Dagur - 14.08.1991, Qupperneq 3
Miðvikudagur 14. ágúst 1991 - DAGUR - 3
Fréttir
Landbúnaðarnefnd Alþingis:
Skoðaði skógrækt og landgræðslu-
störf í Norðurlandskjördæmi eystra
- „landgræðsluáhuginn byggist á nánu en viðkvæmu
sambandi bænda, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar,“
segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður
Landbúnaðarnefnd Alþingis
hefur lokið við þriggja daga
ferð um Norðurlandskjördæmi
eystra. I ferðinni skoðuðu
nefndarmenn meðal annars
skógræktarstarf á vegum
Blönduós:
Bfll gjör-
ónýtur
eftir veltu
Bflvelta varð hjá bænum
Hjaltabakka, skammt sunnan
Blönduóss, sl. mánudagsmorg-
un. Tveir menn voru í bflnum
og var farþeginn fluttur á
Sjúkrahúsið á Blönduósi með
höfuðmeiðsl.
Ökumaður bílsins meiddist
ekki en bæði hann og farþeginn
voru í bílbeltum. Bíllinn ertalinn
gjörónýtur eftir veltuna og mildi
að ekki fór verr. -bjb
eyfirskra bænda en síðan var i
haldið inn á Mývatnsöræfi þar
sem Landgræðsla ríkisins vinn-
ur að uppgræðslustörfum í
Krákárbotnum. Ferð nefndar-
innar var liður í þeirri
nýbreytni, sem nefndir þings-
ins hyggjast taka upp í tengsl-
um við skipan Alþingis í eina
málstofu. Aðeins ein nefnd
starfar nú í hverjum mála-
flokki á vegum þingsins og
samkvæmt þingskaparlögum
er gert ráð fyrir að þær fari
með ákveðið frumkvæði í við-
komandi málum.
Að sögn Jóhannesar Geirs Sig-
urgeirssonar, nefndarmanns í
landbúnaðarnefnd Alþingis,
ferðaðist nefndin um Eyjafjarð-
arsvæðið og kynnti sér bænda-
skóga sem verið er að koma upp
á mörgum sveitabæjum. Að því
loknu var haldið austur á
Mývatnsöræfi þar sem unnið er
að landgræðslustörfum um þessar
mundir. f>á var einnig ferðast um
Norður-Þingeyjarsýslu þar sem
Landgræðslan og bændur standa
saman um viðamikil girðinga-
verkefni. Auk þess hélt nefndin
fundi með forsvarsmönnum land-
búnaðarmála á hverju svæði.
Jóhannes Geir sagði að sér
hefði fundist þessi ferð nefndar-
innar vera afar gagnleg. Allt ann-
að væri að koma á þá staði þar
sem unnið væri að landgræðslu-
störfum og sjá með eigin augum
hvað verið væri að framkvæma.
Mjög miklir möguleikar væru til
skógræktar í Eyjafirði og ljóst að
þeir skógarreitir, sem þegar er
búið að planta í muni breyta
ásýnd svæðisins á næstu árum.
Jóhannes Geir sagði að mikið
verk væri framundan við að
stöðva gróðureyðingu á Mývatns-
öræfum, sem færi vaxandi og
breytingum á veðurfari væri
kennt um að einhverju leyti.
Jóhannes Geir sagði ennfrem-
ur að ferðalagiö með nefndinni
hefði sannfa:. ig um að sá áhugi
á landgræðslu og skógrækt, sem
náðst hefur byggist á mjög nánu
en viðkvæmu sambandi á milli
bænda, Skógræktarinnar og
Landgræðslunnar. Þ1
Skjaldbökuvinir.
Mynd: Golli
í DAGS-LJÓSINU
1. nóvember nk. taka gildi ný lög um mannanöfn:
Heimilt verður að skíra barn þrem nöfnum
- loksins komin framkvæmanleg löggjöf, segir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri
Þann 1. nóvember nk. taka
gildi ný Iög um mannanöfn,
sem samþykkt voru á Alþingi
13. mars sl. Núgildandi lög um
mannanöfn eru löngu úr sér
gengin, enda frá árinu 1925.
