Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. júlí 1991 -"DAGUR - 5 Hönnun fatnaðar fyrir fatlaða: „Fæ einhvers konar águrtílfinningu í hvert sinn sem ég er búin aö gera gott snið á einhveija manneskju“ - segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir en hún sótti námskeið í Noregi í sníðagerð fyrir fólk sem ekki getur notað staðlaðan fatnað Huldu Ragnheiðar sagði nemendum á námskeiðinu frá til- felli þar sem' hún hefði hannað buxur á 23ja ára gamlan mann sem hefur verið í hjólastól allt sitt líf og er auk þess máttlítill í höndum. Þessi maður hafði aldrei getað farið á salerni hjálp- arlaust, fyrr en hann fékk nýju buxurnar sem pössuðu vel en voru ekki allar í kuðli umhverfis rennilás og tölur. Einar buxur geta sem sagt gjörbreytt aðstöðu einstaklings til að verða sjálf- bjarga og minna háður aðstoð annarra. ann í Reykjavík. Hún á eftir hálfs árs nám til að ljúka sveins- prófi og það hyggst hún gera næsta vor. - Hulda Ragnheiður, hvað kom til að þú dreifst þig til Nor- egs til að læra sníðagerð fyrir fatl- aða? „Ég hugsa að upphafið hafi verið það að ég var að sauma föt fyrir konu sem ekki passaði inn í grunnstaðla. Kennarinn minn hjálpaði mér að gera snið á hana úr bók sem er eftir konu sem heitir Elsa Frost. Hún er norsk og hefur gert sniðakerfi fyrir bæklað fólk. Allir þurfa fatnað. Fjöldi versl- unareigenda hefur gert sér grein fyrir þessu, og einnig þeirri staðreynd að flestir hafa gaman af að eiga föt til skipt- anna. En það geta ekki allir gengið inn í næstu fatabúð og fengið fatnað við hæfi, það geta ekki einu sinni allir gengið. Stórt og feitt fólk hefur löngum átt erfitt með að fá föt í yfirstærðum í venjulegum verslunum, en á síðustu árum hafa þó sprottið upp sérversl- anir með yfirstærðir fyrir konur. Mjög smávaxið fólk fær oftast ekki fatnað við hæfi og jafnvel er reynt að breyta barnafatnaði fyrir það. Fatlað- ir eiga í mörgum tilfellum erfitt með að nota fatnað venju- legrar gerðar og í stað þess að sauma frá grunni fatnað sem þeim hentar er yfirleitt verið að reyna að breyta fötum en með misjöfnum árangri. í Noregi munú almannatrygg- ingar greiða fyrir gerð eins grunnsniðs fyrir hvern fatlaðan einstakling í landinu, og einnig fyrir breytingar á sniðinu ef breytingar verða á vexti hins fatl- aða. Engum hefur dottið í hug að biðja um sambærilega aðstoð á íslandi, enda hefur ekki verið auövelt fyrir fatlaða að fá þjón- ustu af þessu tagi. Mikilvægt að fatlaðir fái fatnað við hæfí Ung kona í Aðaldal, Hulda Ragnheiður Árnadóttir í Hraunkoti I, fór í maí sl. til Berg- en í Noregi á námskeið í sníða- gerð fyrir fólk sem ekki getur notað staðlaðan fatnað. Það skiptir kannski meira máli en margan grunar að fatlaðir geti fengið fatnað við hæfi. Þegar aðili sem er bundinn við hjólastól fær buxur, skiptir meginmáli að þær fari vel þegar hann situr, en það á ekki að sauma þær eins og buxur sem henta best fólki sem stendur eða gengur. Kennari Mínir þakklátustu viðskiptavinir Hulda Ragnheiður kom heim af námskeiðinu full áhuga á að sníða og sauma fyrir þá sem ekki geta gengið inn í búð eftir fötun- um sínum, og hún segir að þessir aðilar séu sínir þakklátustu við- skiptavinir og ekki sé eins ánægjulegt að vinna fyrir nokk- urn annan hóp. Hulda er nefni- lega ekki alveg óvön því að sauma fyrir fólk. Hún hefur stundað nám í klæðskurði og kjólasaum í þrjú ár við Iðnskól- Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Fékk styrki frá mörgum félagasamtökum Ég sýndi þessu svo mikinn áhuga að kennarinn hjálpaði mér til að fá heimilisfang þessarar konu. Ég skrifaði henni og fékk svar um að ég væri velkomin á námskeið, sem var það síðasta sem hún ætl- aði að halda. Ég hafði 10 daga til stefnu og skellti mér bara, með aðstoð góðra manna, því ég fékk styrki til fararinnar frá Sjálfs- björgu á Akureyri, Styrktarfélagi vangefinna á Akurcyri, Foreldra- félagi barna með sérþarfir á Akureyri, Sjálfsbjörgu í Reykja- vík og Öryrkjabandalaginu.