Dagur


Dagur - 30.05.1991, Qupperneq 6

Dagur - 30.05.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 30. maí 1991 Þankar um óbeinar reykingar og aJmenna heilsuvemd Lesandi góður. Svokallaðar óbeinar reykingar eru fyrirbæri sem flest okkar þekkja af eigin raun úr hinu daglega lífi. Ástæða þess að ég drep niður penna og skrifa þessa grein er sú að mér fínnst fyllilega tími til þess kominn að við förum að gera okkur grein fyrir skaðsemi og óþægindum sem menn geta orðið fyrir af völdum óbeinna reykinga, eða nauðugra reykinga eins og sumir hafa kosið að kalla þær. Einnig langar mig að koma lítillega inn á skeytingarleysi okkar gagnvart áhættuþáttum heilsuleysis. Sjálfsagt spyrja einhverjir hvað ég sé að skipta mér af reykingum annarra, eru reykingar ekki einkamál reykingamannanna sjálfra? Svo einfalt er nú málið ekki því miður. Tölur frá Banda- ríkjunum um að rúmlega 3 millj- ónir manna deyi þar árlega af völdum sjúkdóma sem rekja má til óbeinna reykinga, sýna fram á að því fer víðs fjarri að svo sé. Þótt menn reyki ekki sjálfir verða þeir iðulega að þola að aðrir mengi fyrir þeim andrúmsloftið með tóbaksreyk og anda þá að sér nikótíni, kolsýrlingi, efnum sem geta valdið krabbameini, ertandi lofttegundum og öðrum hættulegum efnum í reyknum. Þá er talað um óbeinar reykingar. Mannréttindabrot? Reykingamönnum finnst einatt að sér vegið með alls kyns áróðri varðandi reykingar og telja að það eigi að vera sjálfsagður réttur hvers manns að fá að fylla lungu sín af eitruðum tóbaksreyk og spúa honum síðan yfir menn og málleysingja. Sumir hafa jafnvel talað um að hömlur á þessu séu brot á mannréttindum. Vissulega eiga menn að hafa frelsi til flestra hluta og ég er síður en svo tals- maður boða og banna í þjóðfé- laginu. En eigum við að hafa frelsi til að baka öðrum heilsu- | tjóni? Ég leyfi mér hiklaust að svara því neitandi. Ég vil meina að manni eigi að vera í sjálfsvald sett hvað hann gerir sjálfum sér svo framarlega að hann gangi ekki á rétt annarra. Og erum við þá ekki komin að kjaran málsins? Sjálfsögðum rétti fólks til að kjósa sér reyklausa tilveru. Sá réttur fólks hefur verið fótum troðinn af okkur reykinga- mönnunum í gegnum tíðina og þá er nú sjaldnast verið að hugsa um mannréttindi eða brot á mannréttindum. Réttindaskrá gegn tóbaki Það er þó ljóst að stigin hafa ver- ið framfaraskref í þá átt að vernda rétt þeirra sem ekki reykja með setningu tóbaksvarn- arlaganna árið 1985. Tveimur árum síðar, 1987, var haldin ráð- stefna í Madrid á Spáni um stefnu í tóbaksvörnum í Evrópu. Þar var samþykkt réttindaskrá gegn tóbaki, en mér er ekki kunnugt um að hún sé í gildi hér á landi, ennþá að minnsta kosti. í þeirri réttindaskrá stendur m.a. þetta: „Hreint loft laust við tóbaks- reyk, er grundvallarþáttur í rétt- inum til heilnæmis og ómengaðs umhverfis." Það ber þó að fara varlega í lagasetningu um hegðan fólks. Fyrst og fremst þarf að uppfræða fólk um staðreyndir málsins og gera því ljóst að þess er valið. Það hlýtur að koma að því að augu okkar opnist fyrir því að einn af grundvallarþáttur mann- legra samskipta hlýtur að vera gagnkvæm tillitssemi. Þeir sem hafa kosið sé'r reyklausa tilveru hafa verið einkar tillitssamir við okkur reykingamennina og lítið kvartað undan þeim óþægindum sem mengun af tóbaksreyk