Arið 1989 skipaði þáverandi
menntamálaráðherra þriggja
manna nefnd til þess að endur-
skoða frumvarp til laga um
mannanöfn, sem lagt var fram
á Alþingi árið 1971. Auk þess
var í skipunarbréfi ráðherra
vísað til ályktunar kirkjuþings
1986 um að hann beiti sér fyrir
endurskoðun mannanafnalag-
anna. I nefndinni áttu sæti dr.
Guðrún Kvaran, orðabókarrit-
stjóri, formaður, dr. Armann
Snævarr, fv. hæstaréttardóm-
ari, Hallgrímur Snorrason,
hagstofustjóri og Svavar Sig-
mundsson, dósent.
Þessir fjórir nefndarmenn skil-
uðu af sér ítarlegum tillögum sem
lagðar voru til grundvallar við
gerð frumvarps um mannanöfn,
sem fékkst loks staðfest sem lög
frá Alþingi á sl. vetri.
Óhætt er að segja að mörg
nýmæli séu í lögunum miðað við
núgildandi lög. Lítum á nokkur
þeirra.
Heimilt að skíra barn
þrem nöfnum
Strax í fyrsta kafla fyrstu grein,
sem fjallar um eiginnöfn, kemur
fyrir nýtt ákvæði. Eftir 1.
nóvember nk. má gefa barni allt
að þrjú nöfn og er skylt að gefa
því nafn innan sex mánuða frá
fæðingu þess.
Samkvæmt núgildandi lögum
getur viðkomandi prestur kveðið
upp úr um nafngift. Rísi ágrein-
ingur um nöfn er honum nú skot-
ið til heimspekideildar Háskóla
íslands. Með nýju lögunum
verða þarna umtalsverðar breyt-
ingar. Þær helstar að svokölluð
mannanafnanefnd skal úrskurða
í þeim málum sem til hennar er
skotið. Úrskurðir skulu kveðnir
upp svo fljótt sem því verður við
komið og ekki síðar en innan
tveggja vikna frá því mál berst
nefndinni. Mannanafnanefnd
hefur mikilvægu hlutverki að
gegna á fleiri sviðum. Áður en
lögin taka gildi skal hún taka
saman skrá um þau eiginnöfn
sem heimil teljast og samkvæmt
lögunum mun Hagstofa Islands
gefa hana út, kynna hana og gera
aðgengilega almenningi og senda
hana öllum sóknarprestum og
forstöðumönnum skráðra trú-
félaga. í 5. grein laganna segir
orðrétt: „Eigi að gefa barni nafn
við skírn sem prestur þjóðkirkj-
unnar, forstöðumaður eða prest-
ur skráðs trúfélags á að annast
skal forsjármaður þess skýra
þeim, um leið og skírnar er
óskað, frá nafni því eða nöfnum
sem barnið á að hljóta. Sé nafn,
sem barn á að hljóta, ekki á
mannanafnaskrá skal prestur eða
forstöðumaður trúfélags ekki
samþykkja það að svo stöddu né
gefa það við skírn heldur skal
málið borið undir mannanafna-
nefnd.“
Heimilt að breyta nöfnum
innan sex mánaða
í 7. grein laganna kemur fram að
ef barni hefur verið gefið eitt
nafn við skírn eða með tilkynn-
ingu er forsjármönnum þess heim-
ilt að gefa því annað eiginnafn
til viðbótar áður gefnu nafni.
Þetta skal gert með tilkynningu
til Þjóðskrár eigi síðar en sex
mánuðum eftir að frestur til nafn-
gjafar rann út. Að sama skapi er
dómsmálaráðuneyti heimilt að
leyfa að eiginnafni/nöfnum sé
breytt, „enda sé ósk borin fram
um það af forsjármönnum barns-
ins eigi síðar en sex mánuðum
eftir að frestur til nafngjafar rann
út.“
í ákvæði laganna um kenni-
nöfn kemur m.a. fram að ófeðrað
barn skuli kennt til móður sinnar,
föður hennar eða fá ættarnafn
móður sinnar ef til er. Gángi
móðir barnsins í hjónaband má
kenna barnið til stjúpföður síns.
Barn erlends manns og
íslenskrar konu má bera ættar-
nafn föður síns, kenna sig til
móður sinnar eða hafa ættarnafn
hennar ef til er. Þá er og heimilt,
að fengnu samþykki manna-
nafnanefndar, að barnið beri
íslenskt kenninafn sem lagað er
að hinu erlenda eiginnafni föður-
ins.
