Dagur - 14.08.1991, Side 7
Miðvikudagur 14. ágúst 1991 - DAGUR - 7
Hundavandamál:
tíl úrbóta verður að koma frá fólkrnu
Oft er talað um hunda sem
vandamál. Þeir valda sambúð-
arvandamálum og þeir eignast
andstæðinga, suint fólk er
hrætt við þá, aðrir verða fyrir
ónæði frá þeim að næturlagi og
enn koma hreinlætisvandamál-
in þar sem fólk óttast smitun
frá þeim af sjúkdóinum og
sníkjudýrum. Og margir hafa
viðbjóð af því, að þeir mígi og
skíti út um allt á almannafæri.
I Stóru hundabókinni er fjallað
um þessi mál:
„Hundavandamálin stafa af van-
þekkingu og vanrækslu sakir þess
að viðhorf til hundanna eru enn á
lágu stigi. Við þurfum að bæta úr
þessu og besta ráðið til þess er að
hækka hag hundaræktarinnar og
að því vinnur einkum einn félags-
skapur hér á landi, sem er
Hundaræktarfélagið.
Vandamálin stafa mest af því
að hér eru rfkjandi blendings-
hundar, senr fólk velur sér af
kæruleysi og vanþekkingu, það
vanrækir þessa hunda og kynnir
sér ekki einu sinni grundvallar-
atriði í hundahaldi, eins og
hvernig á að snyrta hundana,
fóðra þá, þjálfa og temja.
Það er mjög nrikilvægt að
hundavinir taki. sig á í öllum þess-
um efnum. Hundaræktarfélagið
hefur á sfnum snærum menn ineð
þekkingu og þjálfun, reiðubúna
til að gefa fólki margvíslegar leið-
beiningar og ráð. Það er t.d.
mjög mikilvægt fyrir fólk að
sækja hvolpanámskeið þess, þar
sem hverskyns ráð eru gefin um
hundahald, og í þjálfunarnám-
skeiðum er kennt, hvernig hægt
er að hafa fullkomna stjórn á
hundi sínum. Það er ein forsenda
lausnar á hundavandamálinu, að
menn kynni sér þetta betur.
En undirstaðan er, að menn
læri að virða hundinn, hætti að
líta á hann sem fyrirlitlegan
flæking, sem megi valsa laus.
Virðing okkar á hundinum á að
byrja á því, að við séum í fyrstu
vandfýsin um val á hvolpi okkar.
Við eigum ekki að taka hvaða
hvolpi sem er. Það er sannreynt,
að viðurkenndir ræktunarhundar
eru þegar á heildina er litið ntiklu
skemmtilegri og auðveldari í
meðferð og skapa minni vanda-
mál en blendingshundarnir. Og
við megum allra síst víkjast und-
an að greiða hundinn einhverju
verði. Það er upphaf vanvirðing-
ar okkar á hundinum, þegar við
þykjumst heppin að fá hann fyrir
ekki neitt. Þar nreð byrja vanda-
málin, eigandi vill engu fórna,
telur hann einskisvirði og hirðir
lítt um hann.
Hundaræktarfélagið gefur líka
ráð um val á hvolpi. Það hefur
milligöngu um sölu á ræktunar-
hundum og hjálpar fólki til að
meta eiginleika hvolpsins og þar
kemur ættbók félagsins að góðu
gagni. Það beitir sér einnig fyrir
læknisskoðun og vottorði um
heilsufar hundsins.
Því meiri natni sem menn sýna
við val hundsins, því betra og því
minni eru líkurnar fyrir að hund-
urinn verði vandamál. En sá er
gallinn að hér á landi er enn úr
alltof fáu að velja. Sérstaklega er
skortur á smáhundum, sem þægi-
legir eru fyrir borgarbyggð.
