Dagur - 08.08.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 8. ágúst 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Enn hækka okur-
vextir bankanna
Viðskiptabankar og sparisjóðir hækkuðu nafnvexti
verulega um síðustu mánaðamót og er það önnur
vaxtahækkunin á aðeins tveimur mánuðum. Vextir,
sem voru vissulega okurvextir áður en þessi síðasta
hækkun kom til sögunnar, eru nú orðnir svo háir að
yfir þá finnst ekkert nafnorð í íslenskri tungu. Brjál-
æði og vitfirring eru þau orð sem helst koma upp í
hugann. Eða er hægt að nefna 14-16% raunvexti á
t.d. víxillánum bankanna öðru nafni? Fullyrða má
að enginn, hvorki einstaklingar né fyrirtæki, hefur
efni á að slá sér lán með slíkum kjörum. Enginn fjár-
festing né atvinnurekstur stendur undir slíku.
Bankakerfið hefur að þessu sinni farið langt yfir
strikið í vaxtahækkunum sínum og var þó búið að
toga og teygja þetta óskilgreinda strik ofar en góðu
hófi gegnir.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra gagnrýndi
vaxtahækkun bankanna sem kom til framkvæmda í
byrjun júní. Um helgina gagnrýndi Davíð Oddsson
forsætisráðherra síðan harðlega þessa seinni vaxta-
hækkun bankanna á stuttum tíma. Við það tækifæri
sagði hann m.a. að vaxtahækkunin væri „úr takt við
raunveruleikann" og að vextir væru nú orðnir
„miklu hærri en eðlilegt er." Þessi gagnrýni ráð-
herranna er athyglisverð með tilliti til þess að þarna
tala formaður og varaformaður þess flokks, sem
hefur gengið harðast fram í því að tryggja bönkum
og sparisjóðum fullt frelsi til vaxtaákvarðana. Þegar
jafnvel frjálshyggjumönnunum er farið að ofbjóða
vaxtaokur banka og sparisjóða er ekki nema von að
meðaljóninn séu löngu orðinn orðlaus.
Ekki er úr vegi að minna þessa ágætu ráðherra á
að ákvörðun þeirra um að stórhækka vexti; fyrst á
ríkisvíxlum, síðan á spariskírteinum ríkissjóðs og
loks á ríkisvíxlum að nýju, átti stærstan þátt í að
hleypa vaxtaskriðunni af stað. Þeir eiga því nokkra
sök á hvernig málum er komið.
Ef ekkert verður að gert mun vaxtaskriðan
færa stóran hluta atvinnulífsins í kaf á skömmum
tíma. Rekstur fjölmargra heimila mun fara sömu
leið. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er hafin á nýjan
leik og ný gjaldþrotahrina er skammt undan.
Með síðustu vaxtahækkunum er það opinberlega
staðfest að bankar og sparisjóðir hafa staðið sig
langverst þeirra aðila sem áttu þátt í að gera þjóð-
arsáttarsamningana svonefndu á síðasta ári. Ríkis-
valdið hefur einnig brugðist þeim vonum sem við
það voru bundnar, með því að hafa forgöngu að
vaxtahækkununum. Bankar og sparisjóðir hafa
fylgt í kjölfarið og gott betur í skjóli fullkomins frels-
is til vaxtaákvarðana. Launþegar, verkalýðsfélög
og bændur hafa á hinn bóginn staðið fyllilega við
sinn hluta samningsins og vinnuveitendur einnig,
að langmestu leyti. Þessum aðilum svíða svikin
sárt. Þau verða geymd en ekki gleymd þegar geng-
ið verður að samningaborðinu að nýju. BB.
Eiturheraaður gegn sakleysingjum!
Fimmtudaginn 25. júlí síðastlið-
inn varð ég og fjölskylda mín fyr-
ir óhuggulegri reynslu. Þessi dag-
ur hafði reyndar allt til að bera til
að verða hinn ánægjulegasti, ef
örlögin hefðu ekki gripið inn í á
hátt sem ég á erfitt með að sætta
mig við.
Það voru komnir til okkar gest-
ir sem ætluðu að eiga með okkur
notalega kvöldstund. Meðan á
matarundirbúningi stóð var farið
í stutta gönguferð út að norður-
garðinum og niður í fjöruna
norðan við garðinn. Með í ferð-
inni var tíkin okkar Dalla, sem er
íslenskur fjárhundur sem við
erum búin að eiga í sjö ár. Eins
og alltaf við þessar kringumstæð-
ur var hún full af fjöri og lífsgleði
og synti nokkrum sinnum úr
flæðarmálinu á eftir spýtu sem
hent var í sjóinn. Þegar haldið
var upp úr fjörunni, urðum við
vör við að Dalla fann eitthvað
sem hún nagaði, án þess að sæist
hvað það var.
