Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 6. júlí 1991 Matarkrókur Lamb og lax, með salati og eplaköku - uppskriftir frá Súsönnu Hammer Súsanna Hammer, húsmóðir á Akureyri, leggur okkur til spennandi uppskriftir fyrir helgina. A borðum verður lamb og lax með salati ogfær- eyskri eplaköku í eftirrétt. Súsanna hefur gaman af að elda, prufa nýjar uppskriftir og gera tilraunir. Hún segir að uppskriftirnar séu fljótlegar og þœgilegar, en ekki sé hér um fínan mat að rœða. Á þessum árstíma á ekki að skorta laxinn og margir vilja líklega eyða sem skemmstum tíma í eldhúsinu. Við vonum þó að þeir sem hafa eldað kanínu eftir uppskrift í síðasta matarkrók, hafi ekki flýtt sér of mikið og áttað sig á því að kanínan á að malla í ofni í 30 mínútur en ekki 3, eins og misritaðist í blaðinu. En hér koma uppskriftirnar hennar Súsönnu Hammer: Kótelettur í grœnmeti 4-6 kótelettur 1 púrrulaukur 4 tómatar 2 bananar 1 egg 4-5 msk rasp 1 tsk salt '/2 tsk pipar V2 tsk aromat Kóteletturnar eru barðar og dýft ofan í þeytt eggið en síðan velt upp úr raspi, salti, pipar og aromat sem búið er að blanda saman. Kóteletturnar eru brúnaðar í smjörlíki á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið og settar í eldfast mót. Grænmetið er skorið í litla bita og sett á pönnu í 2-3 mínútur en síðan er því hellt yfir kóteletturnar og þetta bakað við 170 gráður í miðjum ofni í 30-40 mínútur. Steiktur lax 1 kg lax 1-2 egg 4 msk rasp 1 msk salt Sósan: 30 gr smjörlíki 1 dl vatn V/2 dl rjómi 2 laukar 2 tsk karrý 2 epli 1 súputeningur salt eftir smekk Laxinn er verkaður og flakaður og velt upp úr eggi og raspi sem salti er blandað í. Hann er steiktur í smörlíki á pönnu í átta mínútur á hvorri hlið. Sósan: Smjörlíkið er brætt í potti og karrý sett útí. Laukur- inn er verkaður og brytjaður smátt og settur útí. Látið krauma í fimm mínútur, en ekki brúnað. Síðan er vatn, súputeningur, rjómi og rifin epli sett útí, suðan látin koma upp og sósujafnari notaður. Kartöfl- ur og hrásalat er gott að bera fram með þessum rétti. Salat 'A melóna 2 kiwi 100 gr vínber lítill haus kínakál 100 grjarðarber 'A dós ananasbitar appelsínusafi eftir smekk Ávextir brytjaðir og settir í skál. Ananas og safa hellt yfir og látið bíða í ísskáp um stund. Fœreysk eplakaka 3-4 epli 4'/2 dl vatn 3A dl hrísgrjón V2 tsk salt 2 tsk kanel 2 tsk ferskur sítrónusafi 6 msk púðursykur 25 gr smjörlíki Eplin eru flysjuð og skorin í báta og raðað í smurt eldfast mót. Vatnið sett í pott og látið sjóða, hrísgrjónin sett útí og soðið í 20 mín. Síðan er salti, kanel, sítrónusafa og púður- sykri hrært útí og suðan látin koma upp. Þessu er síðan hellt yfir eplin og smjörlíkið mulið ofaná. Bakað neðarlega í ofnin- um við 180 gráður í 20 mínútur. Best volg með þeyttum rjóma. Súsanna hefur tilnefnt konu sem henni finnst vera lagin við matreiðslu í næsta matarkrók, Nancy Georgsdóttur á Akur- eyri. IM VÍSNAÞÁTTUR Fyrir mörgum árum var Jónas Þorbergsson úthrópaður fyrir að hafa ásótt Jórunni skrif- stofumey, en hún varðist að sögn eftir föngum. Þá orti Þorsteinn frá Gilhaga: Ef skoðum við mannkynsins eðli innst og allt í þess háttum og fari, á jörðinni margur Jónas finnst en Jórunnir sjaldgæfari. Ingibjörg Ágústsdóttir hjúkr- unarkona annaðist Jóhann Magnússon frá Mælifellsá á sjúkrahúsi. Jóhann kallaði oft lítilla erinda, eða engra. Ingibjörg kvað: Fyrir að narra konukind kraftlitla og mjóa drottinn lætur deyja í synd drullusokkinn Jóa. Jóhann svaraði: Allvel drottinn þó hún þekki og þykist skilja vilja hans mér er sagt hann óski ekki eftir dauða syndugs manns. Hér skal