Dagur - 08.08.1991, Síða 5

Dagur - 08.08.1991, Síða 5
Fimmtudagur 8. ágúst 1991 - DAGUR - 5 Lesendahornið Hestamenn og ökumenn: Ekki eingöngu hestamenn sem bera ábyrgð Kona hafði samband vegna skrifa um umferðarmál og hestamennsku: Sundlaugin á Pelamörk: Ráðaþarfbót á óþrifnaði Þriggja barna móðir kom að máli við blaðið og kvaðst ekki geta orða bundist vegna óþrifnaðar við sundlaugina á Laugalandi á Þelamök. Hún kvaðst nokkrum sinnum hafa farið með börnin í sund á Þelamörk og í hvert skipti orðið var við óþarfa óþrifnað. Búningsklefar hefðu verið blautir og mold og gras, sem borist hafi inn með fólki á gólfunum. Nauð- synlega þurfi að þrífa gólfin reglulega og skafa burt óhrein- indi sem safnist fyrir. Vegna þess hversu búningsklefarnir séu litlir sé nauðsynlegt að huga meira að hreinlæti og umsjónarmenn laug- arinnar verði stöðugt að hafa vakandi augu með umgengni og sjá til þess að búningsaðstöðunni sé haldið eins hreinlegri og kost- ur er. „Sundlaugin á Laugalandi er vinsæl bæði af ferðafólki og heimamönnum og því nauðsyn- legt að viðhafa Snyrtimennsku. Hún kostar ekki mikla fyrirhöfn en leiðir af sér ánægða sund- laugargesti," sagði þessi þriggja barna móðir að lokum. Er Akureyri fyrir fólk? Akureyringur hringdi Vegna lesendabréfa í Degi mið- vikudaginn 31. júlí sl. vil ég leggja orð í belg. A tímum erfiðs atvinnuástands horfa menn til nýrra möguleika í atvinnu og þar vil ég staðnæmast við ferðamannaþjónustu, sem ég er alveg sannfærður um að er einn helsti vaxtarbroddurinn. Fyrsta skilyrði til þess er að gera Akureyri aðlaðandi fyrir fólk. í því sambandi nefni ég útiveit- ingaaðstöðu, eins og við Uppann, og frágang Strandgöt- unnar og Torfunefssvæðisins. Menn verða að taka upp „glasnost“ eða nútímaviðhorf gagnvart veitingum eins og við Uppann. Þá tel ég að mönnum eigi ekki að líðast að láta hálf- byggð hús standa í miðbænum árum saman. Sem dæmi um þetta er Hofsbótin. Einnig vil ég nefna að löggæslan í miðbæ Akureyrar verður að vera það öflug að hún nái að halda niðri skrílslátum og hreinum sóðaskap. Mér finnst garðræktin vera það eina í bæjarkerfinu sem er á réttri leið og ég vil færa henni miklar og góðar þakkir fyrir það sem hún er að gera.“ „Ég vil beina því til ökumanna að þeir mega heldur ekki bjóða hættunni heim. Ég er bæði hesta- maður og ökumaður. Ég lendi í því eins og aðrir hestamenn, að stundum þarf að ríða eftir þjóð- vegunum. Það eru ekki alls stað- ar reiðvegir fyrir okkur, og við þurfum að fara yfir þjóðvegina til að komast á reiðvegi. Ég lenti í því að ökumaður stöðvaði fyrir mér og ætlaði að hleypa mér yfir þjóðveg, þegar ég var með tvo hesta. Þegar ég var lögð af stað kom annar ökumaður og ók framúr, og það munaði ekki miklu að hann keyrði mig niður. Það var ekki honum að þakka að það gerðist ekki. Það er því ýmis- legt í þessu máli, það eru ekki eingöngu hestamenn sem bera sökina. Fólk ætti almennt að taka tillit til annarra í umferðinni.“ Hlutabréfakaup og skattafsláttur Gengi hlutabréfa 8. ágúst 1991 Kaupgengi Hlutafélag ★ Auðlindhf. Hf. Eimskipafélag (slands ★ Flugleiðir hf. Grandi hf. ★ Hlutabréfasjóðurinn hf. íslandsbanki hf. Olíufélagið hf. ★ Olíuverslun (slands hf. ★ Skagstrendingur hf. Skeljungur hf. ★ Sæplasthf. Útgerðarfélag Akureyringa hf. 1,03 5,76 2,45 2,69 1,63 1,66 5,71 2,15 4,95 6,10 7,30 4,58 Sölugengi 1,08 2,56 1,72 2,25 5,10 7,62 * Hlutabréf í þessum fyrirtækjum eru til sölu hjá okkur núna. Veitum allar upplýsingar um hvernig kaup á hlutabréfum geta lækkað skattana. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 4 liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni KSI Þór - Valur á Akureyrarvelli fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19.00 Stubningsmenn, mœtum í Humar fyrír og eftir leik (I Hamri eru veitingar og Poolborðið á sínum stað) Stórglæsilegt Bikarhappdrætti Þórs Dregib verður í leikhléi Vinningur er Suzuki Swift að verðmæti kr. 746.000 Útgefnir miðar eru aðeins 1500 Verð miða kr. 1000 Nr. 1157 Bikarhappdrætti Þórs Verð kr. 1000,- Dregið i bikarleik 1. vinningur Suzuki Swift Útgefnír miðar 1500. Pór - Valur 8. ágúst 1991 að verðmæti 746.000,- Upplýsíngar í síma 22381. Ert þú búinn ab tryggja þér miba? Miðar eru seldir í Hamri, JMJ, Sportvöruverslununum Allir sem 1 og Sporthúsinu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.