Þegar við komum heim tókum
við fljótt eftir því að Dalla var
ekki eðlileg og gat varla staðið í
fæturna. Var þá strax haft sam-
band við dýralækni. Þar sem öll
einkenni bentu til þess að Dalla
hefði fengið í sig svefnlyf sem
notað er til að eyða vargfugli, var
strax hafin meðferð áður en dýra-
læknirinn kom á staðinn. Hófst
nú barátta við að halda lífi í
Döllu, sem stóð í 20 tíma, áður
en yfir lauk. Döllu varð ekki
bjargað.
Er það okkur mikill harmur að
sjá á eftir vini og félaga sem er
búinn að vera sem einn úr fjöl-
skyldunni frá því að við fengum
hana fljótlega eftir að við fluttum
hingað til Húsavíkur.
Og eftir þessa reynslu hafa
vaknað hjá okkur ýmsar spurn-
ingar.
Árni Sigurbjarnarson.
Hverskonar lyf eru það sem
gefin eru út fyrir að vera svefnlyf
fyrir fugla, en reynast svo áhrifa-
mikil að ekki var hægt að bjarga
hundi á besta aldri, sem fyrir
slysni hafði fengið í sig lyfið?
Hvernig getur því verið háttað
að eiturefni sem þetta er á víða-
vangi, meira að segja innan
bæjarmarkanna?
I þessu tilfelli var það tíkin
okkar sem varð fórnarlamb þessa
eiturhernaðar. Tilhugsunin um
hvað gæti gerst ef lítil börn væru
að handfjatla svona efni, vekja
með manni óhug.
Hvað er það eiginlega sem
réttlætir slíkan eiturhernað gegn
umhverfinu?
Oft heyrast og sjást fréttir af
því í fjölmiðlum að mikill árang-
ur hafi náðst við útrýmingu á
vargfugli. Í dag virðist sá skiln-
ingur vera lagður í orðið vargfugl
að allir þeir fuglar sem geta gert
sér mat úr einhverju af þeim
sóðaskap sem við látum frá okk-
ur út í umhverfið, sé vargfugl. En
þar er eins og flestir vita af nógu
að taka. Eitt dæmi um slíkan
vargfugl er fýllinn sem hefur
fjölgað sér gífurlega allt í kring-
um landið og er farinn að verpa á
ólíklegustu stöðum. Allt sem sá
fugl hefur til saka unnið er að
hann þrífur upp eitthvað af þeim
þúsundum tonna af slógi sem
fiskiskipaflotinn dreifir yfir fiski-
miðin kringum landið.
Viðbrögðin við þessari fjölgun
fýlsins eru að hefja eiturhernað
og drepa hann í þúsundatali í
næsta nágrenni við helstu fisk-
verkunarstöðvar í landinu þar
sem hann gæti hugsanlega valdið
salmonella sýkingu.
Þegar til lengri tíma er litið er
það spurning hvort við höfum
efni á því að fara þessar svököll-
uðu „ódýru" leiðir, þegar upp
koma vandamál í sambandi við
umgengni okkar við náttúruna.
Er ekki hugsanlegt, að þegar upp
er staðið sé hagstæðara að borga
það sem það kostar að þrífa upp
eftir sig? Að ráðast að orsökum
vandans en ekki vera í eilífum
hernaði gegn umhverfinu?
Þessum aðferðum sem hér er
lýst mætti líkja við það að við
stæðum frammi fyrir því að
öndunum á Búðaránni væri farið
að fjölga úr hófi, þar sem bæjar-
búar væru orðnir svo iðnir við að
gefa þeim brauð. Úrræðin sem
við hefðum til þess að fækka
öndunum væru að eitra fyrir þær
en jafnframt halda áfram að gefa
þeim svo þær geti haldið áfram
að fjölga sér aftur.
Auðvitað er þetta fáránlegt
dæmi en lýsir það kannski ekki
aðeins hversu langt við eigum í
land til að geta lifað í sátt við
okkar nánasta umhverfi og þá
auðlind sem landið og hafið eru,
sem við eins og allir aðrir eiguni
allt okkar undir.
Eigum við að sætta okkur við
eiturhernað af þessu tagi?
Árni Sigurbjarnarson.
Höfundur er skólastjóri á Húsavík.
Grein þessi birtist í Víkurblaöinu á Húsavík 31.
júlí sl.
