Dagur - 09.04.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 09.04.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 9. apríl 1991 Svarfdælingar Jóhannes Geir Sigurgeirsson verður með viðtalstíma miðvikudaginn 10. apríl kl. 14.00-16.00 í Þinghúsinu Grund. Framsóknarflokkurinn. Listamannalaun: Verulegar breytingar á launakerli listamanna Verulegar breytingar hafa verið ákveðnar á launakerfi lista- manna. Þetta gerist samkvæmt nýjum lögum um listamannalaun sem samþykkt voru á Alþingi í lok þingsins. Meginbreytingarnar sam- kvæmt lögunum eru sem hér segir: Fjórir sjóðir listamanna verða starfræktir. 1. Launasjóður rithöfunda. 2. Tónskáldasjóður. 3. Starfslaunasjóður myndlist- armanna. 4. Listasjóður sem er almenn- ur sjóður í þágu allra listamanna. Leiklistarfólk, á rétt á helmingi starfslauna úr listasjóði. Jafnramt verða veitt sérstök framlög úr þessum sjóði, m.a. til þeirra sem hafa notið listamannalauna undanfarin ár og náð hafa 60 ára aldri. Listasjóðurinn nemur 240 mánaðarlaunum. Starfslaun listamanna munu 10°/< staðgreiðslu O afeláttur á „pakkavöru“ M 9.-13. aprO Það eina sem er undanþegið afslætti eru mjólkurvörur, kjötvörur, fiskvörur og tóbak. Okkar hraðvirka og örugga strikmerkjakerfi sér þér fyrir réttum afslætti. □ MARKAÐUR FJÖLNISGÖTU 4b Opið virka daga kl. 10.30 til 18.30 Opið laugardaga kl. 10.00 til 14.00 Verslun allra Norðlendinga. Opin alla daga til kl. 22.00 MATVÖRUMARKAÐURINN KAUPANGi OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 22.00 MM li,ili,il Styrkjum norðlenskt athafhalíf! Sækjum þjónustu tíl heimamanna! Verið velkomin! nema samanlagt 900 mánaðar- launum, en núverandi lista- mannalaun, almenn starfslaun og starfslaun úr Launasjóði rithöf- unda nema nú 764 mánaðarlaun- um. í lögunum er síðan gert ráð fyrir því að bæta við 60 mánaðar- launum á ári næstu fimm árin. Sett verður upp sérstök stjórn listamannalauna sem hefur yfir- umsjón með kerfi listamanna- launa og annast úthlutun úr lista- sjóði. Úthlutunarnefndir sér- greindu sjóðanna verða tilfnefnd- ar af viðkomandi samtökum lista- manna. „Á elleftu stund“ - 5. úrvalsbókin komin út Út er komin bókin „Á elleftu stund“ sem er fimmta bókin í bókaflokki sem Úrvalsbækur - Frjáls fjölmiðlun hf. gefa út. Eins og fyrri bækurnar fjórar er þetta úrvals spennusaga eftir valinn höfund. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „A elleftu stund er mjög óvenjuleg spennusaga sem gerist á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Aðalhetjan, Henry, þykist verða var einkennilegra mannaferða um það leyti sem dauðinn ber að dyrum allt í kringum hann. Hon- um þykir heldur ekki einleikið hvernig vistmennirnir týna töl- unni einn af öðrum. Hann fer að hafa orð á þessu við aðra og þá líður ekki á löngu þar til honum sjálfum er sýnt til- ræði. Hann strýkur þá í skyndi af heimilinu með Dixie vinkonu sinni og þau lenda í ævintýrum sem í senn eru rómantísk, hættu- leg og fyndin, uns leiðin liggur aftur heim á hjúkrunarheimilið og stund uppgjörsins nálgast." Eyðilandið - fne Waste Land eftir T. S. Eliot IÐUNN hefur gefið út ljóðabálk- inn Eyðilandið eftir bandaríska skáldjöfurinn T.S. Eliot í þýð- ingu Sverris Hólmarssonar. Þetta er það verk Nóbelsskáldsiná sem mest jók hróður þess og varð þegar við útkomu sína afar umdeilt, hneykslaði marga og heillaði aðra, og er eitthvert þekktasta bókmenntaverk síðari tíma á sviði ljóðlistar. Eyðilandið eða The Waste Land hefur haft meiri og langærri áhrif á skáldskap nútímans en flest önnur ljóð. Ljóðmál bálks- ins þykir einkar margrætt og auð- ugt og skáldið seilist víða til fanga í tíma og rúmi. Ljóðunum fylgja athugagreinar skáldsins, þar sem tilvísanir eru skýrðar og raktar til bókmennta fortíðar og samtíðar. Þýðing Sverris Hólmarssonar birtist hér ásamt enskum frum- texta ljóðanna, auk þess sem Sverrir ritar um skáldið og ljóð þess og gerir ítarlega grein fyrir hvorutveggja. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! l|iðSB,OAB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.