Höfum fengið
framkvæmanlega Iöggjöf
Hallgrímur Snorrason, hagstofu-
stjóri, segir að nýju mannanafna-
lögin séu til mikilla bóta. „Frá
sjónarmiði Hagstofunnar er
mesta breytingin sú að við teljum
okkur nú hafa fengið löggjöf sem
er framkvæmanleg, en núgild-
andi löggjöf er gjörsamlega
óframkvæmanleg. Núgildandi lög- ,
gjöf hefur þótt of einstrengings- |
leg, enda er hún miðuð við þann j
tíma þegar hún var samin. Hún
tekur ekki tillit til breytinga á
þjóðfélagsháttum.
Eg tel mjög mikilvægt ákvæði
laganna um að mannanafnanefnd
gefi út leiðbeinandi lista um
nöfn. Fram að þessu hafa prestar
átt að skera úr um hvort nöfn
væru heimil eða óheimil, en eftir
gildistöku laganna hafa þeir í
höndunum nafnalista frá manna-
nafnanefnd. Gert er ráð fyrir að
sá listi komi út í áföngum," sagði
Hallgrímur. Hann sagði að
ákvæði laganna um að heimilt
væri að skíra erlendu fornafni
með íslensku væri mikilvægt. „Ég
tel að þetta skipti rniklu máli
vegna þess að hér er orðið tölu-
vert mikið um börn af blönduð-
um uppruna þar sem báðir for-
eldrar vilja gjarnan að þjóðerni
þeirra komi fram í nafni
barnsins. Við í nefndinni töldum
að það væri illframkvæmanlegt ef
leggja ætti blátt bann við þessu.
Eins voru uppi um það mjög
sterkar skoðanir að bann við
þessu myndi brjóta í bága við
Mannréttindasáttmála Evrópu,“
sagði Hallgrímur.
Dr. Guðrún Kvaran er for-
maður mannanafnanefndar. Hún
sagði að nefndin myndi á næst-
unni hefja vinnu við að taka sam-
an mannanafnalista, sem yrði
rækilega kynntur almenningi,
prestum og forstöðumönnum
trúfélaga fyrir gildistöku laganna
1. nóvember nk. Listinn mun
verða fáanlegur á Hagstofu
íslands, dómsmálaráðuneytinu
og sýsluskrifstofum. Guðrún
áætlaði að á þessum lista yrði á
bilinu 3-4000 mannanöfn. Hún
tók fram að listinn yrði ekki tæm-
andi um þau nöfn sem heimilt
yrði að skíra börn hér á landi.
Foreldrar gætu lagt fram óskir
um nöfn, sem ekki yrðu á nafna-
listanum, og það yrði síðan
mannanafnanefndar að taka
afstöðu til þeirra. Samþykki
nefndin nöfnin færast þau inn á
mannanafnalistann, sem reglu-
lega verður endurskoðaður. í
I mannanafnanefnd eiga sæti tveir
fulltrúar auk formanns og sitja
þeir í henni til fjögurra ára. Auk
, Guðrúnar hefur heimspekideild
HÍ tilnefnt Svavar Sigmundsson í
nefndina og lagadeild HÍ hefur
tilnefnt Björn Þ. Guömundsson í
hana.
Guðrún sagðist telja mesta
ávinning laganna að í þeim gæti
ekki misræmis milli kynja, körl-
um og konum sé gert jafnt undir
höfði í öllum atriðum. „Mér
finnst líka að nafngjafnir í svo-
kölluðum blönduðum hjóna-
böndum sé mikill ávinningur.
Áður fyrr var óheimilt að gefa
barni foreldra af íslensku og
erlendu þjóðerni annað en
íslenskt nafn. Nú er heimilt að
síðara nafnið af tveim sé á máli
erlends foreldris. Það er orðið
mun meira um blönduð hjóna-
bönd en áður og það er vel
skiljanlegt að erlent foreldri vilji
líka ráða einhverju um nafngift
barnsins. Mér finnst þetta ákvæði
vera mannlegur ávinningur," seg-
ir Guðrún Kvaran. óþh