Dagur - 09.04.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 09.04.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Þriðjudagur 9. apríl 1991 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Duggugerði 10, Kópaskeri, þingl. eigandi Guðmundur Árnason, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka (slands og Kristján Ólafsson hdl. Duggugerði 9, Kópaskeri, þingl. eig- andi Kaupfélag Norður-Þingeyinga, þ.bú., fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 14.10. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Mýlaugsstaðir, Aðaldælahreppi, þingl. eigandi Arnar Andrésson, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Stofniánadeild landbúnaðarins og örlygur Hnefill Jónsson hdl. Verslunarh. K.N.Þ., Kópaskeri, þingl. eigandi Kaupfélag N-Þingey- inga, þ.bú., fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 13.55. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Aðalbraut 60, Raufarhöfn, þingl. eigandi Gylfi Þorsteinsson, miðviku- daginn 10. apríl 1991, kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er: Árni Pálsson hdl. Aðalbraut 61, Raufarhöfn, þingl. eigandi Agnar Indriðason, fimmtu- daginn 11. apríl 1991, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og Húsnæðis- stofnun ríkisins, lögfr.deild. Ásgata 25, Raufarhöfn, þingl. eig- andi Lífeyrissjóður sjómanna, talinn eigandi Sigurður Einarsson, fimmtu- daginn 11. apríl 1991, kl. 13.10. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki (slands og Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Auðbrekka 9, Húsvík, þingl. eigandi Klakstöðin hf., fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, íslandsbanki hf., lögfr.deild, Sigríður Thorlacíus hdl., innheimtumaður rfkissjóðs og Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Austurvegur 4, Þórshöfn, þingl. eig- andi Jón Stefánsson, miðvikudag- inn 10. apríl 1991, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Pálsson hdl., Garðar Garðars- son hrl. og Björn Ólafur Hallgríms- son hdl. Ásgata8, Raufarhöfn, þingl. eigandi Kristján Þ. Þórhallsson, fimmtudag- inn 11. apríl 1991, kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr,- deiid. Bakkagata 11, Kópaskeri, þingl. eigandi Auðunn Benediktsson, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 10.55. Uppboðsbeiðandi er: Sigríður Thorlacíus hdl. Baughóll 19, Húsavík, þingl. eig- andi Aðalsteinn S. (sfjörð, fimmtu- daginn 11. apríl 1991, kl. 11.55. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Pálsson hdl., Ingvar Björnsson hdl., Hanna Lára Helgadóttir hdl. og Iðnlánasjóður. Blysfari Þ.H. 27, þingl. eigandi Jón Sigurðsson, miðvikudaginn 10. apríl 1991, kl. 13.25. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Garðarsbraut 29, Húsvík, þingl. eig- andi Garðar Geirsson, fimmtudag- inn 11. apríl 1991, kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Húsa- víkurkaupstaður og Húsnæðis- stofnun ríkisins, lögfr.deild. Grund, Grýtubakkahreppi, þingl. eigandi Sigurður Helgason, fimmtu- daginn 11. apríl 1991, kl. 11.40. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hri., Ásgeir Thor- oddsen hrl., Sigríður Thorlacíus hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Klifahús, Raufarhöfn, þingl. eigandi Björg Guðmundsdóttir, miðvikudag- inn 10. apríl 1991, kl. 10.50. Uppboðsbeiðandi er: Benedikt Ólafsson hdl. Langanesvegur 2, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnesinga, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 11.50. Uppboðsbeiðandi er: Ásbjörn Jónsson hdl. Langholt 1 b, Þórshöfn, þingl. eig- andi Kaupfélag Langnesinga, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Langholt 1, Þórshöfn (norðurendi), þingl. eigandi Kaupfélag Langnes- inga, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Reykjaheiðarvegur 5, Húsavík, tal- inn eigandi Garðar Geirsson, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 10.50. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rtkissjóðs, Kristinn Hallgrímsson hdl., Húsavikur- kaupstaður, Sigríður Thorlacíus hdl. og Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild. Rimar, Grenivík, þingl. eigandi Grávara hf., fimmtudaginn 11. apríl | 1991, kl. 13.20. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Sig- ríður Thoriacíus hdl. Smáratún 9 e.h., Svalbarðseyri, þingl. eigandi Kaupfélag Eyfirðinga, fimmtudaginn 11. apríl 1991, kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Sólbrekka 27, Húsvík, þingl. eig- andi Þorvaldur V. Magnússon, mið- vikudaginn 10. apríl 1991, kl. 11.20. Uppboðsbeiðendur eru: Hróbjartur Jónatansson hdl. Sólberg, Ægissíða 15, Grenivík, þingl. eigandi Ómar Steindórsson, miðvikudaginn 10. apríl 1991, kl. 13.10. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.- deild. Sunnuvegur 8, Þórshöfn, þingl. eig- andi Björgvin A. Gunnarsson, mið- vikudaginn 10. apríl 1991, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka (slands. Sveinbjarnargerði 2c, Svalbarðs- strönd, þingl. eigandi Jónas Hall- dórsson, miðvikudaginn 10. apríl 1991, kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins, Eggert B. Ólafsson hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Sveinbjarnargerði 2, Svalbarðs- strönd, þingl. eigandi Jónas Hall- dórsson, miðvikudaginn 10. apríl 1991, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins, inn- heimtumaður ríkissjóðs, Ólafur B. Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl., Árni Pálsson hdl., Eggert B. Ólafs- son hdl. og Benedikt Olafsson hdl. Veigastaðir 2, Svalbarðsstrand- arhr., hluti, þingl. eigandi Jónas H. Jónasson, miðvikudaginn 10. april 1991, kl. 11.10. Uppboðsbeiðandi er: Benedikt Ólafsson hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur, Sýslumaöurinn í Þingeyjarsýslu. j, Minning: TÞorbjörg Þórarinsdóttir Fædd 2. maí 1908 - Dáin 31. mars 1991 Þorbjörg Þórarinsdóttir frá Aust- urgörðum í Kelduhverfi er látin. Með henni er gengin góð kona og mæt. Og nú á kveðjustund langar mig að minnast tengdamóður minnar nokkrum orðum og þakka eftirminnileg kynni. Þorbjörg fæddist að Sigurðar- stöðum á Sléttu 2. maí 1908. For- eldrar hennar voru hjónin Krist- laug Guðjónsdóttir og Þórarinn Guðnason bóndi. í Kollavík í Þistilfirði ólst hún upp í stórum hópi systkina. Heimilið komst allvel af eftir því sem þá gerðist og var aldrei skortur á þeim bæ. Þorbjörg stundaði nám í hér- aðsskólanum að Laugum og síðar í húsmæðraskólanum á Blöndu- ósi en þar var þá skólastýra Hulda Stefánsdóttir. Námið nýtt- ist henni vel og bjó hún að þvf alla tíð. Eftir það stundaði hún ýmis störf, m.a. sem gangastúlka að Vífilsstöðum, en hálf þrítug heldur hún til Danmerkur og dvelur þar um fimm ára skeið og vann einkum við heimilisstörf. Hún réðist í vist hjá þýskum greifa, Bergstoff að nafni. Sagði hún svo frá að er hún hóf störf þar átti hún um tvo kosti að velja. Annars vegar að fá ákveðið mán- aðarkaup og matast ein í eldhús- inu, eða sitja til borðs með fjöl- skyldunni og blanda geði við hana, en við það lækkuðu launin nokkuð. Þorbjörg valdi síðari Fasteignatorgið Glerárgötu 28, ii. hæð Sími 21967 Múlasíða: 2ja herbergja íbúð á 3. hæð, 67,7 m2 nettó. Vönduð og falleg eign. Mikið áhvflandi. Langahlíð: Einbýlishús, hæð og Vz kjallari, 80 m2. Skipti á 2ja herbergja íbúð í Glerárhverfi koma til greina. Norðurgata: Einbýlishús, hæð, ris og kjallari, ca. 200 m2. Mikið endurnýjað, utan sem innan. Stapasíða: Raðhús á 2 hæðum ásamt bil- geymslu, 