hefur valdið þeim. En nú á seinni árum hefur fólki orðið æ ljósari sú mikla hætta sem heilsufari fólks | stafar af óbeinum reykingum. Spör á tillitssemina Vísindamenn hafa fengið fólki beitt vopn í hendur í réttindabar- áttu þess með því að sanna að óbeinar reykingar geta valdið margvíslegum heilsuspjöllum og lífshættulegum sjúkdómum þeg- ar verst lætur. En það er nú einu sinni þannig að við viljum helst ekki hlusta á slíkt tal, brjóti það í bága í lífsvenjur okkar og langanir, og oft á tíðum erum við æði spör á tillitssemina við náungann. Ég var eitt sinn spurð- ur að því, þar sem ég sat og blés fúlum tóbaksreyknum yfir gesti og gangandi, hvort ég hefði ein- hvern tímann leitt hugann að því að þessi sóðaskapur sem reyking- ar vissulega væru, snertu fleiri en bara sjálfan mig. Eitthvað var fátt um svör hjá mér. Ég hafði svo sem gert mér grein fyrir skað- semi reykinga, en ég varð að játa að ég hafði lítið sem ekkert leitt hugann að óbeinum reykingum og var illa upplýstur um þau mál. Ekkert einkamál Eigi alllöngu síðar komst ég yfir bækling um óbeinar reykingar og mér fannst ég einhverra hluta vegna knúinn til að lesa mér til um þessi mál. Það leiddi síðan til þess að ég fór að sjá reykingar mínar í nýju ljósi. Auðvitað voru þær síður en svo mitt einkamál, samferðamenn mínir urðu sífellt að þola að ég mengaði fyrir þeim andrúmsloftið með eitruðum tóbaksreyknum. Til að gera langa sögu stutta þá ákvað ég fyr- ir rúmu ári að segja skilið við þennan hættulega ósið sem mér finnst reykingarnar vera og leita mér að betri félagsskap. Það var einfaldlega ekki þess virði lengur að þurfa að greiða það gjald sem reykingarnar innheimta og láta aðra líða fyrir löngu úreltan Björn Jónsson. lífsstíl. Fljótlega eftir að ég var kominn út úr kófinu og var kom- inn í spor þeirra sem ekki reykja gerði ég mér enn frekari grein fyrir óbeinum reykingum. Ég var í rauninni ekki hættur að reykja, þótt svo ætti að heita. „Fanatík“ ofstæki Eitt sinn vogaði ég mér að minn- ast á skaðsemi óbeinna reykinga við frændfólk mitt, reykingafólk mikið. Þá var mér tjáð að það væri svo sem ágætt að ég hætti að reykja, en ég þyrfti ekki að verða „fanatískur“ fyrir vikið. Þannig voru málin afgreidd á þeim bænum. Mér er bæði ljúft og skylt að taka það fram af gefnu tilefni að fanatík eða ofstæki eins og það heitir víst á okkar ástkæra ylhýra, kemur þessu máli hreint ekkert við. Það er því engum greiði gerður með því að blanda fanatík inn í þessa umræðu. Þar á hún alls ekki heima. Mér finnst það satt best að segja þröngsýni í meira lagi þegar menn afgreiða hlutina á þennan hátt. Mér finnst að fólk ætti betur að hugsa sinn gang áður en það notar stimpil- inn fanatískur um þá sem ekki kæra sig um að vera í reykjar- svælunni og vilja gjarnan ráða því sjálfir hvort þeir reykja eða ekki. Mig langar að biðja reyk- ingamenn að hugleiða hvort af- staða þeirra til þessara mála sé alltaf laus við fanatík, Það skyldi þó ekki vera að flísin og bjálkinn eigi við hérna sem og víðar? Nýr Iífsstfll Staðreyndir um skaðsemi óbeinna reykinga eru vissulega borðliggjandi, burtséð frá því hvort menn séu fanatískir eða ekki og um þær vil ég fjalla m.a. í þessari grein. Einhverjum kann að finnast að ég hafi varla efni á að vera að predika um þessi mál þar sem ég hafi tekið