar búinn að keyra mig upp
fyrir 30 kílómetrana.“
Rögnvaldur sagði að 30 km
gangan hefði verið mjög erfið,
sérstaklega þar sem það var
þriðja gangan í röð., „Mér fannst
ég ganga fyrstu 15 km mjög vel
en upp úr því var ég farinn að
finna fyrir þreytu og máttleysi. 15
km gangan var einnig mjög erfið
þar sem maður sá ekki neitt
vegna blindu. Færið var hins veg-
ar gott í 30 km göngunni."
Segja má að Rögnvaldur,
Haukur, Sigurgeir og Ölafur séu
í nokkrum sérflokki meðal
göngumanna. Allir idvelja þeir
erlendis og Rögnvaldur sagðist
telja það jákvætt. „Ég hef æft
nokkuð vel í vetur og er í ágætu
formi þótt það sé auðvitað alltaf
hægt að gera betur. Hins vegar
held ég að ég hafi jafnvel verið í
betra formi á landsmótinu í
fyrra,“ sagði Rögnvaldur Ing-
þórsson.
Haukur Eiríksson:
Veit hvernig á að hitta á formið
„Ég get ekki annað en verið
ánægður. Ég get varla sagt að
ég hafi átt von á þessu þar sem
ég hef ekki æft mikið í vetur en
þó gerði ég mér einhverjar
vonir,“ sagði Haukur Eiríks-
son. Hann sigraði í 15 km
göngu og göngutvíkeppni og
var í sigursveit Akureyrar í
boðgöngunni.
„Eg æfði mjög vel síðustu þrjár
vikurnar og keyrði mig bókstaf-
lega í form. Maður er farinn að
þekkja sjálfan sig svo vel eftir
æfingarnar undanfarin ár að
maður veit hvernig maður á að
hitta á formið. Samt kom árang-
urinn mér nokkuð á óvart, ég
hélt að strákarnir yrðu sterkari.“
Haukur átti góðan endasprett í
30 km göngunni en náði ekki að
vinna upp forskot Rögnvaldar.
„Ég held að ég hafi byrjað of
rólega. Ég var líka orðinn nokk-
uð þreyttur eftir tvær fyrstu göng-
urnar en síðan losnaði um eitt-
hvað. Ég sá að Sigurgeir var að
missa af mér og Rögnvaldur að
slaka á og þá æstist maður aðeins
upp.
15 km gangan var auðveldari
en ég bjóst við. Reyndar gerði
blinda og laus snjór manni erfitt
fyrir en ég bjóst við harðari bar-
áttu. Ég byrjaði með réttu
hugarfari og hitti á góðan takt og
náði að síga hægt og rólega fram-
úr þeim.“
Haukur sagði að sér líkaði vel í
Svíþjóð og hann yrði þar eitthvað
áfram. En ætlar hann að æfa af
krafti næsta vetur?
„Ég veit það ekki en það væri
ekki leiðinlegt að komast á
ólympíuleikana. Það er hins veg-
ar ómögulegt að segja hvað
skíðasambandið gerir í sambandi
við sín landsliðsmál og erfitt að
eiga við það. Það er því ekki
hægt að segja að maður stefni á
ólympíuleikana en það er óneit-
anlega draumurinn þar sem ég
hef aldrei komist þangað áður,“
sagði Haukur Eiríksson.
Blak, 1. deild kvenna:
Völsungur náði öðru sætinu
Keppni í 1. deild kvenna í
blaki lauk um helgina. Völs-
ungur náði þeim glæsilega
áfanga að hafna í 2. sæti
deildarinnar eftir 3:0 sigur á
ÍS og 3:1 sigur á Breiðabliki.
KA hafnaði í 5. sæti, eins og
raunar var vitað fyrir leiki
helgarinnar, en liðið sigraði
HK 3:2 og tapaði 0:3 fyrir
Víkingi.
Þrátt fyrir 3:0 lokatölur var
mikið fjör í leik ÍS og Völsungs
og hart barist. Völsungur sigr-
aði 17:15, 15:11 og 17:15 og
máttu leikmenn liðsins hafa sig
alla við í síðustu hrinu en ÍS
komst þá í 10:0. Völsungar gáf-
ust þó ekki upp og náðu að
knýja fram sigur.
Ekki var minni barátta í leik
UBK og Völsungs daginn eftir
en Húsvíkingar náðu þá að
hefna ófaranna síðan í bikar-
leiknum á dögunum. Leikurinn
stóð hátt í tvo tíma og vann
Völsungur fyrstu tvær hrinur
15:11 og 15:12, Breiðablik vann
þá þriðju 15:1 en.Völsungur þá
síðustu 15:13.
Völsungar léku vel enda vel
hvattar af handknattleiksliði
félagsins sem var á pöllunum.
Eyrún Sveinsdóttir og Jóhanna
Guðjónsdóttir áttu báðar mjög
góðan dag en annars var liðið
jafnt.