163 m2. Sérlega vönd- uð og falleg eign. Möguleg skipti á 4ra herbergja blokkaríbúð í Lundarhverfi. Oddeyrargata: Parhúsaíbúð á 2 hæðum, 80 m2. Eign á góðum stað. Laus fljót- lega. Hörgárdalur: Einbýlishús, hæð, ris og kjallari, ca. 250 m2. Lóð 1600-2000 m2 afgirt. Miklir möguleikar. Ódýr eign. Laus strax. GAGNKVÆMT TRAIIST - TRAUST WÓNUSTA Opið" 10,30 tn 1200 13.00 tif 18.00 Sölustjóri: Tryggvi Pálsson Heimasími 21071 Ásmundur Jóhannsson hdl. kostinn og sá ekki eftir því. Bergstoff greifí hafði hrökklast frá heimalandi sínu í umróti fyrri heimsstyrjaldar, en siði og venjur forfeðra sinna hafði hann í heiðri og var nákvæmur og strangur í uppeldi barna sinna, sem þéruðu föður sinn. Um tveggja ára skeið vann hún í sendiráði Islands í Kaupmanna- höfn en þá var þar sendiherra Sveinn Björnsson síðar forseti. Minntist Þorbjörg Sveins jafnan með virðingu og þótti mikið koma til hæversku hans, fágaðrar framkomu og drengskapar í stóru sem smáu. Er heimsstyrjöldin síðari braust út urðu þáttaskil í lífi Þorbjargar eins og svo margra annarra. í septembermánuði árið 1939 flyst hún heim og stuttu síð- ar giftist hún Birni Haraidssyni bónda og kennara frá Austur- görðum í Kelduhverfi og settust þau þar að. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Þau eru: Þórarinn tryggingasali, búsettur í Kópavogi; Sigríður kennari í Hafnarfirði, gift þeim er þessar línur ritar og Guðný gift Jónasi Þórðarsyni og búa þau að Aust- urgörðum. Barnabörnin eru orð- in níu og eitt barnabarnabarn. Þau Björn og Þorbjörg lifðu í far- sælu hjónabandi í hálfan fimmta áratug. Björn tók virkan þátt í félagsstörfum, var um tíma oddviti sveitar sinnar, sat í sýslu- nefnd, starfaði sem þingskrifari og kennari um árabil, en fékkst einnig við ritsörf auk búskaparins að Austurgörðum. Vettvangur Þorbjargar var fyrst og fremst heimilið, sem oft var mannmargt, því að í Austurgörðum var far- skóli um árabil svo sem siður var til sveita í þá daga og dvaldist þar fjöldi barna um lengri eða skemmri tíma. Sá hún þá um matseld og viðurgjörning allan, auk þess sem gestkvæmt hefur jafnan verið að Austurgörðum. Er heilsu Björns tók að hraka annaðist Þorbjörg mann sinn af dæmafárri natni og fórnfýsi. Björn lést í maímánuði árið 1985 og tregaði Þorbjörg mann sinn mjög, þó hún bæri harm sinn í hljóði. Er ég kynntist Þorbjörgu var hún komin fast að sjötugu. Hún tók mér ákaflega vel á sinn hljóðláta og yfirlætislausa hátt og dekraði við mig sem aðra meðan heilsan leyfði, er við vorum gest- komandi að Austurgörðum. Þorbjörg var einkar dagfars- prúð kona. Hógværð og lítillæti einkenndi fas hennar allt og framkomu. Hún var orðvör og umtalsfróm og vildi öllum gott gjöra. Hún var einlæg trúkona, sem leitaði að styrk í bæninni. Megi mildi hennar og mann- gæska verða okkur hinum til eftirbreytni. Við kveðjum Þor- björgu Þórarinsdóttur með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Egill Friðleifsson. Ferðafélag Akureyrar Fyrsta ferð starfsársins, skíðagöngu- og snjóbílaferð í Lamba verður nk. laugar- dagsmorgun 13. apríl kl. 10.00. Brottför frá skrifstofu félagsins, Strandgötu 23 og verður hún opin föstudag 12. apríl kl. 18.00 til 19.00 til að taka á móti pöntunum í síma 22720. Ath! Áður auglýst myndakvöld frestað til fimmtudagsins 11. apríl kl. 20.00. Samtök jafnréttis og félagshyggju Við höfum opnað kosningaskrifstofu að Hafnarstræti 75, Akureyri. Opið frá kl. 10-22 alla daga. Símar 27360 og 27928. Kosningastjórar Jóhanna Friðfinnsdóttir og Haraldur M. Sigurðsson. Listabókstafur okkar er H. Stuðningsfólk og aðrir eru hvattir til að líta inn og fá sér kaffisopa og spjalla við frambjóðendur. xH — xH - xH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.