Dagur - 30.05.1991, Page 11
íþróttir
Fimmtudagur 30. maí 1991 - DAGUR - 11
r-
Knattspyrna:
2. flokkur KA skartar þremur
landslidsmömuun í sumar
Þrír ungir knattspyrnumenn úr
KA hafa að undanförnu verið í
sviðsljósinu með yngri lands-
liðunum. Eggert Sigmundsson
og Bjarki Bragason eru nýlega
komnir frá Tékkóslóvakíu þar
sem þeir léku á ætingamóti
með U-18 ára landsliðinu og
ívar Bjarklind var með U-16
ára landsliðinu í Sviss þar sem
úrslitakeppni Evrópumóts
drengjalandsliða fór fram fyrir
skömmu.
Piltarnir verða allir 17 ára á
árinu og eru því á yngra árinu í 2.
flokki. Markvörðurinn Eggert er
þeirra reyndastur í landsliðs-
mennskunni, var á sínum tíma
valinn í drengjalandsliðið og lék
7 leiki með því en var valinn í U-
18 ára liðið í fyrra og lék þá tvo
leiki. Bjarki var valinn í U-18 ára
liðið í vor og er það í fyrsta sinn
sem hann er valinn í landslið og
sama á við um Ivar Bjarklind sem
var valinn í drengjalandsliðið í
vetur. Hann fór með liðinu til
Sviss eins og fyrr segir auk þess
sem farið var í æfingaferð til
Möltu um páskana.
U-18 ára liðið tók nýlega
þátt í æfingamóti í Tékkóslóvakíu.
Þar sigraði liðið Malasíu 3:0 en
tapaði 1:2 fyrir Rúmenum, 0:1
fyrir Grikkjum og 1:2 fyrir
Slóvökum. Liðið kom einnig við í
Austurríki og sigraði Austurrík-
ismenn 1:0.
Eggert og Bjarki léku báðir í
ferðinni, Eggert skipti nokkurn
veginn jafnt við Friðrik. Por-
steinsson úr Fram og Bjarki spil-
aði einn heilan leik og kom inná í
tveimur. Sömu sögu er ekki að
segja af ívari með drengjalands-
liðinu. Hann meiddist á síðustu
æfingu fyrir ferðina en fór engu
að síður út í von um að hann
myndi jafna sig. Það gekk þó
hægar fyrir sig en búist hafði ver-
ið við og svo fór að hann spilaði
aðeins síðustu 10 mínúturnar
gegn Sovétmönnum í síðasta
leiknum. Hann tapaðist 0:2,
leikurinn gegn Spánverjum tap-
aðist einnig en liðið sigraði hins
vegar Júgóslava í fyrsta leik.
Þeir félagar eru allir á því að
gengi liðanna tveggja hafi verið
viðunandi í þessum tveimur síð-
ustu verkefnum. „Menn voru
alveg sáttir við árangurinn í Sviss
þótt við vonuðum fyrirfram að
hann yrði betri. Aðalatriðið var
að forðast skelli eins og öll lands-
liðin hafa fengið og það tókst.
Mér fannst hins vegar ömurlegt
að geta ekki spilað meira,“ sagði
ívar. Hann er ekki lengur gjald-
gengur í drengjalandsliðið en
segist setja stefnuna ótrauður á
U-18 ára liðið.
Eggert og Bjarki voru einnig
sáttir við árangur U-18 ára
liðsins. „Við erum að ná þessum
þjóðum. Prátt fyrir að úrslitin
hafi verið heldur óhagstæð voru
allir leikirnir mjög jafnir og bilið
er greinilega mikið að minnka
þrátt fyrir að það hverfi sennilega
aldrei.“
2. flokkur KA skartar þremur
landsliðsmönnum í sumar en lið-
ið leikur í 2. deild. „2. flokkurinn
er að koma sterkur upp enda
héldu allir áfram sem komu upp
úr 3. flokki en það hefur ekki
gerst í mörg ár. Við erum hóflega
bjartsýnir, erum reyndar með öll-
um sterkustu liðunum í riðli en
stefnum að sjálfsögðu á að fara
upp,“ sögðu strákarnir.
Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu:
Völsungur haföi betur í
viðureign 3. deildarliðanna
- Dalvík, Reynir og Kormákur áfram
í fyrrakvöld fóru fram 18 leikir
í Mjólkurbikarkeppninni í
knattspyrnu. Fjórir af þeim
fóru fram á Norðurlandi, Dal-
víkingar sigruðu Hvöt 2:1 á
Blönduósi, Reynir sigraði
UMSE-b 4:3 á Árskógsströnd,
Völsungur sigraði Magna 3:1 á
Húsavík og Kormákur lagði
Neista 2:0 á Hvammstanga.
Fyrri hálfleikur á Blönduósi
var býsna opinn og fjörugur og
bæði lið fengu ágætis marktæki-
færi. Hvatarmenn voru betri aðil-
inn og Bjarni Gaukur Sigurðsson
skoraði fyrir liðið eftir 30 mínút-
ur. Dalvíkingar voru einnig
nálægt því að skora og áttu m.a.
skot í stöng.
í seinni hálfleik hugðust Hvat-
armenn halda fengnum hlut og
lögðust í vörn en Dalvíkingar
hresstust mikið og sóttu af kappi.
Pað bar árangur, Örvar Eiríks-
son jafnaði metin eftir 20 mínút-
ur og skömmu fyrir leikslok skor-
aði Vopnfirðingurinn Gísli
Davíðsson sigurmark Dalvík-
inga.
Fjörugt á Árskógsströnd
Viðureign Reynis og UMSE-b
var sérlega fjörug og höfðu bæði
markverðir liðanna og dómari
leiksins í ýmsu að snúast enda
mikið skorað og leikið af karl-
mennsku og stundum rúmlega
það. Leikmenn UMSE-b byrjuðu
með miklu offorsi og náðu foryst-
unni eftir aðeins eina mínútu
með marki Gísla Úlfarssonar.
Tveimur mínútum síðar jafnaði
Garðar Níelsson fyrir Reynis-
menn eftir fyrirgjöf frá Siguróla
Kristjánssyni og þegar aðeins
fimm mínútur voru liðnar kom
Júlíus Guðmundsson Reynis-
mönnum yfir. Leikurinn var í
járnum eftir þetta fram að hléi,
bæði lið fengu ágætis færi til að
bæta við mörkum og náðu Reyn-
ismenn að nýta eitt þeirra þegar
Garðar bætti sínu öðru marki við
eftir 30 mínútna leik.
Seinni hálfleikur byrjaði einnig
með látum, UMSE-b sótti strax
að marki Reynismanna sem
máttu m.a. bjarga á línu. En
boltinn fór ekki inn heldur geyst-
ust Reynismenn í skyndisókn
sem endaði með að dæmd var
vítaspyrna á UMSE-b sem Garð-
ar skoraði örugglega úr. Reynis-
menn voru síðan mun meira með
boltann en sköpuðu sér engin
teljandi færi. í lokin færðust leik-
menn UMSE-b allir í aukana og
Ólafur Torfason náði að minnka
muninn eftir laglega sendingu
Arnars Kristinssonar. Á loka-
mínútunni fékk þessi sami Ólafur
að líta rauða spjaldið fyrir brot.
UMSE-b liðið var nokkuð
jafnt en mest bar á Gísla Úlfars-
syni. Hjá Reyni voru Siguróli
Kristjánsson og Heimir Bragason
yfirburðamenn.
Unnar með þrennu á
Húsavík
Völsungar voru frískir í upphafi
gegn Magna og skoruðu tvö
mörk með stuttu millibili. í bæði
skiptin var Unnar Jónsson á ferð-
inni, í fyrra skiptið fékk hann
sendingu inn fyrir vörn Magna og
skoraði af öryggi og skömmu
seinna skoraði hann með skalla
af stuttu færi eftir að ísak
Oddgeirsson, markvörður
Magna, missti af boltanum.
Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir
þetta og skömmu fyrir hlé minnk-
aði Reimar Helgason, fyrirliði
Magna, muninn af stuttu færi eft-
ir hornspyrnu. Seinni hálfleikur
var í jafnvægi en Unnar náði
engu að síður að bæta við sínu
þriðja marki fyrir Völsung þegar
hann skoraði af stuttu færi eftir
sendingu fyrir mark Magna.
