Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. ágúst 1991 - DAGUR - 7 ngur bfla fer í endurskoðun ðaskoðunar íslands hf. á Sauðárkröki og Blönduósi heimsóttir koma í skoðun settir í endur- skoðun þar sem eitt og annað vantaði upp á. Fáir bílar eru teknir úr umferð sem koma til BSÍ enda til lítils að koma með ónýtan bíl í skoðun en Þórólfur nefndi dæmi um bíla sem hann hafði tekið úr umferð þar sem búið var að breyta þeim á ólög- legan hátt. Númerið JB 007 á Lödu 1200! í tölvukerfi BSÍ er að finna allar upplýsingar um bifreiðaflota landsmanna og hægt að sjá lista yfir alla eigendur á hverjum bíl. Bjarki sagði að sumir bílar fylltu fjórar skjámyndir á tölvunni en það gerir nokkra tugi eigenda á eina og sama bílnum. Gagnrýnis- raddir hafa komið fram á nýja bílnúmerakerfið en Bjarki sagði að þær raddir væru að dofna því föstu númerin væru búin að sanna gildi sitt. Blaðamaður stóðst ekki freist- inguna og bað Bjarka að slá upp í tölvunni nokkrum þekktum númerasamsetningum, s.s. eins og JB 007 eða númeri njósnarans fræga úr kvikmyndunum, James Bond. I ljós kom að þetta góða númer er á Lödu 1200 í eigu Reykvíkings og hlýtur sá Lödu- eigandi að vera stoltur með það númer! -bjb Þórólfur Óli Aadnegaard á Blönduósi skoöar Ijósabúnað einnar bifreiðar en skoðunarstöðin er til húsa við hliðina á slökkvistöðinni. Fyrir var gryfja, sem kom sér vel, en á Sauðárkróki er bílalyfta. Bjarki Sigurðsson fyrir framan skoðunarstöðina á Sauðárkróki. Hann var stoltur yfir því að hafa komist í eigið húsnæði 6 mánuðum fyrr en kollegar hans á Akureyri og inerkið var einnig komið upp löngu á undan! Myndir: -hjb Guðríður Sigurbjörnsdóttir og Halldór Halldórsson, starfsmenn Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Varma- Mynd: -bjb Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Varmahlíð: Alls hafa um 3500 manns leitað eftir aðstoð Rekstur Upplýsingamiðstöðv- ar fyrir ferðamenn í Varmahlíð hefur gengið vel í sumar en miðstöðin var opnuð í húsnæði Kaupfélagsins um miðjan júní sl. Alls hafa um 3500 inanns leitað eftir upplýsingum hjá starfsmönnunum tveim, þeim Guðríði Sigurbjörnsdóttur og Halldóri Halldórssyni. í júnímánuði komu um 500 manns en langflestir komu í júlí. eða nákvæmlega 2133 manns. Útlendingar eru þar í meirihluta eða 1494 og 640 íslendingar leit- uðu eftir aðstoð. Fram til 12. ágúst höfðu rúmlegá 800 manns litið við hjá Halldóri og Guðríði en upplýsingamiðstöðin verður opin í nokkra daga í viðbót en ekki verið tekin ákvörðun um hvenær nákvæmlega verður lokað. Aðspurð sögðu Halldór og Guðríður að erindi ferðamanna væru af öllum toga en mest væri um leiðbeiningar á athyglisverða staði og ferðaleiðir um Skaga- fjörðinn. Mörg furðuleg erindi koma frá erlendum ferðamönn- um og einn þeirra kom og spurði hvar væri hægt að sjá eldgos. Halldór sagðist hafa sagt mannin- um að til allrar hamingju væru engin eldgos í gangi! -bjb Auglýsing frá ungmennafélögum Skriöuhrepps og Möðruvallasóknar. Hinn árlegi útimarkaður félaganr.a verður haldinn í Freyjulundi laugar- daginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar og básapantanir veita et'tir- farandi: Bjarni í síma 26824 og Róbert í síma 26887 á kvöldin. Básapantanir berist í seinasta lagi sunnudaginn 18. ágúst. KEA Sunnuhlíð Tilboð helgarinnar í raspi: Lambakjöt á lágmarksverði kr. 515 kg. Sjáumst í Sunnuhlíð Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 09.00 til 20.00, laugardaga frá kl. 10.00 til 20.00 KÉÁ Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.