Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 4
4- DAGUR - Fimmtudagur 15. ágúst 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Viðvörun Verka-
mannasambandsins
Framkvæmdast j órn V erkamannasambands
íslands hefur skorað á ríkisstjórnina að grípa
til aðgerða og lagasetningar gegn þeim skefja-
lausu vaxtahækkunum sem átt hafa sér stað á
undanförnum vikum. í ályktun frá fram-
kvæmdastjórn VMSÍ er bent á að vaxtahækk-
anir þessar gangi tvímælalaust gegn þeim
markmiðum síðustu kjarasamninga að knýja
niður fjármagnskostnað og skapa atvinnulíf-
inu rekstrarskilyrði og skapa möguleika til að
auka kaupmátt.
„Sú milljarða millifærsla á fjármunum, sem
nú á sér stað, er með öllu ósættanleg og bein
aðför að þeim kjarasamningum sem í gildi eru
og möguleikum til þess að hægt verði að gera
nýjan kjarasamning án þess að til verulegra
átaka komi í þjóðfélaginu," segir í ályktun
framkvæmdastjórnar Verkamannasambands-
ins
í þessari ályktun felast ótvíræð og óvenju
tæpitungulaus skilaboð til stjórnarherranna:
Ef þið grípið ekki til róttækra stjórnvaldsað-
gerða til að lækka vexti á nýjan leik, er borin
von að friður ríki á vinnumarkaði í haust, þegar
núgildandi kjarasamningar eru lausir. Fróð-
legt verður að sjá hvort ríkisstjórnin tekur
mark á þessum tilmælum - eða öllu heldur við-
vörun - Verkamannasambandsins. Því miður
er fátt sem bendir til þess. Öllu líklegra er að
ríkisstjórnin haldi fast við núverandi vaxta-
stefnu, trú þeirri sannfæringu sinni að fullkom-
ið frelsi peningaaflanna sé leiðin til lífsins. Ef
sú verður raunin getur þjóðin farið að búa sig
undir róstursamt haust á vinnumarkaðinum.
í blaðinu í dag tjáir verslunareigandi á Akur-
eyri sig um það vaxtabrjálæði sem ræður ríkj-
um í þjóðfélaginu um þessar mundir. Hann
sýnir fram á að eiginlegir vextir af víxillánum,
sem almennt eru um eða yfir 20 af hundraði
nú, eru í mörgum tilfellum mun hærri þegar
ýmis þjónustugjöld og annar aukakostnaður
hafa verið tekin með í reikninginn. Þegar öllu
er á botninn hvolft er það hinn samanlagði
fjármagnskostnaður sem skiptir lántakendur
máli en ekki hvernig sú upphæð skiptist milli
vaxta, verðbótaþáttar og ýmissa þjónustu-
gjalda.
Þegar fjármagnskostnaður af víxillánum
fyrirtækja er í sumum tilfellum farinn að nálg-
ast 30 af hundraði er ljóst að eitthvað meira en
lítið er að í efnahagslífinu. Enn undarlegra er
að stjórnvöld skuli láta vaxtaokrið óátalið og
gangi jafnvel á undan með „góðu“ fordæmi.
Vonandi vekur harðorð ályktun framkvæmda-
stjórnar Verkamannasambands íslands um
vaxtamálin ríkisstjórnina af Þyrnirósarsvefn-
inum. BB.
Höfum við efni á að Akureyri
sé stjómað í hjáverkum?
Stjórnun Akureyrarbæjar er ekki
eitt af aðalumræðuefnununt í
fjölmiðlum eða götuhornum
bæjarins enda er hér ekki á ferð
vinsælt fjölntiðlaefni eða safaríkt
málefni. Þó fer ekki hjá því að
bæjarbúar hugleiði öðru hverju
stjórnun bæjarins og sýnist sitt
hverjum. Nú má ekki halda að
undirritaður teiji að stjórnskipu-
lag bæjarins sé verra eða betra en
gengur og gerist - en hann heldur
því fram að lengi sé hægt að
breyta og bæta. Stjórnkerfi
bæjarfélags er líka þannig skapað
að öðru hverju hlýtur að þurfa að
kippa úr tannhjólum og endur-
stilla gangverkið.
Gamlar og grónar hefðir
Á liðnum árum hafa stjórnendur
bæjarins reynt að sópa úr horn-
um og laga til eftir bestu getu.