Leikurinn fór fram á grasvelli
þeirra Húsvíkinga í mjög góðu
veðri og við ágætar aðstæður.
Völlurinn hefur tekið mjög vel
við sér og segja fróðir að hann sé
mun betri en síðustu ár.
Sanngjarn sigur Kormáks
Kormákur vann nokkuð sann-
gjarnan og öruggan sigur á Neista
á grjóthörðum malarvellinum á
Hvammstanga. Kormáksmenn
voru mun sterkari í upphafi og
Rúnar Guðmundsson náði for-
ystunni fyrir þá eftir 15 mínútur.
Um miðjan fyrri hálfleikinn fóru
Neistamenn að bíta frá sér en
þegar jöfnunarmarkið virtist í
uppsiglingu skoraði Albert Jóns-
son annað mark Kormáks og þar
með voru úrslitin ráðin. Seinni
hálfleikur einkenndist af miðju-
þófi, bæði lið fengu reyndar
þokkaleg færi sem öll fóru for-
görðum og verður ekki annað
sagt en að úrslitin hafi verið
sanngjörn.
Úrslit í öðrum leikjum urðu
þessi:
Leiknir R.-Haukar 0:2
Afturelding-Grótta 1:5
Stokkseyri-TBR 4:2
Reynir S.-Grindavík 0:7
ÍR-ÍBK frestað til 6/6
Skallagrímur-Bolungarvík 2:3
ÍK-Víkingur Ól. 2:1
Þróttur R.-Snæfell 5:1
Árvakur-Selfoss 3:2
Sindri-Leiknir F. 2:1
Þróttur N.-Höttur 2:1
Huginn-Valur Rf. 5:1
Austri E.-Einherji 2:3
Njarðvík-Fylkir 1:4
Landsliðsmennirnir þrír, f.v.: fvar Bjarklind, Eggert Sigmundsson og Bjarki
Bragason. Mynrf: jiib
Einnar kylfu keppni á Króknum:
Öm Sölvi sigraði
Um síðustu helgi fór fram
einnar kylfu keppni á Hlíðar-
endavelli á Sauðárkóki. Keppt
var í karla-, kvenna- og ungl-
ingaflokki, með og án forgjaf-
ar, og voru keppendur milli 20
og 30 talsins.
í karlaflokki án forgjafar sigr-
aði Örn Sölvi Halldórsson,
Gunnar Andri Gunnarsson varð
annar og Einar Einarsson þriðji.
í keppni með forgjöf sigraði Ein-
ar Einarsson, Kári Valgarðsson
varð annar og Gunnar Þ. Guð-
jónsson þriðji.
í kvennaflokki sigraði Val-
gerður Sverrisdóttir í keppni án
forgjafar, Sólrún Steindórsdóttir
varð önnur og Svanborg Guð-
jónsdóttir þriðja. Þessar þrjár
röðuðu sér eins í efstu sætin í
keppni með forgjöf.
I unglingaflokki röðuðu efstu
menn sér einnig eins í keppni
með og án forgjafar. Sigurvegari
varð Halldór Halldórsson, annar
varð Guðjón B. Gunnarsson og
þriðji Þorsteinn Jónsson.
Á sunnudaginn fer fram hjóna-
og parakeppni á Sauðárkróki. Er
körlunum þá ætlað að slá úti á
brautunum en konurnar sjá um
púttin.
Sundlaug
Glerárskóld'
Sumaropnunartími laugarinnar fyrir al-
menning verður alla virka daga kl. 07.00-
20.30 nema miðvikudaga þá er opið kl.
07.00-17.00 og um helgar kl. 09.00-14.00.
Ath. 4. júní-28. júní verður laugin lokuð alla virka
daga kl. 09.00-12.00 vegna sundnámskeiða.
Skjaldbökurnar
komnar
4 Sendum í póstkröfu,
PRRIS sími: 27744-
. „,*1 , V • Hafnarstræti 96,
Leikfangamarkaöurinn Akureyri.