þátt í ósómanum sjálfur. Því er til að svara að mér finnst ég hafa tekið ábyrga afstöðu með því að leggja þennan ósið niður og mér finnst að fólk eigi það inni hjá mér að ég berjist fyrir sjálfsögðum rétti þess til að kjósa sér reyklaust líf. Sá mæti maður Ólafur Tryggvason huglæknir segir í ein- hverri bóka sinna: „Þeir sem lifa nýja reynslu, hugsa nýjar hugsan- ir, þeir segja skilið við gömul hugmyndaform og gervi og eiga frumkvæðið að nýjum lífsstíl og einfaldari félagsformum og móta nýjan lífsvilja. “ Ég tel mig vera vel í stakk búinn til að leggja þessu góða baráttumáli lið og það mun ég reyna að gera. Til að við getum tekið skynsamlegar ákvarðanir þurfum við að vera vel upplýst og það er von mín að upplýsingarn- ar, sem birtar eru hér til hliðar, verði til þess að einhverjir fari að hugleiða þessi mál. Sú upptalning ætti að gera mönnum það ljóst hversu gífurlegur skaðvaldur óbeinar reykingar geta verið. Er nema von að þeir sem ekki reykja vilji gjarnan fá að ráða því sjálfir hvort þeir andi að sér reyk- menguðu lofti eða ekki? Stærsta heilbrigðis- vandamál þjóðarinnar Þó að ég hafi ekki ætlað að gera almennar reykingar og umræðu- efni hér þá finnst mér rétt að geta þess að reykingar eru stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinn- ar. Er það ekki á valdi okkar, sem höfum verið að daðra við þennan löngu úrelta lífsstíl, hvort sjúkdómar þeir sem af reyking- Nokkrar staðreyndir um skaðsemi beinna og óbeinna reykinga Tóbaksreykur sá, er reykinga- maðurinn sogar að sér, er kallað- ur meginreykur en reykurinn sem berst frá brennandi tóbakinu útí andrúmsloftið er kallaður hliðar- reykur. í hliðarreyknum eru sömu efni og í meginreyknum en í mismunandi þéttni, þar af meira en 50 krabbameinsvaldandi efni. Saman valda hliðarreykur og meginreykur hættulegri loft- mengun. Tóbaksreykur, einkum hliðarreykurinn, er sá mengunar- valdur innanhúss sem mestu máli skiptir fyrir þá sem ekki reykja og er þeim hættulegastur. 150 sígarettur á ári Óbeinar reykingar valda því að meirihluti þeirra sem ekki reykja er með nikótín í líkamanum komið frá reykingum annarra. Barn sem á foreldra sem reykja, andar að sér sem svarar reyk úr allt að 150 sígarettum á ári. Kol- sýrlingur úr tóbaksmengun sest einnig í blóð þeirra sem ekki reykja. Sá sem „reykir ekki“ en vinnur á skrifstofu þar sem reykt er reykir í raun 1-5 sígarettur daglega þá daga sem hann er í vinnunni sé miðað við 8 stunda vinnudag. Margvísleg óþægindi Reykmengun getur valdið marg- víslegum óþægindum hjá þeim sem ekki reykja en eru í mengun- inni um lengri eða skemmri tíma: Sviði í augum, höfuðverkur, kláði, hnerri, nefrennsli, stund- um nefþurrkur, velgja, niðurgang- ur, svimi, sviði í hálsi, öndunar- erfiðleikar og hæsi eru allt dæmi um þetta. Sýnt hefur verið fram á það í fjölda rannsókna að fóstur og nýburar skaðast og láta jafn- vel lífið vegna reykinga mæðra á meðgöngutímanum. Er nú svo komið að unnt er að fullyrða að enginn einn þáttur annar hafi skaðvænlegri áhrif á fóstrið. Reykingar á meðgöngu eru í mörgum tilfeílum orsök þess að börn fæðast andvana eða deyja fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Aukin hætta á fósturláti Ef móðirin reykir á meðan hún gengur með barn sitt fara ýmis skaðlegustu efni tóbaksreyksins úr blóði hennar