Margt hefur breyst til batnaðar
en stundum læðist að sá grunur
að menn hafi ekki stigið skrefið
til fulls - ekki þorað að hreyfa við
gömlum og grónum hefðum,
kunningjum og vinum, þó svo í
hjarta sínu hafi stjórnendurnir
vitað að meira þurfti til að
aðgerðirnar næðu tilgangi sínum.
Það er ef til vill einkenni allra
kerfa, jafnt opinberra sem
annarra, að tregðulögmálið á sér
einlæga aðdáendur, stuðnings-
menn, og löngum hefur loðað við
stjórnendur bæjarins að gæta
þess vandlega að breytingar
haggi sem minnst við flokks-
mönnum er sitja í góðum
embættum. Við því er í sjálfu sér
fátt að segja annað en það að
umhyggja sem þessi getur verið
stórskaðleg bæjarfélaginu.
Rúmlega fullt starf að sitja
í bæjarstjórn
Á fjögurra ára fresti arka menn í
Oddeyrarskóla og velja sér full-
trúa næstu árin. Stundum verða
fulltrúar flokkanna kampakátir
og stundum leita þeir ótal skýr-
inga á því af hverju fylgið dalaði.
En útkoman er ætíð sú að í
bæjarstjórn setjast nokkrir ein-
staklingar sem eiga að stjórna
bæjarfélaginu í hjáverkum - í
aukavinnu - næstu fjögur ár.
Það hlýtur að vera - og er -
rúmlega fullt starf að sitja í
bæjarstjórn Akureyrar. Vart er
hægt að ætla bæjarfulltrúum -
nema einstaklingum með ofur-
Lesendahornið
Áskcll Þórisson.
greind - að fylgjast vel með því
sem er að gerast í bænum, sinna
daglegum störfum og taka auk
þess þátt í fjölskyldulífi. Eitthvað
af því sem nefnt var hlýtur að
verða útundan. Vonandi setja
flestir sitt eigið fjölskyldulíf í
fyrsta sæti því án þess eru menn
hvorki heilir né hálfir í daglegu
amstri.
Yfirborðsleg umræða -
útþynnt niðurstaða
Bæjarstjórnarfundir eru haldnir
hálfsmánaðarlega og þar eru
tekin fyrir ótal mismunandi mál
sem flest krefjast þess að bæjar-
fulltrúar hafi yfirgripsmikla
þekkingu svo þeir geti fjallað um
málin af sæmilegu viti. Það er
óðs mann æði að ætla að við
núverandi fyrirkomulag geti
bæjarfulltrúar, þó þeir séu án efa
betur gefnir en allur þorri
almennings, aflað sér þeirrar
þekkingar að þeir séu hæfir í ann-
að og meira en yfirborðslega
umræðu á bæjarstjórnarfundum.
Að vísu eru til gleðilegar
undantekningar því margir full-
trúar í bæjarstjórn sitja í nefnd-
um sem fjalla um málin áður en
þau koma til kasta bæjarstjórnar.
Auk þess leggja margir á sig
mikla vinnu við lestur á skýrslum
og ræða við fjölda fólks um þau
mál sem efst eru á baugi hverju
sinni. Þetta verður þó vart gert
nema ganga á tíma vinnuveit-
enda eða fórna umtalsverðum
tíma sem annars nýttist með fjöl-
skyldunni.
Sú yfirborðslega umræða sem
oft á sér stað á fundum bæjar-
stjórnar leiðir óhjákvæmilega til
þess að niðurstaðan verður
útþynnt og lítt marktæk. Ég leyfi
mér að halda því fram að umræð-
an sé yfirborðsleg - fréttir og
frásagnir í fjölmiðlum bera þess
greinilega vitni.
Nefndafarganið
Annars eru nefndir á vegum
bæjarins sérstakur kapítuli og
undirritaður má til með að nefna
þær í leiðinni. Eftir því sem mér
sýnist þá mætti hiklaust halda
áfram að skera þær niður, sam-
eina og einfalda. Hvers vegna
þarf t.d. Bygginganefnd að leggja
blessun sína yfir teikningar sem
standast allar reglugerðir og
ákvæði í byggingasamþykkt? Er
það ekki einfalt afgreiðslumál
fyrir starfsmenn bæjarins? Hvers
vegna þarf Heilbrigðisnefnd að
leggja blessun sfna yfir hantborg-
arastað eða sjoppu sem standast
allar kröfur sem heilbrigðisreglu-
gerð gerir til slíkrar starfsemi?