Erlendis byrjar valið á hvolpi
með því að menn íhuga, hvaða
ræktunarkyn sé heppilegast fyrir
þeirra aðstæður. Jafnframt fara
þeir að skyggnast um eftir góðu
hundabúi og leita sér strax upp-
lýsinga hjá kunnáttumönnum.
sem nóg er af. Svo hringja þeir í
hundabúið, sem þeir hafa auga-
stað á, biðja um ákveðinn við-
talstíma og mæta þar jafnvel með
einhverjum kunningja sínum,
sem vit hefur á. Á hundabúinu
standa þeim oft til boða mörg
ólík ræktunarkyn. Oft kemur fyr-
ir að allir hvolpar af vissu kyni
eru uppseldir og jafnvel eru bið-
listar fyrir hendi. Þá þarf að bíða
þar til góður hvolpur er orðinn 8
vikna.
Hér er ekki flanað að neinu,
svo að hinn væntanlegi kaupandi
er reiðubúinn að bíða í von um
góðan hvolp. Hann fær allt að
vita um ætterni og heilsufar for-
eldranna og getur þá fylgst með
og valið úr hvolpunum. Hann fær
vottorð um ætterni hundsins og
skoðunarvottorð læknis auk mat-
seðils um það fóður sem hvolpur-
inn hefur fengið til þess að geta
haldið því áfram og forðast melt-
ingarkvilla. Hvolparnir eru að
sjálfsögðu bólusettir og þannig
varðir gegn sjúkdómum.
Hinn nýi hundaeigandi innritar
sig í hundaræktarklúbb og þar
standa honum til boða margvís-
leg fræðsla og ráðleggingar. Þar
þykir alveg sjálfsagt að fara á
hvolpanámskeið til að læra allt
sem hundum við kemur og þar er
mikil aðsókn að hlýðninámskeið-
um, sem stuðla mjög að því að
gera hundana meðfærilegri og
koma þannig í veg fyrir slys og
vandamál.
Þegar talað er um vandamál
hundaskíts á götum stórborga,
má benda á að hundaræktarfélög
berjast einmitt gegn því. Fólk
sem skortir þekkingu og aðgát,
einmitt fólk sem er með blend-
ingshundana, fer með hundana
út á götu til að láta þá skíta.
Lögmál hundaræktarmanna er,
að það má aldrei gera. Það á að
láta hundana hægja sér heima, en
gönguferðin á eingöngu að vera
til skemmtunar.
Stundum hefur bryddað á hug-
myndum erlendis, að besta ráðið
til að sigrast á öllum hunda-
vandamálum væri að banna
blendingshunda og setja það skil-
yrði fyrir leyfi, að allir hundar
væru í hundaræktarfélagi. En
það er á móti hugsjón félagsins
að styrkja sig ekki með einokunar-
höftum. Vilji til úrbóta verður að
koma frá fólkinu sjálfu. Það þarf
að gera sér grein fyrir hlutverki
og þýðingu hundaræktarfélag-
anna til að auka virðingu og álit
hundsins og koma til starfa í
þeim af fúsum vilja. Hitt þykir
svo alveg sjálfsagt, að heilbrigð-
isyfirvöld styðji við bakið á
hundaræktarfélögum, því þau
eru vafalaust besti regluvörður-
inn á þessu sviði.“
Hér að ofan er vitnað í Stóru
hundabókina. Bókin er hafsjór af
fróðleik um hunda. í henni er að
finna lýsingu í rnáli og myndum á
200 mismunandi hundakynum,
leiðbeiningar um hundahald,
uppeldi og þjálfun hundsins svo
hann verði góður félagi og vinur.
Á Islandi fer hundaeign vax-
andi og frumskilyrði þess að
hundahald fari ekki úr bönduni
er að hundaeigendur fari að lögum
og séu rétt upplýstir. Stóra
hundabókin er ákjósanlegt
lestrarefni öllum þeim er vilja
virða lög um hundahald og jafn-
framt halda glaðan og agaðan
hund. ój