KA sigraði HK 3:2 í afar
köflóttum en skemmtilegum
leik á föstudagskvöldið. KA
vann fyrstu 15:10, HK aðra
15:7, KA þriðju 15:5, HK
fjórðu 15:11 og KA þá fimmtu
15:10. Leikurinn tók einn og
hálfan tíma og var mjög fjörug-
ur en HK-liðið hefur verið mjög
vaxandi í síðustu leikjum.
Daginn eftir tapaði KA í
þremur hrinum fyrir Víkingi,
11:15, 12:15 og 11:15. Þrátt fyr-
ir lokatölur var leikurinn jafn
en í lið KA vantaði þær Birgittu
Guðjónsdóttur og Sigurhönnu
Sigfúsdóttir. Fjórar stúlkur sem
lítið hafa fengið að spreyta sig í
vetur léku með að þessu sinni
og stóðu sig mjög vel, þær
Aðalheiður Sigursveinsdóttir,
Lilja Gunnarsdóttir, Ingibjörg
Heiðarsdóttir og Hulda Stefáns-
dóttir.
Lyftingar:
Tryggvi meistari í 82 kg flokki
Akureyringurinn Tryggvi
Heimisson varð um helgina
íslandsmeistari í 82 kg flokki í
lyftingum á Islandsmótinu
sem fram fór í Borgarnesi. í
öðru sæti varð annar Akur-
eyringur, Snorri Arnaldsson,
en hann keppti í sama flokki.
Tryggvi og Snorri voru einu
Akureyringarnir sem kepptu á
mótinu og stóðu þeir sig mjög
vel. Tryggvi snaraði 110 kg og
jafnhattaði 125 kg, samtals 235
kg. Snorri snaraði 107,5 kg, sem
er hans besti árangur hingað til,
og jafnhattaði 120 kg, samtals
227,5 kg.
Garpsmótið í kraflyftingum:
Verðandi jötnar í ham
A laugardaginn fór fram svo-
kallað Garpsmót í kraftlyft-
ingum í jötunheimum, æf-
ingastað akureyrskra kraft-
lyftingamanna í íþróttahöll-
inni. Mótið var haldið fyrir
nýliða og aðra sem vildu
halda keppnisforminu fram
að Akureyrarmótinu sem
fram fer í júlí.
Jóhann Sigurðsson náði hvað
bestum árangri en hann setti
þrjú íslandsmet í drengjaflokki
í 125 kg flokki. Aðrir sem vöktu
mikla athygli voru þeir Stefán
Jónsson, sem keppti á sínu
fyrsta móti og sýndi mikið
keppnisskap, og Grétar
„garpur“ Hrafnsson sem setti 6
Akureyrarmet unglinga í 100 kg
flokki. Hann náði mjög athygl-
isverðum árangri í hnébeygj-
unni en þar fjórbætti hann met-
ið og lyfti mest 190 kg í aukatil-
raun.
Helgi Jónsson, sem hefur haf-
ið æfingar á ný eftir nokkurt
hlé, bætti 9 ára gamalt Akureyr-
armet fullorðinna í hnébeygju í
56 kg flokknum. Jóhann Guð-
mannsson var með langmestu
þyngdina í bekkpressunni en
þar virðist hann hafa mikla
hæfileika til að ná langt.
Mótið tókst í alla staði vel og
sýnir að gróska er í unglinga-
starfi Kraftlyftingafélags Akur-
eyrar og ýmsir verðandi krafta-
jötnar að vaxa úr grasi.
Úrslitin fara hér á eftir. Töl-
urnar standa fyrir árangur í
hnébeygju, bekkpressu, rétt-
stöðulyftu og samanlögðu. ÍD
þýðir íslandsmet drengja, AM
Akureyrarmet og AU Akureyr-
armet unglinga.
52 kg flokkur
Sigurjón Pálmason
80-45-80-205
56 kg flokkur
Helgi Jónss., 110,5(AM)-80-120-310
Stefán Jónsson 70-52,5-90-212,5
67.5 kg flokkur
Stefán Jóhannsson 60-55-90-205
82.5 kg flokkur
Jóhann Guðmannss., 100-107,5-175-382,5
Páll Árdal 120-77,5-165-362,5
100 kg flokkur
Grétar Hrafnss.,
185(AU)-87,5-180(AU)-452,5(AU)
Jóhann Sigurðsson
141(ÍD)-72,5-140-352,5(ÍD)
(Jóhann lyfti einnig 145 kg í
aukatilraun í hnébeygju).
Handknattleikur:
Völsungur steinlá fyrir HK
Völsungur reið ekki feitum
hesti frá viðureignum sínum
gegn toppliðunum í úrslita-
keppni 2. deildar í handknatt-
leik um helgina. Á föstudags-
kvöldið lék liðið gegn Breiða-
bliki í Kópavogi og tapaði
22:27 og daginn eftir stein-
lágu Völsungar fyrir HK,
39:21.
Völsungar léku ágætlega
gegn Breiðabliki og var jafn-
ræði með liðunum framanaf. í
leikhléi var staðan 13:11 en
Breiðablik byrjaði vel í seinni
hálfleik og náði þá 5 marka
mun. Völsungar gáfust ekki
upp, minnkuðu muninn í 21:20
en þá hrundi leikur liðsins og
Breiðablik sigraði örugglega.
Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarsson
6, Haraldur Haraldsson 5, Tryggvi
Guðmundsson 3, Skarphéðinn ívarsson
2, Jónas Grani Garðarsson 2, Vilhjálm-
ur Sigmundsson 2, Örvar Sveinsson 1,
Arnar Bragason I.
Markahæstir Blika voru Björn Jóns-
son með 8 mörk og Björgvin Björgvins-
son með 7.
Völsungar byrjuðu einnig vel
gegn HK en þegar staðan var
5:5 urðu kaflaskil.. Völsungar
fylltust vantrú á eigið ágæti,
léku nánast allir undir getu og
það þurfti ekki að spyrja að
leikslokum. Staðan í leikhléi
var orðin 17:9 en í leikslok
39:21.
Mörk Völsungs: Ásmundur 8, Jónas
Grani 3, Skarphéðinn 2, Kristinn Wium
2, Arnar 2, Vilhjálmur 1, Tryggvi 1,
Örvar 1 og Jónas Emilsson 1.
Piniktar 1‘rá
Þýskalandi
■ Stuttgart sigraði St. Pauli
2:1 á heimavelli um helgina.
Leikurinn var afar slakur og
lítið fyrir augað. Eyjólfur
Sverrisson var í byrjunarliði
Stuttgart og lék hvorki betur
né verr en aðrir á vellinum.
Frontzeck kom Stuttgart í 1:0
á 72. mínútu en Zander jafn-
aði á 80. mínútu. Það var svo
Allgöwer sem tryggði Stutt-
gart sigurinn á 88. mínútu.
■ Stuttgart varð fyrir miklu
áfalli þegar Buchwald sleit
vöðvafestingu og varð að yfir-
gefa völlinn. Hann verður frá í
6-7 vikur og menn velta því
fyrir sér hvaða áhrif það eigi
eftir að hafa á liðið. Buchwald
meiddist í fyrra og Stuttgart
vann ekki sigur í næstu 10
leikjum á eftir.
■ Kaiserslautern situr enn á
toppnum eftir 2:0 sigur á
Uerdingen. Fyrra markið var í
stíl Maradona, Hotia skoraði
það og var sterklega grunaður
um að hafa notað hendina.
Labbadia skoraði siðan annað
markið og virðist vera á skot-
skónum þessa dagana.
■ Werder Bremen fékk
Hertha Berlin í heimsókn og
lokatölurnar, 6:0, segja flest
það sem þarf um þá viðureign.
Rufer, Nýsjálendingurinn í
liði Brernen skoraði þrennu í
leiknum.
■ Bayern Munchen vann 2:1
útisigur á Bochum. Bochum er
í baráttu um UEFA-sæti og
þurfti nauðsynlega á stigunum
að halda en Bæjarar halda enn
í vonina um meistaratitilinn,
eru í þriðja sæti, þremur stig-
um á eftir Kaiserslautern.
■ Köln sigraði Frankfurt 2:1
á heimavelli. Litbarski lék
með Köln en liðið hefur ekki
tapað síðan hann byrjaði að
leika eftir meiðslin. Hann hef-
ur reyndar ekki leikiö sérstak-
lega vel en nærvera hans hefur
engu að síður haft góð áhrif á
leik liðsins.
■ Mönchengladbach sigraði
Dortmund 2:1 og styrkti þann-
ig stööu sína í botnbaráttunni.
Að venju var Dortmund yfir
framanaf, hafði 1:0 forystu f
hléi, en missti síðan sigurinn
út úr höndunum.
■ Karlsruher sigraði Leverk-
usen 2:0 og voru flestir sam-
mála um að um algeran þjófn-
að hefði verið að ræða.
Leverkusen átti allan leikinn
og skoraði mark sem dæmt var
af vegna rangstöðu. í sjón-
varpi mátti hins vegar sjá að
það var rangur dómur. Þýska
pressan hélt því fram að Karls-
ruher ætti að snúa sér að því
að spila lottó því sigurinn
hefði verið eins og lottó-
vinningur.
■ Dusseldorf sigraði Nurn-
berg 3:0 og staða Nurnberg
versnar sífellt á botninum.
Einn leikmanna liðsins,
Kasalo, hefur átt í miklum
vandræðum að undanförnu.
Hann er sakaður um að hafa
skorað tvö sjálfsmörk með
vilja, m.a. mark gegn Stutt-
gart á dögunum eftir baráttu
við Eyjólf. Til að bæta gráu
ofan á svart var hann handtek-
inn á föstudag fyrir að keyra
án ökuskírteinis og einnig fyrir
að taka þátt í ólöglegu fjár-
hættuspili.
■ Hamborg og Wattenscheid
gerðu jafntelli 0:0. Hamborg-
arar voru slappir þrátt fyrir að
þeir hafi styrkt stöðu sína í
baráttunni um UEFA-sæti.