Því að eyða fjármunum bæjarins
og tíma einstaklinga til að fjalla
um svona mál?
Atvinnumálanefnd og
buxnaverksmiðjan
Hafa nefndir bæjarins verið
skoðaðar með það fyrir augum
að fækka fulltrúum í þeim og
gera „jafnvel“ kröfur til þeirra
sem í nefndunum sitja? Kröfur
um þekkingu og heimavinnu?
Nefndir eiga, ásamt bæjarfull-
trúum, að marka stefnuna og
ákveða hvað gert verður næstu
vikur, mánuði og ár. Síðast en
ekki síst eiga þær að skila árangri.
Hefur t.d. verið athugað hvað
Atvinnumálanefnd hefur gert
síðustu ár til að blása lífi í
atvinnulíf bæjarins?
Hvaða árangri hefur sú nefnd
náð? Er eitt af meginverkefnum
hennar að vera til og viðhalda
sjálfri sér? Á þessari stundu man
greinarhöfundur varla eftir neinu
nema buxnaverksmiðjunni marg-
frægu sem tæplega getur talist
mikill eða merkilegur árangur.
En þetta var útúrdúr og við
skulum halda áfram að velta fyrir
okkur bæjarfulltrúum og starfi
þeirra.
Dæmi úr daglega lífinu um vaxtaokrið:
134 þúsund í praiagnskostnað
af 500 þúsund króna víxilláni!
— jafngildir 26,8% ársvöxtum
Verslunareigandi hringdi
og vildi koma á framfæri óánægju
sinni með gífurlegar vaxtahækk-
anir að undanförnu. Hann sagði
að vaxtaokrið í þjóðfélaginu í
dag næði ekki nokkurri átt og
fullyrti að enginn atvinnurekstur
stæði undir okrinu til lengdar.
„Þótt vextir séu almennt
óheyrilega háir eru víxilvextirnir
með hreinum ólíkindum. Mjög
margir atvinnurekendur þurfa
reglulega á bankalánum að halda
tímabundið, til að leysa út vörur,
greiða laun og annað. Þeir eiga
yfirleitt ekki kost á öðrum lánum
til þeirra þarfa en víxillánum, og
þá yfirleitt til skamms tíma.
Algengast er að veita slíkt lán í
einn mánuð eða 45 daga en
stundum eru menn svo „heppnir"
að fá víxillán til tveggja mánaða,
og er það skömminni skást.
Oft neyðast menn til að fram-
lengja þessa víxla, jafnvel mánuð
eftir mánuð og í hvert sinn leggst
alls kyns aukakostnaður á, svo
sem forvextir, stimpilgjald, þjón-
ustu- eða afgreiðslugjald og guð
má vita hvað.
Víxilvextir eru nú almennt
20,5%. Það er í sjálfu sér ærið
nógu hátt en þegar aukagjöldin
bætast við eru vextirnir enn
hærri. Það skiptir þann sem
greiðir auðvitað engu máli hvað
það er kallað sem hann borgar;
hvort það heita vextir, verðbóta-
þáttur eða einhver stimpil- og
þjónustugjöld. { augum greið-
andans er upphæðin að frádreg-
inni afborguninni sjálfri ekkert
annað en fjármagnskostnaður.
Ég vil nefna eitt dæmi úr dag-
lega lífinu til að fólk geti áttað sig
á því vaxtabrjálæði sem hér ríkir:
Miðað við vaxtastigið í dag kost-
ar það hvorki meira né minna en
134 þúsund krónur á ári að taka
500 þúsund króna víxil til tveggja
mánaða og framlengja hann 6
sinnum. Þótt þetta hljómi ótrú-
lega er það engu að síður satt og
auðvelt að fá það staðfest af talná-
glöggum mönnum.
Áf þessum 134 þúsund krónum
fær bankinn nákvæmlega 126.500
krónur. Ríkissjóður fær afgang-
inn, 7.500 krónur, í sinn hlut í
formi stimpilgjalda. Þetta jafn-
gildir ársvöxtum upp á 26,8%!
Ef við tökum dæmi unt lægri
víxil til styttri tíma í senn, verður
dæmið enn skuggalegra. 70 þús-
und króna víxill til 45 daga, sem
framlengdur væri reglulega í heilt