gerð undantekning og birt fimmhendinga vísa. Höf. óvís: Þegar Gróur á Leiti eru grafnar og glatkistan Mörðunum safnar er það svolítil fró fyrír siðlausan róg að Svarthöfði lifir og dafnar. Sagt var mér að Sigfús Axfjörð hafi ort þessa mann- lýsingu: Hans var brautin bein að þörf. Burt frá þrautum stakk hann. Oft hans naut við óþörf störf. Allt sem flaut, það drakk hann. Hér kveður við annan tón hjá Friðjóni Ólafssyni og mildari: Hvergi er fjallafegurð meiri. Faðmar bára sand. Eyjafjörður, Akureyrí. Æskudraumaland. Heimagerð vísa um þjónustu- konurnar í Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri: Það ég finn að léttir lund og leiðum stundum fargar að geta enn á einni stund elskað svona margar. K.N., sem allir kannast við, nefnir næstu vísur sínar Ávarp: Mfn eru Ijóð ei merkileg, mfnir kæru vinir. En oft á tíðum yrki ég öðruvísi en hinir. Veit ég Ijóðin varla mín verða kviðfyllandi, og kannski þjóðin kostafín kalli þau siðspillandi. K.N. launar illt með góðu: Einlægt þú talar illa um mig, aftur ég tala vel um þig. En það besta af öllu er að enginn trúir þér - né mér. Ja, því ekki það? Flesta kitlar orð í eyra, ef eitthvað mergjað finnst, því vill ekki þjóðin heyra þá, sem Ijúga minnst. Langt er nú síðan ungur mað- ur sendi Þuru í Garði fyrri- hluta vísu. Hún botnaði þegar: Oft hafa svalað sárum þorsta súr og freðin krækjuber. Er þér sama hvað þau kosta og hver þau tínir handa þér? Næstu vísur orti Sigfús Þorsteinsson í hópferð til Austurlands: Sólin á Leginum leikur og Ijúfur ilmur í blænum. Uti er andvarí veikur. Einnig f Fellabænum. Þar flugurnar alsælar una hjá allskonar fiskahausum og ilmi sem allir muna alveg hreint dæmalausum. Heimagerðar vísur. „Partý“: Andann þvingar erfiðið allt í kringum náttúruna. Seinna víngarðs - vökulið virðist ringlað ekkert muna. Hjúkrunarlið: Maður sem er hjúkrun háður hefur fundið margan dag að skiptir meir en skólagráður skaphöfn góð og hjartalag. Skammdegið: Rfður svörtu svartur knapi svartan veg um skammdegið. Lýðum verður létt í skapi loks er sólin blasir við. Jón Bjarnason fró Garðsvík Mislukkun: Margir honum lögðu lið lífs svo gæti notið. Ekkert gekk, því innrætið er svo spillt og rotið. Góði drengurinn: Ég hugsa vel um sál og sóma minn. Ég sé þeir stóru virða slíkt og meta. Og umbunin, effullorðinn ég finn við fágað háborð meir en nóg að éta. Lífsskóli minn: Ég hefannast ær og kýr og svín og afþeim hefég lært aðgæta mín. Nú forðast ég það glannalega grín að ganga í kirkju og drekka brennivín. Þá birti ég nokkrar vísur eftir Kolbein í Kollafirði, Högna- son. Afsökun til lesandans: Oft hefég saman orðum hnýtt einum mér til gleði. Það er annars ekki nýtt að íslendingur kveði. Vormorgunn: Ægir kringum eyjarnar ótal hríngi setti. Geislafingur glóeyjar gull að lyngi rétti. Sléttubönd. Tregi: Svíða undir. Þungar þrár þýða sprundið gladdi. Líður stundin sorgarsár, síðan hrundin kvaddi. Eirðarleysi: Aldrei frið ég öðlast má, auðnu svo ég hrósi. Alltaf vakir einhver þrá eftir meira Ijósi. Baldur Eyjólfsson að Gils- fjarðarmúla kvað. Sannleikurinn: Sannleikurínn sagður hreinn sigrar falska dóma. Honum þjónað hefur einn himni og jörð til sóma. Við jarðarför: Nú er holdið hulið mold, hnikars- goldin -beðju skuld. Sálin voldug fyrr á fold foríög þoldi heimi duld. Við skál: Vermist sál mín víns í ál - vex það bál sem kynt er ótt -. Störfin hál við stuðlamál stansa. - Skál. - Oggóða nótt. Jósep Húnfjörð kvað. Góða konan: Illan bræðir andans snjó yls með gæðum hlýjum. Sólin klæða sýnist þó svífa í mæðuskýjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.