Enginn eiturheraaður gegn sak-
leysingjum stundaður a Húsavík
Ég vil byrja á að votta Árna
Sigurbjarnarsyni og fjölskyldu
hans samúð mína vegna dauða
Döllu, sem varfallegur, íslenskur
fjárhundur. Dauði hennar var án
efa mjög sár. Fimmtudagskvöld-
ið 25. júlí sl. hafði Árni samband
við mig þar sem ég var á leið frá
Þórshöfn til Raufarhafnar og
spurði mig hvort verið gæti að ég
hefði verið með svefnlyf í fjöru
norðan hafnargarðs. Ég játaði
því en sagði að það hefði verið
síðastliðið haust, nánar tiltekið
28.-30. október 1990. Árni sagði
mér að hundurinn sinn, Dalla,
hafi étið eitthvað í fjörunni norð-
an hafnargarðs og hún væri orðin
máttlítil og óstöðug. Mér fannst
lýsingin vera þess eðlis að
umræddur hundur gæti hafa
gleypt uppþornaða ælu frá varg-
fugli sem innihélt svefnlyfið
fenemal, en vissi ekki til þess að
svo gæti verið. Ég talaði svo um
það við Árna að fá dýralækni til
að framkalla uppsölu hjá hundin-
um og gefa vökva í æð ef um
fenemal-áhrif væri að ræða. Ég
get ekki fullyrt hvaða meðhöndl-
un hundurinn fékk en um kl.
15.30 daginn eftir kom ég heim til
Árna. Þá var hundurinn dáinn og
harmaði ég það.
Vegna þeirrar umræðu sem
orðið hefur í fjölmiðlum vegna
þessa máls, bæði í útvarpi og
blöðum, vil ég upplýsa fólk um
hvernig ég beiti fenemal-
meðferð, þar sem framkvæma á
eyðingu eða fækkun vargfugla,
svo sem hrafna, svartbaks, silfur-
máfs og sílamáfs. Þessir fuglar
teljast ófriðaðir allt árið og ég og
aðrir sem til þekkja, telja að hér
sé ekki um sakleysingja að ræða.
Ég byrja á því að velja stað þar
Árni Logi Sigurbjörnsson.
sem vargfuglinn hefur mikla við-
veru. Ég gef honum nokkrar teg-
undir úrgangs og ven vargfuglinn
smám saman á þennan stað
nokkra daga í röð. Síðan tilkynni
ég heilbrigðisfulltrúa, dýralækni
og lögreglu hér á svæðinu um
staðinn og áætlaðan eyðingar-
tíma.
Ég blanda fenemali eða Feno-
barbitali, eins og efnið heitir á
lyfjamáli, í þann úrgang sem
vargfuglinn borðar mest af. Hlut-
föllin eru 1 á móti 10 eða 1 á móti
20 eftir eðli úrgangs og árstíma.
Meðan á svæfingu stendur og allt
þar til eyðingu er lokið, vakta ég
umrætt svæði og aflífa þá varg-
fugla, sem ekki hafa drukknað í
svefni. Að þessu loknu er varg-
fuglinn brenndur og svæðið
hreinsað og gengið úr skugga um
að æti eða æla verði ekki eftir á
svæðinu. En þegar verið er að
svæfa vargfugl að vetri til, er ekki
hægt að tryggja með öllu að æla
lendi ekki í snjó og frosti og
þorni sem kallað er. Þegar það
gerist frýs ætið og þornar í eins
konar flögu en rotnar ekki á
sama hátt og gerist við hita, t.d.
að sumri.
Lyfið Fenobarbital eða fene-
mal er viðurkennt af Eiturefna-
nefnd ríkisins, Náttúrufræði-
stofnun og Heilbrigiðis- og holl-
ustunefnd ríkisins. Þetta er
svefnlyf og áhrif þess eru kvala-
laus. Lyfið er m.a. notað sem
geðlyf (sjá nánar í Lyfjabókinni,
sem víða er til á heimilum).
Á útivistarsvæðum og hafnar-
svæði Húsvíkinga er enginn
eiturefnahernaður stundaður og
öllum óhætt að vera þar, bæði
mönnum og dýrum. En Húsvík-
ingar, sem ekki eru kunnugir úti-
vistarsvæðum í bænum og ná-
grenni hans, þurfa að gera sér
grein fyrir því að fjaran norðan
hafnargarðs getur ekki talist úti-
vistarsvæði, því klóaklögnin frá
stórum hluta bæjarins fossar fram
úr bakkanum þar með tilheyr-
andi úrgangi. Saur og eiturefni
geta ekki talist heppileg á útivist-
arsvæðum né heldur til að baða
hunda í.
Það er rétt hjá Árna að fýlar og
stokkendur eru ekki vargfuglar
en fýllinn er farinn að helga sér
varpstöðvar sem ekki eru taldar
æskilegar til þess arna, svo sem
Ásbyrgi og víðar.
Að lokum þetta, með fullri
virðingu fyrir Döllu, þessum
fallega, íslenska fjárhundi:
Hvernig væri ástandið hér í Þing-
eyjarsýslum ef þessir 9.000 hrafn-
ar og um 45.000 svartbakar, sem
ég hef eytt, væru enn hér til
staðar? Hvað segðu bændur, fisk-
verkunarfólk og eigendur æðar-
varpslanda þá?
Árni Logi Sigurbjörnsson.
Höfundur er meindýraeyðir á Norður-
landi eystra.