Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 6. júlí 1991 Tónlist Sumartónleikar á Norðausturlandi Helgina 12.-14. júlí hefjast Sumartónleikar á Norðaustur- landi 1991. Þessi tónleikaröð á nú fimm ára afmæii og sem fyrr verða tónleikarnir haldnir í Húsavíkurkirkju, Reykja- hlíðarkirkju og Akureyrar- kirkju. Dagskráin í sumar verður fjöl- breytt og með alþjóðlegu yfir- bragði því óvenju mikið er um erlent tónlistarfólk að þessu sinni. Sumartónleikarnir verða haldnir fimm helgar í júlí og ágúst, í Húsavíkurkirkju á föstu- dögum kl. 20.30, í Reykjahlíðar- kirkju á laugardögum kl. 20.30 og í Ákureyrarkirkju á sunnu- dögum kl. 17.00. A fyrstu tónleikunum, 12.-14. júlí, kemur Barokkhópur Akur- eyrarkirkju fram. Hópurinn er þannig skipaður: Margrét Bóas- dóttir, sópran, Björn Steinar Sól- bergsson, orgel, Lilja Hjaltadótt- ir, fiðla, Sigríður Hrafnkelsdótt- ir, fiðla, og Richard Korn, bassi. Helgina 19.-21. júlí syngur Kristina Stobæus, sópransöng- kona frá Svíþjóð, við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar, organista. Á tónleikunum 26.-28. júlí syngur Kór Sankt Morten kirkjunnar í Randers, vinabæ Akureyrar. Stjórnandi er Ulrik Rassmussen. Þýskir listamenn koma í heim- sókn 2.-4. ágúst, þau Barbara Hinz, flautuleikari, og Stefan Barscay, gítarleikari. Tónleika- röðinni lýkur með tónleikum Málmblásarasveitar Paul Schemm frá Þýskalandi helgina 9.-11. ágúst. Það eru sóknarnefndir kirkn- anna sem standa fyrir tónleikun- um en Björn Steinar Sólbergsson og Margrét Bóasdóttir hrintu Sumartónleikum á Norðaustur- landi af stað fyrir fimm árum. Þessir tónleikar hafa líkað vel og er aðgangur ókeypis. SS LETTIH NyUtuava/ Hestamannafélagið Léttir Félagsferð Helgina 12.-14. júlí verður félagsferð Léttis í Sörlastaði. Farið verður frá Kaupvangsbakka kl. 18.00, föstudaginn 12. júlí. Farangur verður tekinn fyrir þá sem vilja við Skeifuna kl. 17.00 sama dag. Nánari upplýsingar um ferðina gefa Jón í síma 21554, Björn í síma 24121 eða Jón Ólafur í síma 23435. Ferðanefnd Léttis. Útgerðarmenn vélstjórar bíleigrendur Mælingar á skipum og bílum síðustu tvö ár hafa sýnt að með notkun POWERPLUS/CLEANBURN tækja verður: ELDSNEYTISSPARNAÐUR . 7-15% MENGUN MINNKAR UM . 50% OG VÉLARAFL EYKST YFIR . 3% Yfir 150.000 tæki eru í notkun í bílum og skipum um allan heim. Niðurstöður staðfestar af opinberum aðilum og fyrirtækjum. Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1. Akureyri, s. 96-26776. „Djasshátíð Egflsstaða" Fimmta daginn í jazzhátíð, sunnudaginn 30. júní, var boðið upp á það, sem kalla mætti lands- liðið í jazzleik á íslandi. Þetta var kvartett Guðmundar Ingólfsson- ar, píanóleikara. Með honum var Björn Thoroddsen á rafmagns- gítar. Þórður Högnason á raf- magnskontrabassa og Guðmund- ur Steingrímsson á trommur. Þegar á leið leik kvartettsins bættist Rúnar Georgsson saxa- fónleikari í hljómsveitina, svo að hún varð kvintett. Ekki þarf að fjöiyrða um hæfni og reyndar snilli þessara tónlist- armanna allra á hljóðfæri sín. Þeir eru svo til efalaust þeir fær- ustu, sem kostur er á hér á landi hver á sínu sviði. Leikur hljómsveitarinnar byggir mikið á yfirburða tæknilegri getu hljóðfæraleikaranna, sem skipa hana. Það væri þó alls ekki nóg til þess að ná því stigi glæsileika, sem leikur hennar hefur til að bera. Til kemur einnig frjótt hug- myndaflug í því að spinna saman iðulega afar hraðar stefjahrynur og þegar best lætur semja út frá - fimmti dagur þeim runur og tilbrigði. Þetta tókst iðulega listavel, þó að hitt kæmi vissulega fyrir, að sóló leiddust út í til þess að gera sam- hengislitlar trillur, sem ekki byggðust á miklu öðru en mikilli fimi og öryggi. Of langt yrði upp að telja þau einstöku glæsitök, sem fyrir komu í leik fjór- til fimm- menninganna. Nokkur eru þó öðrum minnisstæðari. Svo er um kynningu Guðmundar Ingólfs- sonar í laginu Night Train, þar sem hann notaði forslög af sér- legri leikni og lék síðan glæsilegt sóló. Þá má ekki láta ógetið stór- kostlegs leiks hans í La Fiesta, sem var ljóðrænn og hugljúfur og nýtti fallega blæbrigði ásláttar á flygilinn - eða glæsisólós hans í „Set Call“. » Björn Thoroddsen var ekki síðri. Hann átti framúrskarandi Ieik í Softly, as in the Morning Sunrise og í Night Train, þar sem hann vann skemmtilega úr stuttri, einfaldri stefahugmynd í hluta sólós síns. Þá var mjög gaman af sérkennilegri útsetn- ingu lagsins Autumn Leaves, sem líkja má við yfirgripsmikla og fagurlega útfærða sýningu á fjöl- breyttum möguleikum rafmagns- gítarsins. í þessu lagi léku Guð- mundur Ingólfsson og Björn Thoroddsen skemmtilega pólí- fóníska strófu, sem var nánast í anda gamla Bachs. Þórður Högnason var öryggið uppmálað á hljóðfæri sitt, raf- magnskontrabassann. Bassalína hans var nánast undantekningar- laust örugg og fumlaus og sóló hans iðulega góð; ekki síst í lag- inu St. Thomas, þar sem hann fór á kostum. Guðmundur Steingrímsson er framúrskarandi jazztrommari. Öryggi hans á skinnin er glæsi- legt, slag hans fjölbreytt en aldrei yfirþyrmandi og sóló hans skemmtileg og talsvert slungin. Rúnar Georgsson átti glæsileg- an leik í nokkrum lögum. Þar má nefna sóló hans í „Set Call“ og í Sweet Georgia Brown en í báð- um þessum lögum fór hann á kostum í glæsilegum strófum og tæknilega vel útfærðu spili. Þessi fimmti dagur í jazzhátíð var lokadagur hennar. Hún var á flestan veg vel unnin og á allan hátt hið besta framtak. Ekki síst er lofsverð sú stefna, sem virðist hafa verið fylgt af aðstandendum hátíðarinnar, að bjóða einungis upp á íslenska flytjendur. Þeir hafa staðið vel fyrir sínu. Vonandi hefur jazzhátíðin á Egilsstöðum í kringum mánaða- mótin júní/júlí fests í sessi sem fastur liður í menningarlífi þjóð- arinnar. Það er altént stefnt að annarri að ári, svo nú liggur næst fyrir hjá áhugamönnum um góðan, íslenskan jazz að fara að telja dagana fram að næstu „Djasshátíð Egilsstaða“. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.