Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Dagur - 26.06.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 26.06.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 26. júní 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Dagsprent hf. gert að almennmgshlutafélagí Á aðalfundi Dagsprents hf. sem haldinn var í síðustu viku, var að tillögu stjórnar fyrirtækis- ins samþykkt að aflétta öllum hömlum á með- ferð hlutafjár í fyrirtækinu. Með þessari breyt- ingu er öllum sem áhuga hafa heimilt að kaupa hlutafé í fyrirtækinu og er þar með stefnt að því að gera Dagsprent hf. að almenningshlutafélagi. Svo sem kunnugt er stendur hlutafélagið Dagsprent að útgáfu Dags og rekstur alhliða prentsmiðju á Akureyri, sem m.a. prentar blaðið. Afkoma fyrirtækisins síðustu tvö árin hefur verið þokkaleg. Árið 1989 var rekstur- inn „rétt ofan við núllið“, eins og stundum er sagt en í fyrra varð um 6 milljóna króna hagn- aður af rekstri fyrirtækisins. Þetta verður að teljast mjög góður árangur því árið 1988 varð 20 milljóna króna tap af rekstri fyrirtækisins og mjög óvænlega horfði, m.a. vegna mikilla fjárfestinga þess og fjármagnskostnaðar af þeim sökum. Með samstilltu átaki tókst stjórn og starfsfólki fyrirtækisins að komast yfir þessa erfiðleika og snúa vörn í sókn. Þessari sókn á nú að halda áfram og efla og treysta fyrirtækið enn frekar í sessi. Kannanir hafa sýnt að Dagur er í stöðugri sókn á fjölmiðlamarkaðinum. Staða blaðsins er afar sterk á Norðurlandi eystra og blaðinu vex stöðugt ásmegin á Norðurlandi vestra. Það er einnig eftirtektarvert að Dagur hefur sótt mjög í sig veðrið á landsvísu. Samkvæmt nýlegri könnun sem Gallup á íslandi gerði fyr- ir Samband íslenskra auglýsingastofa er Dag- ur nú í fjórða sæti yfir mest lesnu dagblöð landsins. Blaðið hefur skotið bæði Þjóðviljan- um og Alþýðublaðinu aftur fyrir sig og nálg- ast Tímann óðfluga að útbreiðslu, ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Dagur hefur alla burði til að vinna fleiri sigra og þjóna lesendum sínum betur en nokkru sinni fyrr. Þess vegna er nú almenn- ingi gefinn kostur á að kaupa hlut í fyrirtæk- inu og leggja þannig sitt lóð á vogarskálina til að þetta megi takast sem allra best. Vonandi verða viðtökur almennings góðar, ekki síst þess fólks sem á landsbyggðinni býr. Dagur hefur ávallt kappkostað að vera málsvari landsbyggðarinnar og mun verða það áfram. Það er ekki vanþörf á að láta rödd þess fólks sem þar býr heyrast betur en nokkru sinni fyrr. BB. Grcinarhöfundur kvartar yfir umgengni og slysahættu í þessu umhverfi. Á innfelldu myndinni sést hvar verið er að vinna við timbur innan bárujárnsgirðingarinnar sem vitnað er til í greininni. Ekki er allt sem sýnist - slysagildrur og mengun Það er mikið rætt þessa dagana um fallegt umhverfi og hvarvetna sér maður börn og unglinga vinna að fegrun bæjarins, gróðursetja plöntur, slá bletti, hreinsa upp allskonar rusl svo til sóma er fyrir bæjarfélagið. Fjölmiðlar sjá um að koma þessum fréttum á fram- færi, svo og það fólk sem stendur fyrir og stjórnar þessum verkefn- um. En það virðast fáir hafa áhuga á því sem ábótavant er, í það minnsta heyrist ekki mikið í þeim hópi, þó svo að hann sé býsna stór. Það er eins og fólk veigri sér við að tala um það sem miður fer til þess að styggja nú engan, heldur byrgir inni gremju yfir tillitsleysi og slóðaskap þeirra er hlut eiga að máli. Hér í blaðinu gefur að líta mynd nokkurra rótgróinna fyrir- tækja sem eru þannig staðsett að þau liggja að lóðarmörkum fjölda íbúða. Rætt hefur verið við stjórnendur og eigendur fyrir- tækjanna og þeir beðnir um að laga þannig til að fólki sé bjóð- andi hvað útlit snertir og eins á það bent að þarna sé stórkostleg slysahætta fyrir börn sem sækja á þessa ruslahauga og eru að leika sér uppi á skúrum og timbur- stöflum beggja megin egghvassr- ar bárujárnsgirðingar. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef barn félli niður á girðinguna. Fyrir þessum hlutum virðast stjórnend- ur og eigendur fyrirtækjanna gjörsamlega sljóir og vonandi eru þeir menn til að taka á sig ábyrgðina ef slys verður. Burtséð frá sóðaskapnum virð- ist þeim mönnum sem þarna vinna gjörsamlega ókunnugt um að fólk búi í húsunum þarna í kring. Verið er með hávaða á öll- um tímum sólarhrings og oft að þarflausu, að því er virðist, og þá ekki síst snemma morguns á frí- dögum, svona rétt til að láta fólk- ið vita að allt sé í lagi og kominn tími fyrir íbúana að vakna - en slíka hugulssemi kunna ekki allir að meta. Annað er það, sem við er þarna búum og fleiri - svo sem þekkt fyrirtæki í matvælaiðnaði og verslun er selur tilbúinn mat höfum mátt þola gegnum tíðina- en það er hið dæmalausa eiturský sem leggur frá Kaffibrennslu Akureyrar með tilheyrandi óhreinindum og óhollustu. Petta mengar svo loft í íbúðum að vit- að er um fólk sem hefur orðið að yfirgefa heimili sín þegar verst lætur vegna óþæginda í öndunar- færum. Eins veit ég um fólk sem hefur ætlað að kaupa sér í svang- inn í verslun þeirri er selur tilbú- inn mat þarna í nágrenninu en snúið frá vegna brækju frá Kaffi- brennslunni. Petta hefur verið rætt við heilbrigðisfulltrúa Akur- eyrarbæjar og tók hann erindinu vel eins og samviskusamra embættismanna er siður. En því miður var ekkert hægt að gera formsins vegna. Þó veit ég að rætt var við þá aðila er hlut áttu að máli á sínum tíma. Nú er kominn nýr forstjóri að Kaffi- brennslu Akureyrar og vonandi lagfærir hann hlutina svo að við- unandi verði - því slíkt er ekki mikið mál, að mínu áliti, ef vilji er fyrir hendi. Einnig finnst mér furðulegt að sum þeirra fyrir- tækja sem ég hef rætt um hér að framan skuli tengjast stórfyrir- tæki sem oft úthlutar styrkjum til menningar og lista svo ekki fer framhjá neinum, og vildi ég óska að þeir tækju nú til í kringum sjálfa sig áður en næsta styrkveit- ing fer fram. Jón S. Arnason, Sólvölluni 17, Akureyri. Á myndinni sést Auðun Benediktsson, forseti Kiwanisklúbbsins Faxa á Kópaskeri, með viðurkenningarskjöld handa Lundarskóla í Öxarfirði. Skólinn var algjörlega reyklaus veturinn 1990-1991 og er þá um að ræða bæði ncmendur, kennara og annað starfsfólk. Kiwanisklúbbarnir eru þjónustuklúbbar allra stétta og lcitast við að vera samfélaginu til fyrirmyndar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.