gegnum fylgjuna til fóstursins, þar á meðal nikótín, kolsýrlingur og sum þeirra efna sem valdið geta krabbameini. Kolsýrlingurinn verður enn meiri í blóði fóstursins en í móðurinni. Fyrir bragðið dregur úr þroska barnsins. Börn kvenna sem reykja eru til jafnaðar um 200 g léttari við fæðingu en börn þeirra kvenna sem reykja ekki. Þetta gildir einnig ef barnshafandi kon- ur verða fyrir reykmengun af öðrum orsökum t.d. ef faðirinn reykir. Þær konur sem reykja um meðgöngutímann eru í meiri hættu á að láta fóstri og að fæða fyrir tímann, einnig er þeim hætt- ara við fylgjulosi, en fylgjan er lífsnauðsynlegur snertiflötur við leg móðurinnar. Aðrir áhættuþættir í gegnum fylgjuna berst fóstrinu næring og súrefni. Ófæddu barni stafar því augljós hætta af tóbaksreyk. Færa má rök fyrir því að konur sem hætta að reykja á fyrri hluta meðgöngutímans auki þar með líkurnar á að eign- ast barn með eðlilega fæðingar- þyngd. Litil fæðingarþyngd teng- ist aukinni hættu á bæklun og vansköpun nýfæddra barna. Hér er átt við klofna vör og klofinn góm, rangeygi, meiriháttar skemmdir á höfði og heila við fæðingu, klofinn hrygg, hjarta- galla, kviðslit og vanskapanir á þvagfærum. Allt er þetta algeng- ara hjá börnunum mæðra sem reykja á meðgöngutímanum. Nokkrar rannsóknir hafa tengt reykingar mæðra auknum vöggu- dauða. Þar kemur fram að vöggudauði er a.m.k. tvisvar sinnum algengari meðal þeirra barna sem búa hjá reykingafor- eldrum en börnum foreldra sem reykja ekki. Brjóstamjólk Margt er unnið við að hafa barn á brjósti. Brjóstamjólkin inniheld- ur þá næringu sem barnið þarfn- ast og er sérstaklega við þess hæfi. Það sem móðirin borðar og drekkur hefur áhrif á bragð og innihald brjóstamjólkurinnar. Kirtlar í brjóstunum framleiða mjólkina og blóðið flytur henni efni og bragð. Ef móðirin reykir kemst nikótín í brjóstamjólkina. Reyki hún mikið getur það haft þau áhrif á barnið að það verði fölt, kasti upp og fái niðurgang. Berkjubólga og lungnabólga eru mun algengari hjá börnum á fyrstu aldursárum ef foreldrar þeirra reykja, annar eða báðir. Öndunarfærasjúkdómar Börn foreldra sem reykja fá oftar öndunarfærasjúkdóma en önnur börn. Mun meiri líkur eru á að börn reykjandi foreldra þurfi á því að halda að úr þeim séu tekn- ir hálskirtlarnir. Tengsl virðast vera á milli reykinga foreldra og asmaeinkenna hjá börnum. Tvær rannsóknir benda til þess að börnum sem alast upp við óbein- ar reykingar, verði hættara við heilahimnubólgu. Börn reykingafólks fá einnig oftar í eyrun. Öndunarvegurinn tengist eyrunum með litlum göngum og geta bólgusjúkdómar í nefni, munni og hálsi sem orsakast af mengun frá tóbaks- reyk búið í haginn fyrir eyrna- sjúkdóma, sérstaklega eyrna- bólgu. Fólk sem þjáist af ofnæmi almennt t.d. af nefrennsli vegna ofnæmis finnur oft fyrir því hvernig tóbaksreykur eykur ein- kennin. Sumir eyrnasjúklingar fá asmaköst þegar þeir lenda í reyk- menguðu lofti og gildir þetta jafnt um börn sem fullorðna. Þá getur reykmengun valdið því að húðsjúkdómar versni. Læknar hafa bent á að unnt sé að tengja óbeinar reykingar æðaþrengslum og krampa í útlimaslagæðum. Æðakrampinn kemur oft í kulda eða af reyking- um og veldur því að hendur og fætur fölna og blána með verkjum og dofna. Ennfremur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.