“ - Stóð námskeiðið lengi? „Það stóð ekki nema í fjóra daga. En ég var svo heppin að vera eina aðkomumanneskjan og bjó því á sama hóteli og kennar- inn. Henni þótti ég áhugasöm og því stóð ekki á henni að miðla mér af fróðleik sínum, stóran hluta sólarhringsins. Ég lærði eig- inlega ekki minna af henni heima á hótelinu en á námskeiðinu. Mundi reyna við hvaða tilfelli sem væri Það var mikið rætt um ýmiskonar vandamál, en þetta eru í rauninni vandamál sem mér finnst gaman að glíma við og leysa. Ég fékk það mikið út úr þessu námskeiði Frá námskeiðinu hjá Elsu Frost sem Hulda Ragnheiður fór á. Hulda tekur mál af fötluðum manni á námskeiðinu í Noregi. Elsa Frost, kcnnari fylgist með. að ég held að ég mundi reyna við hvað tilfelli sem væri. Þess má geta að ég keypti grunnsnið fyrir hjólastólafólk í 24 stærðum og auðvelt er fyrir mig að nýta þau fyrir mikinn hluta þeirra sem eru bundnir við hjóla- stóla.“ - Hvað er algengast að glíma við í þessum geira? „Fólk með herðakistil, eða misháar mjaðmir, misháar axlir, sumir eru með kistil framan á bringu, smávaxið fólk, fólk sem er stórt og feitt, allt fólk sem passar ekki inn í hrein númer. Sérstaklega er þó lögð áhersla á buxur fyrir fólk sem situr í hjóla- stólum, það er pirrandi fyrir það að sitja í venjulegum buxum sem ná ekki upp í mitti að aftan en svo er það með heilmikið efni í fanginu allan daginn. Við reyn- um líka að hafa fötin þannig að fólk geti sem mest bjargað sér sjálft. Hver vill hafa barnið sitt í íþróttagalla á jólunum? Varðandi t.d. spastískt fólk, þá hefur stundum gleymst við hönn- un fatnaðar að það þurfi að koma fólkinu í fatnaðinn, en hann eigi ekki bara að hanga uppi á herða- tré. Foreldrar spastískra barna hafa spurt mig hvort hægt sé að fá eitthvað annað en joggingfatnað sem hægt sé að koma börnunum í. Hver vill hafa barnið sitt í íþróttagalla á jólunum?“ - Það er líklega nokkuð stór þjóðfélagshópur sem ekki passar í föt no 38-42. „Já, hann er stór. Það hjálpar mér mjög mikið að sníðagerð í Iðnskólanum er mjög góð. Við lærum sníðagerð fyrir kvenfatnað í tíu tíma á viku og sníðagerð fyr- ir karlfatnað í aöra 10 tíma. Þetta er mér nauðsynleg undirstaða fyrir sníðagerðina fyrir fatlaða. í haust mun ég fara í starfsnám til Leðuriðjunnar Teru á Greni- vík og vinna þar frá september og fram að jólum, vonandi get ég eitthvað unnið fyrir Akureyringa á þeim tíma. Að loknu námi í vor ætla ég að koma heim og taka til starfa, ef einhver markaður verð- ur fyrir mína vinnu. Ég er tilbúin að koma á staði, dvelja nokkia daga meðan ég vinn grunnsnið fyrir hópa sem þess óska. Þ^gar ég er komin með rétt grunnsnið get ég saumað eftir þeim heima hjá mér, hvaða flík sem er.“ Fæ einskonar sigurtilfmningu - Er ögrandi að takast á við svona verkefni? „Þetta er alveg rosalega spenn- andi. Ég fæ einhvers konar sigur- tilfinningu í hvert sinn sem ég er búin að gera gott snið á einhverja manneskju. Eins og gerist og gengur er fólk misjafnt, en ég finn aldrei eins mikið þakklæti frá þeim sem ég vinn fyrir eins og frá þeim hópi fólks sem fatlaður er. Það er mjög gaman að vinna fyrir þetta fólk og ég finn að ég er að gera eitthvað sem fólki finnst hreinlega ekki sjálfsagt að sé hægt að fá gert fyrir sig.“ IM _

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.